Færslur: 2010 September

25.09.2010 15:51

Talisman

Skipið er smíðað sem tankskip hjá Brodosplit í Split Króatíu 1993 sem COMOR.Líberíuflagg. Það mældist: 77931,0 ts 149999,0 dwt. Loa: 269.00 m brd: 44.50.m 1999 fær skipið nafnið FRONT COMOR 2008 er skipinu breitt í "semi-submersible heavy load carrier" Það var stytt í loa:  216.00.m og mældist 42515.0 ts  53000.0  dwt   

@Hannes van Rijn
@Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

23.09.2010 17:33

Jumbo Javelin

Skipið sem um ræðir heitir Jumbo Javelin og er "Heavy load carrier" Byggt hjá Damen Galati SY í Galati Rúmeniu 2004 fyrir hollenska aðila Það mældist 15022.0 ts 12870.0 dwt. Loa: 143.10.m brd: 26.60. m
Skipið siglir undir hollenskum fána

@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn
@Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

23.09.2010 17:18

Ótitlað

Einhver andsk..... kengur var í þessu svo ég byrja uppá nýtt,
Smá getraun Þetta er eitt skip og myndin ekki "Photoshoppuð" Hverskonar skip er þetta ? Menn gátu rétt upp á þessu. Að neðan eru myndir frá þýska sjóhernum af alveg eins skipi. Maður þorir varla að segja það (vegna feministana) en það er hægt að "glenna"skipið 65°út og fanga svo gomsið eða þannig.

Lokað fyrir álit

21.09.2010 19:56

Kengur

Einhver tæknilegur kengur er í þessu og ég hef ekki getað gert það sem ég vildi. En vonandi lagast þetta
Lokað fyrir álit

21.09.2010 18:08

Hverskonar skip

 Hverskonar skip er þetta??


Lokað fyrir álit

20.09.2010 18:14

Sérkennilega skip

Smá getraun Þetta er eitt skip og myndin ekki "Photoshoppuð" Hverskonar skip er þetta ? Menn gátu rétt upp á þessu. Að neðan eru myndir frá þýska sjóhernum af alveg eins skipi. Maður þorir varla að segja það (vegna feministana) en það er hægt að "glenna"skipið 65°út og fanga svo gomsið eða þannig.

 


Lokað fyrir álit

20.09.2010 17:44

El Bravo

Ég fékk betri myndir af El Bravo svo ég birti umsögn um skipið aftur.
Hér er nýjasta skipið í íslenska ? leiguskipaflotanum El Bravo. Leiguskip Samskip. Skipið byggt hjá Jinling Shipyard.Nanjing Kína 2006 sem Magnus F Það mældist 9931,0 ts. 13760.0 dwt Loa: 147.90.m brd: 23.60.m Skipið hefur gengið undir eftirfarandi nöfnum:2006 TS MOJI - 2007 EL BRAVO nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda


@Hannes van Rijn

@Hannes van Rijn


El Bravo siglir á áætlunni Reyðarfjörður; Kollafjöður; Rotterdam og Immingham (annarri hverri ferð)
ferðin tekur 10 daga og fer skipið 3 ferðir í mánuði aðal flutningurinn er ál frá Reyðaráli, útflutningur á fiski frá Kollafirði og tilfallandi innflutingur til austfjarðar

 

Lokað fyrir álit

19.09.2010 18:04

Wilson Cork

Mikill vinur minn og velunnari síðunar Tryggvi Sig. sendi mér þessa mynd sem hann tók í vikunni, Skipið sem heitir Wilson Cork var byggt hjá Slovenske Lodenice,Komarno Slóvaníu sem "DUTCH EXPRESS"1998 fyrir hollenska aðila. Það mældst: 2999.0 ts  4444,0 dwt, Loa: 99.90,m brd: 12.80 m 2004 fær skipið nafnið Wilson Cork , Nafn sem það ber í ddag undir fána Barbados, Skipið er nú á leið til Rotterdam og ETA  þar er 2300 UTC í dag,


@Tyggvi Sig


@Tyggvi Sig@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

18.09.2010 20:55

Saga I

Þetta skip kom við sögu hér við land  1973 -1977. Það var byggt hjá Oskarshamns Varv í Oskarshamn 1963 sem Bore X fyrir finnska aðila. Skipð mældist 1269.0 ts 1859.0 dwt. Loa: 71,60,m brd.11.0 m. 1972 fær skipið nafnið Borina. 1973 kaupa Sjóleiðir h/f ( Sigurður og Jóhannes Markússynir) Reykjavík skipið og skíra Sögu. Skipið er selt 1977 Wafic Bakdache Panama og fær nafnið Madimar. Það strandar  á skeri í Rauðahafinu ( 19°16´ N og 037° 59´A) 18 mars 1981 Mannbjörg en skipið varð til á strandstað

Hér sem Bore X

@ Ray Perry Shipsnostalgia


@ photoshipHér sem Borina


Hér sem Saga


Mynd úr safni Gísla heitins Óskarssonar

Lokað fyrir álit

16.09.2010 18:01

El Bravo

Hér er nýjasta skipið í íslenska ? leiguskipaflotanum El Bravo. Leiguskip Samskip. Skipið byggt hjá Jinling Shipyard.Nanjing Kína 2006 sem Magnus F Það mældist 9931,0 ts. 13760.0 dwt Loa: 147.90.m brd: 23.60.m Skipið hefur gengið undir eftirfarandi nöfnum:2006 TS MOJI - 2007 EL BRAVO nafn sem það ber í dag undir fána Antigua and Barbuda


Myndin frá Samskip
El Bravo siglir á áætlunni Reyðarfjörður; Kollafjöður; Rotterdam og Immingham (annarri hverri ferð)
ferðin tekur 10 daga og fer skipið 3 ferðir í mánuði aðal flutningurinn er ál frá Reyðaráli, útflutningur á fiski frá Kollafirði og tilfallandi innflutingur til austfjarðar

 

Lokað fyrir álit

14.09.2010 16:41

Gamall og ljótur

þetta skip vakti athygli mína fyrir hve mér finnst það einstaklega ljótt.  En skipið sem var tankskip var byggt hjá Harland & Wolff í Belfast N- Írlandi 1925 fyrir enska aðila.  Það mældist 1748.0 ts 2378.0 dwt Loa:93.00 m beam: 15.30 m, Dallurinn dugði í 40 ár en var rifinn í Santander í mars 1965. Og myndin sennilega tekin er hann kom til aftökustaðarins. En hún er sögð tekin í Santander 1965
Lokað fyrir álit

13.09.2010 19:14

Í dag

Axel var hér í dag að losa og lesta. Losa eingangsbretti og lesta frosið Skipinu hefur verið lýst hér á síðunni. Mér aldrei þótt þetta fallegt skip. En einhvenveginn hefur mér  heldur ekki þótt vera hægt að kalla það ljóttLokað fyrir álit

11.09.2010 14:50

í vikunni

Þessi skip voru hér seinnipart vikunnar. Fyrst var það Silver Ocean Skipið smíðað hjá Århus Dy Århus  sem Alexandria fyrir enska aðila?. Það mældist 3817.0 ts 4260.0 dwt Loa: 97.60 m  brd:15.70.m. 1999 fær skipið nafnið Frio Vladivostok og 2005: Silver Ocean nafn sem skipið ber
í dag undir NIS fána
Svo var það skemmtiferðaskipið Prince Albert II Skipið var byggt hjá Rauma - Repola Rauma Finnlandi fyrir þarlenda aðila sem Delfin Clipper 1989. Það mældist: 5709.0 ts 635.0 dwt. Loa: 108.10 m brd: 15.80 m. 1990 fær skippið nafnið Sally Clipper. 1992 Baltic Clipper. 1992 Delfin Star. 1997 Dream 21 2002 World Discoverer 2004 World Adventurer. 2008 Prince Albert II nafn sem skipið ber í dag undir Bahamas fánaLokað fyrir álit

05.09.2010 17:56

Í dag

Þessir voru hér í dag að lesta afurðir Freyja að lesta lýsi


Og Laxfoss að lesta mjölLokað fyrir álit

05.09.2010 17:52

Hvaða skip ?

Þetta skip má segja að hafi verið frumkvöðull í vissu fagi hér á landi og komið af stað iðnaði sem stóð í blóma allavega í mörg ár Skipið sem var danskt kom hingað alveg nýsmíðað. Hvaða skip er þetta ???
Þetta skip var byggt sem Sansu hjá Smit,J & K. SY Í Kinderdijk Hollandi 1953 fyrir danska aðila. Það mældist 1126.0 ts 1430,0 dwt. Loa: 63.5 m. 12.3. 1963 er skipið selt til Hollands og skírt Vlaanderen XVII, Nafn sem það bar til endaloka en það var rifið í Belgíu í desember 2004.Mér hefur ekki tekist að hafa upp á eldri myndum af skipinu


@Michael van Bosch@Peter Wynten@Peter Wynten

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221735
Samtals gestir: 579397
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:38:29
clockhere