Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 13:31

Vetrarferð fyrir 68 árum

Mér er alveg sama þótt sumir nútíma sjómenn kalli þetta "árabátadýrkun" eða eitthvað svoleiði. Saga íslenskra sjómanna í WW 2 má aldrei gleymast. Frekar en íslendingasögurnar. Þetta er ekkert síður sögur af "víkingum" Víkingum sem fóru með friði og sáu þjóð sinni og annara fyrir nauðsynjum. En voru varnarlausiir, skotnir til bana af "óvininum" í lofti á láði og í undirdjúpunum.
Menn sem hinn "íslenski aðall" með einhverja menningarvita í fararbroddi. vildi ekkert vita af. Og kölluðu sanngjarna þóknun til þeirra sem sigldu á hættulegustu svæðunum "hræðslupeninga" Og fulltrúar þessara manna sem hættu lífi sínu til að brauðfæða þennan aðal var ekki einusinni boðið í veislu sem haldin var á Hótel Borg í tilefni lýðveldststofnuninnar 1944. Eða að vera viðstaddir embættistöku fyrsta þjóðkjörna forseta íslenska Lýðveldisins 1945. Þar gengu fyrir listamenn atvinnurekendur o.fl þvílíkir Og spurt var í Sjómannablaðinu 1945 :"Hvenær fá hinir ágætu "etikéttu"-meistarar okkar ráðna bót á minnisleysi sínu" Svar mitt er þeir hafa ekki fengið minnið enn. Þeir óttast slorlyktina enn En nóg af þessu.

Líkan af Helga VE 333 smíðað af langafabarni smiðs frumgerðarinnar Tryggva Sig


     © Tryggvi Sigurðsson


Hér er bréf frá einum af fræknustu "siglingaköppum" íslenskum í WW 2.  Hallgrímur Júlíusson skipstjóri á Helga VE 333 sendir vini sínum þetta bréf sem svo sendir Sjómannablaðinu Víking það. Bréfið er skrifað 1943 en blaðið birtir það í 9 tbl 1944 Gerið svo vel hérna er fyrrihluti bréfsins: "Þórður! Góði kunningi. Mér er margt lagnara en að skrifa og semja bréf og bið ég þig að taka viljann fyrir verkið að þessu sinni. Það, sem kom mér til að setjast við að reyna að hnoða saman nokkrum línum var það, að Klara heyrði það eitt sinn á þeim Önnu og Systu, að þig langaði til að heyra um hvernig okkur hefði gengið í túrnum, sem við fórum um miðjan febrúar og mest var talað um bæði hér og annarsstaðar, en sem betur fór, fór vel að lokum fyrir alla aðila. Ég skal geta þess að engin beinlínis hætta var á ferðum fyrir gott skip, sem.og sýndi sig í þetta skipti, að "Helgi" er betra skip í sjó að leggja, heldur en ég hef áður kynnst, og satt að segja vissi ég ekki fyr sjálfur, hversu gott skip hann er né heldur hve mikið mátti á hann leggja.

Stýrishúsið á líkaninu En langafi Tryggva Gunnar Marel  smíðaði Helga án allra teikninga


             © Tryggvi Sigurðsson


En eftir þetta veður, eða réttara sagt þessa ferð, tel ég mig þekkja hann; og vildi ég óska að ég fengi aldrei aftur slíkar stympingar við náttúruöflin á verra skipi en hann er. Þú veizt hvernig "Helgi" er innréttaður, svo að ég þarf ekki að lýsa þvi fyrir þér, en ég ætla að segja þér hvernig hann var lestaður áður en ég byrja að segja frá sjálfri ferðinni, vegna þess að allskonar tröllasögur gengu um allt vegna hleðslunnar. En það sanna var að skipið lá nákvæmlega á hleðslumerkjum, þegar farið var af stað. Hitt var rétt að við vorum með þilfarslest og auk þennar höfðum við fisk í lúkarnum. Þilfarslestinni var þannig komið fyrir að um eitt hundrað venjulegra fiskikassa var komið fyrir í göngunum, undir bátadekki, og 40 kössum á lestarlúgu, og var sett góð yfirbreiðsla yfir þá og borðum stillt upp umhverfis.

Hér í smíðum
Var þetta síðan vendilega bundið, bæði með vírum og tói, og að öðru leyti var gert "sjóklárt" eins og venja er, þegar skip leggur upp í langferð. Nú get ég farið að byrja á sjálfri ferðasögunni og tek hana að mestu leyti upp úr dagbók skipsins, þó ekki í sama formi, því að dagbókarfærsla er nokkuð þyrkingsleg og leiðinleg aflesturs, og líkist meira "niður punktun" ræðumanna, heldur en venjulegu lesmáli, og hér kemur nú loks frásögnin: Aðfaranótt miðvikudagsins 17. febr. Klukkan 2 lögðum við af stað frá Vestmannaeyjum áleiðis til Englands. Veður var þungbúið og allhvass vindur af vestri með dimmum snjóéljum öðru hvoru. Þegar út fyrir höfnina kom reyndist vera töluverður sjór og braut úr báru annað slagið, en ekki svo hættulegt væri ef góð gát var á öllu höfð; eigi að síður var siglt með hægri ferð á meðan dimmt var af nóttu. I birtinguna fór veður heldur versnandi, var þó sett á fulla ferð en þó slegið af, ef hættuleg brot sáust og sýnilega hefðu lent á skipinu ef nægileg aðgætni hefði ekki verið viðhöfð.

Svenni Matt kunnur Eyjasjómaður á brúarvængnum og Hallgrímur skipstjóri í glugganum næst okkur         © Tryggvi Sigurðsson


Gekk svona allan daginn til kl. 18; þá fór að verða styttra á milli éljanna og komínn rokstormur, en það sem verst var, var að vindurinn gekk til á fjórum strikum, frá VSV til VNV, gerði það sjóinn torfarinn, enda kom fyrir að sjóir riðu yfir skipið, einkum í hryðjunum,sást þá ekki til sem skyldi og varð þá nánast að treysta á heyrnina, ef hægt væri að greina fall sjóanna gegnum storminn, og áætla fjarlægð og þunga þeirra eftir því.

Mynd af skipshöfninni á Helga 1945 Myndin er tekin í Fleedwood. Á henni eru frá vinstri í fremri röð talið Jón Valdimarson yfirvélstjóri, Sveinn Matthíasson matsveinn, Magnús Jónsson 2 vélstjóri, Gunnar Eiríksson háseti. aftari röð frá vinstri Hjálmar Jónsson stýrimaður, Ólafur Sigurðsson stýrimaður, Hallgrímur Júlíusson skipstjóri, og Jósef Markússon háseti.
Klukkan um 19.30 kom sjór þvert á skipið stjórnborðs-megin, reif hann skjólborðið burt frá vanti og aftur að bátadekki og lagði það inn á þilfar; var þá sett á hæga ferð og skipinu haldið meira undan vindi, en jafnframt varð það töluvert frá þeirri stefnu, sem raunverulega átti að halda, var haldið svona á aðra klukkustund, tók nú óðu mað dimma af nóttu og tunglið ekki komið upp, varð svo dimmt í éljunum að ekki sást fram fyrir skipið, var þá snúið upp í vind og sjó, vegmælir tekinn og sýndi að farnar höfðu verið 132,0 sjómílur. Skömmu síðar heyrðist í miklum sjó, virtist hann eftir gnýnum vera bakborðsmegin við stefnuna, og var skipinu snúið aðeins í þá átt, upp að honum, til að taka hann beint á stefnið. Varla var skipið komið í áttina að sjónum, þegar annar sjór helti sér með ofsalegu vatnsfalli yfir stjórnborðsbóg skipsins og færði það í kaf, svo að yfirborð sjávarins var einhversstaðar fyrir ofan höfuð okkar, sem í stýrishúsinu voru. Tveir gluggar voru opnir og fylltist stýrishúsið strax og urðum við allir holdvotir, þóttumst við þó sleppa vel, þar sem engin rúða brotnaði. Nokkuð hægfara þótti mér hann að rífa sig upp úr kafinu, svo að ég setti á fulla ferð, var þá sem ósýnilegar hendur hefðu fest tök á skipinu og rykkt því upp með þvílíku afli, að enginn getur gert sér slíkt í hugarlund, nema sjálfur að vera þess aðnjótandi að vera viðstaddur, er þannig lagað kemur fyrir.

Helgi VE 333   13 gluggar voru á stýrishúsinu, 13 tröppur voru niður í káettu 13 kojur voru í lúkarnum


         © Tryggvi Sigurðsson


Þegar skipið kom upp var ljótt um að lítast á þilfarinu, kassarnir sem á lúgunni voru sáust ekki lengur að undanskildum 4 kössum er skorðast höfðu á milli lúgunnar og spilsins, skjólborðið bakborðsmegin var horfið, hafði það farið eins og hitt, frá vanti og aftur að bátadekki, en sá munurinn var á að það fór út en hitt innfyrir.Báturinn, sem hékk í "davíðum" bakborðsmeginn hafði rifnað að endilöngu og var önnur síðan farin úr honum en hin lafði í annari "talíunni" og slógst í síðu skipsins, var sætt lagi og skotist út og flakið skorið frá. "Davíðurnar", sem báturinn hékk í höfðu lyfzt upp í hæð, sem svaraði tveim kassahæðum, sást þetta síðar er farið var að athuga skemdirnar, þá kom sem sé í ljós að þær höfðu rekist í gegnum tvo fiskkassa. Töluvert af fiski og kassabrotum var að flækjast á þilfarinu, ásamt yfirbreiðslunni, sem yfir kössunum var, svo og vír og kaðalsspottar, nú voru góð ráð dýr, svona drasl mátti ekki flækjast þarna til lengdar, gat þessu þá og þegar skolað fyrir borð og lent í skrúfu skipsins, og var þá beinn háski á ferðum; ofsaveður með stórsjó, sem búazt mátti við að helti sér yfir skipið á hverju augnabliki, og hryðjum sem voru svo svartar að ekki sást út úr augunum.

Hér á síldveiðumAð senda menn út í þetta til að hreinsa til á þilfarinu sýndist ekki árennilegt, en skipi og mönnum varð að halda ofan á svo lengi, sem þess var kostur og ekki hika við neitt er að því gæti stuðlað og þetta varð að framkvæma svo fljótt sem auðið var. Rak nú hvað annað, maður var í flýti sendur niður í vélarrúm til að sækja olíu til að hella í sjóinn, til að reyna að deyfa mestu brotsjóana næst skipinu, og annar til að útbúa poka með olíublautum tvisti. Var þetta framkvæmt á lítið lengri tíma en ég þarf til að skrifa þetta niður. Nú var beðið nokkur augnablik eftir góðu lagi, hryðjan gekk yfir og varð tunglskinsbjart,var þá skotist út á þilfar og tvistpokunum komið fyrir í vöntunum, sínum hvoru megin. Skipinu var haldið vindréttu á meðan og höfð svo lítil ferð á sem frekast mátti, enda þurfti ekki að hafa mikla ferð til þess að stýrði, vegna þess að skipið lá nokkuð mikið fram og hélt sér þar afleiðandi sjálft vel upp að vindi. Um tíu mínútur gátu mennirnir verið úti í fyrstu lotu, en þeir afköstuðu miklu, yfirbreiðslunagátu þeir bundið þannig að hún varð þeim ekki til trafala á meðan þeir gengu frá vír- og tóspottum og kassabrotum, og athuguðu hvort nokkursstaðar kæmist sjór niður í skipið. Nú kom hryðja og voru þeir kallaði inn á meðan hún gekk yfir, lítið sást til, en skipið varðist vel og enginn sjór kom á það til skaða.

Helgi VE 333 í Vestmannaeyjahöfn á stríðsárunum. Dengurinn í forgrunni mun vera Sigurður faðir Tryggva "líkanasmiðs"


          © Tryggvi Sigurðsson


Brátt birti til aftur og komust þeir út aftur og gátu nú gengið frá því, sem eftir var, létu þeir yfirbreiðsluna niður í ganginn hjá eldhúsinu og lokuðu siðan öllum götum, sem líklegt var að sjór gæti komist niður umog komu síðan fyrir líflínum milli brúar og masturs, einnig voru líflínur strengdar á milli bátadekks og vanta, því nú skýldu háu skjólborðin ekki lengur. Að þessu loknu komu þeir inn í stýrishúsið aftur og var nú ekki annað fyrir hendi en að láta fara svo vel um sig, sem föng voru á, og verja skipið fyrir áföllum. Veðurofsinn var orðinn afskaplegur, 11 til 12 vindstig og svo þungur að ef maður rak hausinn út um glugga átti maður erfitt með andardrátt, sérstaklega þó í hryðjunum. Á þessu gekk um nóttina, vaktir héldust óbreyttar. Undir morguninn fór að verða dálítið lengra á milli hryðjanna, en veðurhæðin hélst hin sama. Þegar bjart var orðið var sem yfir brimgarð að sjá, og rokið tætti svo sjóinn að hann var sem mjöll ryki. Kl. um tíu á fimtudagsmorgun kom mikill sjór yfir skipið, sleit hann stjórnborðsbátinn lausan og hvolfdi honum inn að stýrishúsinu þannig, að hann lá skorðaður á rönd milli stýrishússins og stólanna, sem hann áður sat í, reynt var að koma honum á réttan stað aftur, en reyndist ógerlegt að hreyfa hann, svo fast var hann klemmdur þarna niður og var því bundinn þar sem hann var kominn. Upp úr þessu var hægt að merkja linun á veðrinu. Um hádegi voru ekki orðin nema 9 til 10 vindstig en sjór var ennþá mikill. Kl. 14 var farið að skarða það mikið í sjóana að ég taldi reynandi að gera tilraun til að fara af stað aftur. Frh

Myndirnar eru úr safni Tryggva Sig.Og kann ég honum miklar þakkir fyrir lánið


Lokað fyrir álit

31.12.2011 13:25

Vetrarferð fyrir 68 II

frh af síðu 1:"Sett var á fulla ferð og þrætt milli stærstu sjóanna, gekk það ágætlega, því sjórinn var svo mikill og þykkur og brotin fremur regluleg eftir því, sem það nær til um úthafssjó,og sáust langt til. Vindur fór nú óðum minkandi og fór niður í 4 til 5 vindstig; hélst þetta veður til miðnættis, lyngdi þá alveg um stund og vorum við farnir að búast við alvöru góðviðri. En Adam var ekki lengi í Paradís, eins og þar stendur; brátt fór að kula af suðvestri, með regnskúrum, færðist hann heldur í aukana jafnframt því, sem hann gekk vestar á og kólnaði. Klukkan 3 á föstudagsmorgun var komið ofsarok VNV og illfær sjór.

Helgi á síldveiðum
Var skipinu þá snúið upp í vind og sjó og vegmælir tekinn, sýndi hann þá að farnar höfðu verið um 110.0 sjómílur í viðbót, hægt var á vélinni, öllu hagað til eins og á fyrri driftinni. Um nóttina var tunglskin öðru hvoru, élin voru ekki heldur eins dimm eins og í fyrra veðrinu, og sást því vel til, en samt var ekki hægt að verja skipið algjörlega fyrir áföllum, enda fór nú kössunum í göngunum óðum fækkandi og og lagðist það að mun fram og tók drjúgum framan yfir. I birtingu um morguninn fengum við marga sjói yfir skipið, enda var nú veðurofsinn í algleymingi. 1 einum sjónum hreinsuðust allir kassarnir úr stjórnborðsganginum, þá hentist og báturinn upp í stólana, þar sem hann áður var, aftari "daviðan" hafði skuttlast upp úr stétt þeirri er hún stendur í.

Komin af hafi fullfermdur nauðsynjumEinnig brotnaði sleðinn undan flekanum og féll hann niður á þilfarið, en vegna þess hve flekinn var vel bundinn, þá hékk hann innanborðs. Veðurofsi þessi hélst þar til um klukkan 16 um kvöldið og mátti varla á milli sjá hvor hefði betur, bátur eða sjór. Klukkan 18 fór að draga úr veðrinu og jafnframt minkaði sjórinn, svo að kl. 19.30 var hægt að fara af stað aftur, farið var með hægri ferð fyrsta klukkutímann en síðan smáhert á eftir því sem skánaði í sjóinn, og kl. 22 var sett á fulla ferð og gekk þá vel, því að vindur var hagstæður, 6-8 vindstig, tunglið var komið upp og var því bjart, enda orðið langt á milli éljanna.

Hér í reynsluferðinniVar nú hafist handa um að lagfæra á- skipinu, var ljótt um að lítast hvar sem litið var, og höfðu strákarnir við orð að líkast væri sem við hefðum lent í strandi, og því ekki sem bestu. Tapast höfðu fyrir borð um 220 kassar af fiski, annar báturinn, skjólborðin beggja megin, sá báturinn sem eftir var, svo brotinn að hann var ósjófær, þilfarið sprungið upp á tveim stöðum, en ekki samt svo að mikið læki um það. Þá var og víða "slegið úr" þilfarinu, var það þétt eftir föngum með feiti, einkum lak niður í eldhúsið og búrið, enda mátti sjá að þar höfðu flestir sjóarnir komið niður á þilfarið. Mest allur matur hafði skemst af sjó, og var lítið til matar það sem eftir var ferðarinnar annað en fiskur og saltkjöt, kaffi áttum við þó óskemt og lítilsháttar af sykri.

Helgi í "fátækraslippnm" ásam Helgafelli ex Surprise Fátækt var þó ekki ástæðan fyrir veru skipana þarna, heldur voru þau of stór fyrir slippana sem þá voru til í EyjumNú var eftir að vita hvað rétt yrði komið að landi, eins og hálfs sólarhrings drift í ofsaveðri, þó svo að skipinu væri haldið upp í veður og sjó, hlaut að hafa fært skipið eitthvað afvega. Stefnunni var því breytt um tvö strik frá hinni upphaflegu stefnu og stýrt beint suður. Eftir því sem vegmælirinn sýndi þegar lagt var til drifs í síðara storminum áttum við eftir ófarnar 242 sjómílur að St. Kilda. Á sunnudag um hádegi sást austasta eyjan við St. Kilda, beint fram undan, höfðum við þó komið um 15 sjómílum austar en venjulega er siglt. Upp frá þessu gekk allt vel, veðurhæðin hélst alla leiðina, 5-6 stig, og þótti okkur það blíðviðri hjá því sem á undan var gengið. Þegar til Fleetwood kom, eftir 6 og ½  sólarhring var okkur vel fagnað; fengum við 2 nýja lífbáta með fullkomnum útbúnaði, einnig var gert við það, sem úr lagi hafði farið, slegið í þilfarið, byggt undir flekann og fleira. Fiskurinn seldist allur á hámarksverði, síðan var lestað og haldið af stað heim aftur, eftir tveggja daga viðdvöl. Ferðin heim gekk með ágætum og þóttust allir, okkur úr helju heimt
Hér lýkur bréfi Hallgríms

Hér  með fullfermi af silfri hafsins að koma til Reykjavík Sennilega á Hvarfjarðarsíldinni 1948 Í bakgrunni má sjá annað þekkt skip b/ v ÞórólfÁrið 1945, að styrjaldarlokum, veitti borgarstjórinn í Fleetwood honum og skipshöfn hans sérstakar heiðursmóttökur, til að þakka þá atorku, þrek og hugrekki, sem skipverjar á Helga höfðu sýnt í millilandasiglingum á styrjaldarárunum. Hafði Helgi þá farið 120 ferðir yfir hafið milli íslands og Bretlands og siglt um 150 þús.sjómílur til að færa Bretum björg í bú. En um síðustu áramót hafði skipið farið samtals um 200 ferðir milli þessara landa( Skrifað í Jan 1950)

Svona segir Alþýðublaðið frá endalokunum


Ill urðu örlög þessa áður mikla happaskips. Sem hafði boðið hárri N-Atlantshafsöldunni og stríðstólum óvinanna byrgin í rúman áratug. Þeim  goðunum Ægi,Rán og Þór hefur kannske þótt hann hafa ógna sér nægilega oft En smásker í fg hafi varð hans banabiti Þ 7 janúar 1950 og með honum fórust 10 menn sjö manna áhöfn og þrír farþegar. En bak vð þennan atburð liggur mikil saga um drengskap og fórnfýsi sem ekki verður rakin hér


Fálkinn birti myndir af mönnunum sem fórust með skipinu

Lokað fyrir álit

31.12.2011 00:04

Vetrarferð 3

Mér sjálfum finnst þetta bréf Hallgríms Júlíussonar til vinar síns lýsa vel hinum miklu sjómannshæfileikum sem hann bjó yfir. Og hvergi vottar fyrir sjálfshóli.

Vestmannaeyingur fékk núna Fálkaorðu. Gunnar Marel fékk hana 1940Og það er ekki hægt að skilja við þessa vetrarferð öðruvísi en minnast á mannin sem sem stóð fyrir smíðinni á v/b Helga VE 333 en það var Gunnar Marel Jónsson sjálfmenntaður skipasmiður,

Mynd af síðunni í Lesbókinni

Honum segist sjálfum svona frá í viðtali við Árna Johnsen sem þá var blaðamaður ? á Mogganum 1968:" stærsta skipið sem ég smiðaði var Helgi, sem var 119 tonn, smiðaður árið 1939 og var þá stærsta skip, sem hafði verið smíðað hérlendis. Í mörg ár eftir það var ekki smiðað stærra skip hérlendis. Helgi sigldi m.a. öll stríðsárin á milli fslands og Englands og reyndist vel. Þegar Helgi hafði siglt 120 ferðir yfir hafið á stríðsárunum til Grimsby,( þarna á gamli maðurinn við Fleetwood ath. Óli R)
hélt borgarstjórnin þar veizlu til heiðurs áhöfninni. Alla þessa 14 báta, sem ég smíðaði, teiknaði ég líka og þarna er í allt um að ræða á 5. hundrað tonn í nýskipasmíði.

Líkön af bátum sem lang-afa-drengurinn smíðaði eftir frumsmíði lang-afans Blátindur og JötunnSamhliða þessu hef ég svo verið útgerðarmaður í 48 ár og hversdagsstritið hefur verið
mér ánægja" Svo mörg voru orð Gunnars En viðtalið sem ber fyrirsögnina:" Ofsaveður og rokkurinn búinn að geyspa golunni" er að finna í Lesbók Morgunblaðsns 27 október 1968.

Jötunn VE 273

Í hundruðir ára  var aðeins til í landinu ein stétt, ein atvinnustétt, sem gerði allt Sami maðurinn var eitt í dag, annað á morgun. Iðnaður og sjósókn voru ekki til nema sem hjáverk, og verzlunarstéttin t. d. var alls ekki til Lítið um menntamenn og því síður listamenn nema skáld. Svo skiftust starfsgeinarnar í bændur og sjómenn. Svo bættust verkamenn við sem unnu verðmæti úr afurðum hinna tveggja. Það voru ÞESSIR menn sem ruddu vegi list og menntamanna og annara eftirkomandi starfsgreina til frama og vegferðar..

Þessi mynd finnst mér passa við efnið. En hana tók ég af einu af listaverkum Ásmundar Guðmundssonar fv skipstjóra. En Ásmundur missti máttinn í hægri hönd.Var rétthenntur og gerir frábær listaverk með þeirri vinstriÞví er þessi þjóð löngu búin að gleyma. Og það voru menn eins og Hallgrímur Júlíusson og hans líkar sem brauðfæddu þessa þjóð í WW2  Þessum mönnum megum við aldrei gleyma. Og mér finnst það satt að segja skylda okkar eftirkomandi sjómanna að halda minningu þeirra á lofti.Með virðingu og þakklæti.Og það á að vera eitt af takmörkum samtaka sjómanna að vinna þá virðingu fyrir stétt sína sem hún á skilið hjá þessari þjóð. Og það á að gerast t.d á þeim degi sem lögum samkvæmt heitir "Sjómannadagurinn" Þeir sem vilja hylla hafið eitthvað sérstaklega geta gert það á hvaða degi sem er öðrum


Lokað fyrir álit

24.12.2011 20:18

Gleðileg Jól

Ég óska öllum lesendum síðunnar Gleðilegra jóla

Lokað fyrir álit

21.12.2011 12:49

Strand II

'eg bloggaði um daginn um strand TK Bremen. Hér eru frábærar myndir af strandinu. Ef hægt er að segja frábært um eitthvað í sambandi við strand skipshttp://www.philip-plisson-blog.com/article-etel-08h45-samedi-16-novembre-philip-plisson-est-le-premier-sur-le-site-92817363.html

Lokað fyrir álit

19.12.2011 22:03

Jarlinn og Kóngurinn

Ég bloggaði um Jarlinn og kónginn á Moggablogginu fyrir fjórum árum Nú eru liðinn rúm sjötíu frá atburðinum svo ég birti þetta hér. Fyrst er síða úr Fálkanum 29 tölublaði 1941Fyrir sléttum 70 árum voru 2 öldungar,ef maður getur sagt svo á ferðinni í  N-Atlantshafinu.Þarna voru á ferðini íslenskur,fv enskur togari sem hét Jarl GK 272 og enskur togari  King Erik GY 474.

Jarlinn

 


Jarlinn var smíðaður í Englandi 1890 en hafði verið keyptur til Íslands 1925 af "Hrogn & Lýsi"og hlotið nafnið Anders RE 263. 1930 var hann seldur h/f Hlé í Reykjavík og fék þá nafnið Hlér RE 263 1930 var hann svo aftur seldur og nú voru kaupendur Kolbeinn Finnsson og Þorvaldur Jakobsson.1935 kaupir Helgi Pálsson á Akureyri skipið og skýrir Jarlinn EA 590.1940 kaupir sameignarfélagið Jarlinn í Reykjavík skipið og það heldur nafni en fær einkennisstafina GK 272.Meðal eiganda voru  Óskar Halldórsson og Björn Ólafsson.Eftir að skipið kom til Íslands hafði það verið notaða sem línuveiðari. Leiðir þeirra Eiríks Kóngs og Jarlsins lágu  kannske ekki saman en báðir  voru  á leið til Íslands frá Fletwwood. Báðir höfðu komið með fisk handa stríðshrjáðu fólki á Englandi. l/v Jarlinn var undir stjórn gamalreynds skipstjóra Jóhannesar Jónssonar 64 ára að aldri.

King Erik Þarna undir sænskum merkjum


ST King Erik var undir stjórn Francis H Davidson 40 ára."Kóngurinn"hafði mátt muna sinn fífil fegurri.hann var smíðaður hjá Cochrane & Cooper Ltd,Selby 1899,fyrir Viking Steam Fishing Co Ldt í Grimsby og var skírður King Erik GY10 1904 var hann seldur Frank Barret í Grimsby.1905 gerður út frá Noregi en skráður í Strömstad í Svíþjóð.Einkennisstafir SD33.1911 skift um ketil í skipinu. 1915 skipið fært aftur til Englands og skráð í Grimsby GY474. 1915 skipið tekið í þjónustu sjóhersins. Var við tundurduflaslæðingu.1919 skipinu skilað aftur. 1920 skipið selt:Direct Fish Supplies Ltd Grimsby.1922 selt:T.W Bascom,Grimsby og 1940 selt Boston Deep Sea Fishing & Ice Co Ldt .Fleetwood.

Höfnin í Fleetwood.

Þarna eru sumir kunnugri en aðrir

Þarna voru þeir félagarnir á leiðinni til Íslands annar til Vestmannaeyja (Jarlinn) til að lesta fisk en hinn að fiska hann sjálfur. Sá sem varð þeim félögum að grandi  var þýskur kafbátur U 141 undir stjórn hins 30 ára gamla Phillipp Schuler (1911-1943) Kapitanlautinants.Báturinn hafði verið byggður  í Baubelehrung U-Boote Ostsee Kiel 1940.Hann var fyrst undir stjórn Heinz Otto Schultze.(1915-1943)

  

Til v Schultze 1sti Kaptainlautinant á U 141.t h kafbátur að koma úr kafi

Þann 5 sept 1941 rétt fyrir miðnætti (Kl 2330) sér kapt.Schuler lítið fiskiskip í sjónpípunni. Skip með fána hlutlausrar þjóðar málaðan vel sjáanlegan á báðum síðum. En þetta  friðsama fiskiskip hafði fært óvininum fisk á borðin og því var Schuler ekki lengi að dæma það til dauða og 11 íslenska sjómenn.1 búm svo var það búið.


Mennirnir,ef einhverjir hafa lifað af sprenginguna ofurseldir N-Atlandshafinu.Siðar akkúrat 1 sólarhring síðar sér Schuler annað lítið fiskiskip og nú frá óvininum sjálfum og annað búmm og sagan endurtekur sig.


  Dönitz aftari maðurinnn (1891-1980) Flotaforingi. Átti hugmyndina að "Úlfahópunum" svokölluðu Kafbátar biðu í smáflokkum eftir skipalestum og gerðu svo eins mikinn usla og hægt var

Kafbátalægið í Brest


U-141 var af þessari gerð kafbáta(IId)


Maður spyr sig hvernig getur "Sjómaður"gert collegum sínum svona lagað.En þegar alið hefur verið á hatri og keyrt á þjóðernishyggju þá getur svonalagað gerst. Ég held að menn, 70 árum síðar geti  að einhverju leiti skilið þessa kafbátamenn. Það er hægt með gengdarlausum áróðri fyrir einhverju að fá svonalagað fram hjá mönnum. Er nokkuð betra að skjóta menn með ofansjávar tundurskeytum eins og gert er fyrir"málstaðinn"í dag. Við höfum því láni að fagna í dag að það bíða engir kafbátar sjómannanna okkar á N-Atlantshafinu í dag,

Hafnbann þjóðverja í WW2


En öldurnar eru hinar sömu. og allslags nýjar hættur sem þeir verða að varast þó á stórum og fullkomnum skipum séu.Ég skora á alla sjómenn í dag að hlusta vel á og tileinka sér hvað þeir eru að kenna  þeir "Sæbjargarmenn" Góð vísa eins og þeir kenna er aldrei of oft kveðin Myndrnar eru flestar af "uboat.net" með góðfúslegu leyfi

 Lokað fyrir álit

16.12.2011 21:02

Ný gerð"supply"skipa

Maersk Supply Service hefur tilkynnt að þeir hafi gert  samning við skipasmíðastöðina Asenav  í Chile um smíði á nýrri gerð "offshore supply skipa" Fyrst verða tvö skip smíðuð og ef þau reynast vel eru önnur þrjú í "pípunum" Skipin eru sérstaklega hönnuð til að athafna sig í ís og verða notuð við A- Canada Með St Johns sem bækistöð. Skipin eru hönnuð í samstarfi Mærsk Maritime Technology og Wärtsilä Ship Desig. Og verður togkraftur 150 ts. Fyrstu tvö skipin eru fjárfestingar upp á einn milljarð danskar krónur                                 © Maersk Supply

                                 © Maersk Supply
                                 © Maersk Supply

Lokað fyrir álit

16.12.2011 20:41

Ný gerð skipa

Hér er tölvuteikning  af nýrri gerð gámaskipa. Flokkunarfélagið  Germanischer Lloyd (GL) hefur undirskrivað samning við  japanska skipasmíðastöðina IHI Marine United Inc. (IHIMU) um að þróa LNG-drifin ( einhverskonar gas-dæmi sem ég kann ekki skil á ) stór gámaskip.


                 © Germanischer Lloyd
Lokað fyrir álit

16.12.2011 19:33

Strand

Þessi "dallur" fór í gærkveldi frá Lorient, Bretagneskaga, Fraklandi áleiðis til Ipswich Englandi. En vegna veðurs lagðist skipið við akker N af Groix-eyju seinna um kvöldið. það dró svo akkerið og rak á land.Skipið var byggt hjá Dae Sun SB & E Co, Pusan Kóreu 1982 sem Kem flaggið var Panama Það mældist: 3930.0 ts  6605.0 dwt.  Loa: 109.10 m brd: 16.40 m. 1995 fær skipið nafnið : Melinau 1995 Melinau Satu. 1998: TK Bremen nafn sem það ber í dag undir Maltaflaggi

Hér í drift              © Capt.Ted          © Capt.TedHér á strandstað
         

      © AP fréttastofan                       © AP fréttastofan


  
              © Getty

Lokað fyrir álit

11.12.2011 15:39

Árekstur

Enn verður árekstur skipa á höfunum þar sem skip sekkur og mannslíf eru í hættu. En í þetta skiptu sluppu allir lífs. Þetta skeði í Bay of Biscay. 240 sml SV af Landsend.Það chemical tankarinn   Afrodite Bahamaflagg og  coasterinn Florece undir fána Dóminíska lýðveldisins. Þetta endaði með því að  Florence sökk en áhöfninni sem samanstóð af: Rússum, Pólverjum og Úkraníumönnum ,var bjargað af gámaflutningaskipinu Ocean Titan.

Afrodite,


      © Phil English
Afrodite var smiðuð hjá Hyundai Mipo í  Ulsan, Kóreu sem Western  Antarctic 2005.Flaggið Bahamas Skipip mældist: 30053.0 ts  53082.0 dwt. Loa: 186.50.m  brd: 32.20. m  2006 fær skipið nafnið Afrodite. Nafn sem það ber í dag undir fána Bahamas eins og fyrr segir

Florece

                                  ©  Hannes van Rijn


Florece var smíðuð hjá De Biesbosch í Dordrecht, Hollandi 1990 sem Ingrid fyrir aðila á Kýpur. Það mældist: 1960.0 ts 2803.0 dwt. Loa: 89.30.m  brd: 12.50 m . Í júlí þetta ár fær skipið nafnið Florece og hvarf í djúpið með fána Dóminíska lýðveldisins
Lokað fyrir álit

09.12.2011 18:17

Edro III ex Kosmas ex Hvítanes

Þekkir einhver þennan framhluta á skipi sem hér er í vandræðum ?? Ég kem með svarið ef einhver nennir að svara


                                               © Black Beard

Þegar svona snillingur eins og skólabróðir minn og félagi Jón Snæ kemur með svar þá er eins gott að segja eins og er Jú þetta skip heitir Edro III Og hét einusinni Hvítanes En þarna er það strandað við Coral Bay (Paphos area) á V strönd Kýpur

                                                     © Black Beard                                         © Black Beard

Lokað fyrir álit

09.12.2011 17:09

Aasfjord ex Irafoss

Aasfjord ex Írafoss ex Keflavík ex Charm hefur nú fengið nýtt nafn. Altair Og flaggið er Panama Skipið var byggt hjá Svendborg Skibs í Svendborg Danmörk 1978 sem Charm fyrir þarlenda aðila Það mældist: 1599.0 ts 3860.0 dwt. Loa: 94.20. m .


           ©
Lettrio Tomasello 


Skipið vann það sér til frægðar þ.20- 07- 1981 undir nafninu Charm að keyra niður Berglind sem þá var komin í eigu Eimskipafélags Íslands. 1982 kaupa Víkur h/f skipið og skírir Keflavík.


           © Lettrio Tomasello 

Það kemst í eigu Eimskipafélags Ísl. 1989 og þeir skíra skipið Írafoss. Það er selt til Noregs 1997 og  fékk þar nafnið Aasfjord. Bar það þar tilí ágúst sl og er gert nú út frá Canaríeyjum en fáninn er Panama               © Henk Guddee
               © Henk Guddee               © Henk Guddee
Lokað fyrir álit

08.12.2011 14:03

WW2 á N-Atlantshafi 1941 III

Síðast í þessari upprifjun er Pétursey.

SvæðiðÚr Bókinni Virkið i Norðri

Mennirnir


Úr Sjómannablaðinu Víking

Skipið lagði af stað frá Vestmannaeyjum þ 10 mars 1941 með fullfermi af ísfiski áleiðis til Fleetwood. En þar hafði skip haf viðkomu frá Ísafirði, Einhver deila kom upp við vélstjóra skipsins

PéturseyÚr safni Jóns Björnsson

Urðu þeir þar eftir er aðrir ráðnir í staðinn, Síðan skeður það að vélskipið Dóra frá Hafnarfirði mætir skipinu 300 sml S-af Vestmannaeyjum og var þá ekkert að hjá því. Síðan fréttist ekkert af skipinu. Það er svo ekki fyrr en 3 sept að vélbáturinn Svanur frá Keflavík finnur fleka á reki 18 smj út af Garðskaga.

 Dóra þarna SUÚr safni Jóns Björnssonar


Kom í ljós að þetta var þakið á stýrishúsi  Péturseyjar. Greinileg merki eftir skot og sprengikúlur voru á flekanum. Tók þessi fundur af öll tvímæli um örlög skipsins. þetta segir "uboat.net um þau:"  At 18.05 hours on 12 Mar, 1941, U37 opened fire with the deck gun and the 37mm AA gun from a great distance at the Pétursey (Master Þorsteinn Magnússon) south of Iceland, but first missed her many times, giving the crew time to abandon ship.

Svanur frá Keflavík


Úr safni Jóns Björnsson

After some heavy hits they went closer, saw the Icelandic flag painted on the side of the vessel and immediately ceased fire, but the trawler soon sank. The U-boat had observed how the crew abandoned ship, but they were never seen again."

Kapitänleutnant Nicolai Clausen foringi á U -37

         © Uboat.net


Ég vona að engin taki orð mín þannig að ég sé beint að afsaka gerðir þjóðverjanna. Þó ég bendi á að þessir menn hafi talið sig vinna til heilla sinni þjóð alveg eins og okkar menn voru að vinna okkar. Og þeir sem sendu þessa menn til þessara óhæfuverka hlífðu ekki þeim sem þeir dæmdu huglausa.
Ég er ekki að rifja þetta upp til að gera þýsku kafbátaforingina að einhverjum hetjum. Heldur að minna á að það eru rúmir sjö áratugir síðan að þessir atburðir gerðust.   Og minna á okkar "hetjur" sem óvarðir féllu fyrir grimmdaræði stríðsins.  Við megum aldrei gleyma þessum atburðum þó sorglegir séu. Við meigum aldrei gleyma mikilvægi sjómanna fyrir okkur sem eyþjóðOg þessi slóð:"uboat.net " hefur líka sannað að eldgamlar sögsagnir um að bretar sjálfir hafi t.d sökkt þessum þremur skipum á ekki vð nein rök að styðjast.  Ég man að sumir menn  sem ég sigldi með grunaði það. Ég sigldi t.d. með tveim úr skipshöfn Fróða en þeir vildu aldrei tala um þetta
Lokað fyrir álit

08.12.2011 13:20

WW 2 á N-Atlantshafi II

Mánudaginn þann 10 mars 1941 lagði fiskflutningaskipið Fróði af stað áleiðis tl Fleedwood fullfermdur  ísfiski. Veður var sæmilegt og sjómennirnir bjuggust ekki veið neinu sérstöku. Þó svo hildarleikurinn á Atlantshafinu væri í algeymingi. Hafa kannske hugsað eins og margir "það kemur ekkert fyrir mig.


 Svona segir "Fálkinn" frá árásinni 21-03-1941

En sólarhring seinna vakna þeir við vondan draum þegar kafbáturinn U 74 gerir tryllta árás á skipið. Þetta endaði með að þrír menn féllu strax. Þegar árásinni linnti voru aðrin þrír aðrir særðir og voru tveir af þeim helsærðir. annar var skipstjórinn Gunnar Árnason.Þegar eftrirlifendur úr áhöfninni fóru að huga að honum sagði hann " Hugsið um Steina fyrst" Mann setur eiginlega hljóðan við að lesa þessa setningu. Þvílíka fórnfýsi sem hún lýsir. "Steini" var Steinþór Árnason eldri bróðir Gunnars. en hann lést af áverkum sínum eftir að skipið var sloppið ú helgreipum kafbátsins

En Gunnar lést einnig í höndum skipsmannasinna þegar klukkustundar sigling var eftir til Vestmannaeyja. En hann hafði  falið einum af skipsmönnum sínum  stjórnina á skipinu og koma því til hafnar.
Svona segir frá atburðinum á "uboat.net"   "Around 08.00 hours on 11 Mar, 1941, the Frodi (Master Gunnar Jens Árnason) was attacked three times by U-74 with 2cm gunfire about 192 miles southeast of Vestmannaeyjar, Iceland.

Fróði við komuna til ReykjavíkurSéra Árni Sigurðsson fytur minningarorð um hina föllnu á stjórnpalli skipsins

The vessel was heavily damaged by gunfire but reached Vestmannaeyjar the next day and Reykjavik on 15 March..

Eitel-Friedrich Kentrat (1906-1974) foringi U-74

Hér er Eitel-Friedrich Kentrat nýkomin úr strangri útivist1941 útvíkkuðu Þjóðverjar hagnbann sem þeir höfðu sett á England. Um þessar mundir voru um 1000 íslenskir sjómenn í siglingum til og frá landsins. Í mars 1941 einum fórust 28 íslenskir sjómenn á þrem skipum

Hafnbann Þjóðverja 1941
Við getum aldrei munað nöfn allra þeirra manna sem fórnuðu lífi sínu til betri framtíðar  íslensku þjóðarinnar. En við megum aldrei gleyma nöfnum skipana sem þeir voru áLokað fyrir álit

08.12.2011 00:30

Rangá

Berta De Perez hét þetta skip í smíðum. Hafskip h/f tók það nýtt á leigu og skírði Rangá en það komst aldrei til Íslands. Það strandaði í jómfrúarferðinni við Írland á leið sinni til Reykjavíkur . Það var smíðað hjá Ascon í Vigo á Spáni 1982 fyrir Naviera Asón  í Santander Það mældist 1586.0 ts 3456.0 dwt. Loa: 96.60. m  brd: 15.00 m.  Þ 11- 03-1982 Strandar það eða rak réttara sagt á land við Írland eftir vélarhavarí Og var til á staðnum

Hér er skipið nýtt             © FILIPVS


Hér eru leifarnar

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221669
Samtals gestir: 579387
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:32:54
clockhere