Færslur: 2011 Apríl

20.04.2011 12:23

Sten Frigg

Nú er tankskipið Sten Frigg að losa olíu hér í Eyjum. Skipið mun vera stærsta tankskip sem hefur komið hingað.  Það er bygg hjá JIANGNAN SHIPYARD GROUP, SHANGHAI CHINA 2009. Það mældist :11935.0 ts  16587.0 dwt. Loa: 144.0 m brd: 24.0 m. Skipið siglir undir fána GíbraltarLokað fyrir álit

19.04.2011 20:32

Syrpa frá Yvon Perchoc

Hér eru nokkrar myndir frá Yvon Perchoc

Þessi hét eitt sinn Ljósafoss og var nr 1 með því nafni þarna Pecheur Breton©yvon Perchoc


Þessi hæt eitt sinn Mælifell þarna Langeland


©yvon PerchocÞessi hét Litlafell,  Þyrill, Vaka


©yvon PerchocÞessi hét Freyfaxi svo Haukur


©yvon Perchoc
Þessi hét Ljósafoss og var nr tvö með því nafni


©yvon Perchoc
Þessi heitir þarna Hera Borg Hét fyrst Bæjarfoss svo Ísberg, Ísafold, Hrísey ,Hera Borg


©yvon Perchoc
Þessi hét Fjallfoss og var nr þrjú í nafnaröðinni heitir þarna Ocean Executive  Utan á honum þarna er gamall þekktur færeyingur Arnartindur©yvon Perchoc
Þessi bar nafnð Selfoss og var nr fjögur með því nafni


©yvon Perchoc
Þessi hét Hvassafell og var sá þriðji?? með því nafni


©yvon Perchoc
Þessi hét Stapafell og var nr tvo með því nafni


©yvon Perchoc
Svo er það Kyndill  III


©yvon Perchoc
Lokað fyrir álit

19.04.2011 19:29

Sama skipið ????

Gunnar Þorsteinsson á Norðfirði sendi mér nokkrar gamlar myndir af skipum um daginn. Sumar eru teknar af föður hans aðrar af Draupni Marteinssyni En þær settu mig í mikinn vanda. Og nú bið ég menn að skoða þær og segja frá þekki þeir skipin. Sú fyrsta er samt auðveld Lóðsinn I að sigla út úr Vestmannaeyjahöfn


©Gunnar Þorsteinsson

Svo er það spurningin er þetta sama skipið Þ.e.a.s. Kyndill IEr þetta Kyndill????


© Draupnir MarteinssonOg síðan hverjir eru þetta ef íslenskir ???


©Gunnar Þorsteinsson


©Gunnar Þorsteinsson

Svo er það þessi Það læðist að mér grunur að hann sé sænskur


© Draupnir Marteinsson
Lokað fyrir álit

18.04.2011 13:01

Auglýsing

Þessa auglýsingu bað vinur minn  Sæmundur Þórðarson að birta fyrir sig. "Jaxlarnir" ætla að hittast aftur á Akureyri 15 - 16 júlí í sumar.

Lokað fyrir álit

17.04.2011 17:33

Velkomin og síður

Hér eru stödd tvö skip í höfninni sem tilheyra flokki flutningaskipa. Annað mikið velkomið hitt síður. Hvorugt er að vísu í kurteisisheimsókn og án allra afskifta bæjarstjóra þó svo að í hans huga eins og flestra hér annað skipið sé ekki eins velkomið og hitt. En eitt er alveg á hreinu að hann (bæjarstjórinn) myndi aldrei móðga foringa flotadeidar sem líka kæmi færandi hendi til öryggis hins almenna borgara allavega um stundarsakir.Enda heitir hluti hafnarinnar hér "Friðarhöfn" Skírð það (mér hefur verið sagt svo) af frægum íslenskum skipstjóra sem komin var eins og ávallt heill á húfi með skip sitt og áhöfn úr ferð með fisk til Bretlands þegar hildarleikur WW 2 stóð sem hæðst á N- Atlanthafinu

Þessi er virkilega velkominn.  Enda að lesta frosnar sjávarafurðir til útflutnings

Frida
Þennan vilja flestir helst ekki sjá fyrr en búið er að  opna Landeyjahöfn. En annars, vitanlega eru öll skip velkomin í höfn friðar hér í Eyjum. Viss bæjarstjóri á fastalandinu getur ekki státað sig af slíku nafni

Skandía

Lokað fyrir álit

16.04.2011 20:51

Ný nöfn á gömlum íslendingun

Tvo skip með sinn kafla hvor í íslenskri kaupskipasögu hafa nýlega skift um nöfn

Þetta skip sem einusinni hét Selnes heitir nú Rakan M og er undir flaggi TanzaniuOg þessi hét eitt sinn Mánafoss heitir nú Lady Maria og er undir flaggi Tongo

Lokað fyrir álit

16.04.2011 14:56

Árekstur

Á fimmtudag varð hræðilegur árekstur tveggja skipa í Kílarskurðinum. Sem kostaði tvo menn lífið. Þýskan lóðs og þýskan stýrismann (  helmsman ) Skyggnið var um 20 metrar þegar gámaflutningaskipið OOCL Finland  (enskur fáni Isle of Man) á leið frá Hamborg til Gdynia rakst á flutningaskipið Tyumen-2  (rússneskur fáni) sem var á leið frá Riga til Hull. Stefni og frampartur gámaskipsins svifti brúnni hreinlega af flutningaskipinu, sem svo stjórnlaust sigldi í strand. Skipstjóri rússneska skipsins slasaðist einnig mikið og annar úr áhöfn hans slasaðist minna. Enginn úr áhöfn gámaflutningaskipsins slasaðist og litlar skemmdir urðu á því. Umferð um skurðin var strax stöðvuð en tveir minni árekstrar urðu sem afleiðing af þeim stóra

Tyumen-2 


© Captain


Hér er verið að hífa "brúna" af Tyumen-2  upp úr skurðinum© Captain

Skipið var byggt í Rússlandi 1989 Það mældist 3086.0 ts  3148.0 dwt Loa: 116.0 m  brd: 13.0 m


© Derek Sands

 OOCL Finland 

Skipið var byggt hjá Sietas í Neuenfelde Þýskalandi 2006 sem ANINA. En fékk núverandi nafn strax. Skipið mældist 9981.0 ts 11267.0 dwt. Loa:134.40 m. brd: 22.50,m


©  Hannes van Rijn©  Hannes van Rijn


Eitthvað mikið hefur farið þarna úrskeiðis,. En engar skýringar eru enn til reiðu á þessu hörmulega slysi

Lokað fyrir álit

12.04.2011 16:58

Sjórán

Ég veit það að margir eru ósammála mér þegar ég segi að þessir sómalísku sjóræningar séu bara verkfæri í höndum voldugra glæpamanna. Þetta skip Irene SL var leyst úr haldi fyrir nokkrum dögum gegn 13.5 milljón US dollara greiðslu lausnargjalds. Ég hef miklar efasemdir um þessi sjórán  Þ.e.a.s. hvernig sjóræningarnir komast um borð. En hvað um það 25 menn 7 Grikkir, 1 Georgiumaður og 17  Filipínar. voru leystir úr haldi eftir 58. daga prísundSkipið var smíðað hjá Hyundai Samho Heavy Industries Ltd, Koreu 2004 það mældist 161175.0 ts 319247.0 dwt. Loa: 333.0 m brd: 60 m Fáninn er grískur


© Captain


© Captain

Lokað fyrir álit

10.04.2011 20:44

Flokkur C "djúsinn"

Þá eru það skipin sem flytja "blandið" Fyrra skipið með nafninu ORANGE STAR var smíðað hjá Smith's Dock Co South Bank Englandi sem ANDALUCIA STAR 1975. Frystiskip fyrir enska aðila. Það mældist: 9784.0 ts 11092.0 dwt Loa: 155.80, m brd: 21,50 m.1984 fær skipið nafnið Fife 1987 er skipinu breitt í tankskip (cv to refrigerated fruit juice tanker) og fær nafnið  Orange Star 2010 Star V það er rifið í Alang 13.11.10, beached 20.11.10


©  Hannes van Rijn©  Hannes van RijnSvo er það glænýtt skip með sama nafni Orange Star Það er byggt hjá Brodosplit Shipyard, Króatiu 2010 Það moldist: 34.432.0  ts 35.750 dwt. Loa: 190.0 m brd:32.0 m
 Flaggið er Líbería


© Ship of  the day

Lokað fyrir álit

10.04.2011 19:25

Þessir eru í víninu

Skipin sem tilheyrðu B floknum í gær flytja vín í tönkunum Fyrst er skip að nafni Wine Trader. Það var byggt hjá Nieuw Noord Nederlandsche SY í Groningen Hollandi sem JACOBUS BROERE 1968 Flaggið Líería Það mældist: 1275.0 ts 2303.0 dwt. Loa: 82.30.m brd: 12.30. m 1989 fær skipið nafnið Quality Trader. 1991 Wine Trader nafn sem það ber í dag undir fána Panama

Wine Trader


©
Rick Vinc
© Rick Vince  © Rick Vince© Rick Vince

Næsti var smíðaður hjá Pietra Ligure CN í Pietra Ligure Ítalíu 1972 sem Le Cellier  fyrir franska aðila.1972. Það mældist 1540.0 ts 2137.0 dwt. Loa: 80.50, m brd: 12.30.m 1979 fær skipið nafnið Leone B 2004 Stella Di Lipari nafn sem það ber í dag undir fána Ítalíu

© Lettrio Tomasello


© Lettrio Tomasello 


Næst í röðinni er skip byggt hjá Ernst Menzer-Werft í Geesthacht Þýskalandi 1974 sem PIC SAINT LOUP fyrir franska aðila. það mældist 1599.0 ts 1934.0 dwt Loa: 89.20.. brd: 13.60. m. Skipið er undir sama nafni í dag undir tyrkneskum fána 

Lokað fyrir álit

10.04.2011 13:15

Flokkur A (skítadallar)

Skipin sem ég sýndi í flokki  A sem ég kallaði í síðustu færslu fluttu aðallega mannlegan úrgang á fágaðri íslensku Mannaskít á hvurndagsmáli. Ég var staddur í Glasgow á skipi fyrir nokkru árum og sá þá sennilega þetta skip (ekki þó viss en líkt skip) og fór að spyrja um það. Og svarið er hérna að framan
En það var byggt hjá J.Lamont & Co í Glasgow fyrir skoska aðila 1970 sem "Effluents tanker" og fékk nafnið Dalmarnock Það mældist 2260.0 ts 3368.0 dwt. Loa: 95.0 m brd: 15.60.m Skipið skifti um nafn 1999 og fær nafnið Bran Sands. 2008 er það selt til Nígeríu og fær nafnð Efeomo  Mér var sagt að skipið væri lestaði af tankbílum. Sigldi svo ca 50-60 mílur á haf út og losaði farmin þar.

Dalmarnock


© John Kent

Ég ruglaðist dálítið á myndum en Dalmarnock átti systurskip Garrogh Head sem var aðeins stærra.Byggst á sama stað en 1977 sem Garroch Head. Fyrir sömu aðila. Það mældist: 2808.0 ts 3645.0 dwt. Loa: 96.80.m brd: 16.0 m  Skipið faggar nú fána Honduras.

Garorcoh Head


© John Kent


© John Kent

Svo er það síðasti skítadallurinn. Hann var byggður hjá Fergusson Bros í Glasgow fyrir enska aðila sem Thames 1977. Hann mældist 2663.0 ts 2936.0 dwt. Loa: 93.30 m brd: 15.10 m 1999 fær skipið nafnið Anastasios IV 2003 Condor 2003 Pamissos. Skipið var rifið  í Aliaga(sem sumir rugla saman við Alang Indlandi) Tyrklandi í júni 2010


Hér sem Thames


© Derrek Sand


Hér sem Pamissos


© Ilhan Kermen
© Ilhan Kermen

Lokað fyrir álit

08.04.2011 20:41

A. B. C.

Hér eru átta tankskip. Úr þremur flokkum tankskipa. Sem við getum kallað  A. B. og C.Spurningin er hvað heita flokkarnir ? Ég vona að menn skilji hvað ég meina

Flokkur A (þrjú skip)Flokkur B (Þrjú skip)

Flokkur C (Tvö skip. Neðra skipið var að leysa það efra af hólmi)Lokað fyrir álit

06.04.2011 22:31

Furðuskip

Sum skip eru furðulegri en önnur

Hvernig væri að fá einn svona og koma með golfvellina til fólksins þar sem þeir eru ekkiSennilega minnsta gámagflutningaskip heims

Lokað fyrir álit

06.04.2011 21:36

Óvelkomnir gestir

Sumir gestir eru velkomnari en aðrir

Er eitthvað ætilegt til um borð

Skrapp í þrjúkaffiðRöng endastöðTekinn burt með valdi

Lokað fyrir álit

04.04.2011 21:03

Plato

Ég hitti yfirhafnsögumanninn hinn prúða og góða dreng Andrés Þ. Sigurðsson hér í Eyjum í dag og spurði um skipakomur. Hann sagði að eitt skip væri væntanlegt að mig minnir með salt.( skammtímaminnið hjá mér í ólagi sem fyrr) Og að skipið héti Plato. Ég fór svo á stúfana og ef minnið er ekki að svíkja mig hvað nafnið varðar er það sennilega þetta skip


© Jens Bold


Það var smíðað hjá Pattje SY Waterhuizen í Hollandi 1989 Kýpurflagg. Það mældist 1990.0 ts 3677.0 dwt. Loa: 86.20. m  brd: 14..20 m Skipið tilheyrir í dag Wilson "grúppunni"


© Arne Jürgens© Henk Guddee©Jose Miralles

Svo er bara að sjá hvort minnið var að bregðast sem stundum fyrr

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3633302
Samtals gestir: 504392
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 02:40:25
clockhere