30.08.2011 18:43

Jökulfell III

Það hefur verið hálfgerður "lurkur" í mér undanfarið, Upp á síðkastið hef ég nú verið að hæla mér af hve góða sveiga ég hafi tekuð fram hjá öllum flensuóværum. En nú fékk ég þetta í bakið. Náði sem sagt ekki öllum beygjunum. En að alvörunni Heiðar Kristins mikill velunnari síðunnar og góður vinur minn sendi mér þessar tvær skemmtilegar myndir af sínu gamla skipi Jökulfell III og smápistil með. Ég hef stundum náð myndum af skipum í innsiglingunni hér í Eyjum og sent rafpóstvinum mínum erlendum. Og tala þeir þá oft um "leiktjöldin", Mér finnst það eiga sérstaklega vel við efri myndina Með fullri virðingu fyrir Súgandafirði
Skipinu hefur verið lýst hér á síðunniÁ siglingu við Eystra- Horn á "gullaldarárunum"Á Súgandafirði að lesta á fg árumÉg tek mér bessaleyfi og birti hér lungan úr bréfi Heiðars. Mér finnst það eiga erindi við okkur alla:

"Á myndunum meðfylgjandi í viðhengi er Jökulfell að lesta á Suðureyri og á siglingu fyrir Eystrahorn sennilega að koma út frá Hornafirði þar sem lestun á frosnum fiski byrjaði venjulega. Síðan var haldið á Djúpavog og hafnirnar norðureftir og endað í Reykjavík. Menn voru ekki komnir svo langt í hagræðingunni þá að álíta að þetta væri allt best komið á einum stað veiðarnar vinnslan og flutningarnir. Hver ferð tók um það bil mánuð það er farið var á um 20 hafnir +/- á ströndinni og síðan vestur um haf þar sem farmurinn var losaður og lestaður til baka farmur í gámum, en stundum frystivara á Nýfundnalandi og vestur Grænlandi til Evrópu. 

Hér er skipið hér í Eyjum um daginn
Ekki man ég eftir því að manni fyndist lítið til einhverra þessara hafna koma. Allt í kringum landið voru mikil umsvif og atvinna. Hvað gerðist svo í íslenskri þjóðarsál, hvers vegna er svona komið fyrir byggðarlögunum okkar. Að vísu eru staðir þar sem eru mikil umsvif og atvinna og það er vel svo langt sem það nær. Hinir staðirnir eru bara svo miklu fleiri þar sem allt er í hálfgerðu vonleysi, hversvegna? Skyldi þetta eiga eftir að snúast við eða skyldu fjölmargir bæir á landsbyggðinni eiga eftir að leggjast algjörlega af í núverandi mynd." Tilvitnun lýkur
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635550
Samtals gestir: 504805
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 08:31:21
clockhere