Færslur: 2015 Mars

06.03.2015 20:46

Með bilað lensikerfi

Jæja þá er að hrista af sér þetta helv.... slen sem hangið hefur yfir manni undanfarið.Sem ég er farinn að halda að fylgi þessari andsk..... SV átt sem hefur verið að ergja mann undan farið. Oft er maður búinn að bölva á morgnana þegar grípa á til bílsins

HERJÓLFUR

                                                                                                                                                © óli ragg

Sem oftar en ekki var þá kaffenntur. Ég er eins og stendur í "Borg Óttans" Kom hingað með hálf bilað lensikerfi sem ég vona að Þorsteini Gíslasyni lækni hafi tekist að koma í lag í morgunn með smá aðgerð. En það ætlaði ekki að ganga andskotalaust að komast frá "Caprí Norðursins" í þetta skifti.Gerðar voru 3 tilraunir áður en það tókst. Og það var svo Herjólfur sem flutti manninn með bilaða kerfið áleiðis til fg borg. Þó að Hallgrímur Hauksson skipstjóri skipsins hafi hótað öllu íllu hvað velting og tíma varðaði gekk ferðin vel. Og jafnvel breitti áliti mínu á skipinu sem sjóskipi töluvert.Ekki brugðust vinir mínir í Eyjum í gær.

HERJÓLFUR

                                                                                                                                     © óli ragg

Faðir yfirstýrimans skipsins flutti mig að skipshlið.Bar farangurinn um borð Skipaði svo syni sínu að taka hann í land á ákvörðunarstað.Ekki gerði faðirinn þetta endasleppt með "havaristan".Leitaði uppi einn af fremstu rafvirkjum Eyjarinnar sem einnig var á leið til umræddrar borgar og fól honum að taka havaristan á réttan stað í henni án nokkurar útleiðslu.Þ.e.a.s Sjúkrahótelið Sem hann og gerði.En þegar í "Lobbíið"á hótelinu kom kannaðist engin við bilaða manninn. Það var þvertekið fyrir að nokkur kannaðist við hann.Eða væri hann á nokkrum skýrslum allt fram yfir sumardaginn fyrsta
HERJÓLFUR

                                                                                                                                        © óli ragg

Það var svo lagleg hjúkrunnarkona (á óvissum aldri) sem bar kennst á gæjann.Og rétti hann af í þessum öngstrætum.Og rafvirkinn bar svo farangurinn upp á það herbergi sem hún hafði fundið laust.Það mun verið að taka upp nýtt kerfi við innskráningar.Og ástandið því lítið betra en hjá Strætó með fatlaða.Svo nú er havaristinn að taka út þynnkuna af deyfilyfjum og slíku en vonandi með lensurnar í lagi.Og næst verður það svo kannske Steini Pípari sem sér um lensigræurnar. En að öllum fíflaskap slepptum.Torfi Haraldsson,Ívar Torfason.Þórarinn Sigurðsson þakka ykkur öllum hina ómetanlegu hjálp í gær. Þið eruð sannir vinir í nauð
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 101
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3633302
Samtals gestir: 504392
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 02:40:25
clockhere