Færslur: 2012 Desember
02.12.2012 22:13
Múlafoss
Mér þótti Múlafoss og systurskip hans alltaf hin snotrustu
skip.
Múlafoss að koma til Eyja
@Anna Kristjáns
Skipið var smíðað hjá Kramer & Booy Shipsyard Kootstertille í Hollandi 1967 Sem Veritas fyrir þýska aðila Það mældist 1395.0 ts. 2624.0 dwt. Loa: 80.0 m brd 11,70 m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1972 og skírir Múlafoss. Skipið er selt úr landi 1984 og fékk þá nafnið Apollonia XI 1984 Maria T 1988 Tania P og 1989 Nefeli. Það strandaði 16 sml N af Preveza 06-01-1993 og var þar til. Ég sigldi oft þetta sund og mig minnir að ég hafi sér flak á þessum slóðum. Hefði ég vitað þetta fyrr hefði ég athugað málið betur
og hér
@Anna Kristjáns
Múlafoss á ýmsum stöðum
© Hagbard
úr mínum fórum © ókunnur
© Capt.Jan Melchers
Þarna einhverstaðar bar hann beinin blessaður
02.12.2012 17:36
Bakkus við stýrið???
Mariane Danielsen
Horfðum við síðan á skipið sigla í strand án þess að geta aðhafst nokkuð. Beygjan var það mikil að skipið var á góðri leið með að sigla í hring og inn í höfnina aftur." Framburður annarra vitna var á þá vegu að skipstjórinn hafi verið undir áhrifurn áfengis við siglinguna út úr Grindavíkurhöfn. Að sögn Sigurðar Halls Stefánssonar dómsforseta hafa engar bilanir komið fram við athugun á tækjum skipsins. Þó ekki megi álykta neitt bendi málsatvik til þess að skipið hafi ekki verið í mjög traustum höndum eftir að hafnsögumaður fór frá borði.
Mariane Danielsen
@ Capt Jan Melcher
Mariane Danielsen var byggð hjá Smit.E:J SY í Westerbroek Hollandi fyrir danska aðila Það mældist 1140.0 ts 2585.0 dwt. Loa: 79.20, m brd: 13.10. m Skipið strandaði sem fyrr sagði við Grindavík í jan 1989, En náðist aftur út. Ég kann þá sögu ekki. En mig ninnir að Finnbogi Keld hafi komið að því náli, Upp úr því fékk skipið nafnið Sun Trader. 1990, Maylin. 2009, Lupus Nafn sem það ber í dag undir fána Panama. en eigendur virðast vera Kúbumenn En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið í dag: Status of ship : Broken Up (during 06-2012)
Hér er syrpa af strandi Mariane Danielsen við Grindavík í jan 1989 frá Haraldi Karlssyni

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson

© Haraldur Karlsson
Lupus

© Capt Ted
© Capt Ted
© Capt Ted
02.12.2012 16:48
Undiralda
01.12.2012 20:16
Borgsten
Borgsten í smíðum
© photoship
Skipið var byggt hjá Thompson, J.L.í North Sands Englandi sem BORGSTEN 1964 Fáninn var norskur Það mældist: 49311.0 ts, 91356.0 dwt. Loa: 265.00. m, brd: 37.20. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum; En 1973 fékk það nafnið OSWEGO COURAGE Nafn sem það bar síðast undir fána Liberíu En skipið var rifið í Kaohsiung á Taiwain 1978
© Ric Cox
© Sjohistorie.no
Svo er hér mynd töluvert skemmd en sýnir samt skipið sæmilega vel
01.12.2012 14:09
Sæfell
Skipið sem byggt hjá Helsingör Værft í Helsingör Danmörk 1890 sem Maja fyrir þarlenda aðila. Það mældist 377,0 ts 463,0 dwt. Loa: 47,70 m brd: 7,30 m. 1938 fær það nafnið Christian B, 1939 Sildberin 1942 kaupir Sæfell h/f í Vestmannaeyjum skipið og fær það nafnið Sæfell. Og 1948 nafnið Ófeigur. Það var rifið 1951
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Hér er Maja við bryggju í Fríhöfninni í Kaupmannahöfn
© Handels- og Søfartsmuseets.dk
Frá 1941 Sæfell heimahöfn Vestmannaeyjar


01.12.2012 02:34
Jökulfell III
Mér varð heldur betur á í messunni um daginn er ég sagði að Stapafell II hefði verið síðasta skip sem Skipadeild SÍS lét byggja.Og ég get eiginlega ekki fyrirgefið sjálfum mér að gleyma skipi hins góða vinar míns Heiðars Kristinssonar Jökulfelli III. En hér er það
Hér erJökulfell III í smíðum © Heiðar Kristinsson
Skipið var smíðað hjá Appledore SB í Appledore Englandi fyrir
Skipadeild SÍS Það mældist 1588.0 ts 3068.0 dwt Loa: 93.80.m brd: 16.30.
m Skipið er selt úr landi 1993 og fær nafnið Anais og 1997 Green
Atlantic nafn sem það ber í dag undir fána Dominica
Hér á Suðureyri © Heiðar Kristinsson
Hér á Þingeyri © Heiðar Kristinsson
© Heiðar Kristinsson
© Heiðar Kristinsson
Hér að fara frá Norfork © Heiðar Kristinsson
Á siglingu við Eystra- Horn á "gullaldarárunum"

Hér sem Green Atlandic í Vestmannaeyjum © Óli Ragg
© Óli Ragg
Green Atlandic
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
© Gena Anfimov
