Færslur: 2011 Mars

31.03.2011 18:22

Spiro F

Bjarni Þór vakti athygli mína á mynd á netinu og taldi skipið vera Kyndil II En skipið á myndinni var Spiro F Þetta var rétt hjá Bjarna. Rafbréfavinur minn Gerolf Drebes átti svo myndir af Spiro F sem mun nú vera "bunkerbátur" í Valetta á Möltu Skipið fékk umfjöllun hér í fyrra


Hér sem Gerda Brödsgaard sem var fyrsta nafnið© Photoship


Hér sem "bunkerbáturinn" Spiro F


©Gerolf Drebes©Gerolf Drebes©Gerolf Drebes

Lokað fyrir álit

31.03.2011 18:15

Núdags Brúarfoss

Brúarfoss V ? var hér í dag í sinni hálfsmánaðar viðkomu. Þar sem ég þurfti í snyrtingu, sennilega í því eina sem eitthvað  væri hægt að snyrta til að fegra . Þ.e.a.s. fótsnyrtinu. Þessvegna fór minn góði vinur og mennigarfélagi Tryggvi Sig. út á garð og "skaut" á Brúsa á útsiglingunni. Og hér er árangurinn


© Tryggvi Sigurðsson© Tryggvi Sigurðsson© Tryggvi Sigurðsson


Lokað fyrir álit

30.03.2011 20:01

Vestmannaeyjahöfn í dag

 Þessi tvö skip voru hér í dag. Hvað þessi, Hafsand er að gera veit ég ekki. Sennilega á hann að lesta mjöl þegar styttir upp En varla þarna í höfninni. Bæði skipin hafa fengið ummfjöllun hér á síðunni

Og Besiktas Halland kom með svartolíu

Lokað fyrir álit

29.03.2011 12:49

Vatnajökull I

Mikill velunnari síðunnar og góður vinur Guðlaugur Gíslason fv stm sendi mér þessa sögulegu mynd af Vatnajökli og skipshöfn hans 1954. Hér má sjá nokkuð mörg andlit sem áttu eftir að setja svip sinn á hina nú svo til útdauða farmannastétt. Ég læt "skrifelsi" Guðlaugs með myndinni halda sér. Ég þakka þeim félögum Guðlaugi og Hjörvari lánið á myndinni
 SÖGULEG MYND

Myndin er tekin í Genova á Ítalíu 17. júní 1954.

Frummyndina á Bjarni Bjarnason bryti og er af hluta af áhöfninni  á m.s. Vatnajökli  TFDB. Tildrögin að því að þessi mynd var tekin, voru þau að m.s. Vatnajökull var á heimleið frá Haifa í Ísrael og kom við í Genova. Þar voru lestaðir bílar ofl. Meðan skipið var í þar bar einn daginn uppá 17. júní og jafnframt var á þessum degi einhverskonar trúarhátíð á Ítalíu svo ekki var unnið við skipið. Ræðismaður Íslands á Ítalíu var þá Hálfdán Bjarnason, sem í tilefni af þjóðhátíðardeginum bauð áhöfninni til veislu á heimili sínu og var myndin þá tekin.

Myndin: 

Fremsta röð (sitjandi) f.v:

Haraldur Þórðarson bátsmaður, Ámundi Ólafsson messadrengur, Páll Torp háseti, Hjörvar Sævaldsson messadrengur og Einar Friðfinnsson matsveinn.

2. röð f.v:

Bjarni Bjarnason bryti, Höskuldur Þórðarson 2. vélstjóri, Rögnvaldur Bergsveinsson háseti, Jón Þorvaldsson 1. stýrimaður, Gunnar Helgason smyrjari, Haukur Guðmundsson háseti, Gísli Ólafsson loftskeytamaður, Óli Kr. Jóhannsson háseti, Jóhannes Ingólfsson háseti, Sigurlaugur Sigurðsson 1. vélstjóri, Marteinn Kristjánsson 3. vélstjóri og Júlíus Kemp 2. stýrimaður. Fyrir miðri myndinni er hjónin Friðrik V. Ólafsson (heldur á hatti) skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík og kona hans Lára Sigurðardóttir en þau voru farþegar þessa ferð í boði H.F. Jökla.

Á myndina vanta:

 Kristján Hermannsson háseta, Sæmund (??) son smyrjara og Valtý Eyjólfsson smyrjara.

Myndina tók Bogi Ólafsson skipstjóri og er hann því ekki á myndinni.

Frá Genova fór skipið til Barcelona og þaðan til lítils bæjar á Spáni sem heitir Palemos (?) og lestaður þar korkur. Þegar skipið var í Barcelona bauð skipstjórinn Bogi Ólafsson allri áhöfninni að undanskildum tveimur vaktmönnum á nautaat sem þann daginn var haldið þar í borginni. Áhrifin sem nautaatið hafði á "Íslendinginn" var á ýmsa vegu og féllu sumir í öngvit. Síðan var haldið heimleiðis með viðkomu í Ceuta og tekin þar olía og vistir. Þaðan var siglt um Njörvarsund og heim til Íslands.

Heimildamaður að framanskráðu er Hjörvar Sævaldsson "messadrengur".

Skráð af Guðlaugi Gíslasyni.

Skipið sjálft


Vatnajökull var Smíðaður fyrir Sölumiðstöð Hraðfrystihúsa í Lidingöverken,Lindingö Svíþjóð1947 Mældist :924 ts Loa:61,50 m brd 9,70 m Skipið selt til Grikklands 1964 og fær nafnið Evancelistria V Það varð fyrir stýrisbilun og rak á land við Sardínu 19-01-1981 Og grotnaði svo niður í höfninni í Gagliari 
                     @Rick Cox


Ekki falleg sjón


@yvon
                                                                                                                                       @yvon
Lokað fyrir álit

28.03.2011 12:28

Mariane Danielsen - strandið

Hér er syrpa af strandi Mariane Danielsen við Grindavík í jan 1989 frá Haraldi Karlssyni


Lokað fyrir álit

23.03.2011 18:00

Mariane Danielsen

Ég stal þessari mynd af síðu míns góða vinar Tryggva Sig. En hún er tekin í Vestmannaeyjahöfn fyrr á árum  Ég sé ekki betur en flutningaskipið sé sömu gerðar og Mariane Danielsen sem strandaði við Grindavík í Jan 1989


©Tryggvi SigMariane Danielsen var byggð hjá Smit.E:J SY í Westerbroek Hollandi fyrir danska aðila Það mældist 1140.0 ts 2585.0 dwt. Loa: 79.20, m  brd: 13.10. m Skipið strandaði sem fyrr sagði við Grindavík í jan 1989, En náðist aftur út. Ég kann þá sögu ekki. En mig ninnir að Finnbogi Keld hafi komið að því náli, Upp úr því fékk skipið  nafnið Sun Trader. 1990,  Maylin. 2009, Lupus Nafn sem það ber í dag undir  fána Panama. en eigendur virðast vera Kúbumenn

             ©Capt Ted                         ©Capt Ted

Lokað fyrir álit

22.03.2011 22:37

JUMBO CHALLENGER

Ég man ekki hvort ég hef sýnt þennan áður ( en held það nú samt) en það verður að hafa það ég nenni ekki að gá að því; Og dallurinn jafnljótur fyrir því Jumbo Challenger Byggt sem ro ro skip hjá Ysselwerf í Capelle Hollandi 1983 Skipið mældist 5791.0 ts  6100.0 dwt Loa: 109.90. m brd: 19.20.m 1986  er skipinu breytt í " heavy load carrier" og mældist nú  6555.0 ts  og 5928.0. dwt


©  Hannes van Rijn©  Hannes van Rijn


©J. Viana


©J. Viana

Lokað fyrir álit

22.03.2011 21:48

Hunteborg

Ég fór aðeins inn á heimasíðuna hjá Gunnari S Steingríms eða Sauðarkrókshöfn og sá þar að þessi hafði heimsótt hann nýlega. Hunteborg  Skipið var smíðað hjá Niestern Sander Shipsyard í Delfzijl Hollandi fyrir hollenska (og sænska?) aðila 2006 Það mældist 5206.0 ts 6100.0 dwt Loa: 113.80 m  brd: 14.40. m Hollenskur fáni


Hér í smíðum 2006


©Frits Olinga

Hér á siglingu


©Frits Olinga©Frits Olinga
Lokað fyrir álit

22.03.2011 18:39

Brautryðendur

Samskip er orðinn "brautryðandi" í nýjum skipum hér á landi: Hér er úrdráttur úr nýlegu fréttabréfi Samskip: "bætast tvö ný skip í flota Samskipa. Skipin eru nýsmíði frá Rúmeníu og er flutningsgeta skipanna um 800 gámaeiningar (TEU). Skipin hafa fengið nöfnin "Samskip Innovator" og "Samskip Endeavour" og verða í siglingum á markaðssvæði félagsins í Evrópu, annarsvegar á milli Hollands og Írlands og hinsvegar milli Hollands og Englands. Í stað nýju skipanna verður tveimur leiguskipum skilað. Samskip eru eignaraðili að skipunum og er stefnt að því að skipin verði alfarið í eigu Samskipa innan fárra ára.  Nýju skipin eru sérhönnuð fyrir 45´ gáma og henta starfsemi Samskip MCL mjög vel, en Samskip MCL hafa verið með sambærileg skip í rekstri undanfarin sex ár með afar góðri reynslu." Svo mörg voru þau orð
 bætast tvö ný skip í flota Samskipa. Skipin eru nýsmíði frá Rúmeníu og er flutningsgeta skipanna um 800 gámaeiningar (TEU).

Samskip Innovator Ég sýndi systurskipið í gær©  Hannes van Rijn


Einnig eru Samskip með þetta skip Tongan á sínum vegum En skipið var um tíma í vetur á vegum Eimskip og fékk þá umfjöllun hér á síðunni


©  Hannes van Rijn©  Hannes van Rijn©  Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

22.03.2011 18:31

Dettifoss II

Gunnar S Steingrímsson  yfirhafnarvörður á Sauðárkrók sendi mér þessar skemmtilegu myndir Þær skíra sig að mestu sjálfar Ég þakka Gunnari kærlega fyrir sendingunaVestmannaeyingar ættu að kannast við  "gæjan" lengst t.h í fremmri röð

Þetta er sennilega málverkið sem Gunnar talar um í ath, hér fyrr á síðunni

Málverk af skipinu


Svo ljósmynd af skipinu úr safni Tryggva Sig

Lokað fyrir álit

21.03.2011 22:56

Hálfur íslendingur ????

Ef hann hefur verið að "leita" að flutningi hefur sú leit lítinn árangur borið. En þetta skip hlýtur að vera að einhverju leiti á vegum íslendinga Samskip Endeavour.Hann er svo nýr af nálinni að ég finn ekkert má segja um hann. Þ.e.a.s hvar hann er smíðaður, En Skráður eigandi er SAMSKIP INNOVATOR BV Og hann er 7987.0 ts og 9350.0 dwt En nafnið er að hálfu leiti íslenskt


©  Hannes van Rijn

©  Hannes van Rijn

©  Hannes van Rijn


Og þetta hélt ég að væri algerlega bannað í Rotterdam Að það kæmi púst upp úr skorsteini. Allavega ekki þegar maður væri fyrir innan Hook van Holland eins og mér virðist þessi vera. En hann er á útleið svo hann sleppur kannske


©  Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

21.03.2011 19:17

Orastar

Orastar var hér í dag að lesta lýsi. Þetta er dálítið merkilegt skip, Það er byggt sem venjulegt flutningaskip 1992. Skipið var systurskip Hauks (Sava River). Byggt hjá Sava Shipsyard Macvanska Mitrovica í Serbíu. Það mældist 2026.0 ts 3080.0 dwt, Loa: 74.70 m 12.70. m  Flaggið Panama Árið 2000 er skipinu breitt í tankskip (double-hulled chemical tanker) og mældist þá 2160 ts. 2003 fær skipið nafnið Orastar nafn sem það ber í dag undir NIS flaggi


© oliragg© oliragg
© oliragg
© oliraggHér er Haukur


© Jón Snæbjörnsson

© Ingólfur Þorleifsson 

Lokað fyrir álit

21.03.2011 12:33

Syrpa frá Japan

Hér eru myndir frá ósköpunum í Japan um daginn


©gCaptain©gCaptain
©gCaptain
©gCaptain


©gCaptain

Lokað fyrir álit

20.03.2011 17:24

Syrpa fra Ric CookVatnajökull II
EldvíkLangáDettifoss IIIBakkafos IIHvalsnes IIGrundarfossSvanur IBæjarfossEsja IV

Lokað fyrir álit

13.03.2011 19:00

Áður íslenskir en

Þessi laglegu skip flögguðu íslenskum fána. En eru ekki lengur ofansjávar

Ljósafoss Byggður 1961 En sökk á 06°51´N  079°.48´ A 01- 07- 1994 á leið til Alang til niðurrifs

 
     @Jan Harteveld     @Jan HarteveldMælifell var byggt 1964 Skipið fórst á leiðinni Bilbao (fór þaðan 11-02-1990) til Sheerness


© Graham Moore.
©yvon PerchocLokað fyrir álit
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221669
Samtals gestir: 579387
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:32:54
clockhere