24.10.2011 22:01

Hámenn

Eftir "blámennina" voru það "hámenn" Af þessari tegund skipa ( 215-3 ) frá Per Hendriksen voru keypt sjö skip. Eimskip keypti fjögur og Skipadeild SÍS tvö. Fyrstan skal telja Laxfoss II Hann var byggður hjá Frederikshavns Vft í Frederikshavn Danmörk sem Mercandian Carrier 1974 Skipið mældist 1599.0 ts 2999.0 dwt. Loa: 78.50 m brd: 13.10 m Eimskipafélagið keypti skipið 1977 og skírði sem fyrr segir Laxfoss. Skipið var selt úr landi 1983 og fékk nafnið Ursula  Það siglir í dag undir nafninu Qin Hai 108 og veifar Panamafána
 © BANGSBO MUSEUM

Næstur var Mercandia Supplier byggt 1975 Sem hér fékk nafnið Háifoss 1977 Sömu mælingar á öllum skipunum hér á eftir. Hann var seldur úr landi 1981 og fékk nafnið Nogi Skipið strandaði á 41°18´N og 019°29´ Ö 15-05-2010 og var svo rifið í Aliaga upp úr því. Síðasta nafn var Emelie
 og flaggið var Tanzania© BANGSBO MUSEUM

Næstur er Mercandia Transporter byggt 1974 Eimskip kaupir skipið 1977 og fær það nafnið Fjallfoss og var nr III með því nafni hjá félaginu. Skipið selt úr landi 1983 og fær nafnið Sandra K Skipið siglir í dag undir nafninu Tabark og fánin er Sierra Leone© BANGSBO MUSEUM


Svo er það Mercandia Importer byggt 1974 Eimskip kaupir 1977 og skírir Lagarfoss Nr þrjú með því nafni Skipið selt úr landi 1982 og fær nafnið Rio Tejo. Það varð sprenging og eldsvoði í því  út af Máritaníu 28-02-1987 og var það svo rifið upp úr því í Belgíu


© BANGSBO MUSEUM

Eins og fyrr sagði keypti Skipadeild SÍS tvö skip af Per Hendriksen Það fyrra var Mercandia Exporter. Smíðað 1974 SÍS keypti skipið 1979 og skírði Arnarfell.og var nr tvö hjá félaginu með því nafni Það var selt úr landi  1988 ig fékk nafnið Vestvik Skipið siglir undir nafninu Sea Blue í dag og er undir fána N- Kóreu


© BANGSBO MUSEUM

Svo er það síðast Mercandia Shipper byggt 1975 Skipadeildin kaupir skipið 1979 og skírir Helgafell og var það nr tvö með því nafni hjá félaginu. Sambandið seldi skipið 1984 og fékk það nafnið Speranza. Skipið heitir í dag Europe 92 og flaggið Ítalía


© BANGSBO MUSEUM

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 2783
Gestir í dag: 33
Flettingar í gær: 1348
Gestir í gær: 114
Samtals flettingar: 3603173
Samtals gestir: 501370
Tölur uppfærðar: 18.6.2019 03:30:12
clockhere