Færslur: 2013 Október

30.10.2013 16:13

Fernanda

Fernanda heitir skipið sem er að brenna S af Vestmannaeyjum í þessum skrifuðu orðum. Ég tók þessar myndir af því .þegar það, fyrir nokkrum árum var að lesta hér í Eyjum Skipið er komið á fertugsaldurinn byggt 1981. Sem El Primero ( systurskip ISIS ex El Sexto sem hér hefur stundum sést) í Huelva Astilleros í Huelva Spáni fyrir þarlenda aðila. Það mældist 1124.0 ts 1811.0 dwt. Loa: 74.70 m  brd: 14.20 m

                                                                                                      © oliragg

Skipið hefur borið ýmis nöfn á ferlinum : 1986 PRIMERO REEFER - 1986 KIRIBATI -1987 STAR FINLANDIA - 1993 STAR TULIP - 1993 OLYMPIAN DUCHESS - 1996 FERNANDA nafn sem það ber í dag undir fána: Dominica. Skipinu er vel við haldið að sjá En Eislendingar virðast gera það út


                                                                                                      © oliragg


                                                                                                      © oliragg

Lokað fyrir álit

25.10.2013 18:06

Helgafellið kvatt

Í gær lauk hringferðinni með m/s Helgafelli. Og nú er komið að því að þakka fyrir sig Og eins og leikarar sem  fá "Óskarsstyttuna" Þakka ég mömu og pabba,afa og ömmu og .... .Nei engan fíflagang. Ég vil þakka af heilum hug Sverrir Hannessyni sem kom þessu öllu á koppinn. Einhverir fleiri komu nú að þessu og bið ég Sverrir að koma þakklæti mínu til þeirra.

Sverrir Hannesson kom þessu öllu af stað. Kærar þakkir fyrir það Sverrir

Síðast og ekki síst þakka ég af alhug Valdimar Olgeirssyni og skipshöfn hans sem gerðu mér þessa ferð skemmtilega og ekki síður ógleymanlega Hver einn og einasti úr áhöfninni lagði sig fram við að svo yrði. Því miður misfórst ( vegna vankunnáttu minnar á myndavélina) áhafnarmyndatakan. Fer ekki nánar út í þá sálma. Og ég vil virkilega þakka hlýlegt viðmót sem ég fékki Höfuðstöðum Samskipa í Reykjavík. Þar var mér boðið í hádegismat í vist og snyrtilegri matstofu fyrirtækisins Það var auðsæð á öllu að Samskip vill láta sínu starfsmönnum líða vel.í vinnunni Og síðast en ekki síst var ég svo leystur út með skemmtilegum gjöfum.. Enn einn "Óskarinn" til Samskip frá mér.

Nokkrir vinir mínir  hér í Eyjum halda því fram að ég hafi verið hífður um borð í upphafi ferðar Þessi mynd ætti að afsanna það  Í guðana bænum takið ekkert mark á helv.... króknum þarna yfir hausnum á mér
Valdimar skipstjóri fór í frí en við skipstjórn tók kornungur maður ( miðað við mig) Sigþór H Guðnason. En Sigþór er fjórði ættliðurinn sem eru skipstjórnarmenn. Guðni Jóhannsson langafi hans byrjaði sem slíkur 1926 einmitt hér í Eyjum.Var að mig minnir meðeigandi í m/b Heimir og með hann 1937-1946 Eftir það skipstj. á eigin bátum  Sigþór sonur hanns var fór ungur til sjós með föður sínum.Og tók síðar við skipstjórm á bátum sem þeir áttu. Sigþór var m.a. skipstjóri á Sæfelli sem var í flutningum  hingað til Eyja. Hann fórst svo þegar skip hans Særún fékk á sig slæman brotsjó sem tók eiginlega stýrishúsið af,1962. En skipið sem var í eigu Einars Guðfinnssonar var í flutningum til Vestfjarðar. Guðni sonur hans (faðir Sigþórs skipstjóra á Helgafelli) var svo lengi hjá Eimskip og síðar skipstjóri á ferjunni Sæfara

Hér er Andrés Þ Sigurðsson t.h  hafnsögumaður komin til að "taka skipið inn"  Það er sem sagt komið að ferðalokum .Ég vil taka það skýrt fram að allar færslunar eru skrifaðar eftir "minni upplifun" af mönnum og málefnum. Ég fór með Helgafelli og færslunar hér á síðunni speglast af því  Hefði ég farið t.d með Arnarfelli hefði ég sennilega upplifað sömu gestristni Að ég valdi þetta skip var gamall vinskapur minn við vissa menn um borð í því. En það á efttir að koma fleira um þessa ferð. Á eftir að betrumbæta fyrri færslur og koma með fleiri nýjar

Þarna er ég að þakka Sigþóri skipstjóra (sem staðgengli Valdimars skipstjóra) fyrir ferðina
Svo sigldi Helgafellið síðdegis í gær frá Eyjum "bound for Immingham" Góða ferð strákarÉg þakka kærlega fyrir mig "Samskip"

Lokað fyrir álit

22.10.2013 12:48

Vélarúmið

Ég minntist á það í byrjun að gamall góður vinur og fv skipsfélagi  Magnús Helgason væri yfirvélstjóri hér á Helgafelli Og hann var þessa ferð. Enn þeir eru hér til skiftist hann og Einar Í Einarsson annar góður vinur og fv skipsfélagi. Mér hefur þótt vanta þegar bækur eru skrifaðar um félög og skip í þeirra eigu er ekkert minnst á vélstjóranna.Vel hæfur skipstjóri með óhæfan vélstjóra er ekki góð blanda það vita allir sem það vilja.En að þessu skipi hér og Magnúsi vini mínum yfirvélstjóra.Það verður eins hér og í fyrri færslum Endanleg útgáfa kemur seinna. En hér er aðeins vísir að seinni útgáfu

Fyrst maðurinn sjálfur Magnús Helgason
Síðan nokkrar myndir úr "undirheimunum"

Mér er sagt að vélarúm Arnarfells sé ekkert síðra.Og það ber virkilega að virða En eins og ég hef margoft sagt þá birtist hérna á síðunni bara mín upplifun á mönnum og hlutum um borð í Helgafellinu
Lokað fyrir álit

18.10.2013 22:46

Ferðasaga II

Þegar ég skildi við ykkur vorum við í Rotterdam. Þaðan lá svo leiðin til Cuxhaven Þangað var komið 17 okt 0320 Og þar var farið í virkilega  veslunarleiðangur í "Supermarkað"að nafni Real. Fyrir ca 50 árum hefði nú minn tilgangur með svona ferð verið allt annar. Og hver hefði trúðað því þá að aðaltilgangur landferðar yrði sá sem hann var nú. Ekki nánar út í þá sálma. En samferðamenn mínir nú voru þér Magnús Helgason yfirvélstjóri Valur Hauksson bryti Ólafur Hreiðarsson aðstoðarvélstj.og Arnþór Magnússon hásetiStund milli stríða. Frá vinstri Valur , Ólafur, Magnús Arnþór er sennilega á bak við manninn í gráa gallanum að ná í kaffi fyrir mig. Vinir mínir geta reiknað út hvar ég sat.Hér stilltu "innkaupa"mennirnir sér upp til ljósmyndatöku Auðvita með Samskipsgám sem bakgrunn
Í Cuxhaven voru losaðir 2 gámar af frostnum fiski frá Eyjum Þaðan var svo farið í Kílarskurðinn Í hann var komið kl 1300.

Hér er "slússin" í Brunsbüttel yfirgefin
 "Smörrebröd" fyrir hafnsögumennina í KílarskurðinumMér fannst "umferðin" í Kílarskurðinum frekar lítil þennan dagSkift var um hafnsögumann kl 1730 og út úr skurðinum var komið 2200.
Til Århus sem var næsti viðkomustaður.var komið kl 0845 þ18 okt.

Frá höfninni í Århus

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Mærsk er mikilsráðandi í ÅrhusFrá Århus var farið kl 1730. Á leiðinni til Varberg gat maður horft á Útsvarið í RUV
Þangað var komið þ 19 okt. kl 0025.Þar var losaður 1gámur af frosnum fiski frá Eyjum

Frá höfninni í ValbergEkki "fataðist" Valda við að snúa skipinu inn í höfninni og koma því út

Þaðan var svo farið sama dag kl 1455 áleiðis til Kollafjarðar
frh
Lokað fyrir álit

15.10.2013 20:11

Ferðasaga I

Eins og ég skrifaði síðast voru Samskip h/f mér svo velviljaðir að bjóða mér í eina Evrópu hringferð, Með m/s Helgafelli.Hér kemur fyrsta útgáfa af ferðasögunni.Bættari þannig kemur þegar heim verður komið.Og hraðinn við að "hlaða" inn myndum verður meiri.  Hér verða birtar bara örfáar vegna þess arna.En af myndumm hef ég tekið töluvert.


Mikill fagnaðarfundur varð þegar ég hitti fyrir minn gamla góða vin Magnús Helgason yfirvélstjóra skipsins þessa ferð.Eina manninn sem ég þekkti í áhöfn skipsins í byrjun ferðar.Lagt var af stað frá Vestmannaeyjum föstudaginn 11 okt.2013.um kl 1750

Hér leggur kappinn af stað


                                                                                                                 © Torfi Haraldsson


Þar  kynnist maður strax svolítð fyrst hæfileikum skipstjórans Valdimars Olgeirssonar við stjórn skipsins.Hávaðalaus samskifti við Valmund hafnsögumann og skipshöfn voru aðdánuarverð Veðrið yfir hafið var frábært,rjómablíða alla leiðina.Kvíði um sjóveiki hvarf sem dökk fyrir sólu

Það var með dálítið blendnum tilfinningum sem Eyjar og litla snotra húsið við höfn friðar voru kvöddHinn mæti skipstjóri Valdimar OlgeirssonOg ekki verður hægt að skrifa neitt um þessa ferð öðruvísi en minnast á hinn frábæra bryta Val Hauksson.(og þetta var fyrst skrifað áður en ég tengdist netinu hann skilur  sjálfur ef hann les þetta afhverju ég minnist á þetta). Strax fyrsta daginn varð ég skíthræddur um að ummálið ( þá á ég við mittismál mitt) sem í upphafi ferðar var kannske viðráðanlegt til seinni tíma litið yrði í lok ferðar komið í flokkinn algerlega óviðráðanlegt.

Hinn frábæri bryti Valur Hauksson
En tröppurnar 78 upp í tveggja herbergis "svítuna"sem ég hef til umráða eru kannske mín megin hvað þetta varðar.En fæðið um borð í m/s Helgafelli er í þungaviktarflokki (og það í orðsins fyllstu merkingu) hvað gæði snertir.Eftir rúma tvo sólarhringa var komið til fyrstu viðkomuhafnar sem var Immingham.Þangað var komið þ14 kl 1215 Í gegn um árin hef ég nú oft séð til manna stjórna skipum sínum í höfnum verið í brúnni,Við stýrið, framm´á, aftur´á, En ég verð að viðurkenna að fumlausari athafnir við slíkt hef ég aldrei séð áður. Að snúa þessu tæplega 138 m löngu og tæplega 27 m breiða skipi aðeins ð bógskrúfu inn í svona hálfgerðri boru eins og höfnin í Immingham. Það er enginn barnaleikur."Slússin"er um 2 metrum breiðari en skipið.Og það er ekki komið í beina stefnu inn í hana.Frá Immingham var farið kl 1910 En meiri spegúlasjónir um þetta allt bíður endanlegri útgáfu af ferðasögunni.

"Slússan" í Immingham


í Vestmannaeyjum hafði skipið lestað 13 gáma af fiski bæði ferskum og frostnum til Immingham. Það stoppaði 7 tíma í Immingham  og svo var ferðin haldið áfram til Rotterdam

Þangað var komið 15 okt kl1120  Þar voru losaðir 11 gámar af frosnum fiski og 2 af ferskum fré Vestmannaeyjum

Hér er Helgafell að sigla inn til Rotterdam þ 15 okt 2013. Fékk þessa mynd  29-10-2013                                                                                                                         © Arjan Elmendorp

Og það sem vekur mesta athygli manns eru umsvif Samskip í Rotterdam. Tugir gáma og tvo skip fyrir utan Helgafell merktir þeim.Ég gleymdi að skrifa nöfn skipanna hjá mér en það gæti verið þessi sem ég sýni hér undir. En ég held að Samskip séu með um 15 skip siglandi í Evrópu undir sínum merkjum.Hér má sjá nánar um það

SAMSKIP INNOVATOR                                                                                                                    © Will Wejster
Samskip Endeavour


                                                                                                                    © Will Wejster
Á kunnulegum slóðum  í Rotterdam"Myndarlegi lóðsinn"!!! til h segir Valda til
Frá Rotterdam var farið þ 16 okt kl 1000 En vil að það komi fram að öll áhöfnin lagði sig í lima til að mér líði sem best  um borð og að ferðin yrði mér sem ánægjulegust.Þessi mín síðasta sjóferð Allavega yfir Atlantshafið.Og fyrir það er ég þeim yfirmáta þakklátur
 
Þúsund þjalasmiðurinn Unnar Sæmundsson bátsmaðurHann bjargaði málum oftar en ekki fyrir mig í sambandi við "teknikina"

Og þá þessi já sem allir aðrir í áhöfninni eins og ég hef sagt

Ólafur Heiðarsson aðstoðarvélstjórHann tók t.d vélarrúmsmyndirnar fyrir mig. Ég kem til að tutla einhverju svona inn næstu daga og síðan að birta þetta allt í samhengi

Lokað fyrir álit

11.10.2013 13:15

Farinn til "úttlanda"

Þeir hjá Samskip voru svo vinalegir að bjáða mér með einn túr með öðru skipanna Og Helgafell varð fyrir valinu.Þar sem stórvinur minn Magnús Helgason er þar yfirvélstjóri næstu ferð. Því lokar síða um um sinn Ég bið bara að heilsa og fer að drífa mig um borð

                                                                                                       © Henk Jungerius
Lokað fyrir álit

09.10.2013 13:33

NV leiðin II

Hér er annar hluti greinar Heiðars Kristins. um NV -leiðina

Skipasmíðaiðnaður í Bandaríkjunum.Tíminn var naumur til framkvæmda, en Bandarískur skipasmíðaiðnaður  á þeim tíma afar tæknivæddur og var  á árum seinni heimstyrjaldarinnar og framundir þetta langt á undan skipasmíðastöðvum í Evrópu og víðar. Á árum seinni heimstyrjaldar tóku Bandaríkjamenn það upp í stað þess að smíða skip í einni og sömu stöðinni frá því kjölur var lagður og þar til smíði skipsins lauk  að smíða hina  ýmsu skipshlutar víðsvegar um Bandaríkin, hlutarnir  voru svo fluttir á aðra staði þar sem einhver hluti skipsins var smíðaður og skipið sett saman þar.  Með þessari aðferð tókst þeim að hleypa af stokkunum og taka í notkun svonefnd EC2 eða Liberty  skip á um tíu daga fresti víðsvegar um Bandaríkin en tali að smíðin öll hafi tekið að jafnaði 42 daga [7]. Alls voru smíðuð 2751  skip af þessari gerð á árunum 1941 - 1945  þegar smíði þeirra var hætt.  Seint verður því haldið fram að þessi skip hafi verið fríðust fleya á heimshöfunum en talið er að þau hafi haft úrslita áhrif um gang styrjaldarinnar í flutningum til Evrópu.  Skipin sem voru að öllu leiti rafsoðin sem sparaði gífurlega vinnu við smíðina auk þess sem skipin urðu nokkru léttari en hnoðuð skip.  Þetta voru miklir burðarjálkar en afar gang lítil,  náðu mest um 10,5 sml. í logni og ganglaus með öllu og nær ósjálf-bjarga ef þau voru tóm og eitthvað veður var. Skipin voru því auðveltd skotmörk og var mikill fjöldi þeirra skotin niður af kafbátum á höfunum og flugvélum þegar nær dró ströndum.


Skipin vörðu sig illa í vondum veðrum vegna þess hvað lág þau voru m.a. bakkalaus, þegar leið á styrjöldina komu svonefnd Victory skip einskonar endurbætt Lyberti skip þá komu líka Knok skipin fram á sjónarsviðið sem voru minni [8] og þóttu þessi skip mun betri kostir.

 

Breytingar á Manhattan.

Árla morguns þriðjudags 26. febrúar 1969 sigldi MANHATTAN  þetta stærðsta kaupskip undir bandarískum fána upp Delaware fljót á leið í fyrirhugaðar breytingar hjá skipasmíðastöðinni Sun Shipbulding and Dray Dock Company en þar var að finna stæðtu flotkví í Bandaríkjunum og einhverja fullkomnustu skipasmíðastöð Bandaríkjamanna á þessum tíma.  

Manhattan var komið í flotkvína 26. febrúar um kl. 19:00 og var þegar í stað tekið til við að tæma það allri brensluolíu og kjölfestu og undirbúa dælingu úr flotkvínni. Beðið var á meðan turbínur skipsins kólnuðu en síðan var byrjað að dæla úr dokkinni og lyfta þessu skipsbákni og á fimmtudag 28. febrúar 1969 var skipið á þurru.

Á þessum árum hafði mönnum en ekki hugkvæmst að hafa olíuflutningaskip með svonefndum tvöföldum birðing eins og síðar varð og nú er krafa á öllum nýjum olíuskipum. 

Að birðingur sé tvöfaldur merkir að í botni olíuskips og hliðum þess er komið fyrir geymum sem nýtast undir kjölfestu þegar skipið er tómt. En þegar skip er fullestað eru þessir geymar tómir og verði slíkt skip fyrir tjóni t.d. strand eða árekstur eru miklar líkur á að skemmdir verði að mestu á ytri birðing án þess að leki komi að  farmgeymum.  

Manhattan var að þeirra tíma venju ekki með tvöfaldan birðing þó fullkomið væri og þurfti því að styrkja það verulega, setja á það einskonar ísbelti og gera á því miklar breytingar vegna  væntanlegrar siglingar um heimsskautið.Nú var komið að því að MANHATTAN  sem allt var rafsoðið nyti þeirrar tækni sem bandarískur skipasmíðaiðnaður bjó yfir og í stað þess að framkvæma allar breytingarnar og ljúka þeim hjá Sun Shipbulding and Dray Dock Company  var eftir komuna í flotkvína skipið skorið sundur í fjóra hluta og verkið unnið í þremur skipasmíðastöðvum.   Fremsti 65 feta hlutinn  var meðhöndlaður í Sun stöðinni þar sem smíðaður var uppúr honum 125 feta ísbrjóts framhluti.Hlutinn frá stefni að frátöldum 65 fetunum en að meðtöldum farngeymum nr. 1 var dregin til Newport News Shipbulding and Dray Dock Company þar sem hann var meðhöndl Miðskipshlutinn með yfirbyggingu og öllu tilheyrandi var dregin til  Alabama Dray Dock  and Shipsbulding Company þar sem sá hluti fékk sömu meðferð

Afturhlutin með afturyfirbyggingu, vélarúmi, skrúfum og stýri var í flotdokkinni hjá Sun þar sem hann var meðhöndlaður með sama hætti og aðrir hlutar skipsins

Allur var bolur skipsins ísstyrktur með  11/2 "  stálbelti með tilliti til hinnar erfiðu siglingar sem var framundan og var skipið eftir breytingar réttnefnt Ísbrjóts- olíuflutningaskip.[9]  Við breytingun lengdist skipið um  65 fet það breikkaði um 16 fet og þyngdist um 9000 tn. 

Verkið gekk vel á  skipasmíðastöðvunum og um sumarið fóru hlutarnir að skila sér til baka til Sun Shipbulding and Dray Dock Company og samsetning skipshlutanna hófst. Breytingunum lauk svo í byrjun ágúst 1969 og vakti hinn skammi tími sem í þessar umfangsmikklu breytingarnar fór undrun og  verðskuldaða aðdáun. 

 

Skissa af breytingum sem gerðar voru á  MANHATTAN


Skipið var eftir breytingarnar útbúið  eins og Ísbrjótar þannig að hægt var með dælingum kjölfestuað velta því á skömmum tíma frá borði til borðs og eins að steypa því fram og aftur hvortveggja nauðsynlegt til að losa skip sem fast er í ís.  Skipið  fór úr skipasmíðastöðinni Sun Shipbulding and Dray Dock Company þann 24. ágúst 1969 sigldi svo frá  Chester  niður Delaware fljótið og ferðin til Prudhoe Bay Var hafin.  Um borð voru 126 menn sem auk 43 manna áhafnar samanstóð af 83 manna liði vísindamanna, fulltrúum olíufélaga, stjórnarerindrekum Canada og Bandaríkjanna , fulltrúa af Canadíska þinginu og fjölmiðlafólki

Í undirbúningi fyrir ferðina hafði eitt mikilvægt atriði viljandi eða óviljandi ekki verið frágengið en það var að fá leyfi Canadastjórnar fyrir siglingunni sem að stórum hluta var yrði innan Canadískrar lögsögu.  Vitað var að Canadamenn voru siglingunni andvígir enda alla tíð verið afar viðkvæmir fyrir heimskautasvæðunum sem þeir telja lögsögu sína. Þeir brugðust illa við þegar leggja átti upp og mátti litlu muna að af siglingunni yrði ekki.

Á síðustu stundu tókst þó fyrirtækjunum sem að þessu stóðu að fá til liðs við sig afl sem dugði og var siglingin heimiluð en þá hafði British Petroleum  Corp bæst í hópinn og talið að það hafi ráðið úrslitum um að siglingaleyfið fést sem þó var skilyrt  því að Canadískur Ísbrjótur yrði með í för til að undirstrika það að Canada hefði lögsögu og yfiráð yfir þessu hafsvæði. Í framhaldinu blönduðu Danir sér nokkuð í málið fyrir hönd Grænlendinga eins og það var orðað vegna hafsvæðisins á milli Canada og Grænlands.

 

Siglingaleiðin:

Margir leiðangrar til að sigla Norðvestur leiðina norðan við Alaska og Canada höfðu verið gerðir  ýmist að austan eða vestan frá án árangurs eins og áður hefur komið fram. 

Norð vesturleiðin var fyrst sigld svo vitað sé árin 1903 -  1906 þegar   Roald Amundsen sigldi við sjötta mann á Gjøa 47 tonna seglkútter með hjálparvél austan frá og náði til Eagle í Alaska.  Leiðin sem Gjøa sigldi var nánast útilokuð sem siglingaleið fyrir stór skip, bæði var hún of grunn og tók of langan tíma að menn töldu, en nokkuð óljóst er um þann tíma sem sjálf sigling Gjøa tók því leiðangurmenn héldu kyrru fyrir mánuðum saman við ýmis rannsóknar og vísindastörf, svo sem rannsóknir á segulskautinu.

Á árum seinni heimstirjaldarinnar sendi Canadíska stjórnin lítið strand-gæsluskip St. Roch [10] undir stjórn Henry Larsen leiðina vestanfrá og var tilgangur þess leiðangurs fyrst og fremst sá að undirstrika fyrir umheimnum yfirráð og lögsögu Canada á þessu hafsvæði. Þá höfðu ísbrjótar eitthvað siglt hluta leiðarinnar og fyrsta  sigling stærri skipa en þessara fyrnefndu var farin frá Tule í júlí  árið 1957 þegar Bandaríkjamenn  létu  2030 tn [11] ísstyrkt eftirlitsskip W 38 " STORIS " ásamt tveimur 1015 tn þjónustu-skipum (Seagoing Buoy Tenders ship ) "BRAMBJE" og "SPAR"  sigla leiðina frá vestur strönd Grænlands (Thule) til vesturstrandar Bandaríkjanna.

STORIS sem var  smíðað sem léttbyggður Ísbrjótur  var tekið í notkun árið 1942 með heimahöfn í Boston en flutt til Curtis Bay, í Maryland þaðan sem skipið þjónaði í heimstyrjöldinni á norður Atlantshafi mest við austurströnd Grænlands. Árið  1948 var heimahöfn skipsins flutt til Juneau í Alaska og eftir ferðina 1957 til eyjarinnar Kodiak  í Alaska. Skipið var gert út til eftirlitsstarfa á Beringshafi,  þjónustu við uppbyggingu á Loranstöðvum á strönd Alaska, til sjómælinga og kortagerðar. STORIS  var fyrst skipa í flota Bandaríkjanna til að sigla umhverfis norður Amiríku en þeim hring lauk með siglingunni 1957 sem hér um ræðir. [12] Tilgangur ferðarinnar var sagður að finna leið fyrir djúprist skip þarna í gegn og kortleggja leiðina að einhverju leiti, en jafnframt að komast hjá hinni löngu siglingu suður fyrir norður Amiríku gegnum Panamaskurð til að koma skipunum í heimahöfn í Alaska. Eitthvað er óljóst með samþykkji Canadastjórnar fyrir þessari siglingu og varð af nokkurt hark milli ríkjanna sem tók langan tíma  að leysa að diplomata hætti.

Aðrar siglingar höfðu ekki verið um þetta hafsvæði svo vitað sé  þó auðvitað sé ekki hægt að fullyrða um það að á stríðsárunum hafi eittthvað verið snöflað þarna um af einhverrjum stríðsaðilanum án þess að ástæða væri talin til að gera  það kunnugt.

Nú var  þeirra tíðinda að vænta að kaupskip og það ekki af minni gerð sigldi þarna um í fyrsta sinn. Eins og áður kemur fram lagði MANHATTAN af stað í siglinguna  24 ágúst 1969  Skipið hafði stutta viðkomu í Halifax fyrir kurteisissakir þaðan sem skipið fékk fylgd ísbrjótsins John A Macdonald sem þá var öflugasti ísbrjótur í flota Canada.  Skipin héldu sem leið liggur norður með strönd Labrador og eftir stutta viðkomu í flotahöfninni Thule á Grænlandi til að friða danina var haldið norðan við Baffin Island þaðan sem haldið var í Lancastersund.


Heldur var nú ólíkur viðgjörningurinn á skipum frumherjanna sem leituðu norðvestur leiðarinnar þar sem menn börðust á seglskipum við óblíð náttúruöfl skyrbjúg vegna einhæfs fæðis og fleiri hremmingar.

Þó svo að náttúröflin væru hin sömu og margskonar hættur yfirvofandi þá  var um borð í MANHATTAN allur aðbúnaður og viðgjörningur leiðangurs-manna með því besta sem þekktist á þeim tíma. Þrjár ríkulegar máltíðir bornar á borð hvern dag, ávextir  og grænmeti eins og hver vildi og um borð var bókasafn og kvikmyndir sýndar til afþreyingar. Skipið hélt 5. september vestur Lancaster sund og þurfti að brjóta sér leið gegnum lagnaðarís og ísfláka sem sumstaðar um 14 feta / 4,2 m að þykkt. Ferðin gekk þó ekki verr en gert var ráð fyrir og með aðstoð ísbrjótsins John A Macdonald seiglaðist þetta áfram eins og áætlað var þar til komið var um 50 sjóm. Inn í Maclure sund en þá var ísinn orðim mjög þykkur allt að 60 fet / 18,2 m og dýpið sumstaðar aðeins 100 fet / 30,5m.   Það þótti of áhættu-samt að halda áfram þessa leið og 10. september ákvað Arthur W. Smith skipstjóri að snúa við, halda sunnar og reyna siglingu í gegnum Prince of Wales sund milli Banks og Victoria eyja og í Amundsen sund þar sem ferðin gekk mun betur og vestur úr Amundsen sundi var komið 14. september.  Þaðan var haldið sem leið liggur án mikilla tafa vegna ís til hafnarinnar í Prudhoe Bay þar sem komið var 19. september.  Siglingaleiðin  nær íslaus síðustu 500 sjómílurnar.   Ekki var talið ráðlegt að lesta í skipið neinn olíufarm til að taka með til baka enda hafði stjórn Canada algjörlega bannað það.  Til að hægt væri þó að tala um fyrstu olíuflutningana þessa leið var tekin ein tunna af jarðolíu og frá henni gengið rammlega í þilfars geymslu skipsins áður en haldið var til baka.   Manhattan sigldi frá Prudhoe Bay  21. september 1969,  í Viscount Melville sundi var skipið í mánaðar tíma við prófanir og athuganir við margskonar aðstæður, prófanir á vélum og útreikningar á því hvað mikið afl þyrfti til að skipa af þessari gerð kæmist leiðina án aðstoðar ísbrjóta.  Ferðin gekk ágætlega þó tafir væru vegna íssins og útúr Lancastersundi fór skipið 30. október 1969  og kom  til Halifax 8. nóvember 1969 þaðan sem haldið var til New York  og komið þangað 12. nóvember 1969.  Eftir ferðina var skipið tekið í þurkví til skoðunar og komu í ljós nokkrar skemmdir eftir barninginn við ísinn skemmdirnar voru þó ekki meiri en svo að þær einar og sér gáfu ekki tilefni til að afskrifa siglingaleiðina til olíuflutninga. 

 

Næsta sumar 1970 var en lagt upp í ferð á Manhattan og átti að sigla sömuleið en nú með olíu til baka.  Canadamenn brugðust heldur önuglega við og upphófst margra ára pólitiskt þref vegna málsins því olíuflutninga vildu Canadamenn alls ekki um þetta svæði.  

Af ferð Manhattans er það hinsvegar að segja að eftir mikla erfiðleika á Baffins Bay  var hætt við 22 maí1970. Eftir þessar ferðir  höfðu menn fengið þá niðurstöðu að til þess að mögulegt væri að halda uppi olíuflutningum þessa leið þyrfti til þess 20 olíuskip af stærð Manhattans eða stærri  sérstyrkt til siglinga ís  og kostnaður við smíði hvers skips yrði umtalsvert hærri en venjulegra olíuskipa eða 60 - 70 miljón dollara per skip.  Þrátt fyrir þennan gífurlega kostnað var talið að hann yrði aðeins hluti af kostnaði og rekstri olíuleiðslunnar frá Prudhoe Bay  til Valdez sem talið var að yrði 2 bilion dollara.   Eftir síðari ferð Manhattans var haft eftir Canadískum prófessor í heimskautafræðum að norð vestur leið yrði aldrei fær né opin fyrir siglingar kaupskipa þó ísstyrkt væru, áhættan væri slík að sigligar væru ekki verjandi.

 

Manhattan var eftir þetta í siglingum með jarðolíu mest við Bandaríkin og m.a. frá Valdez  Skipinu var ekki breytt aftur í venjulegt tankskip og hélt sínu ísbrjóta lagi alla tíð.  Endalok þess Skipsins urðu þau að það varð fyrir vélbilun við eyjuna Yosu við Suður Koreu og rak á land í fellibil 15.júlí 1987.  Skipið náðist á flot aftur 27. júlí 1987 var dregið til Hong Kong þangað sem það hafði verið selt til niðurrifs. 

 

FRAMHALD  

Lokað fyrir álit

09.10.2013 12:09

FEED STAVANGER

Þetta skip FEED STAVANGER mun vera að lesta mjöl á Austfjörðum

FEED STAVANGER


                                                                                                            © Tomas Østberg- Jacobsen

Skipið var smíðað  hjá Bodewes Volharding í Bodewes Volharding Hollandi 1997 sem: GEESTBORG Fáninn var: þýskur Það mældist: 2863.0 ts, 4163.0 dwt. Loa: 90.50. m, brd 13.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 2001 UNITAS-H. - 2003 BREMER UNITAS - 2008 FEED STAVANGER Nafn sem það ber í dag undir fána Antigua & Barbuda 

FEED STAVANGER

                                                                                                            © Tomas Østberg- Jacobsen
                                                                                                            © Tomas Østberg- Jacobsen
                                                                                                            © Tomas Østberg- Jacobsen


                                                                                                            © Tomas Østberg- Jacobsen


Lokað fyrir álit

07.10.2013 18:25

NV Leiðin I

Hér er hluti af grein Heiðars Kristinssonar um NV leiðina

Alaska landsvæðið einskisnýta.

 Alaska var byggt frumbyggum, Alaska eskimóum / inuitum þegar könnunarleiðangrar miðalda og  landnám nýja heimsins sem svo hefur verið nefnt hófst og óljóst á þeim tíma hvort þetta landsvæði væri yfirleitt til og þá í hvaða mynd það væri.  Skömmu fyrir dauða sinn  taldi Pétur mikli rússa-keisari sér bráðnauðsynlegt að vita hvar keisaradæmi sitt endaði í norðaustri og hvort ríki hans væri landfast við Ameríku eða hvort  sjór, þá líklega sund skildi meginlöndin. Gerður var út leiðangur undir forystu Vitus Bering sem  staðfesti árið 1728 að sund sem síðar hlaut nafn hans Beringsund væri á milli meginlandana.  Þar með var komin vissa fyrir því að Norðausturleiðin sjóleiðin til Kyrrahafs væri til að vísu illfær eða ófær þeirra tíma skipum lungan úr árinu vegna hafís.  Leiðangurinn gerði meira en að uppgötva sundið því í leiðinni uppgötvaðist óþekktur þjóðflokkur dugmikilla veiðimanna.  Í kjölfar leiðangurs Berings hófust síðan miklir leiðangrar æfintýramanna frá Rúslandi til Alaska  til verslunar við innfædda þ.e. að segja að komumenn neyddu frumbyggja landsins til að veiða smærri loðdýr í þágu skinnaverslunar  sinnar.  Fljótlega hófu svo Rússar þar otraveiðar  í stórum stíl en skinn þeirra voru í mjög háu verði og eftirsókn í þau mikil.  Svo stórkallalega var gengið til verks að minnstu munaði að sumar dýra-tegundir yrðu útdauðar í þeirri rányrkju sem fram fór á þessum áratugum.  Miklir erfiðleikar voru að komast til þessa nýuppgötvaða  fengsæla landsvæðis, sjóleiðin illfær eða ófær og landleiðin yfir Síberíu löng og ekki  ekki greið.  Síðar komu upp vandamál við varnir hinna fjarlægu rússnesku byggða og efasemdir við keisarahirðina um ávinning af landnámi á fjarlægum slóðum og útbreiðslu ríkisins.  Þá var komin til valda Katrín keisarinja og var málið lagt fyrir keisarinjuna árið 1769. Katrín mikla að venju sinni skjót til ákvarðana og leysti greiðlega úr vandanum. Kaupmenn, veiðimenn og alskonar ævintýramenn væru ábyrgir fyrir landnáminu í Norðvestur-Ameríku og skyldu sjálfir bera kostnaðinn. Katrín kvaðst ekki vilja leggja til mannafla, skip eða fjármuni til stuðnings þessum volaða útnára og ákvað að hið vífema Rússland hefði ekki áhuga á landvinningum hvorki í austur-Indíum eða  norður- Ameríku.

Eins og fram kemur í þessari skeleggu ákvörðun Katrínar keisarinju hinnar miklu var ekki talið arðvænlegt að nýta Alaska  þrátt fyrir skinnaverslunina. Segja má að Alaska hafi verið hálfgert vandræðabarn rússneska keisara-dæmisins sem þeim var þó nauðugt að nýta vegna grávörunnar.  Rússar sáu sér svo leik á borði og losuðu sig við þetta volaða svæði árið 1867  þegar Bandaríkjastjórn  keypti Alaska af ríkisstjórn Rússlands fyrir $ 7,2 milj.  og  höfðu kaupendur heldur litla trú  á að hagnast á fjárfestingunni. [3]   Töldu eins og fyrri eigendur að landsvæði Alaska væri verðlaust vegna skorts á náttúruauðlindum og vegna þess hve harðbýlt það væri og erfitt yfirferðar, hvort heldur á sjó eða landi. Rússneskir könnuðir höfðu þó þegar árið 1853  fundið olíu í litlu magni í Cook Inlet þar sem síðar kom í ljós að reyndist geyma mikið af olíu og jarðgasi. Rússar voru byrjaðir á þessu svæði með námugröft eftir kolum árið 1857 en  lítil not voru af þessum auðlindum vegna þess hve örðugt var að komast að og frá svæðinu.  Bandaríkjamenn áttu þó heldur betur eftir að skipta um skoðun varðandi fánýti landsins þegar gull fannst í Alaska árið 1880 og fégráðugir gullgrafarar og ævintýramenn tóku að streyma þangað í þúsunda tali. Gullæðið gekk  yfir á rúmlega 30 árum og nú er lítið um gullgröft þar en íbúar lifa aðallega á fiskveiðum, olíu- og jarðgas-framleiðslu auk skógarhöggs.
Alaska er á eldfjallasvæði og að hluta til á svipuðum  breiddargráðum og Ísland þar sem Norðurheimskautsbaugur liggur um það bil um miðbik Alaska og landinu svipar um margt til Íslands.  Þar er að finna  mikinn fjölda jökla, aragrúa af ám og vötnum auk mikilla skóga.  Þó svo að Bandakíkja-menn hafi keypt Alaska árið  1867 var það ekki fyrr en 3. janúar 1959 sem Alaska varð ríki í Bandaríkjunum það  49. í röðinni og það langstærsta þeirra [4] tæplega 1.531.000 km2 að flatamáli.    Landið er strjálbýlt sem fyrr segir og erfitt yfirferðar og hafa frumbyggjar þess jafnan átt undir högg að sækja hjá fjarlægum stjórnvöldum sem segja má að hafi slegið eign sinni á svæðið gögn þess og gæði og innfæddir ekki verið mikið spurðir þegar nýting landsins hefur verið annarsvegar fylgdu bara með í sölunni eins og hvert annað góss. 

 

Olíuvinnsla í Alaska,  Manhattan siglir norðvestur leið.

Árið 1968 fannst við Prudhoe Bay í Norður Alaska stærsta olíu- og jarðsgas-vinnslusvæði sem fundist hefur í Bandaríkjunum og ekki að sökum að spyrja, olíufélög og auðjöfrar hófu undirbúning að olíuborunum og vinnslu þessara miklu náttúru auðlinda.  Sá hængur var þó á,  hvernig átti að koma olíunni á markað?

Annarsvegar var um að ræða flutning á jarðolíunni sjóleiðina með stórum sérbyggðum olíuskipum sem gætu siglt gegnum heimskautaísinn  norðan við Alaska og Canada  til olíuhreinsunarstöðva á austurströnd Bandaríkjanna. Heldur þótti þetta fjarstæðukennt bæði vegna þess að menn efuðust um að leiðin væri yfirleit fær stórum skipum vegna grynninga og ís og mengunar hætta gífurleg ef óhapp yrði.  Hinsvegar kom upp sú hugmynd sem mörgum þótti enn brjálæðislegri sem sé að leggja risavaxna olíuleiðslu 1200 km leið frá  Prudhoe Bay  til hafnarinnar Valdez  sem er nyrðsta ísfría höfnin á vesturströnd Alaska.

Í stöðunni voru sem sagt tveir kostir og hvorugur góður eða auðleystur, báðir kostnaðarsamir og  sá  síðari svo nam  stjarnfræðilegum tölum.  Það var komið framá árið 1968 vinnsla á olíu var að hefjast í Prudhoe Bay það varð   að hefjast  skjótt handa ef olíufundurinn ætti að verða eitthvað meira en vonarpeningur.  Þar kom að Félögin Humble Oil & Refining Company , Atlantic Richfield Company ásamt fjársterkum aðilum að tjaldabaki [5] ákáðu að ráðast í að láta sigla stóru tankskipi norðvesturleiðina milli Labrador og Grænlands eftir sundunum milli eyjanna við norðurströnd Canada til olíusvæðisins í Prudhoe Bay á norðurströnd Alaska.

Tilgangur ferðarinnar  skildi vera sá að ganga úr skugga um hvort sigling þessa leið væru möguleg og hvort að sjóflutningar með jarðolíu frá heimskauta svæðunum væru arðvænlegri en lagning olíuleiðslu sem fyrr er nefnd. Lagning leiðslunnar var til athugunnar þegar hér var komið og ekki var síður deilt um hvort lagning hennar væri möguleg og þá réttlætanleg vegna hinna miklu umhverfis áhrifa sem þetta mannvirki óhjákvæmilega hefði.  Þar kom til gríðarmikil mengunar hætta ef skemmdir yrðu á leiðslunni og ekki síður kostnaðurinn sem talið var að yrði meiri en við nokkurt mannvirki sem ráðist hefði verið í.Þegar ákvörðun um  siglinguna lá fyrir var næst að útvega nothæft skip til ferðarinnar og ljóst var að verkið krafðist mikils undirbúnings.  Fengnir voru til þeirrar vinnu verkfræðingar,  fjöldi vísindamanna með þekkingu á heimskautasvæðinu auk siglingafræðinga með reynslu af íshafssiglingum.  Til álita komu kaup á skipi sem hægt væri að breyta til siglingarinnar eða hugsanlega smíða nýtt skip.  Tíminn var afar naumur þar sem ákveðið var að fara ferðina síðsumars árið 1969 en tíminn frá ágúst fram í nóvember er sá tími sem ísmyndun er í lágmarki á svæðinu og bráðnun sumarsins í hámarki.  Niðurstaðan varð sú að ekki ynnist tími til byggingar á sérhæfðu skipi en samningar tókust við eiganda risa olíuskips og við langtíma leigutaka og rekstraraðila þess sem var Exxon Mobil Corporation sem víða um heim gekk undir nafninu Esso.  Skipið var   MANHATTAN"  sem var nýlegt turbinudrifið olíuflutningaskip það stærðsta í heimi þegar það var tekið í notkun í árs -byrjun 1962 . Skipið var enn á þessum árum meðal stærðstu olíuflutninga-skipa í heimi og það stærsta og öflugasta í kaupskipa flota Bandaríkjana og var fyrir breytingarnar sem í hönd fóru 108.590 DWT. 

 T/T MANHATTAN" fyrir breytingu


MANHATTAN var  knúið gufu turbinum 43.000 hp og tveim skrúfum  og var á þessum tíma eina stóra tankskipið í heiminum sem búð var tveim sjálfstæðum skrúfum sem var afar mikilvægur kostur bæði vegna öryggis á siglingunni ásamt meiri og betri stjórnhæfni skipsins.  Eigandi skipsins var Manhattan Tanker´s Company i New York sem leigði skipið til olíufélaga samsteipunnar Exxon Mobil Corporation / ExxonMobil eða ESSO  eins og það var oftast kallað en inn í þessar samsteipur tengdust  auðmenn víða að úr veröldinni. Tveir þeirra grikkirnir Onasis og Niarchos frekir til fjörsins og miklir fyrir sér í útgerð olíuflutnigaskipa og á þeim tíma nefndir skipakóngar.  

 

Á árunum síðari heimstyrjaldarinnar og þar á eftir voru þeir  Aristotelis Onasis [6] og Stavros Niarchos umsvifamiklir í útgerð olíuskipa í heiminum og ríkti mikil og óvægin keppni á milli þeirra félaganna á þessum árum og raunar alla tíð bæði viðskiptalega og í einkalífi. Þeir höfðu auðguðust gríðarlega á skipaútgerð  á styrjaldarsárunum og árunum þar á eftir með heldur vafasömum hætti að talið var og voru ekki vel séðir í Bandaríkjunum og eftirlýstir af FBI um tíma,  þó svo að veldi þeirra stæði þar með miklum blóma í gegnum allskonar dótturfélög og samsteypur.  Eitt af mörgum félögum þar að mestum hluta í eigu Niarchos var einmitt  Manhattan Tanker´s Co sem var eigandi skipsins.

 

Olíuskipið MANHATTAN var smíðað í skipasmíðastöðinni  Bethlehem Steel Company  í Quincy. Massachusetts  og tekið í notkun árið 1962.

Helstu upplýsingar um skipið:

Við afhendingu skipsins 1962:                              Eftir breytingarnar 1969:

Lengd                             286,5 m                                   306,4 m

Breidd                     35,4 m                                    40,2 m

Djúprista                   15,8 m                                    15,8 m

Dwt.                    108.590 tn                               114.668 tn        

Vél. Turb. Hö.       43.000 hö                                43.000 hö

Siglingahraði          17,5 sml.                                 17,0 sml.


FRH


Lokað fyrir álit

07.10.2013 15:09

Heykur

Heykur hét það í þjónust Eimskipafélags Íslands en í eigu færeyinga

Heykur                                                                                                                        © Peter William Robinson

Skipið var smíðað  hjá Elbewerften í Rosslau, (A-) Þýskalandi 1972 sem HEYKUR Fáninn var danskur (færeyiskur?) Það mældist: 299.0 ts, 584.0 dwt. Loa: 49.60. m, brd: 10.10. m Skipið hefur aðeins gengið undir tveim nöfnum En 2003 fékk það nafnið ANTONIO Nafn sem það ber í dag undir fána Chile


Heykur


                                                                               © Wolfgang Kramer (friendship)

                                                                               © Derek Sands

En hér sem ANTONIO

                                                                                                       © Juan Carlos


                                                                                                       © Juan Carlos


                                                                                                       © Juan Carlos
Lokað fyrir álit

07.10.2013 13:45

VIBEKE VESTA

VIBEKE VESTA hét þetta skip þegar það þjónaði Hafskip á sínum tíma

VIBEKE VESTA


                                                                                                                 © Peter William Robinson

 Skipið var smíðað hjá Husumer SY í Husum Þýskalandi 1967 sem Vibeke Vesta fyrir danska aðila. Það mældist 499.0 ts  1237,0 dwt, Loa: 62,97.m brd:10.37 m 1987 er skipið selt og gengur síðan undir nokkrum nöfnum. 1984 Marie TH 1989 Matie C 1993 Altair 1994 Sacrotees 1994 Enif. 1995 Gemini 1995 Atlantico 1997 Kathy Trader. Í nov 2001 er skipinu siglt upp í fjöru í Manzanillo í Panama og það síðan rifið þar

VIBEKE VESTA


                                                                                                                 © Peter William Robinson

                                                                                                                 © Peter William Robinson
Hér sem MARIE TH                                                                                                                                                                                                @Ric Cox

Hér sem MATIE C


                                                                                                                                                                                    @ Arne Jürgens


Hér komin að fótum fran í Panama                                                                                                                        © Yvon Perchoc
Lokað fyrir álit

06.10.2013 19:54

GREEN AUSTEVOLL

GREEN AUSTEVOLL var hér í Eyjum í dag. Og þar sem hleðslutæki myndavélarinnar minnar finnt ekk (allavega í bili) verð ég að fá myndir frá erlendum rafpóstvinum.

GREEN AUSTEVOLL


                                                                                                                                       © Gena Anfimov

Skipið var smíðað hjá  Kleven í Ulsteinvik Noregi 1991 sem: ERIKSON NORDIC Fáninn var: Bahamas Það mældist: 5084.0 ts, 6000.0 dwt. Loa: 109.00. m, brd 18.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1996 WISIDA NORDIC - 2000 NORDICA - 2001 GREEN AUSTEVOLL  Nafn sem það ber í dag undir sama fána                                                                                                                                       © Gena Anfimov                                                                                                                                       © Gena Anfimov


                                                                                                                     © Jose Miralles

                                                                                                                     © Jose Miralles
Lokað fyrir álit

03.10.2013 17:42

Green Ice

Ég hef stundum sagt engin er ber að baki sem á Tryggva Sig fyrir vin,. Og ég stend við það. Undirritaður er  lítið fyrir bryggjutúra fyrir hádegi Og missir þessvegna oft af skipakomum á þessum tíma. Og þá koma góðir vinir oft til skjalanna og bjarga málum. Þ.á.m þeir Torfi Haralds og Tryggvi Sig. það má líka hljóða fyrstu setninguna upp á Torfa. Og hér eru myndir frá Tryggva af GREEN ICE sem var hér fyrir nokkru Hann segir íslending vera skipstjóra á skipinu Hjörtur Jónasson mun hann heita                                                                                                                                    © Tryggvi Sigurðsson

Skipið var smíðað hjá Fosen MV í Rissa Noregi 1985  sem: SVANUR Fáninn var: færeyiskur Það mældist: 3399.0 ts, 29000 dwt. Loa: 84.60. m, brd 16.00. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1988 TINGANES - 1993 GREEN ICE Nafn sem það ber í dag undir Bahamafána

                                                                                                                                    © Tryggvi Sigurðsson


                                                                                                                                    © Tryggvi Sigurðsson

                                                                                                                                    © Tryggvi Sigurðsson


                                                                                                                                    © Tryggvi Sigurðsson
Lokað fyrir álit

02.10.2013 20:40

HORST B

HORST B heitir hann þessi. Eimskip mun vera með hann í flutningum. Það hefði það þótt saga til næsta bæjar  hér í gamla daga að Eimskipafélag Íslands væri með á sínum snærum "uppgjafa" skip frá Skipadeild SÍS (þeir notuðu kannske stundum sömu skipin en ekki til langtímaleigu) Jæja en svona breitast félögin, tímarnir og mennirnir með. En skipið hét ARNARFELL þegar Samskip notaði það. Ég veit ekkert um eignarhaldið þá á skipinu

HORST B


                                                                                                                                   ©  Hannes van Rijn

Skipið var smíðað hjá  Örskov Christensens í  Frederikshavn Danmörk 1994 sem: GERTIE Fáninn var: danskur Það mældist: 6297.0 ts, 7968.0 dwt. Loa: 121.90. m, brd 20.40. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1995 CGM ST.ELIE - 1996 GERTIE - 1996 ARNARFELL - 2005 SEABOARD CARIBBEAN - 2008 MELFI TUXPAN - 2009 ID TUXPAN - 2010 HORST B. - 2010 COLCA 2012 HORST B  Nafn sem það ber í dag undir líberíu fána

                                                                                                                                   ©  Henk Jüngerius


                                                                                                                                   ©  Henk Jüngerius


                                                                                                                                   ©  Henk Jüngerius

Lokað fyrir álit

02.10.2013 18:32

OW PACIFIC

Þetta skip OW PACIFIC var hér í síðustu viku. Erindið var að koma með Svartolíu til FES. En svo urðu einhver mistök við afhendingu olíu um borð HUGINN VE. (ekkert með olíuskipið að gera) Sem betur fer var hægt að dæla olíunni úr Huginn yfir í laust rými á olíuskipinu. Og sést það utan á HUGINN hér á myndunum frá mér hér að neðan

OW PACIFICI og HUGINN

                                                                                                                                       © óli ragg
Skipið var smíðað hjá  Volgogradskiy SZ í Volgograd Rússlandi 2008 (fullsmíðað í Tallin) sem: BALTIC MARIA Fáninn var: Gíbraltar Það mældist: 5445.0 ts, 8151.0 dwt. Loa: 114.70. m, brd 17.30. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2009 BROVIG FJORD 2013 OW PACIFIC Nafn sem það ber í dag undir dönskum fána

OW PACIFICI og HUGINN

                                                                                                                             © óli ragg


                                                                                                                             © óli ragg

Svo er hér myndir af skipinu undir nafninu BROVIG FJORD tekin af alvöru ljósmyndara

                                                                                                                             © Cornelia Klier


                                                                                                                             © Cornelia Klie

r

                                                                                                                             © Cornelia Klier

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221698
Samtals gestir: 579392
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:06:24
clockhere