19.12.2009 00:44

Fleiri "góðkunningar"

Hérna eru 4 "gamlir góðkunningar" bæði hérlendir og erlendir.Hverjjir eru þeir ?
Hér efst er skip sem smíðað var fyrir Skipadeild SÍS hjá Aukra Bruk í Aukra Noregi 1964.Það hlaut nafnið Mælifell og mældist:1879.ts 2740.dwt.Loa:88.99 m brd:13.7 m.SÍS selur skipið 1985 og fær það nafnið Langeland.1989 fær það nafnið Scantrader og undir því nafni ferst skipið eftir að hafa siglt frá Bilbao þ 11-02-1990 áleiðis til Sheerness.Áhöfnin týndi lífi.Ég læt hérna aðra mynd af skipinu tekna af því í Amsterdam 17-04-1985 Þá undir nafninu Mælifell

@Graham Moore.@Henk Kouwenhoven
Næst er færeyist skip, Heykur og Eimskip var með á leigu og notaði hér á ströndinni á sínum tíma.Skipið var byggt hjá Elbewerften í Rossalau A-Þýskalandi 1972 og hlaut nafnið Heykur
Það mældist 229.ts 584.dwt. Loa:49.6 m brd 10.1.m.Skipið er selt 2003 og fékk nafnið Antonio 

@Derek Sands
Síðan er Færeyist/íslenskt skip Tec Venture.Hvernig eignarhaldinu var háttað er ég ekki viss um en eitthvað var Austfar innviklað í það og íslenskir skipstjórar voru á því allavega um tíma. Það var byggt hjá Storvik MV í Kristiansund Noregi  1976 sem Slesvik !983 fær það nafnið Tec Venture.1989 nafnið Blue Caribe Venture 1990 Merlin Venture.1992 First Carrier.Það sekkur svo undan strönd Tansmainíu ( A-Afríka) 21-12-2005

@ Duncan Montgomeri Shipsnostalgia

Síðast er svo færeyist skip sem var byggt hjá Skala Skipasmidja í Skala Færeyjum 1984 það fær nafnið Star Saga<og mælist 823,0 ts 1700 dwt. Loa: 77,6 m brd 13,0 m.Það er skírt Saga 1992°og Ludvig Andersen 1997. Mig minnir að Samskip hafi haft skipið á "timecharter"um tíma og bið um að verða leiðréttur ef svo hefur ekki verið .Eins og ég bið menn um að leiðrétta mig hér á síðunni ef ég er að "bulla"einhverja þvælu. En minnið getur brugðist manni illilega ef svo ber undir.Eins geta heimildir um skip stundum verið misvísandi..En hér eru skipin sem sagt komin undir fullu nafni  

@ Duncan Montgomeri Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635550
Samtals gestir: 504805
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 08:31:21
clockhere