24.11.2009 23:08
Dettifoss I II III IV og V
Dettifoss I var byggður í Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörg 1930 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist1564 ts dwt 2000.Loa 72.2.Brd 11.0 m.Örlög skipsins urðu þau að það var skotið niður af þýskim kafbát U-1064 á 53°03´N og 003°29´W,þegar það var á leiðinni frá Belfast til Reykjavíkur. Í þessu hörmulega sjóslysi fórust 12 skipverjar og 3 farþegar.Það var kaldhæðni örlagana að í setusal skipsins var heiðurskjöldur frá Hindenburg forseta Þýskalands fyrir björgun á skipshöfninni á þýska togaranum Lübeck 1932
Dettifoss II var smíðaður hjá Burmeister & Wain Copebhagen Danmark 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands. Það mældist:2918 ts 2700 dwt.Loa:94,6 m Brd 14.1.m.Eimskip selur það1969 til Philipseyja (C.A Gothong) og það fær nafnið Don Sulpicio.1976 fær það nafnið Don Carlos Gothong.Skipinu hlekkist á og hvolfir við höfnina í Cebu á Philipseyjum 1978
Dettifoss III var smíðaður hjá Ålborg Værft Ålborg Danmark 1970 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 3004 ts 4300 dwt.Loa:95.6 m Brd 14.5 m.Skipið er selt 1989 og fær nafnið Nan XI Jang,Ekki vitað um nánari feril
Dettifoss IV er smíðaður hjá Sietas skipasmíðastöðinni i Neuenfelde Þýskalandi sem Ilse Wuff fyrir þýska eigendur H WuffÞað er aðallega í bareboatleigu og bar ýmis nöfn m.a Convoy Ranger,Rachel Borchard,Eimskip kaupa? skipið 1991 og skírir það Dettifoss. Skipið er svo selt? 2000 og fær nafnið Tina
Detti foss V er smíðaður hjá Örskov Christensen í Frederikshavn Danmark 1995 fyrir danska aðila.Það gekk undir ýmsum nöfnum m.a TRSL Tenacious,Maersk Santiago.Un Eimskipafélagið keypti það og skírði Dettifoss