30.09.2017 07:36

Get ekki lengur orða bundist








Í júlí 2005 stofnar maður að nafni Stígur Þórhallsson Vefinn 123.is Í okt 2009 gerist ég áskrifandi að þessum Vef með síðunni "Fragtskip.123.is"Mikil og góð þjónusta var á öllu Ef eitthvað bjátaði á fékk maður númer yfir kvörtuninni sem svo var afgreidd í þeirri röð og atriðið sem kvartað yfir var fljótlega lagfært Virkilega notalegt að eiga við starfsfólk? vefsins Ég skal fúslega viðurkenna að mér er sennilega margt annað meira til lista lagt en lægni við tölvur Og því sennilega margt af vandræðunum mér sjálfum að kenna.En þessvegna, því hjálpar er vant að efninu:Fyrir ca 2 árum hljóp snuðra á þráð heilsu minnar.Lá því áhugi minn á síðunni í mikilli lægð um hríð Svo þegar ég náði mér aftur á strik var eins og allt hefði breyst Algerlega ómögulegt að ná í Stíg eða neinn úr hans teymi til að hjálpa manni að koma þessu þokkalega af stað Vildi gjarnan breyta útliti síðunnar.Verið að reyna það sjálfur stundum með hroðalegum árangri sem oft var lengi verið að vinda ofan af Alls enga hjálp að fá við það frá Vefstjóranum Stíg Að það skuli stundum taka heilan dag að setja inn færslu er að mínu mati óásættanlegt Til hjálpar eru gefin upp nokkur hjálparsímanúmer á Vefsíðu 123 Ekkert ekkert þeirra virkar Allavega ekki í mínum síma. Rafpóstar eru gefnar upp En engin þeirra virðist virka.Allavega er þeim ekki svarað Ég hef alltaf staðið í skilum með áskriftar gjöld Og núna fyrir nokkrum dögum greiddi ég fyrir næsta ár. 3990.0 kr Viti menn nú fékk ég fyrstu viðbrögð frá 123.is í árabil Eða staðfestingu á greiðslu.Ég hélt að nú væri sambandið aftur komið í lag Nei og aftur nei ekki annað bofs frá þesum háa herra.Það liggja miklar upplýsingar inni þarna á síðunni minni Ég hef því verið að tala við aðra aðila um hýsingu á síðunni minni Sá aðili nær heldur engu sambandi við Stíg eða hvern sem nú stjórnar Vefsíðunni 123.is Ef sá hinn sami þ.e.a.s síðuhaldari 123.is hefur samband við mig og hjálpar mér við að laga slagsíðuna á síðunni minni mun ég taka því fagnandi Og eyða þessari færslu um leið En þangað til mun ég ekki þegja yfir þeirri lélegu þjónustu sem mér finnst ég fá frá þessum aðilum
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 3913
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 194006
Samtals gestir: 8237
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 16:52:08
clockhere