27.06.2015 12:41
Altmarks 2
ýmis þjóðarbrot auk anstæðra trúarbragða. Alltaf voru það þó Indverjarnir í hinum marglitu fötum sínum, sem vöktu eftirtekt. Stöðugt hafa þeir "bænateppið" sitt með sér, sem þeir krupu niður á, og beygðu höfuð sín í þá átt sem þeir héldu að borgin Mekka sé. Þannig báðust þeir fyrir í þögulli andagift og muldruðu eitthvað milli tannanna. En Hindúarnir, sem voru meðal þeirra, tilheyrðu öðrum ættflokki og hafa aðra trú, biðjast fyrir á öðrum tíma og fara öðruvísi að; þeir voru ekki Múhameðstrúar. Miklum hluta dags eyddu þeir í að þvo sér. Það gerðu þeir af trúarlegum ástæðum. Á meðal þessara manna var einn Paria sem tilheyrir þeim trúflokki sem er fyrirlitinn meðal Indverja og álitinn úrhrak og lægstur allra flokka. Þessi maður var alveg einangraður, þögull, og aleinn sat hann á þilfarinu og mátti ekki einusinni borða með félögum sínum. Það er merkilegt og óskiljanlegt hvernig Indverjar héldu þessa trúarsiði sína og það engu síður í fangavist, þar sem venjulegast allir fangarnir verða að halda saman Mannabústöðunum niðri í skipinu var haldið vel hreinum og rækilega loftræstir við ög við. Aukin birta lýsir þessi herbergi vel upp. Salernisspursmálið var líka leyst á viðeigandi hátt fyrsta daginn Það eina sem olli föngunum sorg var reykingabannið.
ALTMARK
© photoship
TREVANION
© photoship
DORIC STAR
© photoship
TAIROT
© photoship
Admiral Graf Spee fær olíu úr Altmark
Þetta voru síðustu orðin sem Graf Spee sendi Altmark. Með vaxandi hraða stefnir nú herskipið á austurströnd Suður-Ameríku. í námunda við árósa La Plata-fljótsins þar vonar Langsdorff skipherra að rekast að nýju á kaupskip, nýtt herföng. Þilfarsvaktin um borð í Altmark starir á eftir herskipinu á meðan hið volduga frammastur þess er sýnilegt við sjónarrönd. Þegar það er horfið sjónum, er Admiral Graf Spee horfið þeim fyrir fullt og allt. Altmark fer nú einnig á stað og stefnir í St il þess að verða ekki á vegi bresks herskips, sem ekki var ómögulegt að væri þarna nærri. Nýr
fundarstaður skipanna hefur enn ekki verið ákveðinn. Það verður gert seinna með loftskeytum. Það hefst nú á ný biðtími. I þetta sinn vona allir um borð í Altmark að ekki muni líða langur tími þangað til Admiral Graf Spee komi aftur og þá verði hafin ferðin heimleiðis. Heimþráin er fyrir alvöru farin að gera vart við sig. Þegar þeir fóru að heiman síðast vildu þeir vera komnir heim aftur fyrst í september. Nú voru þeir þegar búnir að vera meira en þrjá mánuði á hafinu og í allan þennan tíma ekki komið auga á land og ekki heldur séð neitt skip nema herskipið og Huntsman. Haf og himinn allt í kring og ekkert annað og undir fótunum en þilfarið, sem alltaf hreyfðist meira og minna. Ein vika líður og ekki kemur neitt skeyti frá "stórabróður ".En nokkrum dögum seinna nær lofskeytamaður Altmark dulmáls skeyti frá honum til Þýsku flotastjórninni. Í skeytinu stóð: "Er sem stendur í bardaga við þrjú ensk herskip!" Þegar Dau skipstjóri las skeytið varð hann mjög alvarlegur. Hann vissi að Langsdorff skipherra hafði skipun um að forðast sjóorrustu í lengstu lög, leggja ekki til orrustu nema óhjákvæmilegt væri.
Admiral Graf Spee fær olíu úr Altmark
Mynd af Netinu © óþekktur
Aftur á móti átti hann að sökkva eins mörgum kaupskipum og hægt var. Að hannháði nú bardaga við ensk herskip hlaut að þýða það að Englendingar sem voru lengi búnir að leita að skipinu hefðu nú loks fundið það og ætluðu sér að eyðileggja það. Eftir ósk skipstjórans hlustar loftskeytamaðurinn á Altmark stöðugt með mikilli eftirtekt, ef eitthváð þeirra skyldi koma fram. Svo heppnaðist honum að ná í annað skeyti. Þetta skeyti skýrði frá því að beitiskipið Exeter sé orðið mjög laskað og annað breskt herskip hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Ekkert er sagt um hvernig umhorfs er í vasaorrustuskipinu. Dau skipstjóri íhugar nú hin nýju viðhorf sem skapast hafa. Þessi skeyti sem náðst hafa af tilviljun geta breytt miklu um ferðir Altmark. Líkur eru til að herskipið muni stefna á Lá Plata-fljótið og sigla annað hvort til Buenos Aires eða Montevideo. Líkur eru til að það hafi orðið fyrir einhverju tjóni og verði að Ieita viðgerðar. Samkvæmt alþjóðarétti er dvalartími herskipa þeirra þjóða sem í ófriði eiga, mjög takmarkaður í hlutlausum höfnum. Mun Admiral Graf Spee verða fær um að halda úr höfn í tíma? Munu ekki herskip óvinanna safnast saman og sitja fyrir Þjóðverjunum og ráðast síðan á þá þegar þeir koma út? Þetta eru spurningar sem Dau. skipstjóri glímir nú við án þess að fá neitt svar. Og ef gert væri ráð fyrir að Admiral Graf Spee yrði kyrrsett, mundu skapast hættulegar kringumstæður fyrir birgðaskipið. Þessir 27 skipstjórar og yfirmenn, sem teknir höfðu verið til fanga myndu þá fá frelsi sitt aftur og segja frá því að birgðaskipið Altmark hefðist við í Atlantshafinu. Herferð yrði þá haíin gegn skipinu til þess að leysa fangana úr haldi og hremma hið góða skip. Ennþá er þetta þó ekki komið svo langt, ennþá eru örlög hins þýska vasaoriustuskips ekki ákveðin. Dau skipstjóri, verður þess vegna að vera þolinmóður og bíða nMegur þangað til eitthvað nýtt heyrist. Altmark stýrði nú með fullri ferð i norðurátt. Mundi með þvi skapast betri aðstæður að komast út í Norður-Atlantshafið og heim, ef Graf Spee sæist ekki meir og ekki yrði heldur eins auðvelt að finna skipið. Svo rennur upp sá 17. desember 1939, þegar Admiral Graf Spee er sökkt. Þegar Langsdorff skipherra hefur gert sér ljóst, að hann geti ekki brotizt út úr Montevideohöfn, gegnum flota óvinaskipa, og þegar dvalarleyfið er að renna út, ákveður hann, eftir að skipshöfnin er komin í land, að skipinu skuli sökkt.
Hér er verið að dulbúa ALTMARK
Þetta sama kvöld er svo vasaorustuskipið gjörsamlega eyðilagt með sprengjum.Fregnin um hina sorglegu endalok hins þýska herskips flýgur nú um heim allan og skipverjar á Altmark heyra þetta í útvarpinu.Admiral Graf Spee er ekki lengur til. Altmark hefur nú lokið hlutverki sínu og verður að halda eitt síns liðs heimleiðis. Það, sem Dau skipstjóri óttaðist, er nú komið á daginn. Fangarnir, sem höfðu verið látnir lausir af Graf Spee hafa sagt frá birgðaskipinu og sambandi þess við hið þýska herskip. Skömmu seinna skýrir ensk útvarpsstöð frá útliti birgðaskipsins, gefur upp stærð þess, lit og áætlaða tölu fanga af sex skipum, og hvar það muni halda sig í augnablikinu. Hvað nú muni koma, veit skipshöfnin á Altmark upp á tíu fingur. Frá flotastöðvum sínum í borginni Freetown í Sierra Leone munu Englendingar með herskipum, tundurspillum og flugvélum sínum gjörsamlega "loka" Atlantshafinu, þar sem það er mjóst, milli Afríku og Suður-Ameríku. Sérhver tilraun til að komast inn í Norður-Atlantshaf án þess, að þeir verði varir við, mun þá verða ómöguleg.
Hér er verið að dulbúa ALTMARK
Þess vegna ákveður nú Dau skipstjóri að halda í suður og halda sig í sviðlægum svæðum Atlantshafsins, þar sem engan grunar, að Altmark sé, og þar sem ekki verður leitað að skipinu. En að finna eitt skip á öllu Atlantshafinu er erfitt og það þótt vel sé leitað Næsta dag hefst'um borð í Altmark einkennileg og áköf vinna. Allir þeir, sem ekki eru hlaðnir skyldustörfum taka sér nú pensil í hönd og fá sér málningardollu og byrja að mála skipið hátt og lágt, þótt erfitt sé úti í miðju hafi. Þegar sól géngur til viðar næsta kvöld á ekki hin gefna lýsing af Altmark við lengur. Skipið hefur nú fengið á sig annan blæ, og er nú orðið erfiðara að þekkja það við fyrstu sýn. Að loknu þessu verki fá allir sér hvíld og einn lítinn "snaps". sem allir þykjast hafa vel unnið fyrir.