Færslur: 2009 Nóvember

29.11.2009 20:10

M/T Futura

Þóroddur Sævar Guðlaugsson hefur sent mér nokkrar skemmtilegar myndir Hér er 1 þeirra.Skipið er M/V Futura.Það var byggt hjá Jinli Shipsyard Nanjing Kína. Fyrir Poosu, Porvoo Finnlandi  Það mældist: 15980.ts  25094 dwt,Loa:169.50 m  brd: 23.75 m. Myndin mun tekin á Faxaflóa fyrir stuttu  Þóroddur á kærar þakkir skyldar fyrir sendinguna

Lokað fyrir álit

29.11.2009 16:39

Gamlir"félagar" 3

Öll þessi 4 skip höfðu eitt sinn íslenskan fána við hún.Hvaða skip eru þetta?Sá efsti var elstur


  @ Dick Smith Shipsnostalgia.comLokað fyrir álit

29.11.2009 14:21

Gestir

Fyrri gesturinn í Eyjum í dag er þetta glæsilaga frystiskip sem er hingað komið til að taka frosna síld úr öðru glæsilegu skipi sem er héðan úr Eyjum.Huginn Það yrði til að æra óstöðugan á birta hér mynd af því mikla skipi en það er aldrei of oft rifjuð upp saga þeirrar útgerðar. Hvernin Guðmundur Ingi sem byrjaði með 65 ts"trépung"og synir hans með sínum hörkudugnaði hafa byggt hana upp.Engir útrásar eða þy... ja eða þannig,stælar á því dæmi.En að stærra frystiskipinu aftur Skipi heitir Silver Copenhagen,Er undir NIS fána og því skráð í Bergen, Það er byggt hjá Aahus Flydedock í Århus 1998 Sem Centaur.Skipið mælist 3817 ts 4230 dwt.Loa:98.0 m.brd: 16,0 m.Næsta nafn skipsins var Frio London og núverandi sem sagt Silver Copenhagen


Hinn gesturinn er nær 11 árum yngri.Hann heitir Caroline Theresa.Alltaf betra að hafa kvenkynið yngra.(engin feministi les síðuna svo það er allt í lagi að segja svona.En ég myndi grjóthalda kjaf.. ef einhver slíkur væri í námd) En að alvörunni aftur.Skipið var byggt hjá Nantong Mingde Shipsyard við Yangtze River í Kína 2009.Skipið mældist 5706 ts.8241.dwt Loa:101.4 m Brd: 19.1 m.Eins og sjá má er ljósmyndarinn engin snillingur í myndatöku og hreinlega saknar ferköntuðu Kodak kassana eins og hann fékk í fermingargjöf en stampaði svo ja ekki meir um það,nokkrum árum seinna og fékk aldrei til bakaHérna er hún í smíðum ásamt 3 systrum


 Brúin er ekki dónaleg.Þessar 2 myndir eru af heimasíðu Yardsins
Lokað fyrir álit

28.11.2009 14:24

Gamlir"félagar" II


Lokað fyrir álit

27.11.2009 23:30

Gamlir"félagar"

Allir þeir eldri sem skoða síðuna kannast sennilega við þessi skip en þau voru öll einusinni undir íslenskum fána þegar farmannastéttin lifði tiltölulega góðu lífi á þessu landi. Skipunum er raðað eftir aldri.Það elsta efst(allavega hjá mér) Gaman að sjá ef einhverjir hafa nennt að líta inn hverjir þekkja skipin


Lokað fyrir álit

27.11.2009 19:38

Endalok tvöfaldrar stjörnu

Í mikilli þoku þann 27-01-2006 rákust 2 skip saman á ytrihöfn Port of Callao í Peru.Þar sem hið Kýpurflaggaða flutningaskip Pintail hreinlega skar í sundur Panamaskipið Twin Star.Twin Star sökk á botnin en skömmu eftir tókst ekki betur til en að Möltuflaggaða skipið Alice sigldi á flakið.Enginn mann sakaði í þessum ósköpum og Pintail og Alice skemmdust lítið sem ekkert


Mannbjörgunar aðgerð á fullu

Twin Star á botninum

Tvin Star Var byggt hjá Shin Kurushima Shipsyard í Onishi í Japan1998 Það mældist 14437,ts.23701 dwt. Loa:150.0 m. brd: 26.0.mPintail var byggður hjá Jiangnan Shipsyard í Shanghai Kína 1983.Var 1st undir Líberíuflaggi og fékk nafnið Punica Það mælist 17185.0 ts 28035,0 dwt. Loa: 197.0m.brd: 23,1m.1995 fer skipið undir Kýpurflagg og fær nafnið  Pintail. 2007 fær það nafnið Athanasios G Callitisis

Alice var smíðuð hja Warnowwerft í Warnemunde í þáverandi A-Þýskalandi og hlaut nafnð Irini´.Skipið mældist 13557, m 17330.m loa:158,0 m. 2003 fer skipið undir maltaflagg og er skírt Alice.2007 er skírt Alice 

Lokað fyrir álit

25.11.2009 22:15

Útförin

Þetta skip sem hét Ioannis NK var byggt hjá Imabari Zosen skipasmíðastöðinni í Marugame Japan 1977 fyrir japanska aðila.Það hlaut nafnið Masashima Maru, :að mældist 14059 ts 23791 dwt.Loa;159 m, brd:24,6, Það fær nafnið Yvonne 1991 og Ioannis NK 1999.Það sekkur svo eins og sést á 31°07´0 S og 16°27´A 23-07-2009.Það var á leið frá Brasilíu til Indlands með 22.500.mts af sykri. 23 manna áhöfn bjargaðist Haffæriskírteini þessa 32 ára skips var í gildi til 19 sept 2009. En  eins og sjá má er eins og plata hafi hreinlega losnað úr skrokknumLokað fyrir álit

25.11.2009 14:38

Lagarfosss I II III og IV

Lagarfoss I var smíðaður fyrir norska aðila H.Klær & co, hjá Nylands Værft í Kristjaníu (Osló?) Skipið var skírt Profit  1126 ts loa:68,6 m brd 10.3.m..Eimskip kaupa skipið 1917 og skíra Lagarfoss.1920 var skipið eiginlega endurbyggt og mældist þá 1211 ts 1600 ts dwt,Skipið var rifið í Kaupmannahöfn 1949
Skipið var smíðað fyrir Eimskipafélag Íslands 1949. Það mældist 2923 ts 2700 dwt.Loa 94.7 m brd 14,1 m..Skipið var 3ja skipið í röð 3ja skipa sem Eimskipafélagið lét smíða hjá Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn.Eimskip hafði byrjað að huga að stækkun flotans upp úr 1930 Með byggingu nýs farþegaskips og 1 flutningaskips. Létu teikna þessi skip..Þessar áformanir fóru út um þúfur vegna ástandsins í Evrópu og stríðsins,En strax 1945 var samið við danina um smíði 2ja vöruflutningaskipa með farþega rými og 1 farþegaskips,Og voru gömlu teikningarnar að ég held notaðar allavega að einhverju marki. Síðan var 3ja flutningaskipinu Lagarfossi bætt við. Eimskip seldi skipið 1977 til Kurnia Sg Singapore og fékk nafnið East Cape. Það var svo selt til  Hoe Hoe Sg Co í Honduras 1980 og skírt Hoe Aik og eftir þeim gögnum sem ég hef hefur það verið í notkun til 2002


Lagarfoss II sem Hoe Aik

Lagarfoss III var smíðaður hjá Frederhavns Værft A/S Frederikshavn fyrir Mercandia Rederiene (Per Henriksen) og fær nafnið Mercandian Importer.Það mældist 1599 ts 2999 dwt. Loa:78,5m brd 13.1 m.Eimskip kaupir skipið 1977.Var það síðasta af 4 systurskipum sem Eimskip keypti af Mercandia.. Eimskip selja skipið 1982 til Kýpur og hlaut það nafnið Rio Tejo. Þ. 28-02-1987 verður mikil sprenging í vélarúmi skipsins.Það var þá statt 55 sjm.SSV af Nouadhibou Máritaríu. Skipið var svo dregið til Brugge Belgíu og rifið þar í maí 1987

Lagarfoss IV var smíðaður hjá JJ Sietas KG Neuenfelde Þýskalandi fyrir þesslenskan aðila og hlaut nafnið John Wuff.Það mældist:1599.ts 3806 dwt. Loa:93.5, m Brd: 14,5 m. Eimskip kaupa skipið 1982 og skíra Lagarfoss.Eimskip selja skipið 1996 og fær það nafnið Cita, Því hlekkist á og það  ferst við Isles of Scilly  26-03-1997.

Endalok Lagarfoss IV

Lokað fyrir álit

24.11.2009 23:08

Dettifoss I II III IV og V

Dettifoss I var byggður í Frederikshavn Værft Frederikshavn Danmörg 1930 fyrir Eimskipafélag Íslands.Það mældist1564 ts dwt 2000.Loa 72.2.Brd 11.0 m.Örlög skipsins urðu þau að það var skotið niður af þýskim kafbát U-1064 á 53°03´N og 003°29´W,þegar það var á leiðinni frá Belfast til Reykjavíkur. Í þessu hörmulega sjóslysi fórust 12 skipverjar og 3 farþegar.Það var kaldhæðni örlagana að í setusal skipsins var heiðurskjöldur frá Hindenburg forseta Þýskalands fyrir björgun á skipshöfninni á þýska togaranum Lübeck 1932

Dettifoss II var smíðaður hjá Burmeister & Wain Copebhagen Danmark 1949 fyrir Eimskipafélag Íslands. Það mældist:2918 ts 2700 dwt.Loa:94,6 m Brd 14.1.m.Eimskip selur það1969 til Philipseyja (C.A Gothong) og það fær nafnið Don Sulpicio.1976 fær það nafnið Don Carlos Gothong.Skipinu hlekkist á og hvolfir við höfnina í Cebu á Philipseyjum 1978

Dettifoss III var smíðaður hjá Ålborg Værft Ålborg Danmark 1970 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 3004 ts 4300 dwt.Loa:95.6 m Brd 14.5 m.Skipið er selt 1989 og fær nafnið Nan XI Jang,Ekki vitað um nánari feril

Dettifoss IV er smíðaður hjá Sietas skipasmíðastöðinni i Neuenfelde Þýskalandi sem Ilse Wuff fyrir þýska eigendur H WuffÞað er aðallega í bareboatleigu og bar ýmis nöfn m.a Convoy Ranger,Rachel Borchard,Eimskip kaupa? skipið 1991 og skírir það Dettifoss. Skipið er svo selt? 2000 og fær nafnið Tina 

Detti foss V er smíðaður hjá Örskov Christensen í Frederikshavn Danmark 1995 fyrir danska aðila.Það gekk undir ýmsum nöfnum m.a TRSL Tenacious,Maersk Santiago.Un Eimskipafélagið keypti það og skírði Dettifoss

Lokað fyrir álit

24.11.2009 17:09

Ljósafoss I

Skipið var byggt hjá Scheepswerf De Hoop í Lobit Hollandi 1961 og skírt Echo.Það mældist 1855 ts.2142 dwt,Loa:88,4m. Brd 12.8,m. Skipið var sérstaklega byggt til siglinga á vötnunum miklu í Canada. Eimskip kaupir skipið 1969 og skírir Ljósafoss.Eimskip selur það 1972 til Frakklands þar sem það fær svo nafnið Pecheur Breton,1987 er það selt til Seychelles Isl  en heldur nafni,Það er svo selt til Honduras 1994 Heldur enn nafni Skipið sekkur svo 01-07-1994 á 06°51´0 N og 079° 48´0 A eftir að leki kom að því. Þá var skipið á leið frá Seychelles Isl  til Alang Indlandi til niðurrifs.Mér fannst þetta alltaf eitt af fallegustu skipunum  í íslenska kaupskipaflotanum meðan skipsins naut við þarLokað fyrir álit

20.11.2009 17:30

Reykjafoss III IV og V

Reykjafoss III, Skipið var byggt hjá Ålborg Værft Ålaborg Danmörk 1965 fyrir Eimskipafélag Íslands Það mældist 2435 ts,3830 dwt.Loa:95.6 m. Brd.13.7 m.Eimskip selur skipið1980 til Panama og fær það nafnið Gavilan 1988 nafnið San Ciro,1990 Neo Fos og 1991 nafnið Mercs Komari Skiðið er svo rifið é skipakirkjugarðinum Alang 2004Reykjafoss IV var smíðaður sem Regulus hjá Sietas skipasmíðastöðinni í Neuenfelde Þýskalandi 1979.Skipið mældist:3726 ts 5788 dwt, Loa:110,8 m. brd:16,1 m..Eimskip tók skipið á leigu með kaupheimild 1984 og skírir Reykjafoss.Eimskip selja skipið 1999 og fær það nafnið Carnation


Reykjafoss V var byggður hjá Cassen Emden Þýskalandi 1999 og fær nafnð Westersingel Það mældist 7540 ts.8430 dwt. Loa:127.0 m brd 20.4m.


 

Lokað fyrir álit

18.11.2009 00:23

Reykjafoss I og II

Ég vil taka það fram að allar myndir tekinar hér í Eyjum eru frá vinum mínum Tryggva Sigurðssyni og eða Torfa Haraldssyni Mér hafa borist myndir frá mönnum sem ég hef hlaðið inn og gleymt að halda nöfnum til haga.Ég hreinlega kann ekki að merkja myndirnar en .að kemur vonandi kemur. En nu skulum við líta á nokkra Reykjafossa Sá 1sti var smíðaður hjá Burmeistir & Wain í Kaupmannahöfn Danmörk 1911 Fyrir norska aðila O & A Irgens og hlaut nafnið Manchioneal,Það mældist1654 ts.2010 dwt. Loa: 77.8.m Brd 10.9.m. Eimskipafélag Reykjavíkur (H.Faaberg o fl)
Reykjafoss II er smíðaður hjá Rosi SpA í Taranto Ítalíu 1947 fyrir Acehile Lauro Napólí.Skipið sem hlaut nafnið Gemito mældist 1560 ts. 3070.dwt.Loa:89.90.m Brd 12.70.M.Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1951 og skírir Reykjafoss Þeir selja svo skipið 1965 til Dorikat Special Sg Co Ltd Píraeus sem skíra það Greta.1969 er skipið selt innanlands til Keanav Sg Co Piraeus og skírt Annoula.Sem svo aftur selur það 1973 til Stazomar Sg Co Ltd Limasol Cypur. Og fær nafnið Anna.Skipið er svo rifið í Bombay(Mubai)1981
Lokað fyrir álit

16.11.2009 17:46

Lagarfoss I og Goðafoss III

Lagarfoss I og Goðafoss III á svipuðum stað í VestmannaeyjahöfnLokað fyrir álit
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221698
Samtals gestir: 579392
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:06:24
clockhere