26.07.2014 19:07

Loftárás á b/v Arinbjörn Hersir

Ef maður flettir Morgunblaðinu  á aðfangadag jóla 1940 blasir þetta viðSíðar í Janúar þegar skipið er komið heim ræðir fréttamaður Moggans við Skipstjórann Steindór Árnason

Steindór Árnason 1897-1986 var þekktur togaraskipatjóri
Það var að morgni þess 22. des eins og fyr hefir verið frá skýrt, að við skipverjar á Arinbirni heyrðum alt í einu að flugvél kemur yfir okkur og varpar tveim stórum sprengjum niður, sem komu báðar bakborðsmegin við skipið. Sprengjur þessar komu niður svo nálægt skipinu, að það hristist rétt eins og því hefði verið siglt á land á fullri ferð. Allir skipsmenn þjóta upp á þilfar. En við vorum rétt nýkomnir
upp, er flugvjelin hafði snúið við og kom yfir skipið aftur og varpaði enn tveim stórsprengjum. Var skipið stöðvað strax. Þegar flugvélin kom í annað sinn og allir voru ofanþilja, dundi vjelbyssuskothríð á skipinu og eins var skotið á okkur úr lítilli fallbyssu með sprengikúlum. í þessari umferð særðist einn maður, Guðjón Eyjólfsson, á handlegg, en aðrir ekki. Nú var farið að björgunarbátnum, sem var bakborðsmegin, og hann settur í sjó. 8 menn voru komnir í bátinn, þegar flugvélin
kom í þriðja sinn yfir skipið.


ARINBJÖRN HERSIRStórsprengjurnar hæfðu ekki, frekar en áður, en skipið þeyttist til á sjónum og nötraði eins og lauf í vindi.Vélbyssuskothríðin lenti mest á björgunarbátinn við skipshliðina og þá særðust þar 5 af þeim 8 mönnum, sem þar voru. Auk þess komu svo mörg kúlnagöt í bátinn, að hann hálffyltist á svipstundu af sjó. og flaut bara á flothylkunum. Nú fórum við, sem eftir vorum í skipinu, í björgunarbátinn os rérum lifróður frá skipinu, þeir sem verkfærir voru. En ekki var björgulegt í bátnum, sex menn særðir, ekki hægt að gera neitt að sárum þeirra, nema hvað við vorum að reyna að binda um þau stærstu með vasaklútum okkar og öðrum dulum, sem við höfðum Þeir sem verst voru haldnir lágu útaf á þóftunum. En allir báru sig vel.
Ekki heyrðist stuna né æðruorð frá nokkrum manni. Við fjarlægðumst togarann. Flugvélin hélt áfram að flúga yfir hann og varpa til hans sprengjum. Þrjár ferðir fór hún yfir hann eftir að við yfirgáfum skip Í hvert sinn héldum við að nú myndi vera komið hans síðasta. En altaf flaut Arinbjörn Sprengjuköstin sem hann fékk hafa ekki verið færri en 14. Gosstrókarnir sem komu af sprengjunum fóru oft jafnhátt siglutoppum skipsins. En eftir þessar 14 sprengjur hafa flugmenn víst ekki haft fleiri. Nokkuð var það,því þá hækkuðu þeir flugið og flaug vélin hátt í austurátt og var brátt úr augsýn. Þá snerum við til baka til togarans og fórum aftur um borð. Við lyftum hinum særðu upp á þilfarið, náðum í lyfjaforða skipsins og sáraumbíiðir og gerum við sárin eftir því sem við gátum.


Svona hefir SUPERMAN.sennilega litið út er atburðirnir gerðust 1940

                                                                                                                               © photoship


Nú ætlum við að sigla skipinu til lands. En það reyndist ekki mögulegt. Leki var kominn að því. Sjór var í vélarúmi og eldrými, allar leiðslur meira og minna bilaðar, og vélin komst ekki í gang. En loftskeyti gátum við sent og beðið um aðstoð. Eftir um 2 klst. kom til okkar dráttarbáturinn SUPERMAN. Við gátum ekki látið hann draga togarann til lands. Það hefði tafið hann of mikið. Hinir særðu þurftu að komast sem fyrst undir læknishendur. Þessvegna kölluðum við á annan dráttarbát til þess. Hann hét ENGLISHMAN, sem við fengum samband við. Hann átti að draga Arinbjörn til lands.Við yfirgáfum skipið og fórnm allir um borð í Superman. Því við gátum búist við því, að Arinbjörn myndi sökkva þá og þegar. Dælur hans var ekki hægt að nota. Dælupípan á skipshliðinni hafði líka. brotnað. Þar var gat á skipinu, sem sjór rann inn um. Við tróðum í það. Sjórinn í vélarúminu hefir komið þaðan. Það vissum við ekki. Vissum ekki hvaðan hann kom. En að við settum tappa í þetta gat, hefir bjargað skipinu. Við fórum frá skipinu, vegna þess að enginn nothæfur björgunarbátur var þar. Hinn báturinn, sem við ekki höfðum notað, hafði laskast á útleiðinni.

SUPERMAN á friðartímum

                                                                                                         © photoship

Það var vélbáturinn. Hæpið að hann hefði getað  flotið á flothylkjunumeins og hinn, ef til kæmi. Þegar dráttarbáturinn "Englishman" kom á yettvang var Arinbjörn horfinn. Í millitíðinni  hafði þar komið breskt herskip og dregið hann til Londonderry Mennirnir sem særðust voru: Jón Kristjánsson háseti, misti þrjár tær og hlaut nokkur minni meiðsli; Guðmundur Helgason háseti, fékk kúlu gegnum kálfann og auk þess nokkrar aðrar skrámur Guðmundur Ólafsson matsveinn, hlaut mörg sár af sprengikúlnabrotum víðsvegar um líkamann, en ekki stór; Guðjón Eyjólfsson háseti, hlaut sár í læri og handlegg ásamt minni skrámum af völdum sprengjuflísa; Ólafur Ingvarsson fjekk sprengjuflís í framhandlegg og minni háttar skeinur nokkrar; Marinó Jónsson 2. stýrimaður hlaut áverka á höfuð frá sprengjuflís. 

ENGLISHMAN,
                                                                                            © photoship

Það voru þeir Jón Kristjánsson og Guðm. Helgason, sem mest sár höfðu, og voru þeir kyrrir í Campeltown, bænum sem við komum til með "Superman", en 3 fóru til Glasgow á spítala þar. Marinó Jónsson fór ekki á spítala. Allir eru þeir særðu á góðum batavegi, og sumir sennilega albata nú.Hve hátt eða öllu heldur lágt flang flugvélin yfir skipinu? Jeg giska á að það hafi verið 25-50 metra. Alls ekki meira segir skipstjóri. Það er útilokað að flugmenn hafi ekki séð hverrar þjóðar við vorum. Þjóðfáninn blakti svo vel við hún. Hverjar skemdir reyndnst vera á skipinu? Það er ekki fullreynt enn. En þær eru margvíslegar. Þilfarið hefir gengið upp, og ákaflega. margt færst úr skorðum. Kompásarnir báðir höfðu losnað úr umgerðum sínum. Og t d. allir innviðir í lúgarnum eru lausir og úr skorðum. Ekki er enn farið að sjá, hvað hefir orðið að botninum. En skipið lekur talsvert, þó ekki væri meira en það, að við gátum árætt  að fara heim á því. Víð fengum líka afbragðs veður Þarna lýkur viðtalinu við Steindór skipstjóra.

Loftárás á skip
Í viðtali við Agnar Guðmundsson 1 stm á Arinbirni í öðru blaði segir hann samhljóða Steindóri frá árásinni. En segir m.a svona frá aðkomunni um borð í skipið aftur:" Eftir lauslega skoðun var skipið afhent skipstjóranum fyrir hönd eiganda, af viðkomandi "Naval Officer in Charge". Það var ljótt umhorfs um borð í Arinbirni, þegar við komum þangað.

Agnar Guðmundsson stýrimaður (1914-2002) varð seinna skipstjóri og skytta á HvalveiðibátumAllt var á tjá og tundri, og svo, að vart er hægt að lýsa með orðum einum. Við skoðunina kom einnig í ljós, að öll matvæli,siglingatæki eins og t. d. 2 sjónaukar, loflvog og vegmælir ásamt öðru lauslegu var horfið.Innsiglið var rofið og þaðan horfið það sem þar fyrirfannst, ennfremur allur fatnaður skipverja og vörur þær, sem beir höíðu keypt í Englandi. Eftir að búið var að standsetja það, sem nauðsynlega þurfti til heimferðarinnar, og leyfi fengið til heimferðar, var haldið á stað"
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 185
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3633386
Samtals gestir: 504398
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 03:11:36
clockhere