18.08.2013 18:46

VERONICA

Næsta mál á dagskrá er björgun þriggja manna af sænska flutningaskipsins VERONICA En þýskur kafbátur hafði skotið skipið niður á 55°20´0 N og 008°.45´0 V. Þrír af tuttugu manna áhöfn komust á björgunarfleka. Hinir fórust allir. Íslenska vélskipið ERNA EA 200  sigldi svo fram á flekann sex dögum síðar

Þær voru nú ekki allar stórar fleyturnar sem stunduðu siglingar í WW 2 Hérna er ERNA EA 200 fyrir lengingu En hún var lengs 1943





Þannig sagðist Einari Bjarnasyni frá í viðtali við dagblað þess tíma:"
Við sigldum meðfram Skotlandsströnd; vorum á leiðinni heim, þegar við komum auga á rekald. Við sigldum í áttina þangað, og brátt kom í Ijós, að þetta var fleki og á honum kúrðu, nær dauða en lífi, 3 menn. Við tókum þá þegar um borð og hlúðum að þeim eins og tök voru á. Eftir stutta stund tókst mér að ná tali af einum þeirra og var það sænskur maður, skipstjórinn af skipinu »Veronica«, 2000 smál. að stærð, sem skotíð hafði verið í kaf fyrir 6 dögum síðan"

Hér er ERNA lengd,komin með hvalbak og fullhlaðin á leið til Englands 1944





Í ævisögu sinni ritaðri af Sveini Sæmundssyni segir Einar að skipstjóri VERONICA,  R. Elmquist hefði verið illa særður.Hann hafði við sprenginguna kastast af stjórnpallinum niður á dekk. Einar stefndi skipi sínu strax til Londonderry og komst hinn illa særði maður þar undir læknishendur

Einar Bjarnason var skipstjóri á m/s Ernu Frá 1939 til 1947 Hann sigldi skipinu til Englands sem sagt öll  WW2 árin Hann var faðir hins ástsæla íþróttamanns Hjalta Einarssonar sem varð "Íþróttamaður ársins 1971"

Einar Bjarnason

VERONICA


                                                                                          © söhistoriska museum se

Skipið var smíðað hjá Limhamns Skeppsvarv AB í Limhamn Svíþjóð 1918 sem: VERONICA Fáninn var: sænskur Það mældist: 1145.0 ts, 1350.0 dwt. Loa: 72.50. m, brd 11.50. m Skipið  gekk aðeins undir þess eina nafni og fána



                                                                            

                                                                                          ©
söhistoriska museum se

                                                                                          © söhistoriska museum se
Hérna má sjá endalok Veronica af U-Boat.net


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19
clockhere