23.07.2014 21:29

Byrjunin á WW2 á N-Atlantshafi

Brúarfoss I var fyrsta skipið sem kom frá útlöndum eftir að WW2 skall á  Hann kom til Reykjavíkur þ 14 sept 1939 með fullfermi af vörum og um 100 farþega.
Meðal farþega voru knattspyrnumenn sem höfðu farið til Þýskalands í keppnisferðalag 

"Gamli BRÚSI" á kunnulegum slóðum

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur                                           

Þeir komu allir með Brúarfossi, nema fararstjórinn. Skipið lagði af stað frá Höfn 9. þ. m. Gekk ferðin að öllu leyti vel. Það fékk leiðsögumann í Kristiansand í Noregi og var síðan siglt innan skerja alla leið norður fyrir Bergen. Bar ekkert til tíðinda á leiðinni, sem minnti á stríðið, annað en það, að á milli Færeyja og Íslands sást enskt herskip, er fylgdist með Brúarfossi spölkorn, en sneri við, er það sá þjóðarmerkin á skipinu.

Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937


                                                                                             Úr safniFinn Bjørn Guttesen

Fjöldi fólks var á hafnarbakkanum í Reykjavík, er Brúarfoss lagðist að.Var knattspyrnumönnunum sérstaklega fagnað. Forseti í. S. í. bauð þá velkomna, en þeir sungu ættjarðarljóð og heilsuðu með húrrahrópi. Stríðið brast á 3 sept 1939 Aftur á móti var stríðið á sjónum þá þegar í fullum gangí af hálfu beggja aðila. Hafnbann Breta og kafbátahernaður Þjóðverja var strax viku eftir að stríðið byrjaði hvorttveggja komið á stig, sem ekki þekktist í heimsstyrjöldinni 1914-1918 fyrr en hún hafði staðið í hart nær þrjú ár. Af völdum hafnbannsins trufluðust siglingar hlutlausra þjóða meira og meira.


HMS Chitral

Varla sást blað eða heyrist útvarpsfregn, þar sem ekki er getið skipa, er skotin hafa verið í kaf eða hofa sokkið af völdum tundurdufla. Afleiðingar þessa eru þær, að siglingar urðu geysilega  hættulegar,  Á sama tíma og þetta ástand  skapaðist, voru til hérlendis menn, sem vildu gera litið úr hættunni, jafnvel svo lítið, að þeir létu sér um munn fara að hættulaust væri að sigla, hvert sem vera skyldi.Og kölluðu áhættuþóknun sem sjómenn fengu eftir töluvert þras "hræðslupeninga"


BERTHA FISSER


                                                                                                         © photoship

Og að það orð skildi hnjóta af vörum eins þekktasta og virtasta bændahöfðinga og  þingmanns landsins er með algerum ólíkindum.Fullkomið dæmi um þegar menn sem ekkert vit hafa á einhverju sérstöku máli þykjast hafa það Kannske var fyrsti "smjörþefur" landans af sjóhernaðinum þ 20 nóv 1939 þegar þýska skipið BERTHA FISSER var skotið í spað af bresku herskipinu HMS Chitral út af Hornafirði.Nötruðu rúður í húsum í bænum við ósköpin Flakið af þýska skipið lenti svo á  Þinganesskeri utan við Hornafjarðarós þar það brotnaði í tvennt

Hér heitir skipið HESPERID
                                                                                                                                                                                                                         © photoship

Skipið var smíðað hjá Flensburger Varv í Flensburg þýskalandi 1920  sem     PARTHIA Fáninn var: breskur Það mældist: 3928.0 ts, 4110.0 dwt Loa: 117.10. m, brd 16.10. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1921 HESPERIDES - 1937 BERTHA FISSER (þýskur fáni) 1939 ALA sem var dulnefni og skipið dulbjóst undir norskum fána Og var svo skotið í kaf undir því nafni og fána þ 20 nóv 1939

Hér sem HESPERIDES


                                                                                                     © photoship

CHITRAL á friðartima


                                                                                                                © photoship

Skipið var smíðað hjá Stephen SY í Linthouse Bretlandi 1925  sem CHITRAL Fáninn var: breskur Það mældist: 15248.0 ts, Loa: 160.10. m, brd 21.40. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En það var rifið í Skotlandi 1953

CHITRAL (þetta er sagt sama skipið en virðist aðeins breitt)


                                                                                                                          © photoship
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635603
Samtals gestir: 504806
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 09:01:51
clockhere