28.11.2012 18:18

Mælifell

"Nokkru áður en Hamrafellið hvarf af vettvangi, eignuðust Sambandið og Olíufélagið lítið oliuskip,Stapafell, sem kom til landsins árið 1962. Hvassafellið var selt árið 1964, en það sama ár var Mælifell keypt" Sagði Hjörtur Hjartar í blaðaviðtali 1971 Og hann hélt áfram "Á þessu 25 ára skeiði hafa orðið margs konar breytingar á flutningaþörfum íslendinga. Kol, salt og sement eru ekki lengur meginverkefnin. Hins vegar hafa áburður og fóðurbætir orðið allfyrirferðarmiklir liðir í flutningunum, en vænta má að innan tveggja ára verði áburðurinn að meginhluta framleiddur í landinu sjálfu. Á fyrstu árum Skipadeildar voru Miðjarðarhafsferðir tíðar, en þangað var þá fluttur saltfiskur. Einnig var síldarútflutningur síldarmjöl og saltsíld  verulegur þáttur útflutningsins. Skipin fóru stundum skemmtilegar ferðir, sem vöktu athygli á sínum tíma, til dæmis saltfiskferðir til Brasilíu og skreiðarferðir til Nígeríu, sem voru lengstu ferðir íslenskra skipa. Áhafnir skipanna hafa yfirleitt reynst þeim vanda vaxnar að sigla erlendis, en samt hefur á þvi borið, að íslendingar eru óvanir að vera langdvölum fjarri heimahögum. Er þess ekki að vænta, að við getum með árangri tekið þátt í samkeppni á heimsmarkaði nema breyting verði á í þessu efni.

Hér sem Mælifell


Úr safni Óskars Franz @ Ókunnur

Á síðustu árum hef ur haf ís valdið miklum erfiðleikum, ekki sízt við rekstur Sambandsskipanna, sem gegna því meginhlutverki að sigla til liðlega 50 hafna
kringum landið. Því er ekki að neita, að siglingar á þessar hafnir eru oft ákaflega
erfiðar og reyna mjög á hæfileika skipstjórnarmanna. Hafnarskilyrði eru víða mjög slæm og stundum hefur verið teflt á tæpasta vað til að koma vörum á áfangastað. Hefur þetta oft og tíðum leitt til skemmda og tjóna á skipum, sem aftur hefur haft áhrif á rekstursafkomu Skipadeildar. Um það er þó ekki að fást.Skipunum var ætlað þetta hlutverk, og því verða þau að sinna svo vel sem aðstæður framast leyfa". Svo mörg voru þau orð þessa fv forsvarsmanns annarar af stærstu kaupskipaútgerðar landsins

Hér sem Mælifell


Úr safni Óskars Franz @ Ókunnur

Skipið  var byggt hjá Aukra Bruk, Aukra Noregi sem Mælifell fyrir Skipadeild SÍS 1964. Skipið mældist: 1879.0 ts 2740.0 dwt. Loa: 88.90.0 m brd: 13.70 m. . Skipadeildin selur skipið 1985,  Manchuria Cia Naviera SA San í Lorenzo Honduras og fær það nafnið Langeland.  Það er selt innanlands í Honduras1987 Kaupandi: Silenia International Trade S de RL Skipið heldur nafni.1988 er skipinu breitt í "cement carrier" 1989 er það selt   Helga Sg Co Ltd á Möltu og fær nafnið:Scantrader. Skipið sigldi svo frá Bilbao 11-01-1990  áleiðis til Sharpness með sement í "bulk" Það sást ekki meir og með því fórust 12 menn

Hér sem Mælifell

                                                                                           ©

                                                                            @ Graham Moore.Hér sem Mælifell


                                                                                                                    @Graham Moore.

Hér sem Langeland                                                                                                                    @Yvon Perchoc

Hér sem Scantrader                                                                                                                                  @Henk Kouwenhoven
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 195
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 3880283
Samtals gestir: 532773
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 03:15:33
clockhere