10.08.2011 20:06

Á N- Atlantshafi 1941 3

Næsta skip sem tekið verður fyrir hét  Montana og var líka á leigu hjá Eimskipafélagi Íslands , Því var sökkt 11 ágúst En á því skipi björguðust allir  26 menn. Engin Íslendngur Montana var sökkt 12 klst. áður en Roosevelt boðaði  í ræðu sinni, að Bandaríkjaflotinn og flugflotinn hefði fengið  fyrirskipun um, að verða  fyrri til að skjóta á "varnarsvæðum" Bandaríkjanna, þegar fjandsamlegir kafbátar og flugvélar nálgast. Skipið var byggt hjá Helsingör Vært í Helsingör Danmörk 1934 sem Paula fyrir þarlenda aðila.

Montana hér sem Paula

© Handels- og Søfartsmuseets

Skipið mældist 1549.0 ts 1700.0 dwt. Loa: 88.40 m  brd:  12.10 m. Það var sama sagan mð Montana og Longtaker Bandaríkjamenn tóku skipið yfir eftir innrás þjóðverja í Danmörk. Þá var það sett undir Panamafánaog skírt Montana. Það var í sinni fyrstu ferð fyrir Eimskipafélagið þegar það var skotið niður   Það var kafbáturinn U 105 undir stjórn Georg Schewe sem gerði það.

Georg Schewe


© Uboat.net


© Uboat.net

 U 105 var af IXB gerð


© Uboat.net
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 292
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 3634428
Samtals gestir: 504605
Tölur uppfærðar: 22.7.2019 11:33:22
clockhere