20.08.2013 13:40
Litli bjargar stóra
Hér verður sagt frá er B/V Hafsteinn (ca 300 ts) bjargaði alveg nýju bresku 8800 dwt skipi og fjörutíu sjómönnum.
Fyrirsögn Morgunblaðsins um atburðinn í des 1940

Skipstjóranum á Hafsteini Oddi E Kristinsyni segist svona frá björguninni þá kominn til Reykjavíkur 19 desember "Á fimtudagskvöld, 5. þ. m. heyrðum við neyðarkall frá skipi og vorum við þá staddir ca. 180 sjóm. suður af Vestmannaeyjum. Neyðarkallið hélt stöðugt áfram.Við héldum í áttina til kallsins. Um kl. 11 á föstudagskvöld komum við að skipinu, sem neyðarkallið sendi. Það var um 200 sjóm. NNV af Barrow Head. Þá var komið versta veður, stormur og stórsjór. Við gátum þá ekkert aðhafst.
Oddur E Kristinsson skipstj.
Veðrið hélst næstu nótt. Við héldum okkur í námunda við skipið. Þetta skip, sem hér var í nauðum statt, var enskt flutningaskip,
"Empire Thunder", frá Newcastle, 5900 tonn að stærð. Skipið var alveg nýtt og var þetta fyrsta ferð þess. Það var á leið til Kanada og hafði engan farm. Aðalvél skipsins hafði brotnað og var skipið því ósjálfbjarga með öllu; rak fyrir sjó og vindi. A skipinu var 40 manna áhöfn. Skipið hafði á annan sólarhring verið að senda út neyðarkall, án þess að nokknr hjálp kæmi. Á laugardagsmorgun var byrjað að vinua við skipið. Veður var enn óhagstætt, norðan rok og mikill sjór.
Skipið hans B/V HAFSTEINN

Við skutum rakettum yfir skipið, en vegna storms og sjógangs vildi línan slitna. Það var ekki fyr en í 5. sinn, að tókst aðdraga línuna milli skipanna. Um kl. 12 á laugardag byrjuðum við að draga skipið. Veður var slæmt, en vindur fremur hagstæður. Ferðin gekk nú vel allanlaugardag og fram á miðjan dag á sunnudag. En- þá gekk vindurinn til SV og hvessti mjög. Höfðum við nú alís ekki að draga hið stóra skip, sem tók svo mjög á sig. Ráku bæði skipin og í áttina til lands. Horfði því mjög illa um björgunina. Gekk þannig til frá hádegi á sunnudag til kvölds. En á sunnudagskvöld breyttist vindstaðan og gekk til vesturs. Gátum við nú farið að draga aftur. Upp frá því gekk alt vel og um kl. 2 á mánudag komum við með skipið til hafnar. Tókst björgunin að óskum.
ENPIRE SNOW systurskip EMPIRE TUNDER
© photoship
Fyrirsögn Morgunblaðsins um atburðinn í des 1940

Skipstjóranum á Hafsteini Oddi E Kristinsyni segist svona frá björguninni þá kominn til Reykjavíkur 19 desember "Á fimtudagskvöld, 5. þ. m. heyrðum við neyðarkall frá skipi og vorum við þá staddir ca. 180 sjóm. suður af Vestmannaeyjum. Neyðarkallið hélt stöðugt áfram.Við héldum í áttina til kallsins. Um kl. 11 á föstudagskvöld komum við að skipinu, sem neyðarkallið sendi. Það var um 200 sjóm. NNV af Barrow Head. Þá var komið versta veður, stormur og stórsjór. Við gátum þá ekkert aðhafst.
Oddur E Kristinsson skipstj.

Veðrið hélst næstu nótt. Við héldum okkur í námunda við skipið. Þetta skip, sem hér var í nauðum statt, var enskt flutningaskip,
"Empire Thunder", frá Newcastle, 5900 tonn að stærð. Skipið var alveg nýtt og var þetta fyrsta ferð þess. Það var á leið til Kanada og hafði engan farm. Aðalvél skipsins hafði brotnað og var skipið því ósjálfbjarga með öllu; rak fyrir sjó og vindi. A skipinu var 40 manna áhöfn. Skipið hafði á annan sólarhring verið að senda út neyðarkall, án þess að nokknr hjálp kæmi. Á laugardagsmorgun var byrjað að vinua við skipið. Veður var enn óhagstætt, norðan rok og mikill sjór.
Skipið hans B/V HAFSTEINN

Við skutum rakettum yfir skipið, en vegna storms og sjógangs vildi línan slitna. Það var ekki fyr en í 5. sinn, að tókst aðdraga línuna milli skipanna. Um kl. 12 á laugardag byrjuðum við að draga skipið. Veður var slæmt, en vindur fremur hagstæður. Ferðin gekk nú vel allanlaugardag og fram á miðjan dag á sunnudag. En- þá gekk vindurinn til SV og hvessti mjög. Höfðum við nú alís ekki að draga hið stóra skip, sem tók svo mjög á sig. Ráku bæði skipin og í áttina til lands. Horfði því mjög illa um björgunina. Gekk þannig til frá hádegi á sunnudag til kvölds. En á sunnudagskvöld breyttist vindstaðan og gekk til vesturs. Gátum við nú farið að draga aftur. Upp frá því gekk alt vel og um kl. 2 á mánudag komum við með skipið til hafnar. Tókst björgunin að óskum.
ENPIRE SNOW systurskip EMPIRE TUNDER

Skipið var smíðað hjá Pickersgill í Southwick í Bretlandi 1940 sem:EMPIRE THUNDER Fáninn var: breskur Það mældist:
5965.0 ts,
8800.0 dwt. Loa: 126.50. m, brd 16.50. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En það var ekki langlíft eins og sjá má hér
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 4187
Gestir í dag: 111
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194280
Samtals gestir: 8255
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 17:36:19