19.04.2018 01:41

Lítil saga af litlu skipi Leiðrétt og endurbætt

Oft hef ég komið inn á að ég sigldi í 14 ár á svoköllun "Coasterum"hjá Dönum
Danica Red Skipið sem umrædd ferð var farin á                 

                                                                                                                                      Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni 

Áhöfn þessara skipa samanstóð yfirleitt af:Skipstj.,stýrim.kokkur og 2-3 hásetar eða ubefaren skipsassistent eða eins og það heitir.Þetta þýðir lauslega þhálfdrættingur eða léttmatrós.Það var enginn vélstjóri á þessum skipum,en útgerðin sem ég starfaði hjá (Ég miða öll þessi skrif við hana)hafði 3 menn sem þeir senda hvert sem þurfa þótti.Einn þeirra var með stærstu réttindi danskra vélstjóra og hafði meira að segja starfað hjá Callesen verksmiðjunum En allar vélar skipana voru þess gerðar Þegar mest var rak útgerðin 12 skip.Skipin voru byggð á árunum 1981-1993.9 af þeim voru eiginlega af sömu teikningu aðeins lengdinni breytt.Skipstjórinn og stýrimaðurinn sjá um vélarnar..Ein er sú stofnun sem hefur með öryggi sæfarenda að gera IMO(International Maritime Organization).Fyrir nokkrum árum var innleiddur svokallaður ISM kodi sem tryggja átti enn meir öryggi sjómanna og sett var á stofn svokallað Port State Control.Allt var gert til að öryggi sjómannanna yrði sem mest.En að mínu áliti og nú tek ég virkilega skýrt fram að ég skrifa eftirfarandi eftir minni reynslu og allt sem ég skrifa er eftir hvernig ég upplifði þessa hluti Og þetta eru sem sagt mínar eigin skoðanir á málunum

Svona hljóðaði skeytið um flutninginn á einum farminum


Þarna var talað um að kaupa ný sjókort sem ég taldi nauðsynlegt en skipperinn neitaði Muni kosta of mikið En þetta blessaðist þó allt Ef maður dottaði og stefnan skekktist kallaði Rivercontrolið (eða hvað það, nú hét mann uppi)En ímyndið ykkur annars öryggið vansvefta útkeyrður stýrimaður að, vísu með landratar á sér En hvað t.d,ef eittvað þyrfti að gera strax og nú ef eitthvað færi úrskeiðis við mætingu á t.d fulllestuðum gasdalli Þó fullt eftirlit sé með manni af landratörum eru hlutirnir oft fljótir að gerast Það skeði nú einu sinni að vísu ekki hjá H.Folmer að ég tók háseta upp á vakt um nótt í þoku mig minnir í Enska Kanalnumi og gerði það í hluta tveggja nátta Þegar skipstjórinn komst að því sagði hann við mig :"þú verður nú ekki langlífur hjá þessari útgerð hagir þú þér svona" Lætur stm sem kominn er við aldur og sem er  reyna að sanna sig erlendis þetta sér ekki að kenningu verða


Mér fannst satt að segja vinnubrögðin hjá þessum samtökum(IMO)harla einkennileg svo ekki sé tekið dýpra í árinni.Mér finnst það vera eins og þessir menn haldi að það sé að slökkva á manni kl 1800 á kvöldin og kveikja á manni kl 2400.Kveikja kl 1200 og slökkva 1800.Það var aldrei hugsað um t.d. aðbúnað til hvíldar..Þverkojur og skip í ballast eða með allan farm í botni.Ég man t.d.eftir einni ferð en þá lestuðum við Granít í Larvik(Noregi)til Bremen(Þýskaland)Alla leiðina SV 7-8 (Beaufort)og sjór eftir því.


Þó einhverjar tilraunir til að sjóbúa hefðu svo sannarlega verið gerðar fóru þær eiginlega tilm fjandans strax í byrjun Því dallurinn hentist þetta til og frá eins og gefur að skilja með allan þungan í botninum.Það var ekki mikið sofið því ég var í þverkoju og stóð annaðhvort í lappirnar eða á hausnum Og var því algerlega vansvefta þegar við nálguðumst Weserfljótið En þá kom telex frá útgerðinni um hvort við gætum ekki siglt sjálfir upp fljótið án þess að taka lóðs.Skipperinn sem var nýbyrjaður og var að vinna sig í álit svaraði því játandi.Siglingin lenti svo á mér.Þarna sat ég hálfdottandi loksins komin í kyrrðina.

En þetta slampaðist allt af í þessari ferð fengum við mann frá Bureau Veritas í Mandal,síðan kom Port State Control í Bremen.Við fórum svo aftur lóðslausir til Hamborgar þar sem við lestuðum korn til Grenå.Í Grenå komu svo menn frá Söfartsstyrelsen.Allir þessir menn virtust reyna að hanka mann á einhverju.Mér fannst satt að segja eftirlitsmaðurinn frá Bureau Veritas sem kom í Mandal bíta hausinn af skömminn þegar hann sagði:"Dårlig dag ingen bemærkninger"Þessi maðu finnst mér að hafa átt að segja "Good dag"o.sv fr Það var ekkert tilllit tekið hvort að við værum uppteknir við að lesta eða hvort við þyrftum að hvílast.Ég var í 14 ár siglandi um heimshöfin á fyrrgreindum skipum.


Við vorum með milli 6-800 sjókort sem við þurftum að leiðrétta.Notice of Mariners(leiðréttingar fyrir sjókort og bækur)koma út 4sinnum í mánuði.Þeim hjá IMO eða Poirt State Control kom ekkert við hvort það voru 5 stýrimenn á skipunum eða bara 1.Þetta átti allt vera op to date þegar þeir komu.Ef við hverfum aftur til Bremen þá komum við þangað upp úr 6 leitinu um morguninn.Strax byrjað að losa.Þegar losað og lestað var hafði skipstjórinn yfirlrleitt alltaf nóg að gera við að sinna vélinni og fást  við agenta og komu því sjaldan að losun eða lestun.Og þarna kom svo Port State Control.Nú við vorum búnir að losa um 2200 um kvöldið.Og þegar við vorum búnir að sleppa og losna við hafnarlóðsin var komin vakt á mig.

                                                                                 Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Við vorum svo búnir að binda í Hamborg um 1600 um eftirmiðdaginn.Búnir að lesta um 2100 svo farið 1 tíma seinna út fljótið og inn í Kílarskurð ( þar vitanlega með hafnsögumenn)og sem leið liggur í gegn um Stórabelti til Grenå.Mér fannst það með ólíkindum hvað leggja mátti á menn í þessu sambandi.og alltaf er talað um öryggi.Og þetta snéri þannig að mér að mér fannst þetta öryggi vera þannig að ef  það kostaði útgerð eða yfirvöld peninga þá væri allt í lagi að gefa undanþágu eða sleppa því.En ef það kostaði meiri vinnu fyrir þá sem á skipunum voru þá er um að gera að fylga því fast eftir

                                                                                                                            Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Eins og ég sagði þá eru engir vélstjórar,þannig að skipstj.og stm þurftu að fara að minnsta kosti 2svar niður í vél á vaktinni.Nú þá var brúin mannlaus á meðan.Þetta vissu þeir sem veittu undanþágu til útgerðinnar í sambandi við mönnum,því menn frá Söfartsstyrelsen leystu af sem skipstj.og stm.á skipunum.T.d. áttum við að hafa björgunnaræfingar minnst 1 sinni í mánuði.Við höfðum svokallaðan MOB.Eða man over board-bát.Þessum bát slökuðum við í sjóinn ef við vorum í höfn 1sinni í mánuði.þetta voru björgunaræfingarnar.

                                                                                                                                           Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Að vísu voru nýmunstruðum sýndir gúmmíbátarnir og farið yfir myndir af notkunn þeirra.Brunaæfingar fóru þannig fram að við tengdum brunaslöngur við hanana og sjór settur á..Þannig að það mátti segja að allar lestarhreinsanir væru brunaæfingar.Svo var það skýrslugerðirnar í sambandi við þetta alltsaman.Það var faktíst orðið þannig að ef maður var ekki að skrifa einhver rapport eða leiðrétta kort og eða bækur,en sat í stólnum og var á útkikki eins og lög gera ráð fyrir var maður bara latur stýrimaður.Ég er 100%viss um að þessi vinna sem skapaðist við allar þessar IMO reglur eða ISM kótan gerði það að verkum að menn skrifuðu miklu meir og krossuðu við hluti sem svo lágu milli hluta.Á hreinni íslensku fölsuðu mörg af þessum rapportum.

                                                                                                                                       Mynd af Marine Traffic.com © sést á henni

Menn höfðu hreinlega ekki tíma.Nú vil ég aftur minna á að ég er að algerlega að skrifa um reynslu mína á dönskum "Coasterum"..Það var nú þannig að ekkert var gert til að gera vinnuna léttari. Að vísu fengum við stundum langa túra á opnu hafi og þá gat maður tekið til hendinni..Skipin sjálf voru allavega þegar ég vissi seinast í góðu ásigkomulagi.En þetta getur nú allt verið orðið breitt Myndirnar af skipinu eru ekki í neinu sambandi við færsluna annað en nafnið
Að lokum mynd af, þá ungum enskum frænda í heimsókn í einu af Danica skipunum Afstaðan í brúnni svipuð og í Danica Red

                                                                                               © óli ragg eins og aðrar ómerktar myndir

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 208
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 532
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 3633941
Samtals gestir: 504504
Tölur uppfærðar: 21.7.2019 10:08:52
clockhere