22.07.2015 22:20
Jón Steingrímsson II
Stýrimannaskólinn 1936
Við skildum við Jón þegar hann var kominn í Stýrimannaskólann í Reykjavík haustið 1934.Milli bekkja var hann á bæði vélbátum og togara Einnig strax eftir að hafa lokið náminu.
GULLFOSS I
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
En 1.okt 1937 ræðst hann sem háseti á GULLFOSS I Og er viðloðandi hann sem háseti og þriðji stýrimaður þar til skipið er yfirgefið af íslendingum í Kaupmannahöfn þ 18 okt 1940.Eftir hernám þjóðverja í Danmörk.Undan skilin var þó ein ferð á SELFOSS I Jón kom svo ásamt skipsfélögum sínum heim með ESJU í hinni frægu Petsamoferð.Svo er hann á ýmsum skipum m.a eina ferð á BRÚARFOSSI I . Þar til 23 okt 1941 að hann ræðst háseti á SELFOSS I.
BRÚARFOSS I

© photoship
SELFOSS I
Úr mínum fórum © Ókunnur
DETTIFOSS I
REYKJAFOSS
FJALLFOSS I

© Sigurgeir B Halldórsson
LAGARFOSS I
Mynd úr mínum fórum © óþekktur
Strax eftir stríðið var Jón ýmist á REYKJAFOSSI , SELFOSSI,og FJALLFOSSI Og á honum var hann svo stöðugt frá því í júí 1948-maíloka 1951. Skipið var þá selt og afhent í Gautaborg.
REYKJAFOSS II
@ PWR
Áhöfnin kom sem farþegar heim með GULLFOSSI Seinna þetta sumar fór svo Jón ásamt fleirum til Ítalíu og tóku við REYKJAFOSSI II sem Eimskipsfélagið hafði þá nýlega keypt.Þar var hann í rúmt ár. Þar næst fimm mánuði á SELFOSSI I Og svo aftur á REYKJAFOSS II Síðan lá leið Jóns til Kaupmannahafnar í okt.1953 á nýsmíðað skip TUNGUFOSS.I
TUNGUFOSS.I
Á Tungufossi fer Jón að leysa af sem skipstjóri.Þar var hann svo þar til að í lok árs 1954 að hann tekur við skipstjórn á TRÖLLAFOSSI. Honum segist svo frá í æfisögu sinni: "Í síðustu ferð minni á SELFOSSI I nokkrum mánuðum áður,var mér minnistætt þegar við komum til Reykjavíkur seint um kvöld og bundum rétt fyrir aftan TRÖLLAFOSS Ég var fram á bakka og mændi upp í rassgatið á þessu mikla skipi og hugsaði sem svo að þarna væri eflaust gott að vera.Þá grunaði mig síst af öllu síst þessi snöggu skipaskifti"
TRÖLLAFOSS hér í Hamborgr
© Björgvin S Vilhjálmsson
Hér er Jón fyrir miðju sem yfirstm.á TRÖLLAFOSSI
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur
Hér er Jón sem skipstjóri á Tungufoss Með honum á mynd er Albert yfirvélstj.
Mynd úr bók Jóns Steingrímssons með leyfi afkomenda © óþekktur