01.11.2015 16:11

Greinin í Austra

Svona hljóðaði greinin í "Austra" í des 1898 sem kom inn í færsluna áðan:"Bæði á sjó og landi eru nú samgöngurnar orðnar miklu betri en áður, en einkum heíir síðasta alþingi veitt ríflegt fé til gufuskipaferðanna, bæði millilandaferðanna, og strandferöanna, sem óhætt mun mega fullyrða, að hafa þegar náð almenningsbylli. Hefir það eigi lítið stuðlað að því, hve heppilega hinu sameinaða gufuskipafélagi hefir tekist að velja yfirmennina til þeirra ferða, þá skipstjórana Jakobsen á "Hólum" og Ausberg á "Skálholti", er báðir eru ágætir sjómenn og nákunnugir öllum leiðum kringum landið, er sumar eru all vand rataðar,svo sem innsiglingarnar á Hornafjörð, Hvammsfjörð o.fl Eins og þeir líka hafa sýnt farpegjum alla  tilhliðrunarsemi og velvilja, t. d. með því að koma við á fleiri en hinum tilteknu viðkomustöðum, er sérílagi kom sér vel hér eystra í sumar með beitusíld hingað frá Eyjafirði, er reið á að kæmist sem fyrst í íshúsin á Brimnesi  og Eyrum , Þar  sem Jakobsen líka afskipaði henni áður en hann lagði hér til hafnar á Seyðisfirði.Það fór með ágóðann á þessum strandferðum svipað og hið sameinaða gufuskipafélag hafði búist við, að bann varð á flestum ferðunum miklu minni en enginn, en þó varla eins mikið tap á þeim og félagið hafði áætlað, því farpegjagjaldið á "Hóluni" varð víst meira en búist var við, og "Skálholt fékk meiri flutninga en gert var ráð fyrir.þannig mun "Skálholt" nú síðustu ferð hafa farið með fullan farm af saltkjöti frá Borðeyri til Kaupmannahafnar, er töluvert hefur bætt upp reikningshallann við úthald skipsins. En bæði þessi strandferðaskip hafa ótvírætt létt mjög undir atvinnnleitun alpýðu og gjört henni miklu hægra með að komast þangað í tækan tíma, er mest og best var atvinnuvonin. Loks ættti þessar tíðu strandferðir að bæta töluvert verslunina og gjöra hana bæði frjálsari og ódýrari,því nú getur hver verslað þar sem hann fær best kaupin, er svo hægt er að ná að sér vörunum, nálega frá öðru landshorni, og munu þau viðskipti sjáfsagt fara í vöxt, Þá munu viðskiptamenn og kaupmenn læra báöir að færa sér þessar hagkvæmn samgöngar sem best í hag.Sú verslun mundi og mest verða skuldlaus, sem er sú stefna, er verslun landsins ætti sem fyrst að ganga í. En það var töluverður og mjög ópægilegur Sá var annar galli á, að "Hólar þóttu rugga æði mikið, er illt var í sjóinn, er kom af því, að yíirbyggingiu var svo mikil; og jók pað mjög sjóveiki farpegja. Og eitthvað líkt hefir víst átt sér stað með "Skálholt", sem líka hafði all-háa yfirbyggingu. Vér áttum tal um báða þessa galla við Jakobsen skipstjóra á síðustu ferð hans, og kvaðst hann mundi gjöra sitt til, er hann kæmi til Kaupmannahafnar, að úr þessu yrði bætt með pví að gjöra þannig við skipið, að það yrði stöðugra í sjó; og sömuleiðis mundi hann leggja það til, að annaðhvort yrðu skipin látin mætast á endastöðvunum, eða þá færu allan hringinn í kring um landið, hvort á móti öðru, og mættust í Reykjavík. Mundi mikil bót að öðru hvoru þessu fyrirkomulagi hjá pví sem átti sér stað í sumar; og er vonandi að hið sameinaða gufuskipafélag taki svo kunnugs manns ráðum og því velviljaðs." Svo mörg voru þau orð fyrir tæpum 120 árum síðan En hefur nokkur hugleitt hvað margir íslendingar myndu vilja eyða einhverju af sumarleyfi sínu í siglingu kring um Eyjuna sína fallegu. Við sem höfum reynt það á góðviðrisdögum getum trútt um það talað

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 356
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 403
Gestir í gær: 82
Samtals flettingar: 3634492
Samtals gestir: 504605
Tölur uppfærðar: 22.7.2019 12:04:46
clockhere