Færslur: 2010 Desember

31.12.2010 21:19

Gleðilegt nýtt ár

Ég vil óska öllum velunnurum síðunnar vinum og vandamönnum gleðilegs nýs árs og þakka alla velvild í minn garð á liðna árinu  Verið  ávallt kært kvödd

http://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/24882/
Lokað fyrir álit

31.12.2010 16:21

Laxfoss V

Fer ekki vel á því að síðasta færsla ársins sýni annað af stærstu skipinum sem prýddu íslenska kaupskipaflotann sigla burt.  Laxfoss sem þarna heitir Lyra og er komin í pottana eins og mætti segja um hinn "alíslenska" kaupskipaflota


Lokað fyrir álit

31.12.2010 01:43

Mánafoss I

Hér eru nokkrar myndir af Mánafossi I Saga skipsins hefur verið sögð á síðunni
@Frits Olinga-Delfzijl
© folke östermen


 


                                                                                                                                    © Guðjón V

Hér í höfninni i Guernsey 1969

© Guðjón V

Lokað fyrir álit

30.12.2010 19:52

MERZARIO GALLIA

Merzario Gallia  var systurskip þeirra Lagarfoss V og Brúarfoss III Skipið var byggt hjá Paul Lindenau GmbH & co fyrir sömu aðila og hin skipin 1977 Það mældist 5127,0 ts 7100.0 dwt Loa: 146.50 m brd: 21.50.m 1979 var skipið lengt og mældist nú loa:171.90 m 14057.0 dwt Skipið bar mörg nöfn: 1981 TANA - 1983 NORDIC WASA - 1986 AFRICAN GATEWAY - 1987 TOR ANGLIA - 2008 COMANAV TANGER - 2009 TOR ANGLIA.Skipið var svo rifið í Kína 06-02-2010 (Xinhui Yinhu Ship Breaking Co)© söhistoriska museum se
©Jens Boldt
©Jens Boldt
© Capt.Jan Melchers


Lokað fyrir álit

30.12.2010 16:50

Laxfoss V og Brúarfoss III

Eimskipafélagið keypti 1988 2 skip af C.N.M. Compagnia Di Navigazione Merzario S.p.A í Mílanó Skipin voru Duino sem fékk nafnið Laxfoss og var fimmti í röðinni með því nafni hjá félaginu. og Persia sem fékk nafnið Brúarfoss og var nr þrjú í röðinni hjá félaginu með því nafni. Bæði skipin eru nú komnir í pottana illræmu í Alang á Indlandi Brúarfoss 20-03-2010  Laxfoss: 27-04-2010 Ég held að ég sé ekki að bulla mikið þegar ég segi að ég held að þetta séu stærstu skip sem borið hafa íslenskan fána í skut.

Hér er Laxfoss komin með nafnið en í litum fyrri eiganda

© Guðjón V


© Guðjón V


Hér komin í litum Eimskip

© Guðjón V
© Guðjón V© Guðjón V

Hér eru þeir bræður á góðum degi í Rotterdam

© Guðjón V

Lokað fyrir álit

25.12.2010 10:32

Jólin

Ég held að ég sé ekki að brjóta neinn trúnað þó ég birti mynd af þessu jólakorti sem ég fék frá hollenskum rafpóstvini En mér finnst myndin dálítið sérstök


Lokað fyrir álit

24.12.2010 13:35

Gleðileg Jól

Ég óska öllum velunnurum síðunnar gleðilegra jólahttp://fragtskip.123.is/flashvideo/viewvideo/24787/
Lokað fyrir álit

23.12.2010 19:59

Báfell

Þetta skip hét Bláfell Það var smíðað hjá Neorion & Michanourgia á Syros Grikklandi 1961 sem ANO SYROS fyrir þarlenda aðila Það mældist: 146.0 ts  201.0 dwt. Loa: 33.55 m brd: 1962 kaupir Olíufélagið h/f í Reykjavík skipið og skírir Bláfell . Skipið var selt úr landi 1997 og rifið 2006

Hér utan á Beskytteren í Reykjavíkurhöfn 1987


©yvon Perchoc

Lokað fyrir álit

23.12.2010 16:41

Torfa syrpa Haraldssonar

Hér eru nokkrar myndir sem Torfi Harandsson hefur gaukað að mér á síðasta ári. En eins og allir sem til þekkja vita erTorfi mjög svo snjall ljósmyndari Öll skipin hafa fengið umfjölun á síðunni

Antigone Z

       © Torfi Haraldsson


Arnarfell:


© Torfi Haraldsson

Perla


© Torfi Haraldsson

Le Boreal

© Torfi Haraldsson

Ice Louise


© Torfi Haraldsson

Lokað fyrir álit

22.12.2010 18:20

Sóley

Dýpkunarskipið ?? eða sanddæluskipið ?? Sóley, Skipið var byggt hjá Cochrane SB Selby Englandi  (þar sem 8 af nýsköpunartogurunum voru smíðaðir) sem SELBYDYKE 1979. Skipið mældist 1598.0 ts  2711.0 dwt Loa: 79.40.m brd: 13.30,m   1985 fékk skipið nafnið NORBRIT WAAL 1989 kaupir Björgun h/f í Reykjavík skipið breytir því  til fg notkunnar og skírir það Sóley. Nafn sem það ber í dag.© Arne Luetkenhorst
© Torfi Haraldsson

Lokað fyrir álit

21.12.2010 19:11

Óðinn I

Óðinn I var smíðaður hjá Kjöbenhavns Flyd.& Skbs. í Kaupmannahöfn Danmörk 1926 fyrir Ríkissjóð Íslands Skipið mældist 455.0 ts 512.0 dwt.Loa: 50,20 m  brd: 8,20 m. Skipið sem var kolakyndt þótti dýrt í rekstri. Einnig var það bagi að þegar skipið setti á fulla ferð "reykti" það eins og "skorsteinn" (ef svo skáldlega má að orði komist)
Hér sem íslenskt varðskip


© ókunnur


Hér sem sænski fallbyssubáturinn Odin H-43


© söhistoriska museum se© söhistoriska museum se


Hér í brælu


© söhistoriska museum se

Lokað fyrir álit

20.12.2010 19:43

Vard

Á þessari gömlu mynd frá höfninni í Reykjavík sjáum við nokkur skip Þ.á,m Gamla Magna í forgrunni. Súðina nærst okkur við Sprengisand og hinum megin er norskt skip sem hét Vard. Þetta skip átti eftir að skrá nafn sitt í sjóslysasögu þessa lands. Skipið var byggt hjá Boele, Wed C. í Slikkerveer Hollandi fyrir norska aðila 1917, sem Woerden það mældist 536.0 ts  756.0 dwt Loa: 55.30 m brd: 8.60 m. 1927 fær það nafnið Vard. Nafn sem það bar þangað til það strandaði í niðaþoku  við Hornálsflögu í Reyjarfirði á Ströndum þ 25-07-1949. Mannbjörg varð en skipið bar þarna beinin.
© ókunnur


©Sjohistorie.no


Hér að losa kol í Færeyjum


©  fbgfshipsnostalgia Shipsnostalgia

Lokað fyrir álit

18.12.2010 22:40

Vinsælt fólk

Hér eru nokkrir gullmolar úr safni Guðjóns V, Síðasta skipshöfnin á M/S Gullfossi. Myndin tekin í Kaupmannahöfn 1973
Þarna má þekkja marga kunna Eimskipafélagsmenn og konur Já og þekktar persónur úr þjóðlífi nútímans
Fremsta röð frá vinstri Ólafur Skúlason ritari. Friðþjófur Jóhannesson loftskeytamaður. Helgi Ívarsson 3 stm Matthías Matthíasson 2 stm Þór Elísson yfirstm Kristján Aðalsteinsson skipstj. Ásgeir Magnússon yfirvélstj. Hreinn Eyjólfsson 1sti vélstj. Guðjón Vilinbergsson 2 vélstj. Gunnar Ingi Þórðarson 3ji vélstj.
Önnur röð frá vinstri Elí Ingvarsson vélamessi. Martin Olsen aðstoðar vélstj. Örn Jónsson aðstoðar vélstj. Otto Tryggvason aðstoðar vélstj, Gréta Magnúsdóttir afgreiðslustúlka í búðinni. Jórun Kristinsdóttir afgreiðslukona í búðinni Margrét Hjördís Hjörleifsdóttir þerna Margrét Sigurjónsdóttir þerna Svava Gestdóttir þerna Rannveig Óskarsdóttir þerna. Elinbergur Guðmundsson aðstoðarvélstj. Willy Kaj Cristensen birgðarvörður.Lilja Kolbeins yfirþerna Alda Óskarsdóttir þerna Dóra Bjarnardóttir þerna  Aldís Ólafsdóttir þjónn Kristín Pétursdóttir þjónn Guttormur Hermann Vigfússon Jakob Gunnarsson uppvaskari.Magnús Guðlaugsson dagm. í vél. Þórólfur Tómasson ungþjónn
Aftasta röð óreglulega frá vinstri. Hjálmar Karlsson háseti Ásbjörn Skúlason háseti. Ómar Norðdal þilfarsdrengur Einar B Guðjónsson háseti Ágúst Erlendsson timburmaður Þorsteinn Finnbogason dagm. í vél. Hilmar Snorrason háseti. Sveinbjörn Kristjánsson uppvaskari, Þorsteinn Friðriksson bátsmaður  Elías Gíslason háseti Stefán K Jónsson vikadrengur Friðrik Friðriksson háseti Sigrún Gunnarsdóttir uppvaskari Ægir Jónsson háseti. Áslaug K Jónsdóttir uppvaskari Sævar Júníusson þjónn Sigvaldi Torfason þjónn yfirmanna Þorfinnur Óli Tryggvason yfirþjónn Jón Þ Jónsson þjónn  Magnús Þ Einarsson þjónn Sigurður Jóhannsson þjónn Sveinbjörn Pétursson matsveinn. Ingibergur Sigurðsson bakari Baldur Bjartmarsson  matsvein Tómas H Tómasson matsveinn  Benedikt Skúlason ungþjónn Hjörtur Hjartarson messi Sigurður Kristmundsson matsveinn Vignir Sveinsson ungþjónn oh Eggert Eggertsson
yfirmatsveinn. Ef einhverjar skekkjur eru í þessari upptalningu þá má sennilega rekja þær til gamals haus
og ófimra fingra síðuritara 

   Mynd úr safni Guðjóns V

Hér er Gullfoss í Hamborg 1973
              © Guðjón V


                © Guðjón V

Hér undir nýjum litum
                       © Guðjón V

Lokað fyrir álit

18.12.2010 21:09

Selfoss VI ?


Ég bloggaði í vetur um Selfoss VI ? og sýndi myndir af honum teknar af erlendum rafpóstvini

Hér er það blogg :  http://fragtskip.123.is/blog/record/429246/

Hérna er svo syrpa sem ég tók af skipinu í sumar Ég set spurningarmerki við röðina á Selfossnafninu þvi ég er ekki viss á henni sjálfur. Missti 15 ár úr þið munið.© oliragg
© oliragg

© oliragg

© oliragg

© oliragg

© oliraggLokað fyrir álit

16.12.2010 20:04

Lóðsinn II

Það hljóp heldur getur á snærið hjá mér í morgunn. Þá bauð Guðjón V yfrvélstjóri á M/S Selfossi mér um borð til sín og leysti mig út með gjöfum. Myndir af gömlum og nýrri skipum Eimskipafélagsins sem koma til með að birtast hérna áður en langt um líður. En ég ætla að byrja á "ekki" Eimskipafélagaskipi. Eða Lóðsinum. Hérna er syrpa af honum sem Guðjón tók í sumar sem leið. Lóðsinn var smíðaður hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum 1998 156.0 ts 105.0 dwt, Loa: 24.0 mbrd: 7.33. m. En látum myndirnar tala


© Guðjón V© Guðjón V

© Guðjón V© Guðjón V© Guðjón V© Guðjón V© Guðjón V© Guðjón V© Guðjón V© Guðjón V

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221669
Samtals gestir: 579387
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:32:54
clockhere