Færslur: 2011 Júlí

31.07.2011 23:02

End of story

Ég sagði ekki alla söguna af Haiti Victori í gær, Byrjaði eiginlega á endinum. En þ 6 mai 1953 lendir skipið í hörðum árekstri á Ermasundi, Hitt skipið bar kunnugt nafn fyrir íslenska skipasögu Duke of York, En það var einmitt skipið sem keyrði á og sökkti íslenska togaranum Braga 30 oktober 1940 út af Fleetwood þar sem 10 íslenskir sjómenn fórust. Togarinn Bragi var fyrsta íslenska skipið sem fórst af styrjaldarástæðum. í seinni heimstyrjöldinni 

Togarinn BragiDuke of York
Systurskip Haiti Victori,  Mexico Victory


Mexico Victory


5 manns fórust strax við áreksturinn en þrír seinna af völdum hans Haiti Victory.kom inn í Hertogan bb megin og hreinlega klauf framskipið af honum  Framhlutinn steinsökk svo þegar Haiti Victory bakkaði frá. Eins og sjá má á myndum skemmdist hertoginn mikið. En margir lokuðust inni í klefum sínuim og var mikil vinna við að ná fólkinu út. 
 

 

Duke of York var smíðaður hjá Harland & Wolff SY í Belfast 1935 fyrir  London, Midland & Scottish Railway Company.Það mældist: 3743.0 ts Loa; 103.40.m brd: 15.90. m  1942 yfirtekur breski sjóherinn skipið og fær það nafnið HMS Duke of Wellington. Því hitt nafnið var í notkun hjá hernum.. Herinn skilar skipinu aftur 1945 og fær það sitt gamla nafn. Það er svo selt 1963 eftir að hafa borið nafnið York stuttan tima. Þá er því breitt í skemmtiferðaskip og fær nafnið Fantasía. Það var svo rifið í Piraeus 1975. Eftir viðburðaríka ævi. En undir Wellinton nafninu tók það m.a þátt í innrásinni í Normandí

Haiti Victori skemmdist sáralítið miðað við hitt skipið Skipið fékk svo 1959  nafnið  59 Longview . Skondið ekki sattLokað fyrir álit

31.07.2011 21:04

Mangi Run

Eldri sjómenn kannast flestir við nafnið Mangi Run. Eða réttara sagt Magnús Runólfsson skipstjóra og hafnsögumann. Magnús var togaraskipstjóri síðast með b/v Þorstein Ingólfsson. Eftir það var hann svo hafnsögumaður í Reykjavík. Þó margir kannist við manninn er ekki víst að þeir muni eftir atvikinu fyrir 55 árum þegar hann kom í veg fyrir stórtjón á skipum og hafnarmannvirkjum er hann sigldi 133 m löngum "dreka" á fullri ferð út úr Reykjavíkurhöfn í ofsaveðri 29 okt 1956 

Haiti Victory

 


 

Það var óvenju hátt í, í SV roki  Haiti Victory  Mangi Run sem var þá hafnsögumaðurinn sýndi mikið snarræði sem,eftir að hann komst upp í þetta stóra skip sem var að slitna upp lét höggva á þær landfestar er eftir voru. Bakkaði skipinu svo eiginlega alveg upp að gömlu Loftsbryggjunni og setti svo á fulla ferð og sigldi nötrandi skipinu út á fyllstu ferð í gegn um hafnarmynnið og út  úr höfninni. Magnús lagði svo skipinu við Garðskaga, en sigldi því svo aftur inn í Reykjavíkurhöfn daginn eftir. 

Haiti VictorySkipshöfnin á dráttarbátnum Magna stóð sig með ólikindum vel  við aðstoð við skipið. Skip sem voru við Ingólfsgarð voru um tíma í mikilli hættu. Einnig bátar við verðbúðarbryggjurnar. Meðal skipa við Ingólfsgarð var m.a. varðskipið Ægir I og hollenska skipið Cornelia B  Margir töluðu um"Kraftaverk" hjá Magnúsi að koma þessu stóra skipi út úr höfninn án þess að nokkrar skemmdir yrðu. 

 Nokkurn vegin leið Haiti Victory út úr höfninni

Saga Haiti Victory var þessi: Það var byggt 1944 í Permanente,Richmond #1, Sem Haiti Victory fyrir U.S.War Sg Administration, San Francisco.1944. Skipið var af svokallaðri VC2- S-AP3 gerð. Það mældist 7607.0 ts 10750.0 dwt. Loa: 133.0 m brd  18.90 m.  1959 fær skipið nafnið Longview. Sem kannske er athyglivert fyrir fyrri sögu skipsins. En hún hafði að vissu leiti tengst Íslandi á nokkuð allt annan hátt. Ég kem seinna með þá sögu

Lokað fyrir álit

30.07.2011 15:39

Síðustu mínútur

Flutningaskipið Union Neptune sem var í norskri eigu sökk í Biscay þ 22 júli. Ástæðan er að ég best b veit ekki kunn ennþá en áhöfninni var bjargað af franskri björgunarþyrlu

© Capt.Jan MelchersSkipið var byggt hjá Kootstertille í Tille Hollandi 1985 fyrir Írska aðila Það mældist: 1543.0 ts 2362.0 dwt. Loa: 87.70 m brd: 11.10 m.Skipið hefur nokkrum sinnum  skift um eigendur en haldið nafninu Það var undir fána: Cook islands

© Henk Guddee

Myndirnar hér undir eru fengnar frá frönsku strandgæslunni


Lokað fyrir álit

24.07.2011 17:53

En kátt í höllinni

En er mikið um að vera hér í höfninni þrátt fyrir hálfgerða brælu. Sömu frystiskip eru hér enn að lesta. En skemmtiferðaskipi hefur verið skift út Inn er komið Clipper Odyssey Þetta snotra skip er byggt hjá NKK Corp í  Tsu Japan 1989 sem OCEANIC GRACE fyrir þarlenda aðila. Það mældist:5218.0 ts 784.0 dwt, Loa: 103.00. m  brd: 15.40.m 1997 fær skipið nafnið OCEANIC ODYSSEY - og 1998 CLIPPER ODYSSEY Nafn sem það ber í dag undir Bahama flaggi.

© oliragg

© oliragg

Það er með endemum að við skulum ekki eiga allavega eitt svona skip til að sýna ferðafólki okkar fallega land. Ég  þori hérumbil að hengja mig upp á að það gæri borið sig. Erlenda ferðamenn já og landann á sumrin hér við land. Landann svo í t.d Miðjarðarhafinu eða Caribbean á veturna

Hér eru skemmtilegri myndir af skipinu:

© Arne Luetkenhorst


© Arne Luetkenhorst

© Arne Luetkenhorst
Lokað fyrir álit

23.07.2011 18:02

Meira fjör

Ekki minnkar fjörið hér við höfnina í Vestmannaeyjum. Þrjú skip að lesta frosið í dag Hvað skildu margir milljarðar í verðmætum hafa verið fluttir út héðan í þessari viku sem er að ljúka þegar hún verður gerð upp. 

Green IceAlmaGreen Bergen
Lokað fyrir álit

23.07.2011 13:01

Afturendinn á undan

Oft er þetta gert svona þegar um löng skip er að ræða hér í Vestmannaeyjahöfn. Þeim er siglt beint inn en svo dregin út með afturendan á undan. Það er með ólíkindum hve mikla færni skipstjórnarmenn á Lóðsinum hafa sýnt. Ég man að ég lenti einusinni í hálfgerðum deilum við danskan skipstjóra sem var að vísu á coaster en sá til er eitt stórt skip var tekið inn hér inn  í brælu hér í den. Hann trúði ekki að skipstjóri Lóðsins( hefur sennilega þá verið Einar Jóhannsson) væri bara gamall fiskiskipaskipstjóri. Hann hét því fram að skipstjórar á"dráttarbátum" þyrftu að vera með margra ára reynslu af þannig bátum 

Princess Danae dregin út© Torfi Haraldsson

© Torfi Haraldsson© Torfi Haraldsson


© Torfi Haraldsson

Lokað fyrir álit

23.07.2011 12:22

Skemmtileg vika

Mikið er búið að vera umleikis við höfnina síðustu viku Hér eru flutningaskip talin frá vinstri  Alma til að lesta frosið Helgafell  í sinni hálfsmánaðar lestun, Skandia biður eftir sandi til að hreinasa Pricess Danae mð ferðamenn Og svo Le Boreal með ferðafólk. Það er sannarlega bjart yfir Caprí norðursins 

© Torfi Haraldsson

© Torfi Haraldsson

© Torfi Haraldsson

 
© oliragg

© oliragg
Lokað fyrir álit

18.07.2011 12:51

Kátt í Eyjum

Hvað er hægt að segja:"Lokað vegna góðviðris" Allavega er maður latur við tölvuna núna í blíðunni
Hér eru að vísu nokkrar svipmyndir frá síðustu vikuLokað fyrir álit

13.07.2011 17:53

Árekstur 2009

Í nóv. 25 2009 lenti þessi í árekstrivið þennan © Wolfgang KRAMER

Og það endaði með þessu


© Sushkov Oleg

Fyrra skipið sökk. Mannbjörg varð

Lokað fyrir álit

12.07.2011 19:10

Frá Sushkov Oleg

Nýlega eignaðist ég nýjan rafpóstvin Sushkov Oleg sem býr við Svartahafið. Hér eru nokkrar"skemtilegar" myndir frá honum

Gat á forpikknum ??


© Sushkov Oleg

Var þessi á Íslandi ??


© Sushkov Oleg


Á grænum bala


© Sushkov Oleg

Farið um Korinthos canal


© Sushkov Oleg

Lokað fyrir álit

12.07.2011 16:42

Uppgangstímar

 Hér eru nokkur skip frá "gullaldar" tímabili íslenska kaupskipaflotans. Þetta er ekkert í neinni tímaröð

Sæborg sem Guðmundur A Guðmundsson keypti og gerði útSvanur sem Nes h/f keypti og gerði útKaupskip h/f keyptu Hvítanes og gerðu út. Hér sem Vatnajökull


Víkur keyptu Grjótey af Björgun og skírðu Eldvík. Hér heitir skipið NikiGuðmundur A átti líka Ísborg Sem hér heitir PhoeniciaNesskip áttu Ísnes

Lokað fyrir álit

11.07.2011 22:07

35 cm

Við þekkjum öll tilfinninguna:" að vera með lífið í lúkunum" Hræddur er ég um að sú tilfinning hafi heltekið Niels Vestergaard Pedersen  skipstjóri á Ebbu Mærsk þegar hann sigldi skipi sínu Ebbu Mærsk undir Stórabeltisbrúna fyrir skemmstu. Og það er eins gott að rétt hafi hafi verið reiknað þegar djúpristan var reiknuð út. Það munaði 35 cm á að skipið slyppi undir brúna

Skipið

©  Hannes van Rijn

Það var byggt hjá Odense Staalskibsværft Lindö Danmörku 2007 Sem Ebba Mærsk fyrir Mærsk stórveldið. Það mældist 170797.0 ts 158200.0 dwt. Loa: 396.40. m brd: 56.40.m. Ef ég er ekki að rugla þess meir er Ebba systurskip Mette Mærsk sem íslenskur skipstjóri Davíð Guðmundsson var skipstjóri á


©  Hannes van Rijn

Svona leit þetta út


© maritimedanmark.dk 


© maritimedanmark.dk 


© maritimedanmark.dk © maritimedanmark.dk 
© maritimedanmark.dk 

Lokað fyrir álit

11.07.2011 22:00

Sagan sjálf III

Í upptalningunni hingað til hef ég sleppt flóabátum og varðskipum og mun halda því áfram . En snúum okkur aðeins að tankskipum. Olíusalan í Reykjavík láta byggja  lítið olíuflutningaskip Skeljung  í Hollandi 1928  Shell á Íslandi kaupir skipið 1932 Það er stækkað 1934

Skeljungur


© Sigurgeir B Halldórsson

Við höfum minnst á Skipaútgerð Ríkisins en hún fékk nýtt skip 1939 Esju

Esja 


© Sigurgeir B Halldórsson

Við íslendingar misstum yfir tvö hundruð sjómenn  að talið er af styrjaldarástæðum. Við mistum þrjú flutningaskip. Þó má þvinga þá tölu upp í fimm ef  Gullfoss sem var kyrrsettur í Kaupmannahöfn og Snæfell sem kyrrsett var í Kristianssand eru talin með En þau áttu ekki afturkvæmt.1941 var þremur leiguskipum Eimskipafélagsins, Heklu , Sessu og Montana sökkt og með þeim fórust 16 íslenskir sjómenn (Með Heklu 14 menn Með Sessu 24 þar af 2 íslendingar en áhöfn Montana bjargaðist)
 
Goðafoss var skotin niður eiginlega við bæjardyrnar.10 nóv 1944 Með skipinu fórust 14 skipsmenn og 10 farþegar


Gullfoss varð innlyksa í Kaupmannahöfn© Sigurgeir B Halldórsson

Á stríðsárunum urðu ýmsar breytingar á kaupskipaflotanum fyrir utan skipstapanna. Að vísu keypti Sviði h/f í Hafnarfirði portúgalst skip Ourem úr strandi Létu Sviðamenn sem náðu skipinu út gera við það og var það skírt Hrímfaxi

HrímfaxiEimskipafélagið hafði strax á árinu 1938 smíði eins farþegaskips og tveggja vöruflutningaskipa á prjónunum. En ekkert var af þeim framkvæmdum vegna stríðsins. þess í stað keyptu þeir tvö skip af útgerðum innanlands. Eða réttara sagt þeir keyptu allt hlutafélagsins í öðru  félaginu upp og var eitt skip innifalið Þetta var skipafélagið Ísafold og es Edda II. Sem fékk nafnið Fjallfoss

Fjallfoss


© Sigurgeir B Halldórsson

1945 kaupir svo Eimskipafélagið es Kötlu af Eimskipfélagi Reykjavíkur og skipið skírt Reykjafoss Svo 1948 kaupir Eimskipafélag Íslands, þá stærsta skip íslenska kaupskipans frá USA Coastal Courser sem þeir skíra Tröllafoss

Tröllafoss


© photoship

1945 kaupir Haukur h/f og Baldur h/f nýbyggt tréskip í Canada sem fékk nafnið Haukur, Saga þessa skips var stutt en það sökk í sinni fyrstu ferð til Evrópu Skipið var hlaðið sementi frá London. Allir skipverjar björguðust


HaukurUppúr þessu verður svo blómaskeið íslenskrar farmennsku. Ný skipafélög líta dagsins ljós með nýjum, skipum. Meðal annars Skipadeild SÍS sem byrjar á fjórum nýjum skipum. Hafskip með fjögur ný skip. Jöklar byrja með fjórum nýjum skipum, einu aðkeyptu. Sementsverksmiðjan með eitt nýtt skip Síðan t.d, Nes h/f Neskip h/f Jón Franklín, Guðmundur A Guðmundson,Víkur h/f Ok h/f, Sjóleiði  h/f,Fragtskip h/f með nokkur aðkeypt skip Skipaleiðir h/f  Hólmi h/f ( með nýtt skip) Bifröst h/f

Selá þriðja skip Hafskips h/fEf einhver hefur nennt að lesa þetta má sá hinn sami ekki taka þetta sem einhverja sagnfræði. Því þetta er bara byggt að miklu leiti á glompóttu minni síðuhaldara sem svo leitaði í gömlum bókum og blöðum.  Og svo að síðustu er hérna trúlofunarfrétt sem ég rakst á í grúski mínu. Fréttin birtist 10 júlí 1951. Ég held að ég þurfi ekki að kynna fólkið í neðri fréttinni
 Meðal ávaxta af þessari trúlofun er maður sem heitir Hilmar ef menn hafa ekki "fattað"
Lokað fyrir álit

10.07.2011 15:22

Sagan sjálf II

Eins og fyrr sagði keypti Landsjóður es Sterling 1917 til strandferða. Það má kanske segja að það hafi staðist því skipið "strandaði" í mynni Seyðisfjarðar 1 maí 1922. og varð þar til 

SterlingEftir það var mikið rugl á ferðum kringum landið. Þá réðist Ríkissjóður eins og hann hét nú í að láta byggja sérstakt skip til þeirra ferða í Kaupmannahöfn. Þetta var e,s Esja sem kom til landsins 1923. Þetta var vísirinn að Skipaútgerð Ríkisins eða Ríkisskip eins og það hét seinna. 

Esja I1928 var stofnað félag á Flateyri sem skírt var Eimskipafélag Vestfjarða Félagið kaupir rúmlega þrjátiu ára gamallt norskt gufuskip es Norland sem skírt var Vestri. Skipið var selt til niðurrifs 1934. Eimskipafélag Reykjavíkur er stofnað 1932,Félagið keypti 25 ára gamalt  gufuskip frá Noregi es Kong Inge sem fékk nafnið Hekla  

Katla1934 kaupir félagið annað skip frá Noregi es Manchioneal sem. fékk nafnið Katla. Skipafélagið Ísafold var stofnað  1933. Það kaupir þýskt skip es Eduard sem þeir skíra Edda. Það skip strandar 1934 og ónýttist

Edda IÞá kaupir skipafélagið annað skip es Amsterstrom sem einnig er skírt Edda

Eimskipafélagið Fram er stofnað 1934. Það kaupir skip frá Noregi es Commander Rollins sem skírt er Columbus.Skipið var svo selt aftur úr landi 1936 Árið 1935 eignaðist Útgerðarfélag KEA á Akureyri lítið gufuskip es Kongshaug sem þeir skírðu  Snæfell 

 Snæfell

Skipið var í siglingum til og frá  landinu þar til það var kyrrsett af þjóðverjum  í Norgegi 1940.1937 keypti sama félag annað lítið gufuskip es Urania sem skírt var Hvassafell  En það strandaði á svonefndu Gvendarnesi,en það er á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar 18 júní 1941 

 Hvassafell I 

Eitthvað svona var ástandið á íslenska millilanda kaupskipaflotanum 1939 þegar stríðið skall á.
frh
Lokað fyrir álit

09.07.2011 19:54

Sagan sjálf I

Það sannaðist á þessum litla bát "að magur er margs vísir"Þetta var fyrsta vélknúða farþega og flutningaskip sem smíðað var fyrir íslendinga.Og fyrsta skipið af þessari gerð sem stjórnað var af íslendingum sjálfum. Þetta litla skip varð upphafið að gæfuríkri stétt sjómanna sem kallaðist:"Íslenskir farmenn" sem nú er eiginlega blætt út. Vegna óvitaháttar  ráðamanna þessarar þjóðar og er einn af stærstu svörtu blettunun í stjórn þessa lands um árabil.Skipið var byggt hjá Mjellem & Karlsen í Bergen í Noregi 1908 fyrir Gufuskipafélag Faxaflóa í Reykjavík.Það fékk nafnið Ingólfur og mældist 127 ts Litlar sem engar aðrar upplýsingar hef ég um skipið.Einhverjar bilanir virtust hrjá skipið og var það selt úr landi 1918. Það má segja að við séum komin aftur á byrjunarreit með lítin olíubát Ef ferjurnar tvær eru undanskildar


Ingólfur


Þetta var fyrsta skrefið sem nú er að fenna í Við skulum aðeins kíkja á nokkur mililvæg skref. Eimskipafélagið leit dagsins ljós 14 jan 1914 Og 1915 koma fyrstu alvöru farþega og flutningaskipin þegar es Gullfoss og es Goðafoss komu nýbyggð til landsins. 

Gullfoss

Í fyrri heimstyrjöldinni var mikill skortur á flutningaskipum til öflunar á lífsnauðsynjunum. Landsjóður keypti þá tvö skip til að koma á móts við það. Þau voru es  Borg og es Wilemose.Es Borg var keypi af Kveldúlfi en Willemose utanlands frá 

Borg


Willimose


En Eimskipafélagið missti annað skip sitt es Goðafoss sem strandaði 3 nóv 1916. Seinna keypti Landsjóður keypti svo es Sterling af Thorefélaginu. til strandferða. Í lok styrjandarinnar keypu íslendingar nokkur skip sem voru í lengri eða skemmri tíma m.a skonnorturnar Huginn Munin Haukur Svala og Rimor. Eimknúnu skonnortuna Frances Hyde og barkskipið Eos 

RimorEimskipafélaðið jók skipakost sinn með  kaupum á es Lagarfossi 1917 Smíði á es Goðafossi (II) 1921, Brúarfossi 1927 og kaupum á Willemose 1928 sem þeir skírðu Selfoss. 

Lagarfoss

BrúarfossDetifoss kemur svo 1930

Dettifoss


frh
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221669
Samtals gestir: 579387
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:32:54
clockhere