18.10.2009 14:40
Arnarfell I
Skipið var byggt fyrir SÍS (í sumum gögnum er Ríkissjóður Íslands skráður sem eigandi allavega við byggingu. Gaman að fá að vita ef einhver vissi ástæðuna fyrir því,) 1949 í Sölvesborg Varv Sölvesborg Svíþjóð.Það var 1381 ts 2300 dwt. Loa:88.8 m. brd 12,4 m.. SÍS selur skipið 1973 og fær það þá nafnið:Alexia. Skráður kaupandi A.d´Adda & son.1979 er skipið selt og fær nafnið Elafric. Skráður kaupandi Elafric Sg.& Tdg Co.. Skipið var rifið í des. 1983 Mér hefur alltaf þótt Arnarfell I fallegra skip en Helgafell I þótt það hafi verið nýrra og byggt eftir svipaðri teikningu, Fanst hvalbakurinn óprýða Helgafellið. Hvort það skip var svo meira sjóskip vegna þes veit ég ekki,