Færslur: 2014 September

12.09.2014 21:48

DS NORGE

Fyrr á dögum allt frá því að Víkingarnir fóru að fara út á opið haf hefur sigling á norðlægum slóðum verið erfið. Sólin,tunglið og stjörnurnar sem voru aðalleiðsögu tæki þess tíma voru oft hulin skýjum regni snjóbyl og þoku Svo kom seguláttavitinn sem heldur létti mönnum störfin við siglingarnar. En hann hafði sína annmarka. hlutar úr skrokk og farmi gátu skekkt hann. Menn þurftu að leiðrétta hann eftir sólinni eða landmiðum sem þekkt voru. Í dag er þetta allt miklu auðveldara og á engan hátt sambærilegt. Með tilkomu gerfihnatta sem hringsóla yfir höfði okkar allan sólarhringinn


"Norður ameríkuleiðin" eins og hún var kölluð

                                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Og þrátt fyrir alla tæknina eru skip enn að stranda. Höfum við nýlegt dæmi hérlendis um það Fyrir hundrað árum þá var það sextantinn,sjóúrið,vegmælirinn og (stundum óútreiknanlegur) seguláttaviti sem menn höðu sér til halds og traust við staðarákvarðanir. Á björtum og sólríkum dögum gekk þetta vel. En í náttmyrkri auk áðurnefndra anmarka gat það verið erfitt. Og gat það verið hipsum haps oftar en gömlu mennirnir vildu viðurkenna. Þá kom hin dýrmæta "reynsla" líka við sögu. Menn lærðu á siglingaleiðir strauma þar og afdriftir og á skipin sín. En svo fór eitthvað úrskeiðis og slysið skeði.Titanic-slysið var stórt en ekki það fyrsta og ekki það síðasta sem skeði.Svo lengi sem mennirnir hafa siglt á hinum sjö höfin hafa þau skeð stór og smá.

DS NORGE


                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Sum komist í "Sögubækurnar" og verið kvikmynduð. Önnur lifað á vörum þeirra þjóða sem við sögu komu.Jafnvel orðið að yrkisefni ljóðskálda . Mörg af þeim stæðstu mætt kalla"hamfarir" (katastrofe) Og þau áttu margt sameiginlegt.T.d hámark óheppninnar,vantaði góðan útbúnað m.a björgunarbáta Og svo virkilega slæm stjórn á aðstæðum.

Rockall.

                                                                                       Mynd af "Netinu" © óþekktur

Það eru ekki mörg sker eða hólmar á milli Bretlandseyja og USA. Þó er á siglingaleiðinni gegn um Pentlandsfjörð til New York sem eldri sjómenn kölluðu "Norður ameríkuleiðin" klettaeyjan Rockall. Eyja sem allir gömlu skipstjórarnir sem leiðina sigldu óttuðust. Allavega þegar staðsetningartæki voru óöruggari og menn þurftu að treysta meira eða minna á landsýn  Svæðið í kringum Rockall er tiltölulega grunnt, 30-60 metra, að mestu leyti. Og eyjan er um  784 kvadratmetrar, Og rifið St.Helens er eins og rani út frá aðalskerinu 1,4 m undir sjávarmál. Það er sagt að það væri vera nefnd eftir briggskipinu  Helen frá Dundee sem einu sinni fórst þar.

Úr einu af farþegarými NORGE


                                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk

En lítið er nú  heilagt við það Á flestum kortum var  þetta rif bara merkt eins og nálarauga. Það varð að hafa sérstakri kort af svæðinu,til að geta séð þetta betur. Samt jafnvel á slíkum kortum, var erfitt að sjá dýpistöluna 1.4 í læsilegri stærð Hér á eftir er frásögn af strandi DS NORGE  Þar sem skipstjórinn  Valdemar Johannes Gundel valdi Pentlandsfjörðinn í slæmu skyggni og án þess að hafa nokkra landsýn.Þetta skeði þriðjudaginn 28 júni 1904 þokukenndan morgun.um kl 0745 Um borð voru 727 farþegar og 68 áhafnarmeðlimi. Grundel taldi skipið vera komið vel S fyrir Rockall og setti stefnuna vestur. En lenti á St Helen rifinu.Margir af hinum 727 farþegum stóðu undrandi á dekkinu í fyrstu Síða brast á alsherjar hræðsla. Einn af stýrimönnunum reyndi að brjótast gegn um mannþröngina. Fólkið togaði í hann og spurði: Hvað er að? Hvað er að ske? Stýrimaðurinn þagði og reif sig lausan. Hann komst uppp á bátadekkið þar sem menn voru í óðaönna að sjósetja björgunarbáta. Þar úði og grúði af dauðhræddu fólki sem engin vegur var að hafa hemil á.

Valdemar Johannes Gundel  skipstjóri á sínum stað
 
                                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Sumt af fólkinu hafði orðið sér út um lífbelti. En kunni ekkert að meðhöndla þau Og lífbelti fyrir börn voru ekki til Sumt af fólkinu komst í björgunarbáta sem komust klakklaut í sjóinn En í marga af þeim ruddist svo mikið af fólki að þeir slitnuðu niður öðrumeginn og fólkið hrapaði í sjóinn 20  -30 mínútum síðar setti DS NORGE stefnuna til botns og með því 620 manns Farþegar og áhafnarnmeðlimir. Þessi sorgartíðindi snertu fólk frá Hammerfest í norðri til  Kristiansand í suðri Frá  Skudenes í vestri til Trysil í austri "Konur og börn fyrst" hljóðaði skipun  Gundels.En aðeins 167,143 farþegar (16 konur 36 börn og 91 karlmaður) og 24 af áhöfninni björguðust

Slysið


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

En eins og einhvert kraftaverk var Gundel sjálfur meðal þeirra. Hann hafði að vísu eins og skipstjóra sæmir staðai á brúarvægnum þegar skipið sökk .Og sokkið með því af haffletinum. En þegar hafið hafði lugt sig um skip og menn (sem höfðu ætlað sér betra líf vestanhafs) hafði honum skotið upp og klukkutíma seinna var honum ásamt einum af vélstjórum skipsins bjargað um borð í einn af björgunarbátnum Sjópróf voru haldin og út frá þeim höfðað skaðabótamál á hendur Gundel skipsstjóra og  De Forenede Dampskibsselskaber (DFDS). Á sjálfan affangadag jóla 1904 féll dómurinn Útgerðin og Gundel skipstjóri voru sýknuð af öllum ákærum Hvað Madvik dómari fékk í jólagjöf frá útgerðinni veit "Sagan" ekki En margir giskuðu á að undir jólatré hans hafi legið að minnsta kosti 30 silfurpeningar

DS NORGE

                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk

NORGE var smíðað hjá  Alex Stephen & Sons Ltd, í Glasgow, Skotland 1881 sem: PIETER DE CONINCK Fáninn var:belgískur  Það mældist: 3318.0 ts, Loa: 105.0. m, brd 11.50. m Skipið gekk aðeins undir tveim nöfnum en 1889 bkaupir  Thingvalla Linien skipið og gefur því nafnið NORGE Undir því nafni og dönskum fána mætti það örlögum sínun 28 júni 1904 sem fyrr segi

Lokað fyrir álit

10.09.2014 17:18

Félagið með íslenska nafnið

Norðurlandabúar hafa alla tíð, eða frá því sögur hófust verið sæfarendur, en aðrar ríkari og stærri þjóðir urðu fyrr til að sigla á langleiðum. Þannig var það t. d. að á ofanverðri nítjándu öld voru siglingar að mestu leyti í höndum Englendinga
og Þjóðverja: Norðurlandabúar sjálfir áttu fá skip til siglinga yfir Atlantshafið Danir voru fremstir Norðurlandaþjóða í atvinnulegu tilliti um þessar mundir og höfðu meða] annars fyrir nokkru hafið siglingar til Asíu, þaðan bárust gersemar miklar til
hinnar dönsku höfuðborgar við Eyrarsund.

Auglýsing frá "Þingvallafélaginu"

                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Það var því ekki nema sjálfsagt, að Danir hefðu forgöngu um siglingar Norðurlandabúa til Ameríku seint á nítjándu öld. Árið 1878 var um það rætt opinberlega, að tímabært væri að stofna skipafélag til siglinga yfir Atlantshaf. Af stofnun félagsins varð síðla næsta ár og byrjaði félagið starfsemi sína með því að kaupa nýlegt skip, sem smíðað hafði verið til Asíusiglinga. Þetta skip hlaut nafnið THINGVALLA, en skipafélagið hlaut nafnið Thingvalla Line .Upp úr áramótunum 1880 hóf "Þingvallafélagið" ferðir milli Norðurlanda og New York og hafði í þeim ferðum auk THINGVALLA leiguskipin HARALD og ASÍA. Allt gekk vel í fyrstu, aðbúnaður á skipum Þingvallafélagsins þótti langtum betri en á öðrum "emigrantaskipunum" og þótt t. d.skipið THINGVALLA væri ekki tiltakanlega hraðskreitt, það gekk rúmar níu sjómílur  þá var þetta mikil framför frá því að ferðast með seglskipunum

Líkan af THINGVALLA (ÞINGVÖLLUM)  

                                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Árið 1882 bættist félaginu nýtt skip, er það lét smíða í skipasmíðastöð Burmeister &Wain í Kaupmannahöfn og hlaut það nafnið GEISER Nú gekk allt vel fyrir Þingvallafélaginu um sinn, uns tvö skip félagsins lentu í hörmulegum árekstri við strendur Ameríku. E.s. Thingvalla lét úr höfn síðarihluta júlímánaðar árið 1888 í áætlunarferð vestur um haf. Skipið hafði að vanda viðkomu í Kristjaníu (Osló) og Kristjánssund, þar sem fleiri farþegar bættust við og þegar látið var i haf frá Noregi voru 455 farþegar um borð, skipshöfn um 70 manns.

Thingvalla (Þingvellir)

                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk


E.s. GEISER hafði komið frá Norðurlöndum til New York fullhlaðið farþegum. Eftir nokkurra daga stanz var skipið ferðbúið að nýju og hinn 11. ágúst lagði skipið úr höfn í New York. Farþegar voru 107 Dráttarbátur aðstoðaði skipið niður fljótið og er hann kvaddi veifuðu hásetarnir og óskuðu skipinu góðrar ferðar yfir hafið. Hvað gat líka hent stórt nýtísku.farþegaskip á sumardegi á þessari siglingaferð? Laust eftir miðnætti 14. ágúst er GEISER staddur vestur af "Sable Island". 

Carl G A Hoel var þriði stm á GEISER

                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Brown
fyrsti stýrimaður er á stjórnpalli ásamt hásetanum en Carl W. Müller. skipstjóri hefur farið til káetu sinnar og lagt sig.Um fjögurleytið sér stýrimaðurinn allt í einu  ljós út í myrkrinu, fyrst hvítt og síðan grænt. Stýrimaðurinn kallar á Möller skipstjóra sem kemur strax á stjórnpall og gefur jafnframt skipun um fulla ferð afturábak. Þeir sjá skip til stjórnborða sem nálgast óðfluga. GEISER stansar og sígur síðan afturá fyrst hægt, en síðan hraðar. Allt útlit er fyrir að árekstri, sem fyrir andartaki síðan var fyrirsjáanlegur verði forðað  En allt í einu breytir hitt skipið stefnu til bakborða og það skiptir engum togum, að það rekst með heljarafli á stjórnborðssíðu GEYSER rétt um stórsiglu. Hárbeitt stefnið sker sundur byrðing og bönd og gengur inn í mitt skip.

Áreksturinn


                                                                                © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Um leið þekkja Möller skipstjóri og aðrir yfirmenn skipið sem á þá sigldi .Það var Thingvalla.  Möller skipstjóri gefur skipun um að setja lífbátana í sjó um leið og hann fyrirskipar að konur og börn skuli ganga fyrir í bátana. Á GEISER eru 136 manns, áhöfn og farþegar. Fólkið ryðst upp á þilfar og að björgunarbátunum í skelfingu. Í fátinu tók fólkið ekki björgunarbeltin sem hengu við hvérja koju, með sér er það flýði upp á þilfarið. Möller skipstjóri tók bunka af beltum, sem ætluð voru yfirmönnum og kastaði niður á þilfarið en fáir hirtu um að láta þau á sig. Skipshöfnin reyndi árangurslítið að koma á reglu um leið og lífbátarnir voru látnir síga en fólkið var gjörsamlega örvita og ruddist í bátana, sem hvolfdi við skipshlið hverjum af öðrum. Allt í einu hvað við brestur og GEISER brotnaði í tvennt um skarðið, sem stefni THINGVALLA hafði ollið

THINGVALLA í Halifax eftir áreksturinn


                                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Um leið stakkst afturendi skipsins og litlu síðar framendinn. Þá voru nákvæmlega fimm mínútur liðnar frá því áreksturinn skeði.Maður getur ímyndað sér angist
S. Lamb,skipstjóra á THINGVALLA er hann kom á stjórnpall mjög í sama mund og áreksturinn varð. Skip hans THINGVALLA laskaðist mjög, en vatnsþéttu skilrúmin héldu og skipið hélst á floti. Skipstjórinn fyrirskipaði strax að setja út lífbáta og róa að GEYSER því fyrirsjáanlegt var að hverju stefndi og þrátt fyrir náttmyrkrið vissi hann mætavel hvað fram fór á hinu skipinu. Síðar sagði skipstjóri Thingvalla svo frá, að þessar mínútur hefðu verið átakanlegri en orð fái lýst. Gegnum hvæs frá sprungnum gufurörum og þytinn í reiðum skipanna heyrðust neyðaróp karlmanna og skerandi vein kvenna og barna. En svo allt í einu var GEISER  sokkinn. Lamandi þögn lagðist yfir nema gjálfur öldunnar við skipssúðina og þytur stormsins.

GEISER

                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Björgunarbátarnir frá THINGVALLA reru í brakinu og björguðu fólki sem skaut upp eða hélt sér dauðahaldi í brak. Einn hinna síðustu sem bjargaðist var rúmum hálftíma eftir að GEISER sökk. Þegar birti var THINGVALLA enn þá á slysstaðnum. Leit að fólki var haldið áfram meðan nokkur von var til að fleiri fyndust. Þegar síðasti lífbáturinn var tekinn um borð í THINGVALLA var tala þeirra sem bjargað hafði verið aðeins 31. Meira en eitt hundrað manns hafði farizt með skipinu. Meðal þeirra sem björguðust var  Carl G A Hoel 3. stýrimaður á GEYSER. Hann var sofandi í klefa sínum en vaknaði við ógnvekjandi hávaða er skipssúð molaði einn vegginn í klefanum. Þegar í næstu andrá fjarlægðist skipsstefnið og stýrimaðurinn sá ofan í hyldýpið. Hann sá aö eina björgunarvonin var að fara út um skarðið, sem myndast hafði í skipssíðuna og án þess að hugsa sig u m stökk hann og tókst að ná tökum áakkerisfesti, THINGVALLA, sem hékk niður með stefninu. Hoel þriðji stýrimaður var ungur og hraustur og honum tókst að lesa sig upp akkerisfestina og komast af henni upp á þilfar.

Farþegar bíða eftir að komast um borð í THINGVALLA (á ekkert með atburðinn að gera)


                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Meðan á björguninni stóð og enginn vissi hve mikið THINGVALLA var laskað, eða hve lengi það myndi fljóta, lét skipstjóri skjóta flugéldum og neyðarblysum. Þýzkt skip, e.s. WIELAND var statt skammt frá. Þetta skip var á leið til New York með innflytjendur. skipsmenn sáu flugeldana og ályktuðu réttilega að slys hefði hent. Margir þeirra 31 sem bjargað var af GEISER voru slasaðir,en aðrir aðframkomnir af kulda, enda flestir á nærfötunum einum. Þegar Wieland kom á vettvang höfðu skipsmenn á THINGVALLA veitt skipbrotsmönnum alla þá aðhlynningu sem hægt var að láta í té. Um morguninn 14. ágúst voru svo allir farþegar sem voru um borð í THINGVALLA fluttir um borð í WIELAND, sem sigldi með þá til New York. Litlu síðar sigldi THINGVALLA á hægri ferð af stað til Halifax. Blöðum beggja vegna Atlantshafsins varð að vonum tíðrætt um þetta hörmulega slys, þar sem tvö skip frá sama landi og meira að segja frá sama skipafélagi lentu í árekstri á hinni miklu víðáttu Atlantshafsins með þeim afleiðingum sem að framari getur.

Óhappaskipið NORGE

                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

En hrakföll Þingvallafélagsins voru ekki þar með á enda. THINGVALLA náðu til Halifax og hlaut þar viðgerð. Skipið hóf síðan siglingar að nýju á leiðinni Kaupmannahöfn New York og flutti marga innflytjendur til Ameríku á næstu árum. í einni slíkri ferð rakst skipið á hafísjaka, en laskaðist ekki að ráði og komst til hafnar af eigin rammleik, eftir að áhöfnin hafði gert að skemmdunum með tiltækum ráðum. En þótt THIMNGVALLA væri þannig tvisvar búið að komast í hann krappann og sleppa í bæði skiptin til hafnar, voru önnur skip Þingvallafélagsins sem í slíku lentu ekki eins heppin, og þar kom að fólk fékk ótrú á félaginu og skipum þess, farþegum fækkaði og félagið átti erfitt uppdráttar. Mesta slysið í sögu félagsins var er e.s. NORGE fórst fyrir vestan Skotland og með skipinum 600 manns, en um 200 var bjargað. Nokkru síðar komst félagið í eigu Sameinaða gufuskipafélagsins og lauk þar sögu þessa óhappa danska skipafélags sem hét íslenzku nafni og átti nokkur skip sem báru íslenzk nöfn.

GEISER


                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Skipið var smíðað hjá  Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1882 sem:GEISER   Fáninn var:danskur Það mældist: 2831.0 ts, 1993.0 dwt Loa: 98.80. m, brd 12.10. m Farþega tala: 50 á fyrsta farrými 50 á öðru farrými og 900 á þriðja Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána Örlögin má sjá hér að ofan 

THINGVALLA

                                                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Skipið var smíðað hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn 1875 sem: THINGVALLA   Fáninn var:danskur Það mældist: 2524.0 ts,1745.0 dwt Loa: 91.90. m, brd 11.40. m Farþega tala: 50 á fyrsta farrými 50 á öðru farrými og 900 á þriðja Skipið gekk aðeins undir tveimur nöfnum en 1903 var skipið selt til Noregs og fékk norskan fána og nafnið ASLAUG
Skipið var rifið í Rotterdam eftir strand 1903
Lokað fyrir álit

07.09.2014 16:16

D.F.D.S

Det Forenede Dampskibs-Selskab eða Sameinaða gufuskipafélagið eins og það heitir á íslensku stundaði Íslandssiglingar í rúm 100 ár Eða fljótlega eftir stofnun félagsins 1866 og til 1969. Fyrsta skipið sem notað var til þessara siglinga hét ARCTURUS og eftir að það skip fórst 1887 kom ANGLO DANE

ARCTURUS

                                                                                 © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Alexander Denny, Albert Yard, Dumbarton Bretlandi 1856 sem:VICTOR EMANUEL  Fáninn var:breskur Það mældist:331.0 ts.472.0 dwt  Loa: 47.60. m, brd 7.10. m. Skipið var búið Blackwood & Gordon 2-cyl. expansionsmaskine 60 hö Það gekk aðeins undir tveimur nöfnum En 1887 fékk það nafnið ARCTURUS  Nafn sem það bar síðast undir dönskum fána En 1887 sökk skipið eftir árekstur við SS Savona í  Øresund

ARCTURUS

                                                               © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                       © Handels- og Søfartsmuseets.dk

ANGLO DANE

                                                                                          © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Skipið var smíðað hjá Andrew Leslie & Co. í Hebburn Bretlandi 1866   sem: ANGLO DANE Fáninn var: breskur Það mældist: 708.0 ts, 776.0 dwt. Loa: ?. m, brd ?.m Skipið hafði Andrew Leslie & Co., Hebburn, 2-cyl mótor 340 hö  Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni en hafði síðast danskan fána.En skipið rakst á tundurdufl undan Kirkabistervita við  Lerwick 21.10.1917. Einn maður fórst

ANGLO DANE

                                                                                      © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Lokað fyrir álit

06.09.2014 17:27

7 sept 1934

Skipaauglýsingar þ 7 sept 1934, eða fyrir 80 árum

GS SÚÐIN að fara austur um land                                                                                          Úr mínum fórum © ókunnur


SÚÐIN er eitt af þessum gömlu "áburðarjálkum" sem gerðu okkur að ríkri þjóð. Um þetta skip og æfintýri þess mætti skrifa heila bók. En minningu þessara skipa og mannana sem sigldu þeim á að halda í heiðri SÚÐIN var stundum kölluð"Járnbraut smáhafnanna"

GS ISLAND fór vestur og norður um

                                                                                                     © Handels- og Søfartsmuseets.dk


Þetta skip sem hét ISLAND átti sér dálítið merkilega sögu. Það var sérstaklega smíðað til Íslandssiglinga og kostaði um eina milljón þess tíma danskra króna En það strandaði í einni slíkri ferð eða aðfaranótt 13 apríl 1937. En skipstjórinn Lydersen átti sér kannske merkilegri sögu Hann hafði stjórnað skipi  í 259 ferðum til Íslands og aldrei hlekkst á hið minnsta. Þetta átti að verða næst síðasta sjóferð þessa reynda sægarpa Eftir 52 ára sjómennsku


GS BOTNÍA átti að fara til Evrópu

                                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

BOTNÍA þjónaði landinu i tæp 40 ár Átti þarna (1934) aðeins 1 ár eftir En hún var rifin1935

Svona til gamans þá tók þetta skip PRIMULA við af Botniu í fyrstu

                                                                                              © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Lokað fyrir álit

06.09.2014 11:30

Samskip Akrafell

Um kl. 05.00 í morgun strandaði SAMSKIP AKRAFELL undir Vattarnesskriðum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Leki kom þegar að skipinu. Björgunarsveitir frá Austfjörðum komu á strandstað skömmu síðar og búið er að koma hluta úr áhöfninni frá borði ásamt því að björgunarsveitarmenn eru komnir um borð í skipið. Í áhöfn skipsins eru 13 manns, frá Austur-Evrópu og Filippseyjum. Þeir eru allir úr hættu. Aðgerðir eru í gangi til að dæla sjó úr skipinu ásamt því að koma í veg fyrir hugsanlega mengun. Veður á svæðinu er gott.Akrafell er 500 gámaeininga skip sem bættist í flota Samskipa 2013. Skipið er byggt í Kína árið 2003. Skipið er í eigu Samskipasamstæðunnar. 

SAMSKIP AKRAFELL

                                                                                                  © Henk Jungerius


Skipið var smíðað hjá Jinling SY í Nanjing Kína 2003 sem: ASIAN FAVOUR  Fáninn var:Antigua and Barbuda Það mældist: 4450.0 ts, 5500.0 dwt. Loa: 100.60. m, brd 18.80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2008 ASIAN CARRIER - 2013 SAMSKIP AKRAFELL Nafn sem það ber í dag undir Kýpur fána 

Hér heitir skipið ASIAN CARRIER

                                                                                         © Henk Jungerius


                                                                               © Henk Jungerius


                                                                                                            © Henk Jungerius

Maður veltir vöngum yfir svona atburðum. Með öllum þessum tækjum.Var þarna vanhvíldur stýrimaður á ferðinni?? Ekki ætla ég að dæma um það. En hefur nokkurntíma verið athugað með "kæfisvefn#" hjá skipstjórnarmanna.? Eða hugsað um hvort skip eða aðstæður bjóða upp á mikla hvíld ? Skip sem velta nikið bjóða oft ekki mikið af slíku Að maður tali nú ekki um séu þau útbúin þverkojum
Lokað fyrir álit

05.09.2014 20:56

Einvik

Lítum í Morgunblaðið í Sept 1941  Þann 13 sept 1941 var trillubátur frá Vestmannaeyjum á veiðum V við Eyjar Urðu þá bátsverjar varir við bát skamt fyrir vestan Heimaey, sem í voru skipbrotsmenn frá norsku skipi. Tóku Eyjamenn bátinn og drógu hann til hafnar. Þarna Voru 12 menn frá norska skipinu Einvik frá Þrándheimi.  Var skipið á leið frá Ameríku til Englands, hlaðið timbri. Varð það fyrir tundurskeyti, en mun eigi hafa sokkið skyndilega, svo skipverjar hafa haft tíma til að útbúa sig áðnr en þeir fórut í bátinn. Þeir voru 12 í bátnum. Hafði skipstjóri stjórn hans. Björgunarbátar skipsins voru tveir.

Systurskip EINVIK, WAR BEAVER


                                                                           © photoship

Skipinn var sökt 4-500 mílur suðvestur af íslandi. Höfðu þeir segl og árar og sigldu mikið af leiðinni, en réru nokkuð. Árar voru þó ekki úti, er Eyjamenn hittu bátinn. I 8 daga voru þeir í bátnum. En þeir áttu eftir drykkjarvatn, er hingað var komið, og brauð sér til matar. Nokkuð voru þeir þjakaðir, en höfðu þó fótavist í gær. Alls voru 23 menn á skipi þessu, sem var 3500 smálestir að stærð. í hinum bátnum voru 11, undir stjórn 1. stýrimanns. Kom sá bátur til Herdísarvíkur síðdegis þ 13 En eigi hafði blaðið frétt nánar af ferð hans með þá 11 skipbrots menn. Þetta er í 2. skifti í styrjöldinni, sem sökt hefir verið skipi þessa skipstjóra.Skipið var smíðað hjá Polson IW í Toronto Canada 1919 sem:WAR TAURUS  Fáninn var:breskur Það mældist: 2240.0 ts, 3330.0 dwt. Loa: 76.50. m, brd 13.30. m Skipið gekk undir þessum nöfnum: 1920 CORMOUNT - 1924 FEMUND - 1928 RENDAL - 1934 EINVIK  Nafn sem það bar síðast undir norskum fána 

Hér má sjá allt um örlög skipsins

Sama dag eða 5 sept 1941 gerðist
þetta
Lokað fyrir álit

04.09.2014 16:18

EUGEN MAERSK

Áhöfninni á danska flutningaskipinu  EUGEN MAERSK brá heldur betur í brún er þeir uppgötvuðu 5 laumufarþega um borð rétt fyrir sl mánaðarmót Þetta voru 5 apar sem einhvernvegin höfðu komist um borð Sennilega í  Tanjung Pelepas í Malaysiu En skipið var að koma þaðan áleiðis til Rotterdam

Apafjölskyldan

                                                                                       Mynd af heimasíðu Mærsk © óþekktur

Danirnir höfðu samband við Dýragarðinn í Kaupmannahöfn og fengu upplýsingar um að þarna væru sennilega svokallaðir "macaque monkeys" Og eftir að hafa náð góðum myndum af öpunum töldu dýragarðsmenn að þarna væri um að ræða  2 fullorðin karldýr og 2 fullorðin kvendýr auk 1 unglings. Trúlega ung hjón með krakkan og ömmu og afa í sumarleyfisferð upp til Evrópu Þegar til Rotterdam kemur verður fjölskyldan sett í sóttkví. Síðan mun einhver hollenskur Apafélagsskapur 'Stichting AAP'.taka við þeim


Apafjölskyldan í morgunleikfiminni

                                                                                             Mynd af heimasíðu Mærsk © óþekktur

Þetta er ekki í fyrsta skifti sem apar gera sig heimakomna á Mærsk skipum. Þá meina ég dýrategundina. Því 2011 fannst einn slíkur um borð í  SKAGEN MAERSK.

EUGEN MAERSK

                                                                           © Cornelia Klier

Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Lindö Danmörk 2008 sem: EUGEN MAERSK  Fáninn var: DIS Það mældist: 170794.0 ts, 158200.0 dwt. Loa: 396.40. m, brd 56.40. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami

EUGEN MAERSK

                                                                                           © Cornelia Klier                                                                                            © Cornelia Klier


                                                                                      © Cornelia Klier


                                                                                              © Cornelia Klier


                                                                                        © Cornelia Klier

Lokað fyrir álit

03.09.2014 19:26

MAERSK NORWICH

Skipafélagið Mærsk er þekkt fyrir allt annað en hvalveiðar. En samt lenti eitt skipa félagsins í hvaladrápi um daginn En þegar eitt af skipum félagsins MAERSK NORWICH kom til Rotterdam . 6 júni sl lá 12 metra langur hvalur dauður á peru skipsins. Og eins og í góðum sakamálareyfurum var "líkskoðunarmaður" kallaður til Hann komst að þeirri niðurstöðu að hvalurinn hefði látið lífið vegna áreksturs við skipið. Nú er bara að vita hvort "hvalalöggan" mr Watson fái skipstjóra MAERSK NORWICH dæmdan, allavega fyrir hvaladráp af gáleysi


Hvalurinn á peru  MAERSK NORWICH


                                                                                   Mynd af heimasíðu Mærsk © óþekktur

Skipið var smíðað hjá STX SB Co í Jinhae S-Kóreu 2006 sem:LUCIE SCHULTE  Fáninn var:Kýpur  Það mældist: 26671.0 ts, 34704.0 dwt. Loa: 210.00. m, brd 30.10. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum En strax 2006 fékk það nafnið MAERSK NORWICH.Nafn sem það ber í dag undir fána Singapore

MAERSK NORWICH

                                                                            ©  Hannes van Rijn


                                                                                        ©  Hannes van Rijn


                                                                                              ©  Hannes van Rijn


                                                                                     © Henk Jungerius


                                                                            © Henk Jungerius


Lokað fyrir álit

02.09.2014 21:57

NORTHEN DEMOCRAT


NORTHEN DEMOCRAT heitir hann þessi

                                                                                       ©
Bob Prins

Skipið var smíðað hjá Shanghai & Chengxi í Shanghai,Kína 2009 sem:NORTHERN DEMOCRAT  Fáninn var:Líbería Það mældist: 36007.0 ts, 41986.0 dwt. Loa: 230.90. m, brd 32.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami

Hvað skyldi GM-ið vera á honum hér og hér
Lokað fyrir álit

02.09.2014 13:35

EVELYN MÆRSK

Sl laugardagskvöld þegar danska skipið EVELYN MÆRSK var á leið frá Suez til Algeciras á Spáni fékk skipstjórinn vitneskju um fiskibát sem komin væri að sökkva. Og að um borð væru flóttamenn .EVELYN MÆRSK kom sér á uppgefin stað og byrjuðu skipsmenn björgun fólksins Björgun þess seig inn í nóttina en um kl 0300 var búið að bjarga því öllu 352 manns þar af 46 börnum. Var fólkið frá Sýrlandi og Afríkulöndum.Eftir samkomulag við Ítölsk yfirvöld var fólkið sett í land á Sikiley. Allt fór þetta vel En eitthvað hefur kokkurinn á danska skipinu að taka tiil hendinni meir en venjulega

EVELYN MÆRSK

                                                                                         © Pilot Frans

Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Lindö Danmörk sem:EVELYN MÆRSK  Fáninn var:DIS Það mældist: 170794.0 ts, 158200.0 dwt. Loa: 396.40. m, brd 56.40. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er sá sami

EVELYN MÆRSK

                                                                            © Pilot Frans


                                                                         © Pilot Frans


                                                                                                    © Pilot Frans


                                                                                          © Pilot Frans

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635243
Samtals gestir: 504767
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 02:11:37
clockhere