21.07.2015 22:29
Jón Steingrímsson I
Jón Steingrímsson skipstjóri
Afi Jóns var hið ástsæla ljóðskáld og prestur Matthías Jochumson. Faðir Jóns Steingrímur var þekktur læknir á Akureyri. Hugur Jón hneigðist til sjómennsku strax á barnsaldri, Faðir hans hafði sem nýútskrifaður læknir í Kaupmannahöfn ráðið sig sem skipslæknir á A-Asíufarið PRINS VALDERMAR
PRINS VALDERMAR skipið sem faðir Jóns var á sem skipslæknir
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Og skrifað bók um ferðina sem sonurinn las og drakk í sig Jón skráðist á sitt fyrsta skip um vorið 1928. Skipið hét STRÖNA og var einskonar birgðarskip fyrir norska síldveiðiflotann út af Norðurlandi. Fyrsta ferðin var til Bergen í Noregi að sækja kol,salt og tunnur. Síðan var lónað á miðunum og skipunum veittur beini þegar með þurfti. Svo er leið að haust fékk Jón sig lausan og komst heim.Ekki vakti þessi sjómennska neinar heitari ástríðu til sjómennskunnar hjá honum. En hann settist á skólabekk í M.A fljótlegs þegar í land var komið Næsta sumar var hann svo við brúarsmíði á Norðurlandi.Um haustið 1929 fór móðir hans með hann og þrjú yngstu börn sín til Reykjavíkur
Ströna fyrsta skipið sem Jón skráðist á 1928
© Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Ferðuðust
þau með "DRONNING ALEXANDRINE". Á leiðinni suður forhertist Jón og
fastákvað að gerast sjómaður. Er suður kom settist hann í Gagnfræðiskóla
Reykvíkinga En dugði ekki veturinn heldur réði sig sem þjón yfirmanna á
GOÐAFOSS II Ætlunin var að komast þar á "dekkið" sem ekki tókst og
varð hann fljótt leiður í þjónsstarfinu.
GOÐAFOSS II Mynd úr gömlum ritum um E.Í © óþekktur
Hann hætti því síðsumars
á GOÐAFOSSI. Komst hann þá strax í brúarvinnu fyrir norðan og las svo
utanskóla 3 og 4 bekk M.A fram á vetur. Hann hafði sótt um starf á
erlendum skipum og strax eftir áramót 1930-31 kom skeyti
um laust starf sem hann gat fengið. Var það á dönsku seglskipi SUZANNE
sem statt var í Le Harve í Frakklandi. Utan fór Jón með BRÚARFOSSI til
London svo með lestum og ferjum til Le Harve
SUZANNE
© photoship
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Mynd úr safni Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Eftir að hafa siglt um heimshöfin í tæp tvö ár aðalega til Vestur Indía á SUZANNE fanns Jóni tími kominn að skifta um skip og afskráðist því af skipinu í Le Harve. Eftir mánaðar frí það réði Jón sig a norskt bananaflutningaskip CADMUS
CADMUS
© Sjöhistorie.no
BOGÖ
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
TEKLA
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
FUGLEN
Á þessu skipi var Jón svo það sem eftir lifði vetrar En afskráðist svo af því í Finnlandi snemmsumars 1934. Hélt svo til Kaupmannahafnar og komst þar um borð í GULLFOSS sem vinnandi farþega. Þ.e.a.s fékk að vinna um borð upp í fargjaldið. Fór síðan á síld og var á henni fram í ágústlok Og settist svo í Stýrimannaskólann í Reykjavík þá seinna um haustið