Gestabók

8.6.2020 kl. 15:14

Goðafoss og Laxfoss

Er ykkur kunnugt að það sé satt að "Goðafoss IMO 9086796" og "Laxfoss (Dettifoss) IMO 9086801" hafi verið siglt til Alang, Indlandi til niðurrifs ?

Ég stóð í þeirri trú að þessi skip væru í fínasta lagi !

Guðjón Helgason

2.10.2019 kl. 10:52

Gaman að skoða síðuna og. Tilhmingu með afmæli með afmælið í ágúst.

Örn ingimundar

13.12.2018 kl. 21:26

Mariane Danielsen

Sæll Ólafur.

Ég leyfði mér að fá lánaðar myndir af síðunn, þar sem segir; Hér er syrpa af strandi Mariane Danielsen við Grindavík í jan 1989 frá Haraldi Karlssyni.

Myndirnar hef ég sett á síðu þar sem reynt verður að safna saman myndum og fróðleik í tilefni af 30 ára björgunnar afmæli Mariane Danielsen sem verður þann 7. apríl 2019.

Takk fyrir okkur,
Guðlaugur R. Guðmundur,
Sá sem keypti skipið á strandstað og náði því út.

Guðlaugur R. Guðmundsson

4.10.2018 kl. 6:11

HERJÓLFUR GAMLI MINN.

Kveðja frá Malasýu.

Var að leita af myndum af gamla Herjólfi.
Ég vann á honum sem þerna 1966 einsömul allann rúntinn því það fékkst enga aðra stúlku til þess að vinna á móti mér.
Það var í lagi, èg var ung og lipur í þá daga.
Èg hitti manninn minn a meðan èg vann á Herjólfi og giftist og fór út til Rhódesíu fyrir rúmum 50 árum.
Èg hef síðan verið mikið í siglingum, fyrir utan smábáta þá byggðum við hjónin skútu sem hèt Kristína og sigldum frá Suður Afríku 1989 til Asíu og til baka þrisvar sinnum. Svo byggðum við okkur 55 feta Catamaran Kristína II og höfum verið í siglingum á henni , en seldum hana fyrir þrem mánuðuum. Nú erum við í Malasýu að byggja Kristínu III.
Kv. Kristín.

Kristín Bruvik Whitehead

4.10.2018 kl. 1:32

sæll óli

Kveðja úr Borgarnesi.

Dússi

Alltaf gamnn að skoða síðurnar þínar

Steinþór Grönfeldt

10.6.2018 kl. 16:22

þetta er frábært framtak

með kveðju gamall SÍS kall

Ólafur k Óskarsson

31.3.2018 kl. 13:03

Takk fyrir.

Þessi síða erí miklu uppáhaldi hjá mér. Kveðjur til þín nafni.

Ólafur Magnússon

6.2.2018 kl. 20:18

Kærar þakkir

Takk fyrir hafsjó upplýsinga. Hafandi verið bæði hjá Sambandinu og Nesskip, rifjast margt upp þegar maður kes teksta og skoðar myndir.
Hafðu þakkir fyrir.

Steinmar

5.2.2018 kl. 11:22

SKEMMTILEGAR MYNDIR

TAKK FYRIR

Jón Gunnar Valdimarsson

11.1.2018 kl. 0:30

Takk fyrir.

steinþór ómar guðmundsson

25.12.2017 kl. 21:53

Takk fyrir fróðleikinn kveðja Silli

Sigvaldi Arason

3.11.2017 kl. 10:38

Suðurland

Takk fyrir skemmtilega og fróðlega frásögn og ekki síst fyrir myndirnar, sem segja merkilega sögu.

Reynir Guðsteinsson

18.10.2017 kl. 21:26

Flott síða hjá þér

kristjáan kr

16.8.2017 kl. 21:42

Takk fyrir fróðlegar upplýsingar um elsta Þór sem strandaði hér örskammt frá eða milli Laxárvíkur og Sölvabakka.Frændi minn benti mér á síðuna þína þegar við vorum að ræða um strandið.

björg Bjarnadóttir

24.4.2017 kl. 10:55

Kveðja

Sæll, þú varst ekki að segja mér frá þessari síðu þegar við hittumst. Þetta er afar skemmtileg og fróðleg síða hjá þér Óli minn. Kveðja til þín.

Berta

16.11.2016 kl. 0:49

Velkominn aftur

Ég hlakka til að fylgjast með þér í framtíðinni.

Sverrir J Hannesson

10.3.2016 kl. 16:09

Takk fyrir fróðlegt efni

Ég var á Saltnesinu (Nesskip) árið 1990. Getur þú fundið út sögu þess?

Björn Zoëga

4.3.2016 kl. 21:55

Nice picture of Nordtramp Ólafur,
We sailed together on the ship around 1990/91 with Leif Nielsen as Master.
I was Radio Officer.

Ulrik Holm Nielsen

3.1.2016 kl. 14:32

Kærar þakkir fyrir efnismiklar færslur.

Þú komst mér á sporið í leit að upplýsingum um fyrsta Dísarfell Skipadeildar Sambands Íslenskra Samvinnufélaga og þar fyrir utan finnst mér færslurnar þínar afburða vel unnar og fróðlegar.

Jóna Björg Hjartar

18.12.2015 kl. 23:16

Þakkir fyrir frábærar myndir í allan vetur og ekki hætta þessu gleðileg jól.

Gunnar Páll

18.12.2015 kl. 23:14

Gunnar Páll

31.8.2015 kl. 13:20

Verðugt viðfangsefni

Sæll.
Gaman að skoða þessar gömlu myndir sem teknar voru af gamla Tungufossi og ekki síður þær sem voru teknar þar um borð. Sigldi með honum sjálfur aðeins í sumarleyfum á menntaskólaárum mínum 1971-10973. Faðir minn, Sveinn B. Hálfdanarson, var yfirvélstjóri þar um skeið en vann með Viggó Maack í skipaeftirlitinu eftir að hann kom i land. Þetta var nú lítið skip miðað við þau sem tíðkast í dag og áhöfnin þá 25 en aðeins 11-12 í dag.

Hjalti Jón Sveinsson

29.8.2015 kl. 1:20

Afmæliskveðja

Til hamingju með 77 ára afmælið og hafðu það sem allra best í framtíðinni og bestu þakkir fyrir þann mikla fróðleik sem þú hefur fært mér.
Þinn vinur Sverrir Hannesson.

Sverrir J Hannesson

9.6.2015 kl. 19:27

Vertíðarlok

Hef haft ánægju að fylgjast með þinni vefsíðu og pistlum. Þetta hefur verið ómetanlegur fróðleikur sem þú hefur lagt mikla vinnu í. Hafðu þökk fyrir

Kristjan Ólafsson

27.5.2015 kl. 22:40

Áfram með smjörið.Óli Ragg.

Kæri frændi ég vona svo sannarlega að þú haldir áfram með síðuna því mér finnst ómetanlegt að skoða og sjá hvað þú hefur á boðstólnum. Það er kanski spurning um að kvitta fyrir opnunina, svo þú sjáir hve margir skoða síðuna. Þeir eru fleyri en þig grunar. Bless í bili Óli minn.
Þinn frændi Jóhannes Gylfi.
( síminn er 8475590)

Jóhannes Gylfi Jóhannsson

8.5.2015 kl. 16:34

WW 2 Casualites

http://en.wikipedia.org/wiki/World_War_II_casualties

Sendi linkinn hér.
KV Eddi

Edvard Bjornsson

5.4.2015 kl. 14:16

Reykjaborg RE64

My grandfather - Daniel Kristjan Oddsson was the radio officer on RE64. I need to know the location of the wreck so that I can lay a wreath at his grave

Daniel Reid

25.2.2015 kl. 23:54

Karl faðir minn var Elli Bátsmaður á Herððurbreið,Heklu.Öskju og fleirri skipum skipaútgerðar ríkssins.Var sjálfur í fraktini.Síðan þín er frábær

Kristvin

19.12.2014 kl. 15:36

JÓLAKVEÐJA

Við óskum þér gleðilegra jóla og áframhaldandi fróðleik hér á þessari mögnuðu síðu á nýju ári. Hafðu það ávallt sem best !
Áhöfn Helgafells

Helgafell

29.8.2014 kl. 9:43

Til hamingju með daginn ÓLI

Þú berð aldurinn vel.

Sverrir J Hannesson

4.7.2014 kl. 13:34

Þakka innlitin

Sælir allir og ég þakka innlitin og góð orð mér til handa og upplýsingarnar Pálmi Já Geir "det var í de gamle gode dage" Verið allir ávallt kært kvaddir

Óli R

11.6.2014 kl. 15:43

Jarlinn, Flateyri

Jarlinn hét JARLINN, eins og sést á myndinni og hann var skráður á Flateyri.
Bestu þakkir fyrir ódrepandi elju við að halda svona hlutum til haga.

Pálmi Hlöðversson

4.4.2014 kl. 20:18

GAMLAR MINNINGAR

Sigldum saman á Svaninum fyrir löngu síðan.

Geir Lúðvíksson

4.4.2014 kl. 9:56

Flott síða hjá þér , gaman að skoða öll þessi skip

Þórir

8.3.2014 kl. 5:58

Rgopoker.com Bandar Judi Poker Situs Poker Online Terpercaya

Hai

Bandar Judi Poker

http://masalahbisnis.blogspot.com/2014/01/rgopoker-com.html

3.2.2014 kl. 23:40

Kannast einhver við þetta skip

Kannast einhver við þetta skip sem þarma er í fjöru á Patreksfirði ca. fyrir 1936.
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=10202439328281229&set=oa.10152290085105774&type=1&theater

Ívar Arason

23.12.2013 kl. 14:36

Jólakveðja

Óli! Ég sendi þér og þinni fjölskyldu allra bestu jóla og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Hafið það sem allra best í framtíðinni.
Sverrir.

Sverrir J Hannesson

10.8.2013 kl. 20:20

Nice site. Enjoing looking at old ship

Per Inge Drågen

www.pidragen.com

27.7.2013 kl. 19:53

0

I am inside and see your fine images, but should just find out what system there is in the pictures where does for example the pictures into you tapper from my page
Please Benny

Benny Dahl

0

16.5.2013 kl. 8:17

great for share

wvqw

http://www.summercheapdeals.com/

16.5.2013 kl. 8:16

we

http://www.summercheapdeals.com/

rwq

qv

16.4.2013 kl. 13:42

Misminni

Sæll Gunnar og ég þakka innlitið hér. Ég bið forláts á hve seint ég svara Ég lít orðið svo sjaldan á Gestabúkina.Við Atli Helga vorum saman nokkra mánuði á Íris Borg eiginlega í enda hans sjómennskuferils.. Ég taldi mig muna að hann hafi talað um Canadasiglingar. En það er eitthvað misminni. Ég breyti þessu á síðunni En ég þakka ábendinguna. Sértu ávallt kært kvaddur

Óli R

14.4.2013 kl. 14:28

M/S ASKJA

Sæll Óli, alltaf gaman að fara á heimasíðuna þína. Ég réðst á M/S Öskju í des. 1960 og var til 1968. Ég minnist þess ekki að skipið hafi verið í föstum ferðum til Canada, en skipið var í ferðum til Cuba og Jamacia. Síðan var skipið í siglingum með saltfisk til Miðjarðarhafs landa og í ýmsum leiguvekefnum þar til Eimskip tók skipið á leigu 1966.

Gunnar G. Baldursson

Enginn

14.4.2013 kl. 14:08

M/S ASKJA

Gunnar G. Baldursson

Enginn

29.1.2013 kl. 20:58

Tak Bech

Hej Bech Takk for tipset Jeg retter dette til
MVH

Óli R

fragtskip.123.is

29.1.2013 kl. 15:36

"Nanok S" ble levert som # 100 fra A/S Svendborg Skipsverf i mars 1962, ikke i 1982.
Dette til orientering fra en som var med å bygget den !

Alfred Bech

abech@neasonline.no

2.12.2012 kl. 19:31

Takk fyrir

Skemmtileg og fróðleg heimasíða

Haukur Óskarsson

6.6.2012 kl. 18:39

Compliments for your website!

Hi Ólafur,

My compliments for your website. I can only understand your text with help from Google Translate, but I'm enjoying your photos! Keep up the good work! :)

Kind regards,
Mark

Mark

www.markprummel.nl

20.2.2012 kl. 0:46

Godafoss

Hello.
Are the anyone who have a picture of the m/v Godafoss.
Build at Aalborg Vaerft in the 60íes. I can remember this fine vessel, but I dont have a pic of it. Would be happy to get one.
Brgds
Torben

Torben Just

http://www.maritimeparts.com

23.1.2012 kl. 5:28

Gott nýtt ár, og takk fyri tad farna.
Vónandi fáa vit nógvar gódar myndir í 2012.
Alt væl Óli!

Finn Bjørn Guttesen

6.11.2011 kl. 11:21

Rakst á þessa síður gaman að skoða myndirnar. Ég á örugglega eftir að heimsækja þessa síðu aftur og skoða betur.

Sigurður Ólafsson

30.12.2010 kl. 22:54

Brúarfoss og Laxfoss

Flott síða Óli. Spurningin hvort þú getir og viljir senda mér þessar myndir af BRU og LAX roro bátunum á netfangið mitt. Ég sigldi sem 1, og 2. vélstjóri á BRU og sem yfirvélstjóri á LAX eftir að hann var kominn í leigu og hét LYRA. Bestu áramótakveðjur, Friðrik R.

Friðrik Ragnar Eggertsson

Engin

1.12.2010 kl. 12:05

Þetta er magnað hjá þér Óli

þetta vekur upp barnsminninga mínar að skoða þessi gömlu skip, sem mörg hver komu heim á Djúpavog, þó sér í lagi Sambandsskipin, þakk fyrir mig, kveðja Þór Jónsson Djúpavogi.

þór Jónsson

thorjo.123.is

30.11.2010 kl. 23:08

Mitt reglulega innlit,takk fyrir góða síðu.

Orri

2.11.2010 kl. 0:14

Sæll Ólafur og takk fyrir skemmtilega síðu.Veit ekki hvort þú ert búinn að sjá hjá vini þínum Bill Anderson, en á síðunni hjá honum á dálk fyrir S skip er að finna Catamaran-ferju sem heitir Snaefell. Ef þú hefur ekki séð þetta endilega skoðaðu hana. Nokkuð merkilegt nafn á svona skipi sem siglir milli Liverpool og Írlands

Steinn Ó Seinsson

2.11.2010 kl. 0:09

Steinn Ó Sveinsson

9.4.2010 kl. 18:26

Ég þakka fyrir myndir af föður mínum. Kær kveðja. Sverrir

Sverrir Hannesson

6.4.2010 kl. 9:53

Þú ert með skemmtilega síðu flottar fréttagreinar,það er vonandi í lagi að ég setji link hjá mér .Mk Gunnar Jóh .

Gunnar Jóhannsson

http://klaki.123.is/

5.4.2010 kl. 13:12

Flott síða.

Mjög skemmtileg og fræðandi síða hjá þér.

Eyjólfur Bjarnason

19.3.2010 kl. 22:36

Flott síða

Elsku pabbi flott síða hjá þér.Hvenær kemur ævisagan Kveðja Ragga og stelpurnar

Ragnhildur Ólafsdóttir

3.2.2010 kl. 17:36

Þakkir

Þökk fyrir skipin,og gamlar minningar,frá því að siglingar voru með stoppum í höfnum.

Sigurbjörn Guðmundsson

nil

19.1.2010 kl. 14:21

'askorun um að halda áfram

Hér með skora ég á þig Óli að halda áfram að halda þessari síðu úti og efla fróðleik okkar

Ómar Karlsson

10.1.2010 kl. 18:11

Sæll Birgi og gleðilegt ár.Þakka innlitið "Long time no see"það er óhætt að segja.Það hefði verið gaman að sjá þetta"riss"sem þú talar um.Ég eyddi 1 áramótum þarna um borð á Akureyri.Maður á skemmtilegar minningar frá þessu góða skipi.Bið að heilsa frúnni og sértu sjálfur ávallt kært kvaddur

Óli R

8.1.2010 kl. 22:25

Hofsjökull II

Sæll Óli, langt síðan við höfum sést.
Gaman að fletta síðunni þinni, hún er góð.
Ég er sammála þér með Hofsjökul II, þetta er eitt besta skip, sem ég hef siglt á
og fallegar voru línurnar í honum.
Ég lenti einu sinni í því að vera þar um borð um jólin í höfn á Akureyri og þá
dundaði ég við það að teikna á hann stærri yfirbyggingu með því að lengja hana aftur að skorsteini. Við það varð hann miklu fallegri. Einnig setti ég á hann tvo
krana. Þá stóð nefnilega til að fara með hann í dokk í Finnlandi og skipta um
aðalvél. Af því varð þó ekki því miður. Eg er búinn að týna þessu rissi mínu
en ég er viss um að þér hefði líkað það.
Svandís biður að heilsa þér.
Kveðja.

Birgir

Birgir Vigfússon

birgir_vigfusson@yahoo.com

4.1.2010 kl. 22:17

x

Vælkomin inn í nýggja árið. Vónandi fáa vit mangar hugnaligar løtur !

Finn Bjørn Guttesen

28.12.2009 kl. 17:55

Þakkir

Sælir félagar.Ég þakka kærlega fyrir jólakveðjurnar og hlýtt viðmót mér til handa,Guðjón ég þakka ábendinguna. Er að finna út um birtingarétt.Verið ávallt kært kvaddir

Óli R

28.12.2009 kl. 12:17

Hansa Trade

Sæll ólafur
kíktu á þennan link hérna http://www.wellandcanal.ca/salties/f/federgulf/gulf.htm

Guðjón Ólafsson

www.123.is/gudjono

24.12.2009 kl. 16:25

Gleðileg Jól

Sæll Ólafur Gleðileg Jól takk fyrir góða síðu.

Sævar

123.is/eldey

23.12.2009 kl. 14:00

Gleðileg Jól

Óska þér gleðilegra jóla og hafðu þökk fyrir allann fróðleikinn á árinu sem er að líða

Ómar Karlsson

9.12.2009 kl. 22:53

Takk fyrir skemtilega síðu

Blessaður
Mátti til með að senda þér mynd af gömlum félaga í tölvupóst vona að þér líki

Jón A Jónsson

9.12.2009 kl. 17:51

Þakka fyrir mig

Sælir allir góðir gestir.Gamlir skólabræður skipsfélagar,frændur og aðrir.Ég þakka ykkur "innlitið"og vinalegt viðmót í minn garð.Séuð þið ávallt kært kvaddir.

Ólafur Ragnarsson

8.12.2009 kl. 14:24

Takk fyrir frábæra síðu

Þakka þér fyrir frábæra síðu Óli gaman að sjá gömlu skipin sem maður var á

Ómar Örn Karlsson

7.12.2009 kl. 20:05

Flott síða.

Sæll kæri frændi, var farinn að undrast hvað hefði orðið um bloggið hjá þér, nú er skíringin fengin. Ég er mjög ánægður með þessa nýju síðu hjá þér. Bestu kveðjur. Jóhannes Gylfi.

Jóhannes Gylfi Jóhannsson

7.12.2009 kl. 14:53

Takk fyrir mig gamli skipsfélagi.

Sæll Óli og takk fyrir góða síðu, sem ég hef verið lesandi að lengi og er löngu tímabært að þakka fyrir sig.
Kær kveðja Snæbjörn

Snæbjörn Þór Ingvarsson

28.11.2009 kl. 16:35

Gaman að þessu

Sæll vertu.
Gaman að sjá síðu sem fjallar um fragtaranna. Var sjálfur á frögturum í um 10 ár. En er kominn aftur á fiskiskip.

Baldur

http://krossey.123.is

2.11.2009 kl. 22:39

Hvítanes

Í dag birti ég mynd af Hvítanesi sem kom til Keflavíkur 1964 og varð síðan Vatnajökull og Laxfoss, auk þess sem ég sagði sögu þess skips. En af einhverjum ástæðum var ekki misst á þetta skip í bókafloknum Íslensk skip.

Emil Páll

emilpall.123.is

28.10.2009 kl. 13:23

Hef opnað nýja síðu

sæll, gaman að skoða farskipasíðu, því það eru of fáir sem fjalla um þau skip. Ég hef nú opnað nýja síðu og mun stundum taka farskipin líka fyrir. Síðan mín er emilpall.123.is

Kær kveðja

Emil Páll

emilpall.123.is

27.10.2009 kl. 20:29

Takk fyrir góða síðu.

Orri

25.10.2009 kl. 11:36

Rétt er það Ólafur

Það er rétt ég er sonur Harðar Sigmundssonar

Sigmar Örn Harðarson

24.10.2009 kl. 16:58

Þakka fyrir mig

Sælir félagar.Og ég þakka innlitið. Það er mikilsvirði að svona þungaviktarmenn skoði þetta hjá mér. Og gagnrýni það er sem er gagnrýnivert. Á því lærir maður. Ég er eins og lítið barn sem rétt er að byrja að læra að ganga. Og hreinlega bið menn að hjálpa mér með að gera þetta að svona spjallsíðu um fragtara og seinna kannske síðutogara.Sigmar Örn Þú kallar mig frænda. Kemur sá frændskapur frá Dísu í Dal og Herði Ólafs. En hvað um það verið allir kært kvaddir

Ólafur Ragnarsson

solir.blog.is

24.10.2009 kl. 16:36

Hamiinguóskir með siðuna

mjög góð viðbórt við hinar

Þorgeir Baldursson

www.123.is/thorgeirbald

21.10.2009 kl. 20:44

Til hamingju með þessa fínu síðu. Gaman að sjá fragtarana líka.

Bestu kveðjur.
Ingólfur Þorleifsson
Suðureyri.

Ingólfur Þ

123.is/golli

21.10.2009 kl. 10:25

Flott síða Frændi

Sæll Frændi, þetta er flott síða.

Sigmar Örn Harðarson

20.10.2009 kl. 8:13

Til hamingju með síðuna. Gaman af þessiri síðu, skemtilegar myndir

kv raggip

Raggi P

123.is/raggip

18.10.2009 kl. 19:30

Stórfín Síða hjá þér kv Brynjar

Brynjar Arnarsson

http://123.is/binni

17.10.2009 kl. 1:19

Til hamingju með síðuna , það verður gaman að skoða þessa síðu þegar þú kemst í gang aftur

Tói Vídó

http://toivido.123.is

14.10.2009 kl. 2:05

Þég kakka innlitið

Eg bíð ykkur félagana hjartanlega velkomna. Vonandi gerum við þessa síðu svo vel úr garði að menn hafi gaman af að skoða og koma með comment og tillögur.Ég lennti i smáslysi i fyrrinott Hrasaði á baðinu og rak hægri öxlina ililega í Svo nú er músar og sjálskiftingarhöndin úr lagi gengin. En ég kem aftur inn þegar þetta lagast. Séuð þið ávallt kætt kvaddir

Ólafur Ragnarsson

solir.blog.is

13.10.2009 kl. 11:37

Þetta stefnir í góða og áhugaverða síðu

Sæll Óli minn
Mér finnst byrjunin lofa góðu með síðuna hjá þér og þess að vænta að margt eigi eftir að koma hér inn sem vekur áhuga, sá brunnur sem þú ert varðandi skip og siglingar. Spurning hvort þú átt að vera að einskorða þig við flutningaskip. Góð kveðja Heiðar Kristinsson

Heiðar Kristinsson

12.10.2009 kl. 19:49

Flott síða

Sæll Ólafur.
Gaman að þessari síðu hjá þér ég kem við á hverjum degi.

Markús

www.123.is/krusi

9.10.2009 kl. 18:54

Sæll Óli minn ég sendi svolítið af fragtara myndum á þig sem þú mátt nota eins og þú vilt.Kært kvaddur Tryggvi.

Tryggvi

6.10.2009 kl. 22:51

Sæll vinur og ég þakka innlitið. Þú gaukar kannske fleirum myndum að kallinum ef þú átt einhverjarfragtskipamyndir eftir. Það eiga myndir frá þér eftir að birtast, Það eru smá byrjendaörðuleikar í gangi eins og er, En þetta kemur vonandi Skari verður bara að fara að taka Tryggva í land svo að þetta fari að ganga Sértu ávallt kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson

solir.blog.is / fragtskip.123.is

6.10.2009 kl. 7:22

Til hamingju Óli

Það er alltaf gaman að svona upprifjunum í myndum

Ástþór Óskarsson

3.10.2009 kl. 11:19

Til hamingju gamli

Það verður fróðlegt að lesa allan þann fróðleik sem þú býrð yfir um skipin og togarana líka en þar ertu á heimavelli enda búinn að dansa við Ægi konung í ófá árin.

p.s.Það er verst að þurfa að sjá á eftir Yfirstýrimanninum fara í annað pláss.

Kært kvaddur Tryggvi

Tryggvi Sigurðsson

batarogskip.123.is

3.10.2009 kl. 10:43

Sæll Ólafur. Ég hef lengi verið lesandi af moggablogginu þínu og haft gaman af. Sérstaklega hef ég þó verið að sækjast eftir umfjöllun þinni um gömul og nýrri skip sem siglt hafa til og frá íslandi, sem og aðrar sjóferðasögur. Ég sé að hérna mun væntanlega í framtíðinni verða fjallað um slík mál. Ég óska þér til hamingju með síðunna.

Guðmundur St.

http://skipperinn.blogcentral.is/

2.10.2009 kl. 23:44

Sæll Sævar og ég þakka innlitið. Vinur minn Tryggvi Sig er að koma fótunum undir þetta hjá mér. Kært kvaddur

Ólafur Ragnarsson

solir.blog.is

2.10.2009 kl. 21:29

Sæll Ólafur og til hamingju með síðuna set þig inn hjá mér.

Sævar

123.is/eldey

28.9.2009 kl. 20:35

Takk fyrir

Sæll Hafþór
Og ég þakka innlitið. Þú varst aldeilis snöggur að finna þetta. Maður er nú alger byrjandi í þessu og klaufaskapurinn kannske í hámarki. En þetta kannske síast inn í mann .Kært kvaddur, Óli R

Ólafur Ragnarsson

solir.blog.is

28.9.2009 kl. 20:18

Til hamingju með síðuna Ólafur. Gaman að sjá þessar myndir.

Hafþór Hreiðarsson

www.123.is/skipamyndir

Flettingar í dag: 1099
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 0
Gestir í gær: 0
Samtals flettingar: 191192
Samtals gestir: 8194
Tölur uppfærðar: 14.3.2025 13:50:50
clockhere