02.02.2011 17:30

Árekstur

Síðustu nótt var árekstur milli tveggja skipa 10 sml NV af Skagen.  Það furðulega er að skipin höfðu sömu stefnu.  Það var oft með endemum hvernig stærri skip sem voru, allavega að yfirhala þessa "punga" sem ég sigldi á höguðu sér, Ég stóðst stundum ekki mátið og bauð þeim yfir í kaffi.  Mér fannst þá  meira kveða að þessu í Miðjarðarhafinu.en annars staða. Maður hreinlega grunar að sumir stm hafi ekki þorða út af trakkinu sem "Kallin"  var búinn að setja. Og þessi leiðindasöngur "Ship on my stb side " og í framhaldinu beðið um að vikið væri fyrir þeim. Einhvernveginn fannst mér þetta aukast þegar GPS tækin urðu algengari. En að þessum skipum sem  lentu saman út af Skagen Stærra skipið MSC Eyra var byggt hjá Warnowwerft í Warnemunde í fyrrum A- Þýskalandi 1982 sem Kapitan  Kozlovskiy fyrir rússlenska aðila, Skipið mældist 17720.0 ts 15950.0 dwt, Loa: 173.90. m brd: 25.90 m 1989 var skipið lengt og mældist 21586.0 ts 21370 dwt Loa: 203.0 m Það hefur gengið undir ýmisum nöfnum m.a  1995 CGM LE CAP - 1995 MIDEN AGAN - 1997 MAERSK TORONTO - 2000 MIDEN AGAN - 2004 PELINEO - 20 04 MSC EYRA Skipið siglir undir Panamafána.

MSC Eyra


©Henk Guddee
©Henk Guddee


Minna skipið Baltiyskiy-109 var byggt hjá Laivateollisuus í Turku Finnlandi 1980 fyrir rússa, sem BALTIYSKIY-109  Það mældist : 1987.0 ts 2554.0 dwt. Loa:95.00.m brd  13.20 m. Skipið siglir undir rússneskum fána

BALTIYSKIY-109 

©Gerolf Drebes


© Vladimir NikonovMSC Eyra fékk að halda áfram ferð sinni en Baltiyskiy-109 verður að leita hafnar í Danmörk

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 521
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635638
Samtals gestir: 504806
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 09:33:11
clockhere