Færslur: 2010 Júlí
30.07.2010 20:06
Huug Pieterse
@ Huug Pieterse
Ég hlakka til að fá fleiri myndir frá Huug Pieterse. Því við gömlu kallarnir munum eftir mörgum hollenskum skipum á ströndinni í den
29.07.2010 19:36
Hver var þetta??
Það er kannske ekki von að menn nái þessu en hér er mynd af skipinu:
@Ric Cox
Aftur var það Heiðar Kristins sem kom með rétta svarið. Þetta er mynd af endalokum danska skipsins Vibeke Vesta. Sem Hafskip hafði á leigu á sínum tíma. Skipið var byggt hjá Husumer SY í Husum Þýskalandi 1967 sem Vibeke Vesta fyrir danska aðila. Það mældist 499.0 ts 1237,0 dwt, Loa: 62,97.m brd:10.37 m 1987 er skipið selt og gengur síðan undir nokkrum nöfnum. 1984 Marie TH 1989 Matie C 1993 Altair 1994 Sacrotees 1994 Enif. 1995 Gemini 1995 Atlantico 1997 Kathy Trader. Í nov 2001 er skipinu siglt upp í fjöru í Manzanillo í Panama og það síðan rifið þar
Hér sem Marie C
@ Arne Jürgens
29.07.2010 18:38
Ófríð skip
Skip eru eins og menn misjafnlega falleg eða fríð. Hér eru 3 frekar ófríð skip
Fairmast er fyrst. Það er byggt hjá Ysselwerf í Capelle Hollandi sem ro ro skip fyrir hollenska aðila. Það hlaut nafnið Fairmast og mældist 5791,0 ts 6100,0 dwt Loa: 109,9 m brd: 19,20 m 1986 er skipinu breitt í "heavy lift ships" Skipið siglir undir fána Hollands
@Hans Esveldt
Jumbo Challenger var einnig byggður sem ro ro skip hjá Ysselwerf í Cappelle Hollandi 1983 fyrir þarlenda aðila sem Jumbo Challenger. Það mældist 5791.0 ts 6100,0 dwt Loa:109.90 m brd:19,20 m 1986 er skipinu breutt í " heavy load carrier, og mælingin breyttist í 6555.0 ts 5928,0 dwt. Skipið siglir undir fána Hollands
@Hans Esveldt
@Hans Esveldt
Næsta skip heitir Sarah Byggt hjá Yantai Salvage SY í Yantai. Kína 2006 fyrir aðila í Abu Dhabi, Það mældist 486.0 ts 460,0 dwt . Loa: 36.10 m brd: 10.60 m Skipið siglir undir fána Comoros ??
@Hans Esveldt
29.07.2010 13:51
Maarsbergen
Hér er skip sem var töluvert hér á ströndinni í den, Maarsbergen . Skipið var byggt hjá N.V. Scheepswerven Gebr van Diepen í Waterhuizen, Hollandi 1958 sem Maarsbergen fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 499.0 ts 1036.0 dwt, Loa: 68,90 m brd 10.2 m. Skipið var selt til Saguaro Shipping Co / Monrovia - Liberia og skírt AGA 23.12.1974 hvolfdi það og sökk út af Cap Finisterre með farm af "china clay" frá Teignmouth til Skikda.
Hér á Akureyri
@ Huug Pieterse
Ég verð að játa að ég kem ekki þessum stað sem skipið liggur hér á ,fyrir mig, Vona að einhver þekki hann. Heiðar Kristins gat réttilega upp á að staðurinn væri Svalbarðseyri, Það passar alveg við ferðaskýrslu skipsins í júlí og ágúst 1962 sem ég hef undir höndum
@ Huug Pieterse
Hér er skipið á leið til Helsingi frá Malmö Og allir kannast við dekkfarminn
@ Huug Pieterse
28.07.2010 22:11
Hoek von Holland
Hann getur oft verið strembinn við Hoek von Holland
Hér er Bewa,Skipið byggt hjá Örskovs í Frederikshavn Danmörk sem Karen Bewa fyrir danska aðila Skipið mældist 1399.0 ts 2620,0 dwt. Loa: 71,50 m brd: 13.0 m 1976 fær skipið nafnið Havsö 1979 er það lengt og mældist: 1599 ts. 3220,0 dwt. Loa: 79,90 m. Skipið siglir undir NIS flaggi í dag @Hans Esveldt
@Hans Esveldt
Og hér er Western Trader. . Skipið byggt hjá Peters Hugo SY í Wewelsfleth Þýskalandi 1991 sem Western Trader. Það mældist 4164.0 ts 4744,0 dwt. Loa; 111,10 m brd: 16,10 m 1992 fær það nafnið Gracechurch Meteor og 1997 aftur Western Trader Skipið siglir undir þýskum fána @Hans Esveldt
@Hans Esveldt
27.07.2010 19:25
Meira frá Hollendingum
Ég hef fengið myndir frá öðrum hollenskum skipstjóra Hans Esveldt og byrja hér að sýna þær hér.Fyrst er það skip sem ekki þarf að kynna svo oft hefur það komið við hér á síðunni. Helgafell
@Hans Esveldt
@Hans Esveldt
Og svo til að menn sjái hve alvöru gámaskip eru stór er hér mynd sá minni er svona svipaður og okkar stóru skip, En okkar skip er svipuð að stærð og svokallaðir "feder"bátar.Þ.e.a.s skip sem safna saman gámum á smærri höfnum og koma með þá t.d Rotterdam í veg fyrir þessa stóru
Risinn hér til hægri heitir Rio de la Plata Skipið er byggt hjá Daewoo í Okpo S-Kóreu 2008 fyrit þýska aðila Skipið mældist 73899.0 ts 80455.0 dwt. Loa: 286.5 m ,brd: 40.0 m Skipið veifar þýskum fána
@Hans Esveldt
Svo er það skip með kunnulegu nafni, Skipið var byggt hjá Lodenice Nova Melnik, Czech Republic. (sennilega skrokkurinn) og Bijlsma Lermmer Hollandi 2008 fyrir hollenska aðila sem Hekla, Það mældist 2281.0 ts 3150,0 dwt, Loa: 89.0 m brd. 11,80 m Skipið siglir undir fána Hollands
@Hans Esveldt
@Hans Esveldt