Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


30.07.2012 18:57

Hermóður II

Febrúarmánuður 1959 mun lengi verða minnst, sem eins hörmulegasta slysamánaðar i sögu Íslands.  í 34 ár ( Halaveðrið 1925 ) hafði grimmd Ægis ekki bitnað jafn sárlega á þjóðinni og þarna 1959.                                                                       Úr safni Sjómannadagsráðs © ókunnur

Og viðlíka grimmd hefur hann ekki sýnt síðan.  Þjóðin var lengi i sorg og samúð allra beinist til hinna mórgu, sem svo skyndilega höfu verið sviptir ástvinum sínum þennan hræðilega febrúar mánuð. Þar sem 42 sjómenn týndu lífi. Af tveimur skipum.  Annað skipið togarinn Júlí fórst víð Nýfundnaland með honum 30 menn. Hitt, vitaskipið Hermóður fórst má segja við bæjardyrnar 10 dögum seinna. Með skipinu fórust 12 menn. Þarna urðu yfir 50 börn  föðurlaus.                                                                    Skannað úr bók © ókunnur

Þegar þarna var komið sögu var ég búinn að vera sjómaður í tæp sex ár. Og ég þekkti margar af mönnunum sem fórust. Aðallega af Júlí .Ég var hér í Vestmannaeyjum þegar þessi ósköp gengu yfir. Ég var málkunnugur kokknum á Hermóði (sem að vísu var þarna í afleysingum) og hafði verið að spjalla við hann nokkru áður en hann fór í sína hinstu för. Einmitt um sameiginlega kunninga á Júlí. Og maður átti eiginlega bágt með að trúa fyrstu fréttum sem bárust af Hermóðsslysinu. En hin bitri sannlekur kom svo brátt í ljós.


                                                                    Skannað úr bók © ókunnur

Hermóður var byggður hjá  Finnboda Varf í Stockholm Svíþjóð fyrir Ríkissjóð Íslands Það mældist: 209.0 ts,  Loa: 34.0. m, brd: 7.03. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni En það fórst við Stafnes ??? 18 febrúar 1959
Flettingar í dag: 1347
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 1467
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 3433074
Samtals gestir: 479202
Tölur uppfærðar: 20.11.2018 11:01:43


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere