30.09.2011 12:26

Óskabræður

Ég birti þessa mynd um daginn og varpaði upp þeirri spurningu hvort þetta væru tvo fyrstu skip Eimskipafélagsins. Nú hefur svarið fengist. Þetta eru "óskasynirnir" Gullfoss og Goðafoss. Þetta er því mjög merkileg mynd. En hún er úr safni Hlöðvers heitins Kristjánssonar rafvélavirkja


Og svarið kom frá velunnara síðunnar Guðmundi Guðlaugssyni Hann sendi mér svohljóðandi rafpóst í gær. ´Ég vona að ég brjóti ekki neinn trúnað þó ég birti það hér í heild:

"Þú birtir mynd á vef þínum þ. 17. sept. þar sem þú varst að velta fyrir þér hvort skipin á myndinni séu Gullfoss og Goðafoss, fyrstu skip Eimskipafélagsins.Mér til gamans fór ég að fletta gömlum blöðum á netinu til að fá botn í þínar vangveltur og komst að eftirfarandi niðurstöðu.  Að neðan eru tveir úrdrættir úr blöðum í október árið 1916. Fyrri úrdrátturinn er úr Morgunblaðinu en sá síðari Ísafold.Gullfoss kom til Reykjavíkur fös. þ. 13. okt. 1916 en þá var Goðafoss þar fyrir. Goðafoss fór daginn eftir þ. 14. okt. vestur um haf til New York.
Næsta ferð Goðafoss varð örlagarík því hann strandaði á Straumnesi þ. 30. nóv. eins og sögufrægt er.Ég held að það megi slá því föstu að á myndinni séu þeir "bræður" Gullfoss og Goðafoss . Þeir liggja við Batteríis-bryggjuna sem svo var kölluð, sennilega Gullfoss utaná Goðafossi sem er bundinn við bryggju, tilbúinn til brottfarar, lestaður af síld og gærum eins og stóð í blöðum þess tíma.

 

Með vinsemd,

Guðmundur Guðlaugsson."

Og hér er árangurinn af grúski Guðmunndar
Ég vil þakka Guðmundi innilega fyrir sendinguna
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 97
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635214
Samtals gestir: 504761
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 01:46:04
clockhere