Færslur: 2012 Nóvember
24.11.2012 18:41
Saga Skipadeildar SÍS
Saga Skipadeildar SÍS mun hafa byrjað með því að Gunnar nokkur Larsen, sem lengi var starfsmaður KEA annaðist kaup á skipi frá ítalíu. Hann fór þangað vegna kaupanna, en lést á heimleiðinni úr þeirri ferð. Forráðamenn Sambandsins stóðu þá eftir upplýsingalitlir um skipið. Gripu þeir til þess ráðs að senda Ásgeir Árnason og Sverri Þór út til að fylgjast með lokasmíði þess og sjá um að frágangur þess yrði eins og hæfði íslenzkum aðstæðum. Varð Ásgeir svo fyrsti vélstjóri á skipinu en Sverrir fyrsti stýrimaður. Þá voru flugsamgöngur ekki hafnar, og þeir fórum með amerískri herflutningavél til Parísar. Þar höfðum þeir nokkra viðdvöl m. a. til að fá vegabréfsáritun til ítalíu. Þetta var rétt eftir stríðið og ákaflega erfitt að fá inni á hótelum í París og ennþá erfiðara að fá matarbita Síðan var haldið áfram með lest til Genúa, en þar var skipið smíðað og afhent 12. ágúst. Það hafði upphaflega verið smíðað sem herflutningaskip fyrir Þjóðverja en verið sökkt í höfnina, þar sem það lá lengi á botninum. Svo var þvl náð upp, það hreinsað og gert upp. Svona einhvern veginn lýsir Sverrir þór skipstjóri til fjölda ára fyrstu skrefunum að Skipadeildar SÍS í viðtali við dagblaðið Tímann Þetta voru að vísu elkki alfyrstu skrefin í skipaeign Samvinnumanna . Ég kem að því seinna
Hvassafell
© photoship
Gefum Sverrir orðið: Það var ekki fyrr en talsvert eftir að við fórum að heiman að áhöfnin var ráðin að öllu leyti. Fyrsti skipstjóri á Hvassafellinu var Gísli Eyland, sem byrjað hafði skipstjómaferil sinn á tímum seglskipanna. Kom hann til ítalíu ásamt áhöfninni að sækja skipið. Fóruð þið víða á Hvassafellinu? Já, þetta voru víðari siglingar heldur en íslenzk skip höfðu áður stundað. Þær höfðu líka breytst nokkuð. Fyrir stríð var aðallega siglt á fastar hafnir, en nú var þetta meira sitt á hvað. Við fórum mikið til Miðjarðarhafsins, til Finnlands og við komumst alla leið norður í Hvítahaf til Rússlands.
Hvassafell
© söhistoriska museum se
Með Sambands-skiponum var eiginlega tekin upp ný stefna í flutingamálum. Við sigldum oft beint á smáhafnir þegar við komum að utan og var það nýmæli. Það var mikil breyting til bóta að losna við umskipanir á stærri nðfmnn. Við fórum jafnvel inn á smáskoruvíkur, sem engin hafskip höfðu komið inn á áður. Við gátum komið beint á allar hafnir á landinu, þar sem var tollafgreiðsla.Teflduð þið stundum í tvísýnu? Þetta gátu nú verið hálfgerðar "kraftasiglingar" En það var ekki hægt að segja að við færum út í tvísýnu, nei.
Hvassafell
© söhistoriska museum se
Hvassafell
© söhistoriska museum se
Einu sinni man ég eftir að við
sigldum fram og aftur með landinu, samtals um 1900 mílur og komum á 18
hafnir og vorum 18 daga á leiðinni. Minnist þú einhverra sérstakraferða á þessum árum? Við lentum í síldarævintýrinu veturinn 1947. Þá fylltist allt af síld hér í Hvalfirðinum. Móttöku- og vinnslumöguleikarnir á Faxaflóasvæðinu voru takmarkaðir, svo mjög, að skip voru sett í að flytja síldina til Siglufjarðar. Þetta voru talsvert erfiðar siglingar. Það var mikið veðravíti þennan vetur og erfitt að sigla með lausa síldina í lestunum ,en skilrúm voru ekki nema að nafninu til. En þetta gekk allt vel, enda var Hvassafellið mikið happaskip Framanskráð er fengið "að láni" úr dagblaðinu Tímanum frá 15 ágúst 1971 í tilefni 25 ára amæli Skipadeildarinnar
Svona sagði Samvinnan frá komu skipsins 01-10-1946
Á Hvassafelli II stigu margir seinna frægir skipstjórnarmenn sín fyrstu spor í farmennskunni Skipið var byggt hjá Ansaldo Cerusa í Voltri á Ítalíu 1946 (fullbyggt) sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1690.0 ts, 2300.0 dwt. Loa:
83.60. m, brd: 12.30. m Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum. Því þegar það bvar selt frá Íslandi til Portúgals 1964 fékk það nafnið ANA PAULA Nafn sem það bar þar til yfirl auk
ANA PAULA komin að fótum fram
Úr safni Marijan Zuvic
Að síðustu lá svo skipið í tvö ár í Brodogradiliste «Jozo Lozovina
Mosor» shipyard í Króatíu. Og eftir nauðungarsölu þ 14 mars 1969 kom það
15 mai sama ár til Sveti Kajo shipyard í Split í sama landi þar sem
það var rifið.
23.11.2012 12:09
Uraniborg,
Hér við sjósetningu í Gdynia
Uraniborg,
22.11.2012 17:41
Íþróttamenn í sjómannastétt
Í október 1970 birtist frétt í blaði margra landsmanna með fyrirsögninni:" Brúarfoss vann íþróttakeppni í Norfolk" Vitanlega er þarna átt við þess tíma áhafnarmeðlimi skipsins
Svona leit frétt Moggans út
Gunnar S Steingrímsson sem var í þessari frægu áhöfn var svo vinalegur að senda mér mynd sem tekin var og er samsvarandi myndinni í Mogganum
Úr safni Gunnar S Steingrímssonar © ókunnur
Nöfnin sem þekkt eru:Frá vinstri Þorsteinn Pétursson Ólafur Sigurðsson .Agnar Sigurðsson Gunnar S Steingrímsson.Reynir Hólm. Guðmundur Pedersen,Sigrún Sigurðardóttir, Stefán Guðmundsson Skipstjóri. Næst er svo Guðný Sigríður Baldursdóttir síðan Sigurður Gunnlaugsson, Gunnar Jónsson og síðan tveir ónefndir
Og Þjóðviljinn sálugi sagði svona frá þessum atburði
Gunnar gerði það ekki endasleppt því ári seinna því ári seinna var hann í áhöfn Goðafoss sem varð stigahæsta áhöfnin í sömu keppni í Norfolk. Þeir urðu sem sagt heimsmeistarar. En ég mun koma að því í annari færslu næstu daga. Það er nú ekki hægt að skilja við þetta öðruvísi en að koma að skipinu sjálfu
Brúarfoss
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Skipið var smíðað hjá Ålborg Værft A/S í Ålborg Danmörk 1960 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist 2337 ts 3460.dwt.Loa:102.3 m.Brd: 15.8m.Eimskip selur skipið 1980 til Panama.Það heldur nafninu. 1984 er það selt til Nova Scotia og fær nafnið Horizon. 1986 nafni breitt í Willem Reefer. 1987 í Triton Trader.1989 í Global Trader. 1990 í Triton Trader.aftur Þ.15/12 1987 þegar skipið var statt 300 sml SA frá Halifax á leið frá New London til Ashdod kastast farmurinn til í skipinu og yfirgaf skipshöfnin það. Það var svo dregið inn til Shelburne NS með 30°halla. Komið var þangað á aðfangadagskvöld. Þ 26-04-1990 er svo lagt af stað með skipið í togi til Indlands, Það var svo rifið í Alang í ágúst 1990. Efri myndina tók vinur minn Tryggvi Sigurðsson á páskadag 1977 af skipinu við bryggju í Cambridge.USA Neðri myndin er tekin af Mac Mackay í Halifax 18-05-1976. Mér þótti þetta skip og systurskip þess Selfoss alltaf þau fallegustu sem um höfin sigldu
Brúarfoss
© Tryggvi Sig
© Mac Mackay
Svona áður en við skiljum við Brúarfoss þá eru hér 2 myndir frá Vilberg Prebeson
© Vilberg Prebeson
© Vilberg Prebeson
Og ein frá Tryggva Sig
© Tryggvi Sig
21.11.2012 19:48
Artemis II
Svona leit hann út 1942 þá notaður af norska hernum
Af netinu © ókunnur
Hér uppúr 1951
© Chris Howell
Svona lítur skipið út í dag
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
21.11.2012 19:04
Artemis
Lister
Af netinu © ókunnur
Skipið var byggt hjá Nylands Værksted í Oslo 1926 sem POL II Skipið var byggt sen hvalveiðiskip Fáninn var norskur Það mældist: 224.0 ts, 240.0 dwt. Loa: 35.20. m, brd: 7.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum 1948 LISTER - 1966 ARTEMIS Nafn sem það ber í dag undir fána Hollands 1948 var skipinu breitt í flutningaskip 1951 var skipið lengt og mældist eftir það 299.0 ts 460.0 dwt loa: 44.50. 2001 var svo skipinu breitt í auxiliary barque, cruise ship einsog enskurinn segir
Artemis© Frits Olinga -Defzijil
21.11.2012 15:26
Bakkafoss I
Hér að hlaupa af stokkunum
Mille Heering
©Handels- og Søfartsmuseets
Það var byggt 1958 sem Mille Heerring fyrir danska aðila hjá Århus Dry Dock.Það mældist 1599.0 ts 2335,0 dwt.Loa:78,5,0 m brd:11.50.m Eimskipafélagið kaupir skipið eins og fyrr segir 1963. Og skírir Bakkafoss. Það er selt úr landi 1974 og fær nafnið Five Flowers. Það endar svo tilvist sína í skipakirkjugarðinum í Chittagong Banglades 1983
Mille Heering
© Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
Hér sem Bakkafoss
© photoship
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
Úr mínum fórum © ókunnur
20.11.2012 17:36
Wilson Dvina

© oliragg
Skipið er byggt hjá Mondego SY í Figueira da Foz Portúgal (skrokkur)1992 sem HEIDE J. Flaggið var Antigua & Barbuda. Það mældist: 2481.0 ts 3221.0 dwt. Loa: 87.40.m brd: 13.00. m Skipið nefur gengið undir mörgum nöfnum á ferlinum M.a: - 1993 RHEIN CARRIER - 1995 INTERMODAL CARRIER - 2-1996 MF CARRIER - 1999 ZIM EASTMED - 2002 EASTMED - 2002 HEIDE J. - 2005 P&O NEDLLOYD SWIFT - 2005 HANSEATIC SWIFT -2006 WILSON DVINA

© oliragg
Sem fyrr sagði var skrokkurinn byggður hjá Mondego SY í Figueira da Foz Portúgal En skipið var svo fullgert hjá EN í Viana do Castelo einnig í Portúgal

© oliragg

© oliragg
20.11.2012 16:42
Silver Lake
Hér er syrpa af Silver Lake ex Dalfoss sem var hér í dag að lesta frosið í dag. En þessar myndir voru teknar fyrir rúmu ári þegar skipið var hér í sömu erindagerðum
Silver Lake
© óli ragg
Skipið var byggt hjá Khersonskiy SZ í Kherson Úkraníu,(skrokkur) Fullgert Myklebust, Gursken Noregi 2007 sem Dalfoss Fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 3538.0 ts, 2532.0 dwt. Loa: 81.60. m, brd: 16.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum; En 2009 fékk það nafnið Silver Lake Nafn sem það ber í dag undir sama fána
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
© óli ragg
18.11.2012 17:19
Dettifoss
Skipið var byggt hjá Örskov Christensens í Frederikshavn Danmörk 1995 sem TRSL TENACIOUS Fáninn var danskur ( DIS?) Það mældist:14664.0 ts, 17034.0 dwt. Loa: 165.60. m, brd: 27.20. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:Á byggingar tímanum : HELENE SIF1997 MAERSK DURBAN - 1997 MAERSK SANTIAGO - 2000 DETTIFOSS Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda

© Brian Crocker
Það fer ekkert milli mála hver heimahöfnin er

18.11.2012 14:32
Goðafoss IV
Hér sennilega í reynsluferð
© Handels- og Søfartsmuseets
©Handels- og Søfartsmuseets
Goðafoss IV var byggður hjá Ålborg Værft í Ålborg Danmörk 1970 fyrir Eimskipafélag Íslands. Hann mældist 2953.0 ts 4480.0 dwt. Loa: 95.60.m brd: 14.50.m 1989 selur ??? Eimskipafélagið skipið og fær það nafnið Alantic Frost . 191 fær skipið nafnið Sea Reefer. Það rekur upp og strandar fyrir utan höfnina í Peterhead Skotlandi þ 22-08-1992 og var rifið á strandstað
Hér er skipið á siglingu undan Sikiley 1989
@ óliragg
Hér í Cambridge Md.

© Gunnar Steingrímsson
Hér með "dekkcargó" á leið frá USA

© Gunnar Steingrímsson
Hér á útleið frá Vestmannaeyjum
@ Tryggvi sig
Hér í brælu á Atlantshafinu
@ photoship
Hér útflaggaður


Hræðileg endalok
@ Jim Potting
Er saga þessa skips ekki saga íslenska kaupskipaflotans í hnotskurn


17.11.2012 13:01
Enn strand við Noreg
Ca strandstaðurinn
Hav Sund

© óli ragg
Skipið var byggt hjá Krogerwerft í Rendsburg Þýskalandi 1985 sem Alko fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 1208.0 ts 1170.0 dwt ? Loa: 63.00.m brd: 11,50 m. 1996 fær skipið nafnið Myraas 2007 Sandfelli og 2008 Hav Sund nafn sem það ber í dag undir færeyiskum fána.

© óli ragg

© óli ragg

© óli ragg
Og hér eru myndir af skipinu undir Sandfelli nafninu frá Regin Torkilsson færeyiskum ljósmyndara


16.11.2012 19:49
Þrír möguleikar
16.11.2012 10:48
Sif og Týr
Boa Siw
Skipið var byggt hjá Kanagawa Shipbuilding Kobe, Japan sem Tiger Orchid 1976 Fáninn var Japanskur Það mældist: 286.0 ts, 261 .0 dwt. Loa: 33.00. m, brd: 10.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum; 1985 Cheung Chau 1995 Boa Siw Nafn sem það ber í dag undir norskum fána
Boa Siw
Boa Tyr
Skipið var byggt hjá Båtservices Værft Mandal, Noregi sem Eide Master 1988 Fáninn var norskur Það mældist: 429.0 ts, 400 .0 dwt. Loa: 33.00. m, brd: 10.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum; en 1995 fékk það nafnið Boa Tyr Nafn sem það ber í dag undir norskum fána
Boa Tyr
16.11.2012 10:47
Pólfoss
Det islandske fryseskipet «Polfoss» gikk på grunn ved Austbø i Alstahaug i dag tidlig. Ifølge politiet skal styrmannen ha sovnet før ulykken. Svona sögðu norskir fjölmiðlar frá strandi Pólfoss um kl 0630 LMT í morgunn. Norska lögreglan virðist oft vera málglöð varðandi ýmsar ástæður slíkra atvika þar í landi Svo kom þessi athugasemd frá Eimskip í Noregi: "Vi har ikke undersøkt omstendighetene rundt ulykken i det hele tatt, og det er ingen ting som tyder på at det politiet sier stemmer", sier inspektør i rederiet Dag Håkon Sundet som har teknisk ansvar for skipet. Skipið er laust af strandstað og komið í höfn í Sandnessjöen. Ekki er ljóst hvort einhverjar skemmdir hafa orðið á skrokknum. Engan mann sakaði
Pólfoss í Vestmannaeyjum

Skipið var byggt hjá Khersonskiy SZ í Kherson Úkraníu (skrokkur) fullbyggður hjá Myklebust Værft AS, Gursken Noregi.sem Pólfoss Fáninn var Antigua and Barbuda Það mældist: 3538.0 ts, 2500.0 dwt. Loa: 81.80. m, brd: 16.00. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni. Og Eimskip virðist gera það út
Pólfoss á strandstað í morgun

Mynd úr norsku blaði © Hilde Langskjær
Leið skipsins að strandstaðnum

Pólfoss

© Marcel & Ruud

© Marcel & Ruud
14.11.2012 17:19
Frá Færeyjum
Strandstaðurinn

BARJAMA
Úr safni Finn Bjørn Guttesen © ókunnur
Skipið var byggt hjá
Rennoldson, C.í South Shields Bretlandi 1924 sem THE MARQUIS Fáninn var breskur Það mældist: 551.0 ts, 795.0 dwt. Loa:
57.90. m, brd: .9.10. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1945 fékk það nafnið BARJAMA Nafn sem það bar þegar það strandaði undir sama fána
