Færslur: 2014 Júlí

31.07.2014 17:29

Frekjan

Lítum á forsíðu Vísis þ 12 ágúst 1940Um miðnættið Þann 12. ágúst árið 1940, þegar WW2 var í algleymingi, renndi lítil, nær hálfrar aldar gömul skúta upp að gamla hafnarbakka í Reykjavík. Var hér komin  Frekjan BA 271 undir stjórn Lárusar Blöndal skipstjóra að koma
heim til Íslands eftir 22 sólarhringa útivist frá Danmörku með sjö manna áhöfn
Þeir voru: Lárus Blöndal, skipstjórl, Gunnar Guðjónsson (skipamiðlari) stýrimaður, Gísli Jónsson (þv alþm.) 1. vélstj Björgvin Frederiksen (frkvstj.) 2. vélstjóri, Úlfar Þórðarson (augnlæknir) matsveinn, Konráð Jónsson (verzlm.) háseti og Theódór Skúlason (læknir) háseti. Höfðu menn þessir lokast inni í Danmörk  af ófriðarástæðum, en fengið leyfi þýzkra hernaðatyfirvalda til skipakaupanna og Íslandsferðar.

Farkosturinn Frekjan BA 271


                                                                                  Mynd skönnuð úr gömlum bókum © ókunnur

Gísli Jónsson keypti 32 lesta bát með 70 hestafla Gamma vél fyrir 8500 danskar kr. Seljandi var hálfáttræður skipstjóri ( Frederikshavn, Knudsen að nafni. Hét skútan eftir tengdaföður hans, Anders Morse. Mikla blessun kvað hann hafa fylgt skútunni þau 48 ár sem hann hefði stýrt hennl á Ægisslóð, en það var ekki síst að þakka tréklossa negldum framan á stýrishúsi, hvar hann var búinn að vera ( 40 ár eftir að Knudsen hefði þegið hann i lifgjöf frá skipsbrotsmanni, sem hann hafði bjargað af rekaldi i Norðursjónum. Þrivegis hafði Knudsen unnið til verðlauna fyrir hraðsiglingu f Englandsferðum á Anders Morse. Nokkuð var skútan illa útlítandi enda komin til ára sinna, smíðuð í Troense 1888 eða 52 ára gömul. Eftir að hafa dyttað að bátnum eftir föngum og gefið honum nafnið Frekjan, var haldið úr höfn með blessunar óskir Knudsens og Marfu konu hans. Lagt var upp frá Frederikshavn laugardaginn 20. júlí.

Skipshöfnin frá v Gunnar Guðjónsson skipamiðlari (1900-1992) Gísli Jónsson fv alþingismaður (1889-1970) Björgvin Frederiksen vélvirkjameistari (1914- 2003) Konráð Jónsson verslunarmaður (1901-1955) Theodór Skúlason læknir (1908-1970) Lárus Blöndal skipstjóri (1894-1954) Úlfar Þórðarson augnlæknir (1911-2002)

                                                                                        Mynd skönnuð úr gömlum bókum © ókunnur

Lá leiðin fyrst um tundurduflasvæði til Kristiansand [ Noregi, þar sem legið var í 5 daga. Síðar var haldið innan skerja norður með.ströndinni. Stansað var á nokkrum stöðum, svo sem: Lyngdalen, Langelandsvik, Stavanger, Haugasundi, Bergen og við Holmengraat var norska ströndin yfirgefin þann 4. ágúst og stefna tekin á Færeyjar.Eftir rúml. tveggja sólarhringa siglingu var komið til Þórshafnar. Frá Færeyjum var svo haldið þann 8. ágúst og snemma morguns sunnudaginn 11. ágúst renndi Frekjan fram hjá Heimakletti inn á Vestmannaeyjahófn eftir 61 klukkustundar ferð frá Færeyjum. Til Reykjavíkur kom svo skipið sem fyrr greinir 12.-13. ágúst eftir giftusama ferð um hættusvæði. Hér hlaut báturlnn sfðar nafnið Þerney RE 271 og var á skipaskrá fram til ársins 1950 og mun hafa dagað uppl inn við Elliðaárvog. Aðalmál bátsins voru: Loa::17.05 m. Brd: 4.90 m.
Lokað fyrir álit

30.07.2014 16:40

Hólmsteinn

Um klukkan 15 síðdegis föstudaginn þ 30. maí 1941 lagði vélbáturinn Hólmsteinn frá bingeyri af stað í róöur. Um klukkan 21 að kvöldi sama dags hitti vélbáturinn
Hulda frá Dýrafliði bátinn um 10 mílur undan Blakk, en síðan heflr ekkeit til hans
spurst. Veður var hið besta ftam á hvitasunnudag, en þá hvessti nokkuð af vestan og hélst svipað veður í tvo daga. Bar þó öllum saman um, að ekki sé hugsanlegt,
að báturinn hafl orðið fyrir nokkrum áföllum af völdum veðurs. Þegar það drógst langt fram yflr eðlilegan tíma, að báturinn kæmi að landi, var óttast um, að hann kynni að hafa orðið fyrir vélabilun, þvi að alvarlegra slys gátu menn ekki imyndað sér, að hefði hent hann, eins og veðri var háttað.Leit var svo hafln að bátnum.
Hófu hana bátar frá Þingeyri og Flateyri.

Þeir voru engin "stórskip" vertíðarbátarnir frá Vestfjörðum á þessum tíma m/b Vísir fann lóðir Hólmsteins


                                                                              Mynd úr Ritsafni Jóns Björnsonar Íslensk skip © ókunnur

Fann vélbáturinn Vísir frá Flateyri þá 60 af 136 lóðum Hólmsteins ca. 25 mílur norðvestur af Blakk, en einskis annars varð hann vísari, er geflð gæti vísbendingu um afdrif hans. Annan hvítasunnudag fóru svo bátamir Morgunstjarnan og Dagstjarnan frá Ísafirði í leit að Hólmsteini, en sú leit bar engan árangur. Næsta dag fór svo varðbáturinn Óðinn að leita bátsins, og aðfaranótt miðvikudagsins flaug flugvélin T. F. "Örn" fram og aftur meðfram Veslfjörðum og allt norður að ísrönd. Var skyggni svo frábærlega gott, að telja mátti lóðabelgi og uppihöld veiðiskipanna á miðunum. Samtímis hélt Óðinn áfram leitinni, en árangur varð sem fyrr enginn Þótti nú sýnt, að frekari leit væri árangurslaus og sorgleg vissa fengin fyrir því, að Hólmsteinn væri ekki lengur ofansjávar. Menn lætu sér helst detta í hug, að það hljóti að vera af völdum tundurdufls, sem hann hefir farizt.
Örlög Hólmsteinns eru hér

Ásgeir Sigurðsson frá Hnífsdal formaður,(1920) 
ókvæntur  en lét eftir sig son og aldraða
foreldraÓskar Helgi Jóhannesson (1918) Vélstjóri frá Ásgarðsnesi,
Þingeyri. Ógiftur og barnlaus en átti foreldra á lífi..Níels Guðmundsson (1918) frá "Grasi"við Þingeyri ókvæntur og barnlaus en átti móður á lifi.Guðmundur F. Krisijánsson(1919) frá Þingeyri.
Ókvæntur,barnlaus                                                                                                                                                                                                                Vélbáturinn Hólmsteinn ÍS 155 var einungis ársgamall þegar honum var sökkt í lok maí 1941. Áhafnarmeðlimir voru svo ólánsamir að þeir urðu varir við kafbátinn U-204 sem var á leiðinni til fundar við birgðaskipið Belchen skammt sunnan Grænlands. Kafbátsforingi U-204, Walter Kell, taldi að áhöfn Hólmsteins myndi gefa upp staðsetningu kafbátsins og þótti því vissara að sökkva honum. Hólmsteinn naut þess vafasama heiðurs að vera fyrsta skipið sem bæði Kell og kafbáturinn U-204 sökktu.

Birgðaskipið BELCHEN                                                                                                                   © Sjöhistorie.no

Skipið var smíðað hjá Götaverken í Gautaborg 1932 sem:SYSLA  Fáninn var:norskur Það mældist: 6367.0 ts, 9670.0 dwt Loa: 124.40. m, brd 16.90. m Skipið  gekk aðeins undir tveim nöfnum En 1940 tóku Þjóðverjar skipið hernámi og skírðu það BELCHEN Nafn sem það bar síðast undir þýskum fána 
HMS Aurora og HMS Kenya sökktu svo skipinu 3 júni 1941

Lokað fyrir álit

29.07.2014 21:06

Brúarfoss í sprenguregni 1940

Látum hugann reika 74 ár aftur í tímann. Árið er 1940 fyrsta heila ár WW 2 þá birtist  viðtal  í Sjómanninum  3 tbl 1940. Viðtalið var við ónefndan sjómann á ES Brúarfossi Og er færslan byggð í meginatriðum á þessu viðtali:"Þetta var lang versta ferðin okkar og tvimælalaust sú hættumesta, segir skipverjinn. Það tekur töluverðan tíma að átta sig á þvi, að við skulum vera komnir heim í friðinn og rólegheitin, sem þó eru með öðrum svip en verið hefir.Ferðin út gekk ágætlega og að koman til Liverpool var alveg eins og á friðartimum, að þvi undanskildu,að nú gaf að lita öðru hverju herskip og flugvélar, sem þó i engu létu sig skifta, að því er virtist, ferðalag þessarar litlu,íslenzku fleytu.

BRÚARFOSS I


                                                                                                                                         © photoship


En Adam var ekki lengi í Paradís. Eftir að okkur hafði tekisl að komasl klakklaust fram hjá ósýnilegum kafhátum, tundurduflum og flugvélum og komið var heilu og höldnu í höfn í Liverpool,byrjaði sá ægilegasti hildarleikur, sem ég býst við að nokkru sinni hafi fyrir augu og eyru íslenzkra sjómanna borið. Við höfðum ekki staðið við nema í einn sólarhring, er þessi djöflagangur byrjaði.Loftið virtist þrungið af öllum þeim óhljóðum, sem hægt er að framkalla, samfara sífeldri skolhríð og eldglæringum og ljóshlossum, er allt virtist Kvöldið eftir fyrstu loftárásina á Liverpool,heyrðum við um horð í Brúarfossi í útvarpinu frá Kaupmannahöfn, að sagt var frá miklum skemdum og ægilegu tjóni, sem árás þessi hefði valdið á Liverpool, einkum höfninni. En þetta var með öllu tilhæfulaust, þó merkilegt megi teljast. Engar skemmdir urðu á hafnarmannvirkjum, en smávægilegar skemmdir á húsum, að þvi er best varð séð og okkur var sagl. Okkur varð hugsað heim til vandamannanna, ef slíkar fréltir bærust þeim einnig gegnum íslenska útvarpið. Og við sáum í
anda kviðafulla og dapra kyrrð færast yfir heimilislíf og aðslandendur okkar heima.

BRÚARFOSS I


                                                                                          © Coll. R.Cox Sea the ships


En við því var ekkert að gera slíkt er hlutskipti aðstandenda þeirra sjómanna, er nú sigla til ófriðarlanda.Næstu nætur og daga voru gerðar ailmargar loftárásir á borgina. Við dvöldum alls í 27 daga á höfninni; alla þessa daga og á næturnar lika voru loftárásrmerki gefin. Árásarmerkin voru að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á dag að tveim dögum undanskildum  Aðalárásirnar voru gerðar að nóttu til. Sáum við glögglega kúlnaregnið frá loftvarnar byssunum og ótölulegan grúa byssusprengja  ásamt þeim mynda samfellda hringi i loftinu. Þegar þessi ófögnuður allur stóð yfir, var ekki um annað að gera en halda sig undir þiljum, því við og við lentu kúlnabrot á skipinu og lenti eitt þeirra í kassa á brúnni, er liggur utan um stýrisleiðsluna og sat þar fast.


Sigurður Gíslason (1890-1978) gæti hafa verið skipstjóri á  BRÚARFOSSI I umrædda ferð. Því hann var þar fastur 1 stm og með skipið lungan úr árinu 1940. Tók svo við því í des 1940 þegar Júlíus Teitur hætti alfarið með það. Sigurður stjórnaði svo skipinu fram í febr 1941 að Jón Eiríksson tók við þvíÖnnur lentu á spili og víðar um skipið. Hvert þessara brota hefði hæglega drepið mann eða stórsært, ef það hefði lenti á honum. Ég þarf þvi ekki að taka það fram, að meðan loflárásirnar slóðu yfir, hætti öll vinna og menn forðuðu sér. Á nóltinni reyndist erfitt með svefn þvi náttmyrkrið er aðalvörn óvinaflugvélanna. Þá demba þær yfir borgirnar, ef þær geta, hinum hvæsandi sprengjum sem þannig eru útbúnar, að á leiðinni niður til jarðar láta þær frá sér alls konar öskur, en springa svo, er til jarðar kemur sumar þó eftir misjafnlega langan tíma og valda miklum eyðileggingum. Þá eru eldsprengjurnar. Þær lýsa upp umhverfið þar sem þær fara um og valda eldsvoða, ef ekki tekst að slökkva i þeim á augabragði. Ein slík eldsprengja féll niður að nóttu til á að giska 50 metra frá okkur.

Hluti af höfninni LiverpoolSkipverjar á skipi, er þar var nær, réðu niðurlögum hennar á um tíu mínútum, var það rösklega að verið og varð því ekkert tjón af henni. Skömmu siðar féll sprengja á tígulsteinshús, er stóð um 100 metra frá okkur. Varð það að einni steinhrúgu, eins og gefur að skilja.Ég held að okkar hús myndu þola betur loftárásir heldur en tígulsteinshúsin, en vonandi kemur aldrei til þess, að á það reyni. Stundum, þegar mest gekk á, og okkur hafði ekki komið dúr á auga alla nóttina, þá ræddum við um það okkar á milli, að nú mundi lítið verða úr vinnu næsta dag. En er við að slikum nóttum liðnum hófum vinnu að morgni, þá gat að líta hvar sem farið var starfandi fólk eins og venjulega og mundi enginn trúa þessu, sem ekki hefir séð það sjálfur. Á daginn skruppum við stundum í land, þá einkum til að versla, kom það þá fyrir, að við urðum að leita til loftvarnabyrgja með íbúum borgarinnar. Margur skildi halda, að ósköp þessi hefðu haft þau áhrif, að fólk sæti þar hnípið með kvíðasvip en þvi fór fjarri

Eftir loftárás á höfnina í LiverpoolFólk skeggræddi þar saman um allt milli himins og jarðar rétt eins og það væri að bíða eftir strætisvagni eða járnbrautarlest. Svo þegar hættan var liðin hjá fór hver sína leið eins og gerist og allt virtist gleymt sem ollið bafði því, að farið var inn í loftvarnabyrgin. Sumir okkar fóru i bíó og hver skildi trúa því, að þar gat að líta myndir af bruna i London er stafaði frá loftárásum. Þannig var fólki sýnt, hvað í vændum getur verið. í loftárás einni leituðum við hælis í nýja stýrishúsinu okkar, sem er afleiðing síðustu samninga okkar og sem ætti að vera lögboðið á hverju skipi, svo mikið öryggi og þægindi veitir það okkur sjómönnum. Horfðum við á hvernig sprengjubrotin frá loftvarnabyssunum féllu að þvi er virtist i milljónatali til jarðar, á húsþök og skip og köstuðust þaðan aftur með miklu afli. Slafaði auðsjáanlega stórkostleg bætta af þeim.


Eftir loftárás á LiverpoolÖII forvitni, eins og t. d. okkar í stýrihúsinu  hefir hættu í för með sér, og ekki annað ráð vænna, en leita hælis og hreyfa sig hvergi á meðan hættan varir. En það er þreytandi og tekur á taugarnar, þegar ekki er og vinna verður á daginn á milli þess sem leita verður hælis undir þiljum. Við dvöldum þarna i 27 sólarhringa og af þeim var aðeins einn án loftárása. Þarf engum getum að þvi að leiða, að menn voru orðnir sáruppgefnir og svefnlausirmargir hverjir. Er ekki til of mikils mælst, að þessar ferðir lendi ekki alltaf á sömu mönnunum, heldur fari menn á víxl, því enn sem komið er, eru engar ferðir líkar þeim, sem hér hefir verið lýst. Öll skynsemi mælir með því, að skiftst sé á um að fara slíkar ferðir meðan óhjákvæmilegt er að fara þær, því heilsutjón biður þeirra, sem  að staðaldri standa í slíkum ferðum, þó ekkert óvænt komi fyrir og þá ekki síður heilsutjón fyrir aðstandendur þeirra, er lifa í stöðugum ótta heima" Þetta var meginefni greinarinnar

Lokað fyrir álit

28.07.2014 20:02

CITY OF FLINT

Í desember 1939 rak litla flösku í Akurvík á Reykjanesi við Reykjarfjörð á Ströndum.Valdimar Thorarensen fann hana. Í henni var bréf frá skipshöfninni á bandaríska flutningaskipinu CITY OF FLINT Þar sem þeir seggja frá að þýska Vasaorustuskipið  Deutschland hefði tekið skipið herfangi Bréfið var dagsett 8 okt.1939 og var þá skipið á leið til Þýskalands undir fölsku flaggi. En bak við þetta stutta bréf stóð töluvert lengri saga

CITY OF FLINT

                                                                                         © photoship

Og er hún hér í stuttu máli:"
SS «City of Flint» var flutningaskip sem tilheyrði bandaríkska verslunarflotanum.í eigu Moore-McCormack SS Co, New York
Það var fyrsta bandaríska skipið sem þjóðverjar tóku herfangi í WW 2 Það var undir stjórn Joseph H. Gainard skipatjóra Fyrsta snerting þess við stríðið var þegar skipshöfn þess tók við 200 skipbrotsmönnum af  SS Athenia 3 sept 1939

Vasaorustuskipið  Deutschland

                                                                                                        © photoship

En svo var það 9 okt sama ár var skipið 
lestað með 4000 tonnum af smurolíu  á leið frá New York til Bretlands og var rækilega merkt sem skip hlutlausar þjóðar að Vasaorustuskipið Deutschland  stöðvaði skipið 1200 sml  út frá New York.Þeir lýstu yfir að farmurinn væri "smygl" á leið til óvinalands og tóku skip og farm sem stríðsherfang.

CITY OF FLINT

                                                                                                                         © photoship

Áhöfnin teknir sem stríðsfangar Þýskir verðir sem settir voru um borð máluðu yfir öll bandaríks merki og einkenni og hífðu upp þýska fánann Til þess að reyna að forðast bretana í Royal Navy settu þjóðverjarnir stefnu á Tromsø Noregi sem þá  var hlutlaust. Norsk yfirvöld neituðu skipinu viðkomu þar g. Þjóðverjarnir settu þá stefnu á Múrmask og sögðu skipið bilað og þeir þyrftu nauðhöfn Rússar trúðu þessu ekki og neituðu skipinu aðgang að sínum höfnum.Þvi væri neyð um borð í skipinu væru bandaríkjamennirnir ekki "stríðsfangar"

CITY OF FLINT

                                                                                                        © photoship


Í millitíðinni fengu bretarnir áhuga á skipinu Þýska áhöfn skipsins reyndu aftur norska höfn og núna í Haugasundi Aftur neytuðu norsk yfirvöld og kölluðu þjóðverjana gíslatökumenn  En nú var Royal Navy alveg á hælum skipsins og áttu þjóðverjarnir ekki aðra möguleika en að gefast upp. Sem þeir gerðu fyrir norðmönnum með því að sigla inn til Haugasund. Þar sem bretar tóku svo skipið og fönguðu þjóðverjana Skipið var svo afhent Gainard skipstjóra aftur til stjórnar City of Flint hélt svo áfram að sigla um N-Atlantshafið þar 13. janúar 1943. Hér sjá allt um það

CITY OF FLINT

                                                                                    © photoship

Skipið var smíðað hjá American Intnl SB Corp í Hog Island USA 1920 sem:CITY OF FLINT Fáninn var:USA Það mældist:4963.0 ts, 7800.0 dwt. Loa: 122.20. m, brd 16.50. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fáninn var sá sami Nema þann stutta tíma sem það flaggaði þýskum fána

Lokað fyrir álit

28.07.2014 12:45

Vive le Vie

Þessi "skrautlega" einkasnekkja VIVE LE VIE leggur hér í Eyjum. Ég hef heyrt að sá sem á hana sé forríkur Svisslendingur úr lyfjageiranum.


VIVE LE VIE

                                                                                      © óli ragg

VIVE LE VIE

                                                                                     © óli ragg


                                                                              © óli ragg


                                                                                       © óli ragg


                                                                                © óli ragg


Lokað fyrir álit

28.07.2014 11:26

Skeður sennilega ekki oft

Þetta skeður ekki sennilega ekki oft
Lokað fyrir álit

27.07.2014 20:02

MATZ MAERSK

Ég hef verið að hugsa um ungar konur í stýrimannastétt sem ég kannast við Og ég er viss um ef einhver af þeim leitaði fyrir sér út í hinum stóra heimi eiga þær mikla möguleika. Við eigum,íslendingar einn skipstjóra hjá Maersk Line og því ættum við ekki að geta eignast annan. Og þá jafnvel af hinu kyninu. Ég er sannfærðu um að þær sem ég hef í huga myndu valda því vel. En þau eru engin "smásmíði" þessi nýju Triple E class skip Maersk Line

MATZ MAERSK 

                                                                              ©Vladimir Tonic (lappino)

Skipið var smíðað hjá DAEWOO SHIPBUILDING & MARINE ENGINEERING í GEOJE, S- Kóreu 2014 sem: MATZ MAERSK  Fáninn var:DIS Það mældist: 194849.0 ts, 196000.0 dwt. Loa:  399,00. m, brd 59,00. m Það tekur "aðeins" 18270  teus

MATZ MAERSK & ARNOLD MAERSK

                                                                                ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                                   ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                         ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                                         ©Vladimir Tonic (lappino)


                                                                                                © Jens Boldt

Lokað fyrir álit

27.07.2014 16:37

Inger og Ingibjörg

Þetta glæsilega skip lá fyrir Eiðinu í dag. Farþegarnir fluttir í land á ltilum bátum. Eyjan skartaði sínu fegursta og fullt var í allar útsýnisferðir um Eyjuna bæði land og sjóveg

Hér sem ROYAL PRINCESS


                                                                               © Michael Neidig

Skipið var smíðað hjá: Atlantique (Alsthom) íSt Nazair, Frakklandi 2001 sem: R EIGHT  Fáninn var:Líberíu Það mældist:30277.0 ts, 2700.0 dwt. Loa: 181.00. m, brd 25.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2003 MINERVA II - 2007 ROYAL PRINCESS - 2011 ADONIA Nafn sem það ber í dag undir Bermudafána 

ADONIA


                                                                                                                    © Michael Neidig

ADONIA

                                                                                                                   © óli ragg


                                                                                               © óli ragg


                                                                                                                 © óli ragg


                                                                                             © óli ragg

Á miðvikudaginn þ 23 júlí birtist þessi mynd í Eyjafréttum Og fékk ég leyfi há ritstjóranum til að birta hana hér. Hún er af stjórnendum Herjólf þann dag er hún var tekin. Á henni  eru frá vinstri Gísli Valur Gíslason yfirstýrimaður. Ivar Torfason skipstjóri Og Ingibjörg Brynjólfdóttir fyrsti stýrimaður. Meðalaldur í "brúnni" þarna var 33,3 ár.Ég vil óska þessu unga fólki til hamingu með þennan frábæra árangur En hvaða erindi á þessi mynd inn á færslu um skemmtiferðaskip? Jú það er algengara að karlmenn geri "karríer" sem skipstjórar en konur Nú vill svo til að frændur vorir og vinir færeyingar eiga eina af fáum konum sem eru skipstjórar á stórskipum.Og það skemmtilega við það að hún er frá Vestmannaí Færeyjum. Og heitir Inger og eigum við Vestmannaeyingar ekki að vona að "okkar Ingibjörg" feti í fótspor hennar.Þá von ber ég allavega í brjóst
 Ég þekki aðra unga konu sem er yfirstm á einu af "stóru" gámaskipunum okkar Og það mætti vel segja mér að í henni eignuðumst við fyrstu íslensku konuna sem skipstjóra á slíku skipi

INGER KLEIN OLSEN, heitir hún fullu nafni og er með Captain sem starfsheiti  fyrir framan nafnið Þessi glæsilega kona sem er frá Færeyjum (Vestmanna) stjórna einu af stærstu farþegaskipum heims.

                                                                                                      © Cunard Line
Skipið hennar Queen-Victoria


                                                                                                                      © Cornelia Klier


                                                                                                                      © Cornelia Klier
Lokað fyrir álit

26.07.2014 19:07

Loftárás á b/v Arinbjörn Hersir

Ef maður flettir Morgunblaðinu  á aðfangadag jóla 1940 blasir þetta viðSíðar í Janúar þegar skipið er komið heim ræðir fréttamaður Moggans við Skipstjórann Steindór Árnason

Steindór Árnason 1897-1986 var þekktur togaraskipatjóri
Það var að morgni þess 22. des eins og fyr hefir verið frá skýrt, að við skipverjar á Arinbirni heyrðum alt í einu að flugvél kemur yfir okkur og varpar tveim stórum sprengjum niður, sem komu báðar bakborðsmegin við skipið. Sprengjur þessar komu niður svo nálægt skipinu, að það hristist rétt eins og því hefði verið siglt á land á fullri ferð. Allir skipsmenn þjóta upp á þilfar. En við vorum rétt nýkomnir
upp, er flugvjelin hafði snúið við og kom yfir skipið aftur og varpaði enn tveim stórsprengjum. Var skipið stöðvað strax. Þegar flugvélin kom í annað sinn og allir voru ofanþilja, dundi vjelbyssuskothríð á skipinu og eins var skotið á okkur úr lítilli fallbyssu með sprengikúlum. í þessari umferð særðist einn maður, Guðjón Eyjólfsson, á handlegg, en aðrir ekki. Nú var farið að björgunarbátnum, sem var bakborðsmegin, og hann settur í sjó. 8 menn voru komnir í bátinn, þegar flugvélin
kom í þriðja sinn yfir skipið.


ARINBJÖRN HERSIRStórsprengjurnar hæfðu ekki, frekar en áður, en skipið þeyttist til á sjónum og nötraði eins og lauf í vindi.Vélbyssuskothríðin lenti mest á björgunarbátinn við skipshliðina og þá særðust þar 5 af þeim 8 mönnum, sem þar voru. Auk þess komu svo mörg kúlnagöt í bátinn, að hann hálffyltist á svipstundu af sjó. og flaut bara á flothylkunum. Nú fórum við, sem eftir vorum í skipinu, í björgunarbátinn os rérum lifróður frá skipinu, þeir sem verkfærir voru. En ekki var björgulegt í bátnum, sex menn særðir, ekki hægt að gera neitt að sárum þeirra, nema hvað við vorum að reyna að binda um þau stærstu með vasaklútum okkar og öðrum dulum, sem við höfðum Þeir sem verst voru haldnir lágu útaf á þóftunum. En allir báru sig vel.
Ekki heyrðist stuna né æðruorð frá nokkrum manni. Við fjarlægðumst togarann. Flugvélin hélt áfram að flúga yfir hann og varpa til hans sprengjum. Þrjár ferðir fór hún yfir hann eftir að við yfirgáfum skip Í hvert sinn héldum við að nú myndi vera komið hans síðasta. En altaf flaut Arinbjörn Sprengjuköstin sem hann fékk hafa ekki verið færri en 14. Gosstrókarnir sem komu af sprengjunum fóru oft jafnhátt siglutoppum skipsins. En eftir þessar 14 sprengjur hafa flugmenn víst ekki haft fleiri. Nokkuð var það,því þá hækkuðu þeir flugið og flaug vélin hátt í austurátt og var brátt úr augsýn. Þá snerum við til baka til togarans og fórum aftur um borð. Við lyftum hinum særðu upp á þilfarið, náðum í lyfjaforða skipsins og sáraumbíiðir og gerum við sárin eftir því sem við gátum.


Svona hefir SUPERMAN.sennilega litið út er atburðirnir gerðust 1940

                                                                                                                               © photoship


Nú ætlum við að sigla skipinu til lands. En það reyndist ekki mögulegt. Leki var kominn að því. Sjór var í vélarúmi og eldrými, allar leiðslur meira og minna bilaðar, og vélin komst ekki í gang. En loftskeyti gátum við sent og beðið um aðstoð. Eftir um 2 klst. kom til okkar dráttarbáturinn SUPERMAN. Við gátum ekki látið hann draga togarann til lands. Það hefði tafið hann of mikið. Hinir særðu þurftu að komast sem fyrst undir læknishendur. Þessvegna kölluðum við á annan dráttarbát til þess. Hann hét ENGLISHMAN, sem við fengum samband við. Hann átti að draga Arinbjörn til lands.Við yfirgáfum skipið og fórnm allir um borð í Superman. Því við gátum búist við því, að Arinbjörn myndi sökkva þá og þegar. Dælur hans var ekki hægt að nota. Dælupípan á skipshliðinni hafði líka. brotnað. Þar var gat á skipinu, sem sjór rann inn um. Við tróðum í það. Sjórinn í vélarúminu hefir komið þaðan. Það vissum við ekki. Vissum ekki hvaðan hann kom. En að við settum tappa í þetta gat, hefir bjargað skipinu. Við fórum frá skipinu, vegna þess að enginn nothæfur björgunarbátur var þar. Hinn báturinn, sem við ekki höfðum notað, hafði laskast á útleiðinni.

SUPERMAN á friðartímum

                                                                                                         © photoship

Það var vélbáturinn. Hæpið að hann hefði getað  flotið á flothylkjunumeins og hinn, ef til kæmi. Þegar dráttarbáturinn "Englishman" kom á yettvang var Arinbjörn horfinn. Í millitíðinni  hafði þar komið breskt herskip og dregið hann til Londonderry Mennirnir sem særðust voru: Jón Kristjánsson háseti, misti þrjár tær og hlaut nokkur minni meiðsli; Guðmundur Helgason háseti, fékk kúlu gegnum kálfann og auk þess nokkrar aðrar skrámur Guðmundur Ólafsson matsveinn, hlaut mörg sár af sprengikúlnabrotum víðsvegar um líkamann, en ekki stór; Guðjón Eyjólfsson háseti, hlaut sár í læri og handlegg ásamt minni skrámum af völdum sprengjuflísa; Ólafur Ingvarsson fjekk sprengjuflís í framhandlegg og minni háttar skeinur nokkrar; Marinó Jónsson 2. stýrimaður hlaut áverka á höfuð frá sprengjuflís. 

ENGLISHMAN,
                                                                                            © photoship

Það voru þeir Jón Kristjánsson og Guðm. Helgason, sem mest sár höfðu, og voru þeir kyrrir í Campeltown, bænum sem við komum til með "Superman", en 3 fóru til Glasgow á spítala þar. Marinó Jónsson fór ekki á spítala. Allir eru þeir særðu á góðum batavegi, og sumir sennilega albata nú.Hve hátt eða öllu heldur lágt flang flugvélin yfir skipinu? Jeg giska á að það hafi verið 25-50 metra. Alls ekki meira segir skipstjóri. Það er útilokað að flugmenn hafi ekki séð hverrar þjóðar við vorum. Þjóðfáninn blakti svo vel við hún. Hverjar skemdir reyndnst vera á skipinu? Það er ekki fullreynt enn. En þær eru margvíslegar. Þilfarið hefir gengið upp, og ákaflega. margt færst úr skorðum. Kompásarnir báðir höfðu losnað úr umgerðum sínum. Og t d. allir innviðir í lúgarnum eru lausir og úr skorðum. Ekki er enn farið að sjá, hvað hefir orðið að botninum. En skipið lekur talsvert, þó ekki væri meira en það, að við gátum árætt  að fara heim á því. Víð fengum líka afbragðs veður Þarna lýkur viðtalinu við Steindór skipstjóra.

Loftárás á skip
Í viðtali við Agnar Guðmundsson 1 stm á Arinbirni í öðru blaði segir hann samhljóða Steindóri frá árásinni. En segir m.a svona frá aðkomunni um borð í skipið aftur:" Eftir lauslega skoðun var skipið afhent skipstjóranum fyrir hönd eiganda, af viðkomandi "Naval Officer in Charge". Það var ljótt umhorfs um borð í Arinbirni, þegar við komum þangað.

Agnar Guðmundsson stýrimaður (1914-2002) varð seinna skipstjóri og skytta á HvalveiðibátumAllt var á tjá og tundri, og svo, að vart er hægt að lýsa með orðum einum. Við skoðunina kom einnig í ljós, að öll matvæli,siglingatæki eins og t. d. 2 sjónaukar, loflvog og vegmælir ásamt öðru lauslegu var horfið.Innsiglið var rofið og þaðan horfið það sem þar fyrirfannst, ennfremur allur fatnaður skipverja og vörur þær, sem beir höíðu keypt í Englandi. Eftir að búið var að standsetja það, sem nauðsynlega þurfti til heimferðarinnar, og leyfi fengið til heimferðar, var haldið á stað"
Lokað fyrir álit

25.07.2014 23:28

Fyrsta íslenska stórslysið í WW 2

Fyrsta íslenska skipinu sem sökkt var í WW2 var ekki sökkt með tundurskeyti tundurdufli eða neinu af þessum vitistólum heldur af ákeyrslu annars skips Þetta skeði 30 október 1940 þegar farþega ferjan DUKE OF YORK sökkti íslenska togaranum BRAGA út af Fleetwood þar sem 10 íslenskir sjómenn fórust. 3 björguðust  Togarinn BRAGI var þar með fyrsta íslenska skipið sem fórst af styrjaldarástæðum. WW2

Togarinn BAGIDUKE OF YORK


                                                                                                            © photoship

Þeir sem fórust með b/v BRAGASvona segist Þórði Sigurðssyni 2 stm sem var einn af þremur mönnum sem komust af þegar hann og annar sem af komst Stefán Olsen kyndari komu til Reykjavíkur með b/v Haukanesi þ 5 nóv Sá þriðji af skipbtrotsmönnunum Stefán Einarsson kyndari dvelur enn á sjúkrahúsi í  Fleetwood  "Ég hygg að klukkan bafi verið í kring um fimm á miðvikudagsmorguninn,þ 30 okt þegar áreksturinn varð. Þá voru allir undir þiljum, nema ég og Stefán Einarsson kyndri. Við vorum í brúnni og einnig var skipstjórinin nýkominn þangað úr "koju". Áreksturinn varð svo skyndilega, að þar var um að ræða augnablik, en ekki mínútar. Ég kastaoi mér taflarlaust í sjóinn og eins Stefán Einarsson, enda hallaðist skipið lundir eins og með svo miklum hraða að undrum sætti, og var komið á hvolf á örskammri stundu. Við Stefán héngum í einum bjarghring í sjónum, þar til okkur var bjargað um borð í Duke of York. Hversu lengi við vorum. í sjómum veit ég ekki, en þaö mun hafa verið góð stund. Við sáum ekkert til skipsfélaga  okkar og heyrðum ekkert. Nokkru eftir að okkur var bjargað náðist lík skipstjórans úr sjónum:"


Úr Mogganum 06-11-1940 Þess má geta að þórður Sigurðsson 2 stm var seinna fengsæll skipstjóri á Nýsköpunnartogurunum Austfirðingi og Ísólfi Og hann er faðir Ársæls úr "Sjálfstætt Fólk"

Frásögn Stefáns .Olsens kyndlara
var á þessa leið:"Við vorum 4 í káetunni og sváfum, þegar ég vaknaði skyndilega
við harðan dynk og að skipið kipptist til. Ég stökk tafarlaust fram úr kojunni og
upp á þilfar, en hentist þá til og út að borðstokkrium. Skipið hallaðist ákaflega hratt, og áður en ég vissi af, var ég kominn á kjölinn. Þar hélt ég mér uns mér var bjargað um borð í "Duke of York". Með mér í káettunni voru 1. stýrimaður, 1. vélstjóri og matsveinninn. Ég varð ekkert var við þá, og eru líkur til, þó að ekkert sé hægt aið fullyrða um það, að ég hafi verið eini maðurinn,sem komst upp úr
skipinu. Hinir félagarnir mínir hafa verið undir þiljum fram í. Ég varð aldrei neitt var við þá Báðir skýra þeir svo frá, að Stefán Einarsson kyndari hafi ekki meiðst, er slysið varð, en honum hafi orðið kalt, og sé hann að jafna sig í sjúkrahúsi í
Fleetwood. Frá öðrum heimildum hefir blaðið þær fregnir, að "Duke of York" hafi sigit fyrir fulium ljósum er áreksturinn varð, en ekki mun skipíð hafa sést frá togaranum fyrr en það var komíð svo að segja alveg að honum. Bragi sökk á örskammri stund.

Lokað fyrir álit

25.07.2014 21:18

Fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust af völdum WW2

Fyrsta eiginlega "touchið" sem íslenskir sjómenn höfðu við WW2 þar sem heil skipshöfn var í hættu var þ 2 mars 1940 þegar þýsk flugvél gerði árás á togarann SKUTUL ÍS  451 Úti fyrir A-strönd Englands 6-8 sml undan borginni Blyth "Árásin var gerð klukkan tæplega 05 á laugardagsmorgunn (2 mars) og var þá enn dimt af nóttu, að því er skipstjóri togarans, Lúðvík Vilhjálmsson,skýrði Morgunblaðinu frá í símtali í gærkveldi" (Birt í Mogganum 6 mars 1940) Og skipstjórinn heldur áfram frásögn sinni við fréttamanninn:"Skutull sigldi með fullum siglingarljósum, en mun hafa verið rétt fyrir framan breska kaupskipalest í herskipafylgd (Convoy).

Togarinn SKUTULL ÍS 451Einnig hélt skipstjórinn að 4 bresk skip hefðu verið fyrir framan "Skutul" og að þau muni hafa verið vopnuð. "Skutull" var ekki með vilja i herskipafylgd, enda sigldi hann, eins og áður er sagt, með fullum ljósum, en skipin, sem í kringum hann voru, höfðu engin Ijós uppi Þýska flugvélin kom alt í einu út úr myrkrinu.Var bún ljóslaus og flaug afar lágt fyrir ofan skipið, eða um tvær masturslengdir, að því er Lúðvík skipstjóri hélt. Skifti nú engum togum það sem
næst gerðist: Þýska flugvélin flaug stjórnborðsmegin aftur með og yfir skipið og varpaði niður sprengjum eða sprengju Lentu sprengjurnar eða sprengjan(skipverjar á "Skutli" vissu ekki hvort heldur var) í sjóinn rétt hjá togaranum og varð af mikill loftþrýstingur og rót.

Og skipstjóri hans Lúðvík Vilhjálmsson
Mun sprengjan hafa fallið rétt aftan við skipið.Um leið og flugvélin flaug yfir skipið létu flugmennirnir vélbyssuskothríð dynja á skipinu og sáu skipverjar eldglæringar frá vélbyssunni, en öll skotin fóru fram hjá skipinu og milli stjórnpalls og reykháfs. Sem sagt í sömu mund og þetta skeði komu tvær breskar flugvjelar frá landi og voru þær með fullum siglingarljósum er þær bar að.Réðust þær strax til atlögu við þýsku flugvélina og sáu skipverjar á "Skutli" eldglæringarnar frá skotunum í bardaganum, en um endalok bardagans vissu þeir ekki, vegna þess að loftorustan barst út í náttmyrkrið.Slökktu skipverjar á "Skutli" öll sín ljós og héldu áfram ferð sinni og urðu þeir ekki varir neins eftir það Hér lýkur frásögn Lúðvíks skipstjóra Ég held að skipshöfn b/v SKUTULS hafi verið fyrsta íslenska skipshöfninn sem fékk smjörþefinn af stríðinu Að vísu höfðun þegar þarna er komið sögu fjórir íslenskir sjómenn týnt lífi í því Þrír með norska flutningaskipinu BISP 23 jan 1940 og einn með danska flutningaskipinu FREDENSBORG 1 febr 1940

BISPÞessir menn fórust með BISP

Guðmundur Eiríksson 20 áraHaraldur Bjarnfreðsson 21 árs
Þórarinn S Thorlacius Magnússon 33 áraHér er svo sagt frá endalokum BISP

FREDENSBORG

                                                                         © Handels- og Søfartsmuseets.dk

                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Robert Malin Bender 31Hér má lesa um endalok FREDENSBORG
þetta voru fyrstu íslensku sjómennirnir sem fórust af völdum WW2 En þetta var aðeins byrjunin Röðin var ekki komin að íslensku skipunum að neinni alvöru
Lokað fyrir álit

25.07.2014 13:55

ATHENIA.

 

Ösköpin á N-Atlantshafi í WW2 byrjuðu eiginlega með þessu skipi ATHENIA. Sem þjóðverjar sökktu strax í byrjun stríðsins þ.e.a.s þ 03-09-1939 Siðan gat engin siglt óhultur um svæðið. Fórnfýsi og göfuglyndi þess tíma íslenskra sjómanna má aldrei gleymast. Það má segja að hver haffær dolla sem fannst væri málaður og  notaður til fiskflutninga til Englands.Ég held að yfirleitt þekki núlifandi íslenskt ungt fólk ekki til þessara mála. Geri sér enga grein fyrir þessum örlagaþrungu tímum Og viti ekki í hvað mikilli þakkarskuld það stendur við þess tíma far og fiskimenn Þar sem fiskimenn öfluðu verðmæts fiskjar sem þeir og farmenn fluttu svo til fólk í stríðshrjáðum löndum.Og kol og aðrar nauðsynjar til baka  Farmenn sáu svo um að ferja nauðsynjavörur til lands úr Vesturheimi.Svo þessi þjóð gæti skrymt Orðstír þessara menn má aldrei falla í gleymsku

ATHENIA

 

                                                                                                  © photoship

 

Skipið var smíðað hjá Fairfield SB & E Co í  Govan á Bretlandi 1923 sem ATHENIA  Fáninn var: breskur Það mældist: 13465.0 ts Loa: 160.40. m, brd 20.20. m Skipið gekk aðeins  undir þessu eina nafni og fána

ATHENIA

 

                                                                                                                     © photoship

 

 

 

Miklar deilur spruttu strax um örlög skipsins millin breta og þjóðverja Þeir síðarnefndu kenndu meira að segja Churchill um atvikið Í árásum þýskra blaða á Mr. Churchill var gefið í skyn að hann og upplýsingamálaráðherra Breta hafi sín á milli ákveðið að láta skjóta "Athenliu" í kaf, til þess að æsa upp almenningsálitið í Bandaríkjunum  gegn Þjóðverjum En hér má lesa um sannleikann í málinu


ATHENIA

 

 

 

                                                                                                        © photoship


 KNUTE NELSON skipið sem kom fyrst að ATHENIA 

 

                                                                                                  © Sjöhistorie.no

 

 

 

Skipið var smíðað hjá Odense Staalskibs í Odense Danmörk 1926 sem KNUTE NELSON  Fáninn var:norskur Það mældist: 7468.0 ts Loa: 132.90. m, brd 17.10. m Skipið gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána   En 27-09-1944: rakst skipið á tundurdufl og sökk Það skeði út af Obrestad en skipið var á leið frá Stavanger til Oslo. Níu menn fórust.

 

 

 

                                                                                                  © Sjöhistorie.no

 

Lokað fyrir álit

24.07.2014 16:42

Björgunarafrek íslenskra sjómanna í WW2

Fyrsta heila stríðsárið 1940 rann upp og Íslenskir sjómenn tóku strax þátt í Orustunni á N-Atlandshafinu. Og í fyrstu sem bjargvættar erlendra sjómanna. Var talið að þeir hafi bjargað eða veitt aðstoð 1112 erlendum sjómönnum þetta ár. Ég hef sagt frá björgun Bahia Blanca í Jan 1940 Næst er kannske happaför togarans ÓLA GARÐA Hinn 8. maí hjálpaði hann þrímastraðri skonnortu TVEY SYSTKIN (seinna GRÓTTA IS) frá bryggjunni í Hafnarfirði í vitlausu N.V.-veðri svo að skipið lá undir stórskemdum.

ÓLI GARÐAÞá var haldið til Englands með aflann. 17 mílur vestur af Skerryorevitanum kom skipið að stórri tvegga hreyfla sprengjuflugvél (kafbátabana) á sjónum, ósjálfbjarga með öllu. Höfðu þeir skotið neyðarrakettum i fjóra klukkutíma án árangurs þar til Óla Garða bar að. Áhöfnin var 7 manns. Þeir festu nú í flugvélina og drógu hana til lands og þegar Óli Garða flaut ekki nær landi þá settu þeir út skipsbátinn og reru henni upp á um 2ja faðma dýpi og lögðu henni þar. Það var á vikinni við Tiree Island.

TVEY SYSTKIN

                                                                                                    © Finn Bjørn Guttesen

Þá var haldið áfram til Fleetwood og fiskurinn seldur. Þegar komið var vestur fyrir Vestmannaeyjar á heimleiðinni var L.v. Jarlinn að velkjast þar ósjálfbjarga; hafði mist skrúfuna, og því fátt til úrræða.

JARLINN. Honum var svo sökkt rúmu ári seinna Hér má lesa meir um þann atburð      En piltarnir á Óla Garða brugðu honum aftan í dallinn og sigldu með Jarlinn til Reykjavikur og skiluðu honum þar. Það var hinn 21. mai eða réttum 13 dögum eftir að farið var úr firðinum. Að þessu sinni var skipstjórinn ÓLA GARÐA Jón Stefánsson,(seinna skipstjóri á B/V Jóni Baldvinssyni) sem annars er stýrimaður á skipinu

Jón Hjörtur Stefánsson skipstjóri


Næst var það svo eitt stærsta björgunnarafrek sem íslendingar hafa unnið. Skeði þ 16 júní 1940. Þegar skipshöfnin á b/v SKALLAGRÍMI bjargaði 347 breskum sjóliðum úr einu og sama skipinu.Breska hjálparbeitiskipinu (an armed merchant cruiser) HMS ANDANIA Svona segist Guðmundi Sveinssyni skipstjóra SKALLAGÍMS m.a frá í viðtali við fréttamann Morgunblaðsins þ 27 júní 1940: "Skallagrímur var staddur langt úti á hafi, er þeir fengu neyðarkall frá skipi, sem var statt í neyð. Þeir sneru við og héldu móti kallinu. Urðu þeir að stíma um 50 mílur til baka, er þeir. fundu skipið, sem í neyð var statt. Það var þá statt 80 sml S af Ingólfshöfða.Það var stórt breskt hjálparbeitiskip, sem skotið hafði verið, á tundurskeyti 

Guðmundur Sveinsson skipstjóri


Skipið var að því i komið að sökkva, er Skallagrímur kom að því og skipsmenn, breskir sjóliðar og hermenn að fara í bátana. Þeir voru þvínæst aílir, 347 talsins,teknir um borð í Skallagrím. Var veður þá allgott. Tveir af sjóliðunum voru særðir Hélt svo Skallagrímur áfram leiðar sinnar, með hina. bresku sjóliða.

b/v SKALLAGRÍMUREn það voru mikil þrengsli um borð; einkum var það erfitt næstu nótt, því að þá var kominn stormur og sjór. Var ekkert það skjól til á skipinu, að þar væri ekki troðið inn mönnum. Jafnvel niðri í kolaboxum urðu menn að hafast við. En alt fór vel. Engan mann sakaði um borð í Skallagrími. Og eftir að hinir bresku sjóliðar höfðu verið 33 klst. um borð í Skallagrími, kom breskur tundurspillir á vettvang og tók sjóliðana. Flutningur mannanna milli skipa fór fram úti á hafi og tókst hann vel" Þessi björgun, sem mun vera hin mesta, sem íslenskt skiphöfn hefir afrekað, tókst öll mjög giftusamlega.


ANDANIA

                                                                                   © photoship

Um haustið var skipshöfn SKALLAGRÍMS heiðruð í viðurkenningarskyni fyrir björgun þessa.En þá sendu skipsmennn af " ANDANIA" skipshöfninni á " Skallagrími " 13 falleg silfurcígarettuveski, eitt handa hverjum skipverja, og auk þess fallegt gullúr til skipstjóra. Á úr skipstjóra er áletrað " From the Ships Company of HMS. Forfar, to the captain of SS. Skallagrimur in recognition of a gallant deed 15-06-1940 " ( Frá skipshöfninni af HMS. Forfar,til skipstjóran á Skallagrími í viðurkenningarskyni fyrir djarflegt hreystiverk 15-06-1940 ) og innan í cigarettuveskjunum er samskonar áletrun, nema að í stað nafns skipstjóra stóð skipshöfn. Gjafir þessar eru hinar vönduðustu, enda keyptar hjá hinu þekkta firma Mappin & Webb í London. Skipverjar á " Skallagrími "þessa f erð skipsins voru :Guðmundur Sveinsson, skipstjóri, Bárugötu 17, Guðjón Pjetursson, 1.stýrimaður, Höfðavik, Rvík, Óskar Valdimarsson, vjelstjóri, Skeggjagötu 5, Guðmundur Sigurðsson, vjelstjóri, Hafnarfirði, Einar Vídalín, loftskeytamaður, Bjargi, Seltjarnarnesi, Geir Jónsson, netamaður, Hringbraut 182, Jón Ólafsson, kyndari, Grund, Seltjarnarnesi, Ólafur Sigurðsson, kyndari, Óðinsgötu 21, Hilaríus Guðmundsson, matsveinn, Njálsgötu 39, Ingvar Jónsson, háseti, Urðarstíg 8, Brynjólfur Guðjónsson, háseti, Marargötu 1, Guðmundur H. Guðmundsson, Ásvallagötu 65, Sigurður Ingimundarson,háseti, Skólavörðustíg 38.

ANDANIA

                                                                                     © photoship

Skipið var smíðað hjá Hawthorn Leslie í Hebburn á Bretlandi 1922 sem ANDANIA  Fáninn var: breskur Það mældist: 13950.0 ts Loa: 158.60. m, brd 19.90. m Skipið  gekk aðeins  undir þessu eina nafni og fána En fékk HMS fyrir framan nafn sitt í stríðinu

ANDANIA

                                                                                                           © photoship

Hér má lesa meir um endalok  ANDANIA

                                                                                                        © photoship


Lokað fyrir álit

23.07.2014 21:29

Byrjunin á WW2 á N-Atlantshafi

Brúarfoss I var fyrsta skipið sem kom frá útlöndum eftir að WW2 skall á  Hann kom til Reykjavíkur þ 14 sept 1939 með fullfermi af vörum og um 100 farþega.
Meðal farþega voru knattspyrnumenn sem höfðu farið til Þýskalands í keppnisferðalag 

"Gamli BRÚSI" á kunnulegum slóðum

                                                                                       Mynd úr mínum fórum © óþekktur                                           

Þeir komu allir með Brúarfossi, nema fararstjórinn. Skipið lagði af stað frá Höfn 9. þ. m. Gekk ferðin að öllu leyti vel. Það fékk leiðsögumann í Kristiansand í Noregi og var síðan siglt innan skerja alla leið norður fyrir Bergen. Bar ekkert til tíðinda á leiðinni, sem minnti á stríðið, annað en það, að á milli Færeyja og Íslands sást enskt herskip, er fylgdist með Brúarfossi spölkorn, en sneri við, er það sá þjóðarmerkin á skipinu.

Falleg málverk af "Gamla BRÚSA" málað af Robert Panitzsch 1937


                                                                                             Úr safniFinn Bjørn Guttesen

Fjöldi fólks var á hafnarbakkanum í Reykjavík, er Brúarfoss lagðist að.Var knattspyrnumönnunum sérstaklega fagnað. Forseti í. S. í. bauð þá velkomna, en þeir sungu ættjarðarljóð og heilsuðu með húrrahrópi. Stríðið brast á 3 sept 1939 Aftur á móti var stríðið á sjónum þá þegar í fullum gangí af hálfu beggja aðila. Hafnbann Breta og kafbátahernaður Þjóðverja var strax viku eftir að stríðið byrjaði hvorttveggja komið á stig, sem ekki þekktist í heimsstyrjöldinni 1914-1918 fyrr en hún hafði staðið í hart nær þrjú ár. Af völdum hafnbannsins trufluðust siglingar hlutlausra þjóða meira og meira.


HMS Chitral

Varla sást blað eða heyrist útvarpsfregn, þar sem ekki er getið skipa, er skotin hafa verið í kaf eða hofa sokkið af völdum tundurdufla. Afleiðingar þessa eru þær, að siglingar urðu geysilega  hættulegar,  Á sama tíma og þetta ástand  skapaðist, voru til hérlendis menn, sem vildu gera litið úr hættunni, jafnvel svo lítið, að þeir létu sér um munn fara að hættulaust væri að sigla, hvert sem vera skyldi.Og kölluðu áhættuþóknun sem sjómenn fengu eftir töluvert þras "hræðslupeninga"


BERTHA FISSER


                                                                                                         © photoship

Og að það orð skildi hnjóta af vörum eins þekktasta og virtasta bændahöfðinga og  þingmanns landsins er með algerum ólíkindum.Fullkomið dæmi um þegar menn sem ekkert vit hafa á einhverju sérstöku máli þykjast hafa það Kannske var fyrsti "smjörþefur" landans af sjóhernaðinum þ 20 nóv 1939 þegar þýska skipið BERTHA FISSER var skotið í spað af bresku herskipinu HMS Chitral út af Hornafirði.Nötruðu rúður í húsum í bænum við ósköpin Flakið af þýska skipið lenti svo á  Þinganesskeri utan við Hornafjarðarós þar það brotnaði í tvennt

Hér heitir skipið HESPERID
                                                                                                                                                                                                                         © photoship

Skipið var smíðað hjá Flensburger Varv í Flensburg þýskalandi 1920  sem     PARTHIA Fáninn var: breskur Það mældist: 3928.0 ts, 4110.0 dwt Loa: 117.10. m, brd 16.10. m Skipið  gekk undir þessum nöfnum: 1921 HESPERIDES - 1937 BERTHA FISSER (þýskur fáni) 1939 ALA sem var dulnefni og skipið dulbjóst undir norskum fána Og var svo skotið í kaf undir því nafni og fána þ 20 nóv 1939

Hér sem HESPERIDES


                                                                                                     © photoship

CHITRAL á friðartima


                                                                                                                © photoship

Skipið var smíðað hjá Stephen SY í Linthouse Bretlandi 1925  sem CHITRAL Fáninn var: breskur Það mældist: 15248.0 ts, Loa: 160.10. m, brd 21.40. m Skipið  gekk aðeins undir þessu eina nafni og fána En það var rifið í Skotlandi 1953

CHITRAL (þetta er sagt sama skipið en virðist aðeins breitt)


                                                                                                                          © photoship
Lokað fyrir álit

22.07.2014 11:51

Skou skip 1

Margir íslenskir farmenn hafa siglt á skipum "Rederiet Ove Skou" Þ.á.m.einn af frægari utanlandsskipstjórum núlifandi Davíð Guðmundsson skipstjóri hjá MÆRSK       

Hér er Davíð hér lengst t.v að taka við nýju skipi hjá Mærsk fyrir nokkrum árum


                                                          Mynd úr mínum fórum óþekktur

Hér er sagan sög að einhverjuleiti í myndum

Nú skulum við líta á nokkur Skou-skip af handahófi

DOLLY SKOU

DINNA SKOU

INGER SKOU

DITTE SKOU

HELLE SKOU

INGER SKOU

SUSANNE SKOU

KIRSTEN SKOU

DAGNY SKOU

Lotte Skou

PACIFIC SKOU

Dorte Skou

BENNY SKOU 1951

SUSANNE SKOU

HANNE SKOU

ARCTIC SKOU

BENNY SKOU 1967

DIANA SKOU

BIRGITTE SKOU

MADS SKOU                                                                                                   
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221619
Samtals gestir: 579379
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:29:26
clockhere