31.07.2011 23:02

End of story

Ég sagði ekki alla söguna af Haiti Victori í gær, Byrjaði eiginlega á endinum. En þ 6 mai 1953 lendir skipið í hörðum árekstri á Ermasundi, Hitt skipið bar kunnugt nafn fyrir íslenska skipasögu Duke of York, En það var einmitt skipið sem keyrði á og sökkti íslenska togaranum Braga 30 oktober 1940 út af Fleetwood þar sem 10 íslenskir sjómenn fórust. Togarinn Bragi var fyrsta íslenska skipið sem fórst af styrjaldarástæðum. í seinni heimstyrjöldinni 

Togarinn BragiDuke of York
Systurskip Haiti Victori,  Mexico Victory


Mexico Victory


5 manns fórust strax við áreksturinn en þrír seinna af völdum hans Haiti Victory.kom inn í Hertogan bb megin og hreinlega klauf framskipið af honum  Framhlutinn steinsökk svo þegar Haiti Victory bakkaði frá. Eins og sjá má á myndum skemmdist hertoginn mikið. En margir lokuðust inni í klefum sínuim og var mikil vinna við að ná fólkinu út. 
 

 

Duke of York var smíðaður hjá Harland & Wolff SY í Belfast 1935 fyrir  London, Midland & Scottish Railway Company.Það mældist: 3743.0 ts Loa; 103.40.m brd: 15.90. m  1942 yfirtekur breski sjóherinn skipið og fær það nafnið HMS Duke of Wellington. Því hitt nafnið var í notkun hjá hernum.. Herinn skilar skipinu aftur 1945 og fær það sitt gamla nafn. Það er svo selt 1963 eftir að hafa borið nafnið York stuttan tima. Þá er því breitt í skemmtiferðaskip og fær nafnið Fantasía. Það var svo rifið í Piraeus 1975. Eftir viðburðaríka ævi. En undir Wellinton nafninu tók það m.a þátt í innrásinni í Normandí

Haiti Victori skemmdist sáralítið miðað við hitt skipið Skipið fékk svo 1959  nafnið  59 Longview . Skondið ekki sattLokað fyrir álit
Flettingar í dag: 433
Gestir í dag: 79
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635550
Samtals gestir: 504805
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 08:31:21
clockhere