Færslur: 2012 Nóvember

30.11.2012 16:24

Saga af litlu skipi

Þann 18 desember 1916 lagði lítið flutningaskip THYRA af stað frá Cardiff áleiðis til Oporto Farmurinn var kol. Ferðin gekk snuðrulaust þar til að skipið var statt á 44°38´0 N og 008°45´0 V um hádegi þ 22 des. Þá heyrðu skipverjar skotdrunu og sáu skot falla i sjóinn. stb megin við skipið Á sama augnabliki sáu skipbverjar kafbátinn U70 komin úr djúpinu  bb megin. Höfðu kafbátamenn híft upp merkjaflöggin T.A.F. (sýnið skipsskjöl) Lét skipstjórinn róa með sig yfir að kafbátnum og afhenti  Otto Wünsch foringa bátsins. þau.


Otto Wünsch foringi U70

Foringinnn gerði skipstjóranum strax ljóst að hann hefði ekki í hyggju að sökkva skipinu. En bað skipstjóra um lista yfir farm,birgðir af olíu og vistum skipsins Síðan tjáði foringinn skipstjóranum að hann hefi hertekið skipið sem fylgdarskip Síðan voru fimm sjóliðar settir um borð í norska skipið. Voru þeir að sjálfsögðu vel vopnaðir auk þess að þeir höfú með sprengiefni til að sprengja skipið í loft upp kæmi eitthvað fyrir kafbátinn Síðan var siglt og sáu þýsku sjóliðarnir um siglingu skipsins. Einu skipi var sökkt meðan á "herkvínni" stóð og sjö manna áhöfn þess tekin um borð í THYRU. 30 des var skipinu siglt inn til Carino á Spáni Skipshöfnin og skipbrotsmennirnir settir þar í land. En sjóliðarnir sigldu skipinu út úr höfninni með þá ætlun að sökkva því. Í stuttu máli misstókst það og um síðir komst það í hendur eigenda sinna aftur.Strax á eftir er skipið seldt innanlands í Norgegi og fær nafnið KONGSHAUG

Kafbátur sömu gerðar og U70

Var skipið oft eftir þetta notað til Íslandssiglinga. Svo er það  laugardaginn 28 október 1934 þá slitnaði skipið uppaf legunni og rak upp  í Skútufjöru í Siglufirði. Þetta skeði í ofsaveðri sem skall á aðfaranótt föstudags. Skipið var lestað 6000 tunnum af svokallaðri matjesíld og tilbúið til siglingar þegar veðrið skall á en farmurinn átti að fara til Gdynia í Póllandi. Menn voru í fyrstu vissir um að skipið næðist ekki út. En viti menn skipshöfninni tókst það þ 4 nóv. Þeir réru með akkerin út frá skipinu og hífðu svo í þau og losuðu skipið þannig. Það var sterkt í þessum gömlu skipum. Þó ekki sé hægt að tala um stórgrýtta fjöru er grjót í henni  En botn skipsins hafði nú skemst og síður beyglast. Ketillinn hefir lyfst upp um 11 cm. og leiðslur sprungið. Skipið var svo dregið til Akureurar og því lagt þar við bryggu og síldinni skipað upp óskemmdri. Félag með KEA í broddi fylkingar keyptu svo skipið og skírðu Snæfell Og í byrjun mars 1935 sigldi það til Noregs til viðgerðar og í apríl hóf það vöruflutninga til og frá landinu.Ekki voru ævintýrin búin að yfirgefa þetta litla skip því 8 apríl 1940 var skipið statt í Kristanssand og vöknuðu skipverjar á Snæfelli  við geysilega skothríð  Áttu menn sér einskis ills von, og viss ekki hvaðan á sig stóð veðrið.Þannig segist einum skipverja Guðjóni Guðbjörnssyni fyrsta stýrimanni frá atburðinum í viðtali við Morgunblaðið eftir að skipshöfnin var komin heim í okt sama ár.:"Þannig hagar til, að strandvirki er fyrir utan höfnina, Oddeyraryirki kallað. Er við gátum áttað okkur á því, hvað um var að vera, sáum við, að úti fyrir Oddeyraryirki voru mörg herskip og skutu á virkið. En höfnin og aðalbærinn var í sömu skotlínu að heita mátti frá skipunum og að virkinu. Svo fallbyssuskothríðin dundi yfir höfnina og bæinn. Seinna fréttum við að 17 þýsk skip hefðu verið þar úti fyrir.Tveim herskipum söktu Norðmenn. Og í einu herflutningaskipi kviknaði. Stóð það í báli allan daginn og næstu nótt. Við héldum kyrru fyrir í skipinu til kl. 6 um morguninn. En þá sáum við þann kost vænstan að flýja þaðan í land. Þrír skipverjanna urðu síðbúnastir. Beið ég eftir þeim, til þess að verða síðastur frá borði. Er við hurfum frá skipinu, voru hinir farnir á undan okkur. Höfðu þeir leitað  sér skjóls fyrir skothríðinni í klettum fyrir vestan höfnina. En þegar við komum upp úr skipinu, var þétt skothríð milli okkar og kletta þessara, og því sama sem að fara í opinn dauðann fyrir okkur að halda í þá átt. Rétt um leið og við vorum að stíga af landgöngubrúnni kom svo hár hvellur frá skipinu, að líkast var sem skipið hefði splundrast. Er við litum til baka, var afturhluti skipsins á kafi í svörtu reykskýi. Ég ætlaði með félögum mínum að leita skjóls í kornvöruskemmum, sem þarna voru nálægt.

Gísli Eyland skipstjóri á Snæfelli


Voru skemmurnar tvær og sund á milli þeirra. Hlupum við upp í sundið. En þegar þangað kom lenti sprengja á þakið á annari skemmunni og hrundu um okkur glerbrotin og flísarnar af þökunum. En sprengjubrot lenti fram hjá öxlinni á einum félaga mínum og fletti af honum fötunum, svo skein í bera öxlina, en manninn sakaði ekki.Skelfing hafði gripið alla bæjarbúa Urðum við sjónarvottur að þvi, að fólkið þeysti út úr borginni í skothríðinni og notaði allskonar farartæki. Það þyrptist jafnvel á opna timburvagna, sem voru á járnbrautarteinunum og fór á þeim út úr bænum.
Við héldumst við innan um kornvörurnar í annari skemmunni  þangað til kl. 8 um morguninn. Þá slotaði skothríðinni. Þá hafði varðliðið í Oddeyrarvíginu gefist upp. Heyrðum við síðar, að það hefði fengið fyrirskipun um það frá Osló. Voru hermennirnir þar afvopnaðjr, en þeim síðan sleppt. 

Guðjón Guðbjörnsson fyrsti stm á Snæfelli


Áður en svo langt var komið var skotfærabúr virkisins sprengt í loft upþ, Gaus upp svo mikill eldur, að strókurinn stóð upp á miðjan himin. Er víð  áræddum að fara úr skjóli, var ófögur sjón að litast um í bænum. í löngum götum var enginn gluggi heill. Og sum húsin, sem höfðu orðið fyrir fallbyssuskotum, voru ekki annað en spýtnabrak. Eldar komu upp víða í borginni og þusti slökkviliðið um alt, en fékk litla rönd við reist. Fjöldi fólks ungir og gamlir biðu bana, og enn fleiri særðust í skothríðinni þennan morgun. Er við komum úr pakkhúsinu fórum við fyrst niður á hafnarbakka til þess að svipast eftir Snæfelli. Við gátum eins vel búist við því, að það væri sokkið. En svo var ekki, og munaði þar litlu. Sprengjan, sem hafði lent á skipinu rétt í þeim svifum sem við fórum.í land, hafði flett úr því 4 plötum bakborðsmegin, borðstokknum og lá hann upp á hafnarbakkanum En 30-40 göt voru á þeirri hlið skipsins, sem sneri til hafs og var afturhluti þess allur beiglaður og skrámaður. En opin voru ekki neðar en 1 fet ofanvið sjávarmál. Göt voru á stjórnklefa og á tveim björgunarbátum Um kl. 10 f. h. voru allir skipverjar komnir aftur út í skipið. Aðgættum við það nú gaumgæfilega, hvort nokkur leki hefði komið að skipinu. En svo var ekki.


Og ekki má gleyma Guðjóni Vigfússyni mínum gamla vini sem var II stm á Snæfelli


Um sama leyti komu þýsk skip inn í höfnina og lögðust upp að hafnarbakka, þ. á. m. 2 stór herílutningaskip. Þustu hermennirnit í land. Var þeim ekkert viðnám veitt við höfnina eða í bænum, að því er við yrðum varir við. Hafði herliðið, sem í bænum var, haldið upp að Edjemoen, en svo heita bækistöðvar hersins skamt ofan við bæinn. Þar var barist efra í 2-3 daga. En lengur gat norska liðið ekki varist. Því skotfæri þess voru af skornum skamti eða þá um það bil að þrjóta. Mér var sagt síðar, að um 2000 norskir hermenn hefðu þar verið teknir til fanga og um 150 liðsforingjar. Mér skildist, að mannfall hefði verið tiltölulega lítið hjá báðum í þessari viðureign. Er við höfðum athugað skipið fórum við Gísli skipstjóri upp í bæinn. Þá voru Þjóðverjar búnir að taka á sitt vald allar opinberar byggingar þar. Blakti þýski fáninn á  ráðhúsinu og víðar. Við ætluðum á fund dansk-íslenska ræðismannsins og leita ráða hjá honum.

Snæfell fékk að fara frá Kristansand til Lysekil


Lék okkur hugur á að koma skipinu úr höfninni og senda skeyti heim til að segja hvernig komið væri  En þá var hervörðnr um hús konsúlsins og var okkur bannað að hafa samband við hann. Sögðu hermennirnir okkur að koma aftur kl. 4. Komum við þar á tilteknum tíma, og bárum upp erindi okkar. Konsúllinn sagði okkur að ekki þýddi að tala við hann um þessi mál. Því Þjóðverjar réðu í bænum, eins og við sæjum. Það væri til þeirra að leita, Er við leituðum til þeirra var ekki við það komandi, hvorki að hreyfa skipið, né að senda skeyti. Þann dag gerðu enskar flugvélar tvær árásir á höfnina. En þær geruð lítinn usla. Höfðuðu Þjóðverjar loftvarnabyssur til að taka á móti þeim. Flugvöllinn, sem er nálægt Kristianssand, tóku Þjóðverjar strax.

Skipshöfnin af Snæfelli kosmst svo til Íslands 15 okt 1940 eftir erfiða ferð norður til Petsamo í N-Finnlandi. Og þá eftir sjö mánaða fjarveru


Heyrðum við, að þeir hefðu strax fyrsta daginn komið þangað með 120 flugvélar. Þ. 12. apríl komu 12 breskar flugvélar yfir höfnina í Kristianssand og gerðu talsverðan usla, þó margar sprengjurnar lentu í sjónum. Ein kom niður rétt hjá Snæfelli. En skipið sakaði ekki. Þá leituðum við skjóls í landi. Ög næstu nætur voru flestir skipverja í loftvarnabyrgjum. Því altaf voru loftásir við og við. En Bretar lögðu mesta áherslu á að hitta flugvöllinn. Eitt sinn varð þar mikið tjón í loftárás og eldar, sem lengi var verið að slökkva. Nokkru síðar fengum við leyfí Þjóðverja til þess að fara með skipið út úr höfninni og koma því í viðgerð. Var það gert með tilliti til þess, að við fengjum að sigla heim að yiðgerð lokinni. Við áttum að flytja tunnustafi heim. Viðgerðinni var lokið 6. maí. Þá var byrjað að lesta skipið að nýju. En áður en því var lokið kom fregnin um hernám íslands.Og þá var öll von úti um heimfararleyfiSnæfells.En með tilstyrks Vilhjálms Finsen fengum við að sigla skipinu til Lysekil í Svíþjóð. Við fengum fararleyfi 23. júní. Við fengum leiðbeiningar hjá Þjóðverjum til þess að komast framhjá tundurduflasvæðum meðfram norsku ströndinni. En þegar henni sleppti höfðum við engar leiðbeiningar.


Þá urðurðum við að láta hending ráða. Er við hittum hafnsögumanninn í Lysekil sagði hann, að við hefðum siglt gegnum tundurduflasvæði. En það kom ekki að sök" Hér lýkur viðtalinu við Guðjón..Nú skipið var síðan skilið eftir í Lysekil en áhöfnin fór öll heim að lokum með Esju frá Petsamó að undanskildum skipstjóra (Gísla Eyland) sem varð eftir þar til skipið var selt þar sem það lá í Svíþjóð. Kaupandinn var finnskur. Það var síðan tekið af honum af þjóðverjum og sett undir þýskan fána. Því var svo skilað aftur 1945 og sigldi undir finnskum fána þar tl 1952 að það er selt til Costa Rica. Það kemur síðan til Hamborgar í mars 1955 þar sem það var rifið Þannig lauk ævi þessa ævintýraríka 54 ára öldungs En skipið var byggt hjá  Stavanger Stöberi í  Stavanger Noregi 1901 sem THYRA Fáninn var norskur Það mældist:  749.0 ts, 1000.0 dwt. Loa: 59.40. m, brd: 9.20. m Skipið gekk undir þessum nöfnum; 1924 KONGSHAUG - 1935 SNÆFELL 1941 RITA H. -1952 WILLY Nafn sem það bar síðast undir fána Costa Rica
Lokað fyrir álit

29.11.2012 23:20

Hvassafell I

Hvassafellið sem var nr 1 hjá Skipadeild SÍS með því nafni var skip no 2 með þessu nafni hjá þeim Samvinnumönnum en Hvassafell I strandaði í júni 1941. Svona er sagt frá því í blöðunum Gufuskipið "Hvassafell" strandar. Laust eftir hádegi miðvikudaginn 18. Júní strandaði gufuskipið "Hvassafell" á svonefndu Gvendarnesi,en það er á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Svona segir dagblaðið Dagur frá strandinu 26 júni 1941 
Hægviðri 
var á, nokkur sjógangur og mikil þoka, er strandið vildi til. Skipið var fullfermt af ísfiski. Kom skjótt sjór í það, en skipverjar björguðust allir í land, án þess að saka nokkuð. Daginn eftir gerði hvassviðri og sjógang og jókst sjórinn þá mjög í því, svo að líkur fyrir björgun skipsins urðu mjög litlar. Útgerðarfélag K. E. A. á Akureyri keypti "Hvassafell" hingað til lands frá Svíþjóð árið 1937, og hefir það átt það síðan og gcrt það út. Skipið var 212 rúml.brúttó, smíðað í Englandi árið 1907. Svo hljóðaði fréttin Ég komst að því að fyrra nafn hefði verið Urania Ég fór á stúfana að leita að myndim af skipinu.út frá því. Og fann það skip sem hér sést að neðan Og birti hana sem mynd af Hvassafelli En svo bregðast krosstré sem önnur. Og svo núna þegar ég ætlaði á skrifa um Hvassafell I gat ég hvergi fundið myndina. Og þurfti að byrja leit á byrjunarreit. Og við nánari athugun sá ég að nöfnin pössuðu en rak svo augun í einkennisstafina EA 601 í einu blaði þess tíma

Flutningaskipið URANIA sem ég hélt að væri Hvassafell I en svo var ekki


                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Nú þá var bara að fletta upp í Jóni "Bóló" og viti menn þarna var skipið fv togari Hvassafell EA 601. Ég fann svo upplýsingar sem smellpössuðu á enskri togarasíðu. Skipið var byggt hjá Dundee Shipbuilding.& co Dundee 1907 Sem Urania M217 fyrir aðila í Milford Það mældist 64.0 ts 141.0 dwt. Loa 36.50 m brd: 6.50 m 1914 er skipið endurmælt og mældist nú 187.0 ts 212.0 dwt Sama ár er skipið selt til Ayr heldur nafni en fær AR1 sem einkennisstafi 1922 er skipið selt til Hull heldur nafni en fær einkennisstafi H519 Skipið er selt til Svíþjóðar (Gautaborgar) og þaðan kaupa svo KEA-menn skipið 1937. Svona getur maður tekið rangan pól í hæðina. Ég hreinlega gat ekki heimfært breskan togara upp á svía og ekkert meir hugsað um málið þessvegna þessi misskilningur

Togarinn HVASSAFELL ex URANIA. Hið rétta Hvassafell I


                                           Skannað úr bók Jóns Björnssonar Ísl skip © ókunnur
Lokað fyrir álit

29.11.2012 21:43

Stapafell II

Hér er svo næstsíðasta skipið sem Skipadeild SÍS lét byggja Stapafell II

Stapafell II


                                                                  Úr safni Samskipa © ókunnur


Skipið var byggt hjá  Hitzler í Lauenburg Þýskalandi 1979  sem Stapafell  Fáninn var íslenskur  Það mældist:  1432.0 ts, 2038.0 dwt. Loa: 75.80. m, brd: 13.20. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveimur nöfnum En skipið var selt úr landi 2001 og fékk þá nafnið SALANGO  Nafn sem það ber í dag undir fána Ecuador

Stapafell


                                                                                                   © Yvon Perchoc
Hér sem SALANGO 

                                                                                            © Jochen Wegener


                                                                                          © Lakhtikov Dmitriy
Lokað fyrir álit

29.11.2012 16:18

Hvassafell III

Ég skrifaði Hvassafell III í fyrirsögninni. Ástæðan er sú að KEA á Akureyri átti kaupskip með nafninu Hvassafell áður en Samvinnumenn byrjuðu slíka útgerð að einhverju ráði Ég kem með það skip seinna. En  Hvassafell III smíðað á sama stað og Skaftafell

Hvassafell


                                                                                                        © Büsumer Schiffswerft

Þ.e.a.s hjá Busumer í Busum Þýskalandi 1971 Sem Hvassafell Fáninn var íslenskur Það mældist 1759 ts.2613.dwt Loa:89.20 m.Brd:13.40m.Skipið lenti í miklum hremmingum 1975.Þær byrjuðu 19 jan þegar skipið strandaði við Orrengrundeyju í innsiglingunni inn til Kotka.

Hvassafell


                                                                                                       ©
Büsumer Schiffswerft                                                                                                                               © Büsumer Schiffswerft

Skipið náðist stórskemmt út  og dregið til Kiel Þar sem gert var við það.Í fyrstu ferðinni aftur til Íslands eða þ 7 mars strandar skipið aftur og nú í Flatey á Skjálfanda Aftur náðist skipið út og aftur dregið til Kiel.Og sögðu "gárungarnir" að þar væri tilbúinn varabotn til að ná til í framtíðinni ef ílla færi einusinni enn.SÍS selur skipið 1987 og það fær nafnið Rainbow Omega.Síðan þessi nöfn: 1994 Tmp Libra. 1996 Sara 1999:Congratulation 2001 Mirage 2004 Joyce. 2003 OCEAN  Þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum um skipið í dag No Longer updated by (LRF) IHSF (since 06-09-2011

Hvassafell


                                                                                                                        © Büsumer Schiffswerft 

Hvassafell


                                                                        © Gunnar H Jónsson
Hvassafell


                                                                                                   © Hawkey01 Shipsnostalgia
Hvassafell

                                                                                         © Hawkey01 Shipsnostalgia

1989 var skipið kyrrsett í Leixos Portúgal undir nafninu Rainbow Omega  Myndin hér að neðan er tekin 1994 þegar skipið  hafði fengið nafnið Tmp Libra Og þeir sem keyptu það  höfðu mála nýtt skorsteinsmerki á það

Hér semTmp Libra


                                                                                   © Arnaldo Salgado

Lokað fyrir álit

29.11.2012 12:50

Skaftafell

Á 25 ára afmælisári skipadeildarinnar 1971 bættust þrjú skip í flota skipadeildarinnar Sem fyrr segir eitt keypt notað og tvær nýsmíðar. Fyrri nýsmíðin fékk nafnið Skaftafell

Skaftafell

                    @ Ingrid Mohr


Skipið var  smíðað fyrir Skipadeild SÍS í Büsumer Schiffswerft , Büsum í Þýskalandi 1971.Það mældist 1416.ts.1740.dwt. Loa:76.20.m brd:12.40.m Skipið var aðallega í Ameríkuflutningum með frosið. SÍS selur skipið 1988 og fær það nafnið Shun Sang No 8.1992 fær skipið nafnið Vasco Reefer, 1995 Img.5  2008 FERNANDO Nafn sem það ber í dag undir fána Tælands

Skaftafell

                                                                                                  © Þór Jónsson

 Hér sem FERNANDO


Og hér er svolítið áhugavert í lokin  sem Jón Ólafur Halldórsson benti mér á

http://www.albinomoran.com/am2/am.asp?page=details&codship=10179&lang=en

 
Lokað fyrir álit

29.11.2012 00:06

1971 fékk Skipadeildin þrjú skip. Það fyrsta sem kom á því ári var Litlafell annað skipið með því nafni hjá deildinni. Í dagblaðinu Tímanum 17-08-1971 segir m.a:"Aldarfjórðungur er nú liðinn síðan íslenzki fáninn var dreginn að húni á fyrsta skipi Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Hvassafelli. Það var 12. ágúst 1946, sem þessi merkisatburður í sögu samvinnuhreyfingarinnar á íslandi gerðist, en með honum hófst kaupskipaútgerð Sambands íslenzkra Samvinnufélaga. Skipadeild SÍS gerir nú út sjö flutningaskip.

Hér er Litlafell sem Sioux

                                                                         © Hans-Wilhelm Delfs

Tvö flutningaskip eru nú í smíðum fyrir Sambandið en skipadeildin hefur orðið að fá leiguskip til flutninga til að anna verkefnunum, sem fara stöðugt vaxandi. Hlutverk flutningaskipa Sambandsins hefur frá upphafi verið, að sinna fyrst og fremst flutningum fyrir kaupfélögin og Samband íslenzkra samvinnufélaga. Sambandsskipin hafa jafnan, eftir því sem aðstæður hafa leyft, siglt með vörur beint frá útlöndum til viðtakenda vara úti á landi, og rekstur, stærð og gerð skipanna hefur verið við það miðuð að sú þjónusta gæti orðið sem bezt, enda hefur hún mælzt mjög vel fyrir hjá fólki úti um landsbyggðina.


Á síðasta ári komu skip Sambands íslenzkra samvinnufélaga á 55 innlendar hafnir og til 22 landa. Þá hafa sambandsskipin oft tekið að sér verkefni í flutningum fyrir aðrar þjóðir. Áhafnir skipanna, íslenzkir farmenn, hafa fullkomlega reynzt þeim vanda vaxnir að sigla erlendis og í þágu erlendra aðila, en hins vegar hefur reynzt erfitt að fá íslenzka sjómenn til að vera langdvölum fjarri heimahögum. Eiga sjálfsapt flestir íslendingar auðvelt með að skilja það. En skipadeild SÍS hefur átt því láni að fagna í starfi, að til hennar hefur valizt afbragðs starfsfólk, bæði til farmennsku og annarra starfa. Fyrstu árin var skipaútgerðin ekki sérstök deild í starfsemi Sambandsins, en frá stofnun skipadeildar SÍS hefur Hjörtur Hjartar verið framkvæmdastióri deildarinnar, og rekið hana af miklum skörungsskap.Hér sem Litlafell

                                                                                                            © Hawkey01 Shipsnostalgia

Skipið sem var byggt hjá Lindenau GmbH,Schiffsvert & Maschinefabrik. Sem Sioux Skipið mældist:886 ts. Loa:6118.m  brd:9.84.m. Skipadeild SÍS kaupir skipið 1971. Það selur svo skipið 1982 Þyrli h/f ( Sigurður Markússon skipstj.)í Reykjavík og fær það nafnið Þyrill Skipið svo selt Olíuskipum h/f í Reykjavík 1984 og fær skipið nafnið Vaka.Seinna það ár var skipinu lagt það það svo selt úr landi1990 ? Þar fær það eftritalin nöfn1990:Tarina 1997 Ramona og 1999 HalmiaNafn sem það bar til enda undir sænskum fána.En þetta segja mín gögn um skipið nú:"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 24-01-2012)


                                                                                      @ Graham Moore.
Hér sem Vaka

                                                                                                   © yvon Perchoc

                                                                                               © Quasider Sea the ship


                                                                                                      © Quasider Sea the ship

Hér sem Tarina

                                                                                               © Capt.Jan Melchers

                                                                                        ©  Andreas SpörriHér sem Halmia Nafnið sem skipið bar síðastLokað fyrir álit

28.11.2012 18:18

Mælifell

"Nokkru áður en Hamrafellið hvarf af vettvangi, eignuðust Sambandið og Olíufélagið lítið oliuskip,Stapafell, sem kom til landsins árið 1962. Hvassafellið var selt árið 1964, en það sama ár var Mælifell keypt" Sagði Hjörtur Hjartar í blaðaviðtali 1971 Og hann hélt áfram "Á þessu 25 ára skeiði hafa orðið margs konar breytingar á flutningaþörfum íslendinga. Kol, salt og sement eru ekki lengur meginverkefnin. Hins vegar hafa áburður og fóðurbætir orðið allfyrirferðarmiklir liðir í flutningunum, en vænta má að innan tveggja ára verði áburðurinn að meginhluta framleiddur í landinu sjálfu. Á fyrstu árum Skipadeildar voru Miðjarðarhafsferðir tíðar, en þangað var þá fluttur saltfiskur. Einnig var síldarútflutningur síldarmjöl og saltsíld  verulegur þáttur útflutningsins. Skipin fóru stundum skemmtilegar ferðir, sem vöktu athygli á sínum tíma, til dæmis saltfiskferðir til Brasilíu og skreiðarferðir til Nígeríu, sem voru lengstu ferðir íslenskra skipa. Áhafnir skipanna hafa yfirleitt reynst þeim vanda vaxnar að sigla erlendis, en samt hefur á þvi borið, að íslendingar eru óvanir að vera langdvölum fjarri heimahögum. Er þess ekki að vænta, að við getum með árangri tekið þátt í samkeppni á heimsmarkaði nema breyting verði á í þessu efni.

Hér sem Mælifell


Úr safni Óskars Franz @ Ókunnur

Á síðustu árum hef ur haf ís valdið miklum erfiðleikum, ekki sízt við rekstur Sambandsskipanna, sem gegna því meginhlutverki að sigla til liðlega 50 hafna
kringum landið. Því er ekki að neita, að siglingar á þessar hafnir eru oft ákaflega
erfiðar og reyna mjög á hæfileika skipstjórnarmanna. Hafnarskilyrði eru víða mjög slæm og stundum hefur verið teflt á tæpasta vað til að koma vörum á áfangastað. Hefur þetta oft og tíðum leitt til skemmda og tjóna á skipum, sem aftur hefur haft áhrif á rekstursafkomu Skipadeildar. Um það er þó ekki að fást.Skipunum var ætlað þetta hlutverk, og því verða þau að sinna svo vel sem aðstæður framast leyfa". Svo mörg voru þau orð þessa fv forsvarsmanns annarar af stærstu kaupskipaútgerðar landsins

Hér sem Mælifell


Úr safni Óskars Franz @ Ókunnur

Skipið  var byggt hjá Aukra Bruk, Aukra Noregi sem Mælifell fyrir Skipadeild SÍS 1964. Skipið mældist: 1879.0 ts 2740.0 dwt. Loa: 88.90.0 m brd: 13.70 m. . Skipadeildin selur skipið 1985,  Manchuria Cia Naviera SA San í Lorenzo Honduras og fær það nafnið Langeland.  Það er selt innanlands í Honduras1987 Kaupandi: Silenia International Trade S de RL Skipið heldur nafni.1988 er skipinu breitt í "cement carrier" 1989 er það selt   Helga Sg Co Ltd á Möltu og fær nafnið:Scantrader. Skipið sigldi svo frá Bilbao 11-01-1990  áleiðis til Sharpness með sement í "bulk" Það sást ekki meir og með því fórust 12 menn

Hér sem Mælifell

                                                                                           ©

                                                                            @ Graham Moore.Hér sem Mælifell


                                                                                                                    @Graham Moore.

Hér sem Langeland                                                                                                                    @Yvon Perchoc

Hér sem Scantrader                                                                                                                                  @Henk Kouwenhoven
Lokað fyrir álit

28.11.2012 15:51

Stapafell

Hér eru orð sem skrifuð voru fyrir rúmum fjöritíu árum. Mér finnst satt að segja þessi orð eiga fullt erindi inn í nútímann. Leyfum hinum reynda skiparekstursmanni Hirti Hjartar að hafa orðið áfram og grípa niður í viðtal við hann í Samvinnunni 1971 í tilefni 25 ára afmæli Skipadeildar SÍS: "Nokkru áður en Hamrafellið hvarf af vettvangi, eignuðust Sambandið og Olíufélagið lítið oliuskip,Stapafell, sem kom til landsins árið 1962. Hvassafellið var selt árið 1964, en það sama ár var Mælifell keypt

 
                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Reynslan hefur fært okkur heim sanninn um það, að fyrir þjóðfélagið í heild er ákaflega mikilsvert, að kaupskipaflotinn sé hæfur til að gegna ætlunarverki sínu. Framleiðsluhættir hérlendis eru sveiflukenndir, og stundum kemur fyrir að verkefnin eru meiri en svo, að innlendi skipastóllinn valdi þeim. Þarf þá að grípa tll erlendra leiguskipa.


                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Oft hefur það komið áþreifanlega í ljós, að erlendir skipaeigendur hafa glöggt auga fyrir því, hverjar eru þarfir íslendinga, og hækka gjarna flutningsgjöldin til hins ýtrasta þegar sá gállinn er á þeim. Þar við bætist, að þeir hafa ekki áhuga á að sigla til íslands í skammdeginu eða á timum þegar allra veðra er von. Þá leita þeir gjarna á sólríkari og veðurblíðari mið. Það er því á engan að treysta til fulls í þessu efni nema eigin framtak og fyrirhyggju.

                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Skipið var byggt hjá  Kremer Sohn í Elmshorn þýskalandi 1962 sem Stapafell  Fáninn var íslenskur Það mældist:  895.0 ts, 1144.0 dwt. Loa: 63.30. m, brd: 9.70. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1978 MARK VIII - 1985 PRIMA - 1987 AGIA THALASSINI - 1989 PANAGIA SPILIANI - 1991 LUCKY S. Nafn sem það bar síðast undir fána Panama En þetta segja þau gögn sem ég hef undir höndum nú um skipið "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 09-08-2010)" Síðasti rekstraraðilinn virðist hafa verið grískur

Lokað fyrir álit

27.11.2012 16:09

Hamrafell

Svo er það "supertankarinn" Hamrafell. Sem skipadeild SÍS keypti notað 1956. Skipið var byggt hjá Deutsche Værft Finkenwarde Þýskalandi 1952  fyrir M. Mosvold í Noregi Hlaut nafnið Mostank.Það mældist 11349 ts, 16730 dwt. Loa: 167.40.m brd  20.80.m.SÍS kaupir skipið sem áður var sagt 1956.Ég man hvað maður leit upp til þeirra Jóns Dan, Einars Eggerts og Lalla Gunnólfs og þessara kalla sem maður kannaðist við úr áhöfninni sem oftar er ekki"slæddust" um borð í Akraborgina.Þegar þeir komu í land af  lóðsbátunum.Ég hugsa að það sé ekki allfjarri sannleikanum þegar ég fullyrði að á fáu farskipi íslensku hafi jafn margir farmenn stigið sín 1stu spor í farmennskunni um borð.Þegar svo Rússar náðu einokun á olíuflutningunum milli landana minnkaði þörfin fyrir þessa stærð af olíuflutningaskipum Skipið var svo að lokum eingöngu í siglingum erlendis og var það síðan selt  Lajas Cia de Nav Indlandi 1966. Og fær nafnið Lajas.Það er svo selt innanlands The Shipping Corp í Bombay og fær nafnið Desh Alok Það er svo rifið í Bombay  1974

Hér er mynd sem sagt er að skipið í baksýn sé Hamrafell jafnvel í byggingu                                                                                                        @ AndiDandi

Við skulum heyra hvað Hjörtur Hjartar hafði um skipið að segja í viðtali við Samvinnuna 1971:"Árið 1956 var efnt til stærsta átaks í siglingasögu samvinnumanna, þegar ráðist var í kaup á Hamrafelli. Um þetta leyti voru heildarflutningar til landsinsmilli sjö og átta hundruð þúsund tonn, og af því voru olíur nálega helmingur.Reynslan hafði fært íslendingum heim sanninn um það, bæði á stríðs- og friðartimum, að óhyggilegt væri að vera öðrum háður um flutninga á varningi til landsins. Þess vegna meðal annars voru almennu flutningaskipin keypt og rekin af íslendingum sjálfum. Olían var jafnþýðingarmikill þáttur í rekstri þjóðarbúsins og hver annar. Það gaf því auga leið, að óhyggilegt væri að láta útlendinga hafa í sínum höndum allt að 50% af öllum flutningum til landsins. Þetta hvatti Sambandið og Olíufélagið til að ráðast í það stórvirki að kaupa 17.000 smálesta skip. Hamrafellið var afhent 21. september og kom til landsins í fyrsta sinn 9. desember 1956.

Hér sem Mostank


                                                                              © photoship

Ýmsum þótti í stórt ráðizt, og var talið óvíst að íslenzkir farmenn réðu við að stjórna slíku skipi, stökkva þannig úr 2000 upp í 17.000 tonna stærð fyrirvaralaust. En sá ótti reyndist með öllu ástæðulaus, því á daginn kom, að íslenzkir farmenn réðu fyllilega við verkefnið. Hamrafellið var fyrst og fremst ætlað til að efla sjálfstæði íslands í siglingamálum. Það hafði ekki liðið nema stuttur tími frá komu skipsins, þegar í ljós kom hve dýrmætt var fyrir þjóðina að geta haft olíuflutningana í eigin höndum. Hamrafellið annaði nálega helmingi af olíuflutningum landsmanna.

Hamrafell


                                                                                                        @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia


Þegar átökin urðu fyrir botni Miðjarðarhafs og Egyptar slógu eign sinni á Súezskurð 1958, hækkuðu flutningsgjöld á olíu fyrirvaralaust. íslendingar voru þá
bundnir samningi við Rússa um oliukaup, en í ljós kom, þegar átökin áttu sér stað
og í framhaldi af þeim, að Rússar réðu ekki við að koma olíu til íslands, svo  tryggt mætti teljast, en útlendir skipaeigendur vildu fá a. m. k. 220 shillinga á tonn fyrir að flytja olíu til íslands, og voru þó vart fáanlegir. Við gerðum þá samkomulag við íslenzk stjórnvöld um að Hamrafellið flytti ákveðið magn fyrir 160 shillinga á tonnið. Hér gerðist þvi það tvennt samtímis, að íslendingar gátu forðast hæstu sveiflurnar, sem virtust vera framundan vegna átakanna, og að þeirra eigin skip gat sinnt þýðingarmiklu verkefni í flutningakerfi þjóðarinnar. Sem betur fór urðu átökin við austanvert Miðjarðarhaf ekki langvinn og farmgjöld lækkuðu áður en mjög langt
leið. Enda þótt eigendur Hamrafells hefðu samið um verulegan afslátt frá markaðsfragt var ákveðið að halda ekki fast við 160 shillinga á tonnið þegar heimsmarkaðsverðið fór niður fyrir þá upphæð.

Hamrafell

                                                                                     © Sjohistorie.no
Á næstu árum var Hamrafellið stundum í flutningum milli íslands og Rússlands, og voru íslenzku olíufélögin mjög ánægð með þjónustu þess, því segja má að það fylgdi klukkuslætti, hvenær skipið kom til landsins, á sama tíma og til stórvandræða
horfði einatt hjá öðrum aðiljum, sem önnuðust flutninga. Hamrafellið varð því snemma vinsælt skip og sannaði, að betra er sjálfum sér að treysta en sinn bróður að biðja, og á það ekki síður við um siglingar en önnur svið mannlífsins. Þegar kom fram á árin 1964 og 1965, höfðu olíufarmgjöld lækkað mjög verulegaog þá höfðu Rússar boðizt tll að sjá um flutninga á olíunni til íslands


                                                                               Úr safni Óskars Franz


Á þessu skeiði var Hamrafellið að nokkru leyti við flutninga frá Batum til íslands, en að meginhluta varð það að leita verkefna annars staðar. í árslok 1965, þegar gerður var samningur við Rússa um olíuflutninga 1966, var eftir því leitað af eigendum Hamrafells, að skipið fengi verkefni við olíuflutninga frá Rússlandi, og var þá boðið af okkar hálfu mjög lágt farmgjald, sem einungis miðaðist við kostnaðarverð á rekstri skipsins. Rússar buðu hins vegar nokkru lægri fragt, því á þessu tímabili höfðu þeir áhuga á að selja hingað olíu og flytja hana sjálfir. Þáverandi ríkisstjórn hafði ekki áhuga fyrir því að nota íslenzka skipið, enda þótt ljóst lægi fyrir, að mismunurinn á tilboði Rússa og eigenda Hamrafells svaraði til þess, að fórna þyrfti einum eyri á hvern lítra af benzíni og olíu, ef íslenzka tilboðinu væri tekið. Þetta leiddi til þess, að raunverulega var búið að dæma Hamrafellið úr leik frá verkefninu sem því var ætlað að sinna. Undangengin ár höfðu leitt af sér reksturshalla, og þegar erlendur aðili hafði tryggt sér olíuflutninga til landsins um ófyrirsjáanlegan tíma, sáu eigendur Hamrafells sér ekki annað fært en taka þeirri staðreynd. Var því brugðið á það ráð að selja Hamrafellið seint á árinu 1966.

Hamrafell


                                                                                  Úr safni Óskars Franz
Þar með var lokið fyrsta átaki íslendinga til að taka þennan þátt samgöngumálanna í sínar hendur. Nokkrum mánuðum eftir að Hamrafellið hafði kvatt Ísland, kom greinilega í ljós, að sinnuleysi eða óvild stjórnvalda i garð þessa þáttar íslenzks efnahagsöryggis og atvinnusjálfstæðis varð að gjalda dýru verði. Aftur kom til átakavið Miðjarðarhafsbotn. í júní 1967 brauzt út svokallað sex-daga-stríð. Afleiðingarnar hafa orðið þær, að um það bil fjögur ár hafa flutningsgjöld á olíum verið mjög há og stundum hærri en á stríðsárunum. Þótt hlutur fslendinga í olíuneyzlu sé smár, hlýtur það að hafa glatt erlenda skipaeigendur, að íslendingar voru að öllu leyti upp á aðra komnir í þessu efni, þannig að mikill hagnaður af flutningunum rann í þeirra vasa, en varð ekki eftir hjá íslendingum sjálfum. Saga Hamrafells er kapítuli út af fyrir sig í sögu skipareksturs samvinnumanna og annarra íslendinga og vissulega dapurlegur endir hans." Svo mörg voru þau orð í bili
Lokað fyrir álit

27.11.2012 15:24

Meira Helgafell

Guðmundur Guðlaugsson vakti athygli mína á tveim flottum litmyndum af Helgafelli I Ég átti fyrri myndina í safninu en hreinlega gleymdi henni í gær. En þá neðri hafði ég ekki séð svo ég muni. Ég hef ekki náð í eiganda myndarinnar en vonandi fæ ég leyfi hjá honum þegar það skeður. Efri myndin er tekin í Hamborg eins og flestir farmenn þekkja. Hin er tekin er skipið er að koma inn til Rotterdam                                                                                                                    @Predrag Pavic

                                                                                                                    @ barny Ships Nostalgia
Hér sem Susan

Lokað fyrir álit

26.11.2012 23:23

Helgafell

Það má segja að það hafi verið skammt stórra höggva á milli hjá Skipadeildinni 1954. Litlafell keypt um vorið og Helgafell kom nýtt til landsins um haustið.Mér hefur alltaf funndist Arnarfell fallegra (rennilegra) en Helgafell. Þar erum við ekki sammála ég og Heiðar Kristins. En ég virði hans skoðun og játa líka fúslega að Helgafell var miklu meira skip. Eða eins og Heiðar segir En mér hefur alltaf fundist  Helgafell ásamt Kötlu og Arnarfell vera með fallegustu skipinum í þess tíma íslenska flutningaskipaflotanum

Helgafell


                                                                                       © söhistoriska museum se

Skipið var byggt í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð.1954 sem Helgafell Fáninn íslenskur Það mældist 2194.0 ts 3250.0 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið  Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988

Helgafell


                                                                                       © söhistoriska museum se


                                                                                       © söhistoriska museum se

                                                                                       © söhistoriska museum se

                                                                                       © söhistoriska museum se


                                                                                          © photoship


                                                                                            @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia


                                                                                                @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia

Og svo er hér ein litmynd fyrir minn góða vin Heiðar Kristinns sem var á sínum tím bæði stm og skipstjóri á skipinu

                                                                                          © photoship
Lokað fyrir álit

26.11.2012 18:59

Meira af Skipadeildinni

Litlafell var næsta skip Skipadeildariinar og fyrsta skipið sem keypt var notað Við skulum grípa niður í viðtal við Hjört Hjartar framkvæmdarstjóra Skipadeildar SÍS á 25 ára afmæli hennar. Viðtalið birtst í Samvinnunni tímariti Samvinnumanna 1973:"Árið 1954 hefst fyrsti kapítuli í olíuflutningasögu kaupskipaflota Sambandsins.Það gerðist á örfáum dögum, að ákveðið var að kaupa Litlafell. Eitt af fyrstu verkum Vilhjálms Þórs eftir að hann kom til Sambandsins var að stofna til reksturs Olíufélagsins h.f. Meginverkefni félagsins var að byggja upp birgðastöðvar úti á landsbyggðinni og sjá um dreifingu olíu með öruggum hætti.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Samvinnumenn
réðu hins vegar ekki yfir flutningatækjum og urðu að leita til annarra um flutninga til hafna kringum landið. Auðsætt var, að hvorki var fyrir hendi afkastageta né kannski heldur samstarfsvilji annarra aðilja til að hjálpa til við þessa flutninga. Olíuflutningar voru þá í höndum einkareksturs og lítið skip í eigu ríkisins. Þegar séð varð, að flutningaþörfin mundi aukast, var það einn góðan veðurdag þegar ég ræddi við Vilhjálm Þór, að hann sendi skeyti til viðskiptasambanda okkar í Gautaborg og bað um að leitað bað um að leitað yrði að hentugu þúsund tonna skipi sem hægt væri að fá keypt í skyndi.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Nokkrum
dögum síðar lá fyrir tilboð um nýlegt  sænskt olíuflutningaskip, sem hét Maud Reuter, og örfáum dögum síðar var ég kominn til Svíþjóðar að skoða skipið, og þar var endanlega gengið frá kaupunum Litlafell kom til landsins 12. marz 1954 og var sameign Olíufélagsins og Sambandsins.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Það gegndi mjög þýðingarmiklu
hlutverki við olíudreifingu á ströndinni, þar til það var selt á þessu ári (1973) eftir 17 ára þjónustu. Þá gerðist það aftur með sáralitlum fyrirvara, að Olíufélagið og Sambandið keyptu nýtt Litlafell, að vísu nokkru stærra en það fyrra, sem gegna á sams konar hlutverki. Áhöfnin fékk það ánægjulega verkefni að fara út með gamla skipið og koma heim á nýju Litlafelli.

Litlafell


                                   Úr safni Samskip

Skipið var byggt hjá Nörrköpings Varv í Nörrköping Svíþjóð 1950 sem MAUD REUTER Fáninn var sænskur Það mældist: 803.0 ts, 879.0 dwt. Loa: 65.60. m, brd: 9.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum; 1954 LITLAFELL - 1971 POLYXENI - 1973 GLAROS - 1975 MARK III  Nafn sem það ber í dag undir fána Honduras En þetta segir í gögnum sem ég hef aðgang að um skipið "No Longer updated by (LRF) IHSF (since 05-08-2010)"

Lokað fyrir álit

25.11.2012 13:15

Dísarfell

Og skipastóll Skipadeildarinnar jókst Dísarfell var næsta skip en nú voru það Hollendingar sem byggðu fyrir þá. Og árið var 1953

Dísarfell


                                                                                                   @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia


Skipið var byggt hjá  Scheepsbouwwerf & Machinefabriek í Hardinxveld Hollandi 1953 sem Dísarfell Fáninn var íslenskur Það mældist:  642.0 ts, 900.0 dwt. Loa: 69.00. m, brd: 10.90. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1973 IOANNIS H. - 1980 MOTHER FLORA - 1980 EVANGELOS MICHAELIDES Nafn sem það bar að síðustu undir grískum fána Skipið var rifið í Grikklandi 1988

Dísarfell
                                                                © söhistoriska museum se


                                                                © söhistoriska museum se

                                                                © söhistoriska museum se

                                                               © söhistoriska museum se

                                                              © söhistoriska museum se

                                                              © söhistoriska museum se
Lokað fyrir álit

25.11.2012 12:34

Jökulfell

Eins og sagði í færslunni í gær var stutt stórra höggva á milli hjá Skipadeid SÍS.Því tveimur árum eftir komu Arnarfells eða 1951 kom Jökulfell. Og aftur láta Sambandsmenn Svía bygga skip fyrir sig.Mér sjálfum hefur alltaf fundist Jökulfellið hefði þolað eina hæð til viðbótar í yfirbyggingu. Þegar aðeins er tekið tillit til "fegurðarsjónarmiða" ef svo skáldlega má að orði komast.Hefði maður snefil af þekkingu á "photoshop" eða hvað þetta heitir nú allt saman hefði verið gaman að garfa i því

Jökulfell


                                                                                                       © söhistoriska museum
Skipið var smíðað hjá Óskarshamn Varf í Óskarshamn Svíþjóð 1951 fyrir Skipadeild SÍS. Skipið mældist: 972.0 ts 1045.0 dwt. Loa: 72.80 m brd:11.30 m. Skipið var rifið  í  Aviles Spáni í des.1974

Jökulfell

                                                                            © söhistoriska museum se
Það vakti athygli þegar Jökulfellið kom til landsins, að þá var það leigt til flutninga
í annarri heimsálfu um sex mánaða skeið, sem var alger nýlunda. Það var leigt til bananaflutninga í Chile. Þessi nýstárlegi háttur hjálpaði til að afla gjaldeyris til að standa straum af háum greiðslum erlendis vegna skipanna.


Jökulfell


                                                                      Úr safni Samskip © ókunnur
Lokað fyrir álit

24.11.2012 20:20

Arnarfell

Á fyrstu árum skipareksturs Sambandsins var mikil þörf fyrir stækkun kaupskipaflotans, þvi þá voru stór verkefni leyst af erlendum skipum. íslenski kaupskipaflotinn var lítill. Sambandið hafði innlend og erlend leiguskip til að leysa ákveðin árstíðabundin verkefni. Kolaflutningar voru geysistór liður, sementsflutningar skiptu þúsundum smálesta, og saltfiskflutningar voru einnig mjög stór liður, enda var þá frystihúsarekstur til nýtingar sjávarafla á frumstigi. Siðan var látið skammt stórra högga á milli hjá Sambandinu. Á næstu 8 árum fjölgaði skipum þess upp í 6. Arnarfell var smíðað í Svíþjóð 1949,

Arnarfell


                                                                                                            @  hawkey01                                                                                                                                                                          

Skipið var byggt hjá Sölvesborgs Varvs & Rederi í Sölversborg Svíþjóð 1949 sem Arnarfell Fáninn var íslenskur Það mældist: 1381.0 ts, 2300.0 dwt. Loa: 88.80. m, brd: 12.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum; 1973 ALEXIA - 1979 ELAFRI  Nafn sem það bar síðast en það var rifið í Grikklandi 1983 þá komið undir Grískan fánaArnarfell


                                                                                                                          @Malcolm Cranfield


                                                                  © söhistoriska museum se                                                                     © söhistoriska museum se


                                                                        © söhistoriska museum se
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221669
Samtals gestir: 579387
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:32:54
clockhere