Færslur: 2015 Júní

30.06.2015 20:56

Altmark 5

Um borð í Altmark voru menn nú viðbúnir, því að Englendingar sýni sig brátt aftur. Hin norska landhelgi var ekki lengur nein vörn gegn fjandsamlegum árásum. Tæpri klukkustundu eftir flugvélaheimsóknina en Altmark var þá statt út af Egersund komu í ljóss á stjórnborða eitt breskt herskip af Aurora-gerðinni og þar að auki 5 tundurspillar. Þessi skip nema fyrst staðar fyrir utan landhelgina, bíða eftir Altmark og halda síðan áfram ferðinni. samhliða binu þýzka skipi. Skyndilega breyta Bretarnir um stefnu og koma nær

Þá birtust bretarnir á Aurora skipum sínum m.a

                                                                                                                                                      © photoship

Eitt skipið morsar með Ijóskastara: "Stýrið í vestur !" Dau skipstjóri hirðir samt ekki um þessa skipun en siglir skipi sínu áfram, langt inni í hinni norsku landhelgi Einn tundurspillirinn dró Þá upp  flaggmerki og fer fram á að skipið nemí staðar þegar í stað. Það mátti sjá blossa um borð í skipinu. Það var skotið og skömmu síðar springur sprengikúla í kjölfari Altmark. Þessi óskammfeilni Englendinganna  að hefja ófrið á hlutlausu svæði vakti reiði og sára gremju um borð í Altmark. En Dau skipstjóri æðraðist ekki. Hann vildi  ekki gera hið minnsta sem gat brotið í  bága við hlutleysi það sem hér átti að ríkja og vildi ekki með neinu móti eiga þátt í þessu hlutleysisbroti. Það er nú hinn norski tundurskeytabátur, sem bar skylda til að taka þarna í taumana. Hann sigldi einnig að hinum breska tundurspilli sem hafði nálgast Altmark og kemur því til leiðar að tundurspillirinn fjarlægir sig í bráðina. En þetta tækifæri notaði annar tundurspíllir til þess að skjóta sér inn á milli Altmark og strandarinnar til þess að reyna þannig að fjarlægja þýska skipið frá ströndinni, og koma því á haf út. Eftir ráði lóðsins gerði Dau skipstjóri það gagnstæða við það, sem Englendingar höfðu ætlast til. Hann stýrir Altmark í krappri beygju inn í hinn þriggja kílómetra langa Jössing-fjord við Sogndal, sem var ísi lagður, og þangað elta hann nú tveir noskir tundurskeytabátar, nefnilega tundurskeytabáturinn Skarv, sem áður var kominn, og svo tundurbáturinn Kjell, sem bæst hafði við til varnar.                                  .

Þ.á.m. tundurspillirinn Intrepid.

                                                                                                                                                       © photoship

Þá nálgast utan af hafi enski tundurspillirinn Intrepid. Á þilfari hans mátti glöggt sjá sjóliða með stálhjálma á höfðum, vopnaða ýmsum handvopnum. Það var enginn vafi á því að þessir menn ætluðu sér að ráðast um borð í Altmark til að frelsa fangana, sem voru undir þiljum niðri,og sem grunaði lítt, hve örlagaríkir atburðir voru að gerast þeirra vegna, í kringum þá. Nú er það yfirforinginn á hinum norska tundurbáti, Kjell, sem mótmælir ákveðinn þessum átroðningi hins breska foringja á Intrepid og rétti Englendingnum hinar norsku hlutleysisreglur sem höfðu verið þýddar á ensku. Englendingarnir hættu þá við fyrirætlun sína sem einnig hafði verið gerð mjög erfið með því að Altmark beygði inn í Jössing-fjörðinn og biðu átekta fyrir utan fjarðarmynnið. Altmark brýtur sér nú leið gegnum ísinn langt inn í fjörðinn og liggur þar um kyrrt.

Jössing-fjörðurinn                                                                                                                                          Mynd af Netinu © óþekktur

Seinna koma þangað svo bæði norsku varðskipin Firern og Hval IV. Ein skipun frá hinni norsku yfirstjórn flotans hljóðaði á þá leið að þessi varðskip skyldu leggjast sitt hvoru megin utan á Altmark til þess að hindra breska árás á skipið. Hefðu Bretarnir farið yfir norsku varðbátana hefði mátt Ieggja það út sem árás á varðbátana sjálfa. Þessi skipun virðist þó seinna hafa verið tekin aftur, en skipun gefin út um að .koma í veg fyrir hvers konar valdbeitingu Það var komin nótt. Ensku tundurspillarnir lágu stöðugt fyrir utan fjörðinn. Hvort þeir voru að bíða eftir frekari skipunum  frá ensku flotastjórninni, eða hvort þeir biðu eftir myrkrinu, vissu menn ekki

Svo kom enski tundurspillirinn Cossack

                                                                                                                                       © photoship


Á meðan sendir Dau skipstjóri tvö skeyti til þýska sendiráðsins í Osló og kemur því í skilning um hvernig sakir standa. Ef til vill hefði  það getað  hjálpað upp á sakirnar. Í bráðina var ekkert að gera fyrir Altmark en að liggja kyrrt í Jössingfirði sem var tiltölulega öruggur staður og bíða eftir frekari skipunum frá þýska sendiráðinu, sem líklega tæki ekki langan tíma. Hinn þýski sendiherra í Osló lét sitt heldur ekki eftir kyrrt liggja. Hann fór þegar upp í flotamálaráðuneytið norska og krafðist þess að send yrði aðstoð til Jössingfjarðar,og var honum lofað því, en sú aðstoð kom ekki í tæka tíð til þess að hindra þann sorgarleik sem nú var að hefjast Það ríkti nú kyrrð í firðinum. Báðir norsku tundurskeytabátarnir Kjell og Skarv lágu mjög nærri Altmark, viðbúnir, en Englendingar sáust ekki lengur Klukkan var orðin 22 þegar menn komu auga á, skuggamynd af skipi í fjarðarmynninu sem nálgaðist hægt og hélt sig síðan í námunda við hina norsku tundurskeyta báta.

Honum stjórnaði P.L Vian (1894-1968)

                                                                                               Mynd af Netinu © óþekktur

Um borð í Altmark var þegar í stað öllum gert viðvart. Enginn þekkti þennan skuggalega óboðna gest. Dau skipstjóri hélt að hér væri um að ræða tundurduflaslæðarann Olav Tryggvason, sem hann hafði séð áður, fyrir utan Bergen, skipið virtist líkjast honum. Dau skipstjóri lét nú spyrja um hverskonar skip þetta sé. Norðmennirnir héldu sér að hinu sama, þeir morsa: "Segið okkur hvaða skip þetta er !" En það var þögn. Ekkert svar, engin merki. Um hálfrar stundar þögn ríkti, sem er þrungin æsingarkenndri óvissu. Hið ókunna skip liggur kyrrt nærri norsku skipunum. Það lítur út fyrir að hér sé um viðbótarstyrk að ræða handa Norðmönnunum til að vernda Altmark "Setjið út kaðalstiga. Á bakborða!" kallar skipandi rödd yfir til Altmark. Það var byrjað að morsa á hið ókunna skipi. Dau skipstjóri spyr: "Hvaða skip er þetta?" En hið ókunna skip svarar ekki. Skipstjórinn á Altmark þurfti ekki lengi að vera í óvissu um, hvers konar skip þetta var og hver tilgangurinn var.
"Snúið  skipi yðar upp í vindinn, eða við skjótum á yður," var því næst morsað yfir til þeirra frá ókunna skipiniu, og þá voru menn um borð í Altmark ekki lengur í neinum vafa um að hér væri um enskt skip að ræða en ekki norskt.

Svo byrjaði "ballið"

                                                                                                                          Mynd af Netinu © óþekktur

Hið enska skip hlaut að hafa virt að vettugi hina norsku landhelgislínu, og án þess að blygðast sín var ráðist til atlögu á hið þýska birgðaskip, sem var í landhelgi hlutlausrar þjóðar. Þetta var enski tundurspillirinn Cossack, skipherra P. L.Vian. Altmark eykur nú hraðann og þegar skipin eru komin nokkuð lengra inn í fjörðinn er Ijóskastara þess stefnt á kinnung breska skipsins til að sjá hvort það veitti Þjjóðverjum eftirför. Dau skipstjóri átti enn bágt með að trúa að Bretarnir gerðu alvöru úr ógnun sinni. Með því að ráðast á eða skjóta á hið þýska skip myndu Bretar rjúfa hlutleysi Norðmanna og svo að segja skora Noreg á hólm og hinir norsku tundurskeyta bátarnir mundu þá verða neyddir til að skerast í leikinn og reyna að verja Altmark.

ALTMARK í Jössing-firði

                                                                                                        Mynd af Netinu © óþekktur

Orrusta milli herskipa þessara tveggja ríkja mundi því þýða það sama og friðslit milli Noregs og Bretlands. En til þess máttu ekki koma, þótt gott væri, að ná í hina 300 fanga um borð í Altmark. En þarna skjátlast hinum þýska skipstjóra. Skipherrann á hinum breska tundurspilli hafði fengið strangar skipanir um, frá yfirstjórn brezka flotans, að ná í þessa fanga og það jafnvel þótt það væri gert á móti vilja Noregsstjórnar. Árásin var þess vegna hafin. Menn um borð í Altmark vita nú hverju þeir eiga von á. Nú er ekki lengur hægt að láta fangana fara upp á þilfar og sprengja skipið í loft upp.Til þess var heldur ekki neinn tími Á fullri ferð tókst Dau skipstjóra að stýra skipi sínu þannig, að afturhluti þess snýr stöðugt að mótstöðumanninum, sem hefur siglingaljósin uppi. Allir björgunarbátarnir voru nú einnig undirbúnir undir að verða látnir á flot. Dau skipstjóri vildi reyna allt sem hægt værir til þess að komast hjá því að lenda í bardaga við árásarmennina á tundurspillinum.

Sama hér


                                                                                                                            Mynd af Netinu © óþekktur
Altmark var ekki herskip og mátti þess vegna ekki heyja neins konar baráttu í hlutlausri landhelgi Cossack kom nú nær og beygir á stjórnborða.En Altmark hagar sér þannig að það hefur tundurspillinn stöðugt fyrir aftan sig. Við hentugt tækifæri lét Dau skipstjóri vélarnar ganga með fullri ferð afturábak. Afturhluti þýska skipsins stefndi nú beint á miðja brú tundurspillisins svo örlög hans virtust vera ráðin.
Hinn mikli þungi birgðaskipsins, sem er 10.000 tonn að stærð, hlyti að valda mikilli eyðileggingu um borð í tundurspillinum. En englendingarnir höfðu þegar komið auga á hina miklu hættu sem steðjar að, og með öllu afli véla sinna, sem hafa yfir að ráða 44.000 hestöflum, tekst englendingunum á síðasta augnabliki að komast hjá árekstri svo að afturhluti birgðaskipsins, eins og af óskiljanlegum ástæðum, sveiflast á bakborða. Eins og seinna kom í ljós var það ísinn sem framundan var, sem orsakaði þetta, og gerði það einnig að verkum að Cossatk lenti ekki upp í hina sæbröttu strönd. En í sama bili og tundurspillirinn rennur hjá afturhluta hins þýzka skips stökkva einn liðsforingi og um það bil 20 sjóliðar úr reiða tundurspillisins niður á þilfar Altmarks.

Einnig hér


                                                                                                             Mynd af Netinu © óþekktur
Þeir voru með stálhjáltna, vopnaðir skammbyssum, stórum og smáum. Þessir menn hófu þegar í stað æðisgengna skothríð, og með óhljóðum og öskrum ráku þeir skipshöfnina á Altmark á undan sér til að smala henni saman. Skipshöfnin á Altmark, sem engin vopn höfðu, og ekki hafði neins konar ráð til að veita mótspyrnu, varð þegar í stað ótta slegin. Allir reyna á flótta að komast úr skipinu til að forðast að verða teknir til fanga. Sumir fóru í bátana og reyndu að slaka þeim niður, aðrir sveifluðu sér í köðlum niður á ísinn og komust svo á land. En skotin dundu stöðugt yfir þilfar hins þýzka skips, sem er upplýst af ljóskösturum frá tundurspillinum, og hver á fætur öðrum af áhöfn birgðaskipsins hneig í valinn. Það ríkti æðisgengíð uppnám. Hróp, skipanir. blótsyrði, traðk, áflog og skotdrunur. Hver sem var reyndi nú að bjarga sér sem best hann gat, og engin stjórn var lengur á neinu. Sá eini sem var óhræddur og stóð rólegur í brúnni var Dau skipstjóri, og það sem einkennilegast var, skipta Englendingarnir sér ekkert af
honum. Því þeir álítu að hann vera norskan lóðs.

Hluti fanganna við komuna til Englands með Cossack.

                                                                                                                         Mynd af Netinu © óþekktur


Af þessari ástæðu heppnaðist honum, án þess að nokkur taki eftir, að stýra skipinu, þannig að afturendi þess lenti upp í hinni klettóttu strönd, sem var þar mjög nærri Hvernig svo sem allt færi mátti ekki Altmark lenda í höndum Englendinga. Þótt ekki kæmi alvarlegur Ieki að skipinu myndi það þó líða það mikið tjón að það yrði ekki fyrst um sjófært. Þetta heppnaðist ágætlega. Það brakaði og brast í skipinu þegar það lendir í grjótinu. Þá fyrst skildi hinn breski liðsforingi, hver það var sem hann hafði látið standa þarna afskiptalausan við stýrið. En nú var orðið of seint að kippa þessu í lag. Altmark situr fast, með afturendann upp á landi, og hafði þegar orðið fyrir alvarlegu tjóni. Sá hluti skipshafnarinnar á Altmark, sem ekki hafði getað flúið af skipinu og sem ekki þegar lá í blóði sínu á þilfarinu, sundurskotinn af skammbyssuskotum, hafði nú verið rekinn saman í hóp og ógnað með byssuhlaupum.


8 Þjóðverjar eru grafnir í Jössa -firði

                                                                                                             Mynd af Netinu © óþekktur

Enginn reyndi að veita mótspyrnu en allir hefðu viljað geta
flúið til þess að losna við fangavist á Englandi í lengri eða skemmri tíma Svo voru fangarnir látnir lausir, hver á fætur öðrum, og stjórnaði Dau skipstjóri því verki. Þeir voru samtals 300, og fóru þeir allir um borð í Cossack. Enginn einasti þeirra hreyfir neinu smánaryrði til skipverja á Altmark eða til skipstjórans. þeir vissu það allir, að undir öllum kringumstæðum var ekki betur hægt að fara betur með þá, og engin ástæða var til neinna kvartana frá þeirra hendi.

Norsk minningartafla í Jössefirði um atburðinn

                                                                                                                       Mynd af Netinu © óþekktu
Flutningur fanganna gengur fljótt fyrir sig. Englendingarnir eru auðsjáanlega taugaóstyrkir og
tlýta sér eins og þeir geta. Þegar sá síðasti hinna 300 fanga er kominn um borð í tundurspillinn, bjuggust þeir 100 menn af skipshöfninni af Altmark, sem ósærðir eru, við því að fara á eftir hinum um borð í tundurspillinn sem fangar Englendinga. Það væri óhugsandi að þeir yrðu skildir eftir  En hið óvænta skeður.Cossack leggur í skyndi frá birgðaskipinu og sigldi út fjörðinn með þeim hraða sem skipið hefur yfir að ráða. Einnig létu hinir norsku tundurskeytabátar ekki á sér bæra. Þeir lágu á sínum stað og létu Englendingana sigla. fram hjá í friði Ekki líður ´löngu þar til bretarnir  sameinast þeirri  flotadeildi sem þeir áður höfðu verið með og stefna nú öll skipin í vestur Skipshöfnin um borð í Altmark þeir sem ekki eru fallnir eða særðir drógau nú andann léttara. Sjö menn eru þegar dánir og sá áttundi var að dauða kominn af sárum. Fimm menn eru mikið særðir en sex lítið  tvo varð að skera upp, og gerði skipslæknirinn það, en hann annaðist yfirleitt þá særðu.

Þjóðverjar bera fallna félaga frá borði

                                                                                                                     Mynd af Netinu © óþekktur
Með þessu bragði sínu tókst Englendingunum að gera upp reikningana við óvinina og næstu daga stóð svo að segja allur heimurinn á öndinni af undrun. Óneitanlega var hér um alvarlegt hlutleysisbrot að ræða, af hendi Englendinga, þar sem þeir réðust þannig á hið þýska birgðaskip Altmark, sem sigldi í landhelgi Noregs. En það má einnig segja að heiður Stóra-Bretlands sem flotaveldi hafi verið í veði, og hefði það orðið mikill álitshnekkir fyrir Breta hefðu þessir 300 fangar komist heilu og höldnu til Þýskalands. Tilraun til að frelsa þá varð að gera, en þessi tilraun var brot á öllum alþjóðareglum. Þetta hlutleysisbrot Englendinga varð einnig gert þeim hlutfallslega létt. Þetta á ekki einungis við Norðmenn, sem horfðu hér um bil aðgerðalausir á þessar aðfarir, heldur einnig Þýskaland sjálft. Hér var um hugtakið "Ríkisskip" að ræða, sem er ekki markaður neinn bás í alþjóðarétti. Þetta, sem var nokkurs konar
millitegund milli kaupskips og herskips, varð þess valdandi að Norðmenn urðu svo hikandi í aðgerðum sínum. Þeir vissu ekki almennilega hvernig þeir áttu að haga sér þegar um þess konar skip var að ræða, og svo lokuðu þeir báðum augum og gerðu ekki neitt.

Þjóðverjarnir reistu líka merki

                                                                                                                           Mynd af Netinu © óþekktur
En það má þó segja að aðferðin til þess að koma þessu verki í
framkvæmd hafi ekki verið sem heiðarlegust hjá Bretum. Eftir að þeir átta sem féllu og einn, sem hafði drukknað og fannst aldrei, höfðu verið jarðaðir á norskri grund, var svo hafin viðgerð á Altmark í byrjun mars í Langefjord og 22. mars lagði það á stað heimleiðis, án þess að nokkuð frekara bæri við. En nafnið Altmárk hafði þyrlað upp miklu pólitísku ryki í þessari veröld og var mikið rætt um þessa atburði á eftir. Eftir þetta var svo breytt um nafn á skipinu eins og til þess að reyna að láta það gleymast, sem skeð hafði, og skipið fékk nafníð Uckermark. Undir þessu nafni átti svo þetta skip eftir að fara margar mikilvægar ferðir til Austur-Asíu.
Lokað fyrir álit

29.06.2015 20:08

Altmark 4

En Dau skipstjóri ætlaði ekki inn til Þrándsheims Að hans mati var Altmark ekki herskip heldur þjónustuskip ríkisins sem samkvæmt þjóðréttarlegum reglum mætti sigla um landhelgi hlutlausra ríkja í friði.En jafnskjótt og það fer inn í hlutlausa höfn kæmu önnur ákvæði til framkvæmda og það sérstaklega í þessu tilfelli  þar sem skipið hafði fanga um borð.Það gæti ef til vill leitt til kyrrsetningar. Dau skipstjóri ákveður því að halda áfram án hafnsögumanns. Í Kristianssund væri samt rétt að taka hann. Altmark hélt nú áfram ferð sinni og stýrði með hjálp sjókorta þessa örðugu leið um skerjagarð Noregs og gætti þess vel að vera innan við landhelgina til þess að öruggt væri að árás yrði ekki gerð á það. Það yrði brot á alþjóðarétti og mikilvægt hlutleysis brot ef óvinirnir réðust á Altmark fyrir innan landhelgislínuna. Enn þá sást enginn


Halten viti


                                                                                                                                     Mynd af Netinu © óþekktur

Alla leiðina til Kristianssund sést ekki neitt skip. Þetta sannaði þó ekki það að Englendingar vissu ekkert  um.athafnir birgðaskipsins. Ef til vill biðu þeir á einhverjum stað fyrir utan landhelgina, þar sem þeir gætu búist við skipinu, og myndu þar ráðast á það. En fyrir utan Kristianssund var ekki neinn lóðsbát að sjá. Í stað þess kom hinn norski tundurskeytabátur, Trygg, og nálgast Altmark með merkjum.
Fékk hann Altmark til að nema staðar og setur út bát sem rær út í birgða skipið. Foringi tundurskeytabátsins, norskur sjóðliðsforingi, kemur sjálfur um borð. Hann spurði kurteislega um stærð skipsins, um áhöfn þess, einnig síðustu burtferðarhöfn og ákvörðunarhöfn  og bað um að mega fá að sjá skipið og var honum leyft það.
 
Kristjanssund

                                                                                                                                        Mynd af Netinu © óþekktur

Ánægður yfir því að finna ekkert það, sem orsakað gæti að hann yrði að taka í taumana, fór hann svo aftur frá borði. "Hvernig gengur það með lóðsinn sem ég bað um?" spyr Dau skipstjóri."í Kristianssund er ekki hægt að fá neina lóðsa eins og er" segir norðmaðurinn." Þá fáið þér þegar þér komið til Aalesund. En ég get látið yður fá einn,"bætti hann við vingjarnlega Dau skipstjóri tók þessu boði fegins hendi, því hann vill halda áfram ferðinni hindrunarlaust. Lóðsinn kom svo um borð og skrúfurnar á Altmark fóru aftur á stað. Þessum formsatriðum er nú lokið, hugsaði Dau skipstjóri En hann vissi ekki um skipun yfirmanns annarrar flotadeildar  Landhelgisgæslu Norðmanna, C. Tank Nielsen admiráls,(1877-1957) í Bergen. Þessi skipun hljóðaði þannig að beðið skyldi eftir hinu þýska birgðaskipi þegar það kæmi með fangana upp að ströndum Noregs, og skyldi koma skipsins þegar tilkynnt. Þetta halði verið gert fyrir fimm vikum meðan Altmark enn klauf öldur S-Atlantsliafsins í byrjun ferðarinnar.

Norski tundurskeytabáturinn, TRYGG

                                                                                                                                                   © photoship

Hinn norski yfirforingi var ekki ánægður með rannsókn Trygg's og sendi því norska tundurskeyta bátinn Snögg á stað með skipun um að rannsaka farminn í Altmark nákvæmlega.
Birgðaskipið var nú komið til Aalesund og fór þá lóðsinn af Trygg þar í land, en 2 lóðsar sem beðið hafði verið um áður komu um borð. Þessir menn voru ekki eins kurteisir  og vingjarnlegir eins og hinn fyrri starfsbróðir þeirra, og reyndu með ýmsum mótbárum að koma í veg fyrir að Altmark gæti haldið áfram ferð sinni. Þeir töluðu um mikinn fiskiflota sem væri þar nálægt og væri ekki hægt, vegna hans, að halda ferðinni áfram um nóttina. Dau skipstjóri gat þó komið þeim í skilning um að hann yrði að hraða sér og Altmark lagði af stað á ný.Trygg fylgdi birgðaskipinu meðan leiðin lá í gegnum skerjagarðinn.Fyrir utan hann komu menn nú auga á mörg fiskiskip sem voru á síldveiðum. Á milli nokkurra þessara skipa hélt nú hið þýska birgðaskip, hægt áfram ferð sinni, og hinn 15. febrúar er það komið að hinum breiða Sognfirði

Tundurbáturinn SNÖGG
                                                                                                               Mynd af Netinu © óþekktur

Þar kom tundurskeytabáturinn Snögg á móti þeim. Norskur sjóliðsforingi, yfirmaður bátsins kom
um borð, og sagist, samkvæmt skipunum verða að rannsaka skipi. Dau skipstjóri læt í ljósi mikla vanþóknun á þessu. Það voru hér um bil sömu orðin sem fóru á milli þeirra og í fyrra skiptið þegar Trygg kom. En þessi sjóliðsforingi yfirgefur einnig Þjóðverjana eftir nokkurn tíma, án þess að hafa valdið örðugleikum. En Tank-Nielsen aðmíráll lét sér ekki þetta nægja. Hann vissi af föngunum um borð í Altmark og hafði ásett sér að hindra það af öllum mætti  að þeir kæmust til Þýskalands, enda þótt hann hefði engan lagalegan rétt til þess, þar sem Altmark hefur ekki framið neitt brot á alþjóðlegum reglum. Hann fer nú í "eigin persónu" um borð í tundurspillinn Garm til að elta Altmark og náði skipinu í mynni Sognfjarðarins þegar það er í þann veginn að stefna á haf út. Enn einu sinni verður Dau skipstjóri að láta stöðva vélarnar. Hann er nú orðinn gramur. Áður en norski tundurspillirinn hefur náð þeim hafði hann sent skeyti til þýska sendiráðsins í Osló og bað það að láta norsku stjórnina vita um hvað hér væri að ske. Fram hjá Bergen var einungis hægt að sigla að degi til og næstu nótt yrði hann að fara yfir Skagerak, eftir að tungl væri af lofti. Ef hann yrði stöðvaður ennþá einu sinni, þýddi það 24 klukkutíma töf sem gæti orðið örlagarík. Í þriðja skipti kom svo norskur sjóliðsforingi um borð í Altmark. Hann var strangari en hinir og krefst þess að fá að sjá hvað skipið hefur að geyma."Mér þykir það mjög miður!" svaraði Dau skipstjóri. Altmark siglir, eins og þér vitið, undir ríkisfána Þýskalands og ég get þess vegna ekki af góðum og gildum ástæðum leyft yður að rannsaka skipið. Ég býst einnig við að það sé mest áríðandi fyrir yður að fá að vita, hvort skipið sé vopnað eða ekki. Ég skal leyfa yður að fullvissa yður um að skipið er ekki vopnað" Léttu vélbyssurnar höfðu báðar verið teknar niður áður en komið var að Noregsströndum og látnar niður í lest. Fæturnir sem þær höfðu staðið á voru aðeins eftir. En liðsforinginn vill ekki skilja þetta. Hann heldur fast við það að fá að leita í skipinu og bendir Dau skipstjóra á, að hann hafi í leyfisleysi sent frá sér loftskeyti.

Tank-Nielsen aðmíráll (1877-1957)

  Mynd af Netinu © óþekktur

"Þér eruð hér í norskri landhelgi, og þar eru allar loftskeyta sendingar bannaðar," sagði hann. f þetta skipti er það Dau skipstjóri, sem verður að biðjast afsökunar. Hann vissi ekki að hin norska iandhelgi næði svo langt Auðvitað skyldi þetta ekki koma fyrir aftur. En ég get ekki leyft yður að leita í skipinu." Hinn norski sjóliðsforingi átti ekki annars úrkosta en að fara frá borði án þess að hafa lokið erindi sínu eftir að hafa áður sýnt Dau skipstjóra, eftir beiðni hans sjálfs, hvar landhelgis taikmörk Noregs væru, nákvæmlega, á kortinu "Fyrir myrkur verðið þér að vera kominn út úr norskri landhelgi. Við viljum vera liprir við yður og þér megið fara Feja-OIsen leiðina."
Dau skípstjóri þakkar.En lóðsarnir voru ekkert glaðir yfir því að vera út í "Altmark" þessa leið. Þeir eru hræddir við að þegar komið sé út fyrir norska landhelgi geti Altmark hæglega orðið fórnardýr breskra herskipa eða kafbáta Ótti lóðsanna er ekki ástæðulaus.Altmark verður að liggja þarna kyrrt, því fyrir utan Bergen ætluðu Englendingar að sitja fyrir þeim og sigling um norsku landhelgina fyrir utan kastalavirkin um nótt er bönnuð. Það er ekkert annað hægt að gera.


GARM flagg skip  Nielsens aðmíráls


                                                                                                                                      © photoship

Dau skipstjóri þurfti að senda annað skeyti til þýska sendiráðsins í Osló. Hann verður því að fara út í Garm þar sem tekið er á móti honum af aðmírálnum sjálfum með fyllstu kurteisi og hefð. Milli þessara manna hefst nú fjörugt samtal því hinn norski yfirmaður talar reiprennandi þýsku. "Í alþjóðarétti er ekki hugtakið "ríkisskip" til," segir hinn norski skipherra. "Annaðhvort er um kaupskip eða herskip að ræða. Ef á að líta á Altmark sem herskip er ekki því leyfilegt að sigla um norska landhelgi, þar sem það tilheyrir þjóð sem á stríði, ef aftur á móti skuli litið á það sem kaupskip verður fyrst að leita í því."
Dau skipstjóri vissi ekki að með þessu tali var einungis verið að tefja tímann. Aðmírállinn hafði, þegar honum var hafnað um að fá að leita í skipinu, sent skeyti til Osló um að líklegt væri að fangar væru um borð i Altmark. Nú beið hann eftir frekari skipunum. Hann reyndi á meðan að tefja Altmark á þennan hátt. Svarið frá Osló kemur brátt. Flotastjórinn í Osló leyfði að skipið mætti halda áfram í fylgd með norskum herskipum. Tank-Nielsen var þyi neyddur til að skilja við gest sinn ennþá einu sinni og gefa honum þar á ofan tryggingu fyrir að skeytið til þýska sendiráðsins kæmist leiðar sinnar. Ennfremur leyfði hann honum að dveljast um kyrrt í norskri landhelgi meðan beðið er eftir svari. Hvort þetta skeyti um kvartanir hins þýska skipstjóra yfir örðugleikum þeim sem hið norska sjólið hafði valdið honum komst nokkurn tíma til Osló er ekki vitað með vissu. En áreiðanlegt var þó að með hegðun sinni fór Tank-Nielsen á snið við skipanir þær sem hann hafði fengið frá yfirmönnum sínum með því hann virðist ekki geta fallist á ríkjandi hlutleysisreglnr í þessu máli. Samt sem áður virðist þýska sendiráðið í Osló vera áhrifaríkara. því undir kvöld kemur tundurbáturinn Snögg upp að hliðinni á Altmark og tilkynnir gegnum lúður að ferðinni um landhelgina fram með kastalavirkjum Noregs megi halda áfram og það einnig í myrkri.  

Breskar flugvélar af Blenheim-gerð fundu skipið


                                                                                                            Mynd af Netinu © óþekktur
Það var eins og Norðmenn hafi viljað með þessu bæta fyrir það sem þeir fram að þessu höfðu tafið Altmark, svo að það gæti komist næstu nótt gegnum Skagerak. En það var ekki lengur mögulegt vegna tímans og varð að fresta því til næturinnar þar á eftir. En þá var orðin hætta á því að Engiendingar næðu skipinu, því þá var kominn nægilegur tími fyrir þá að safna saman nægilega mörgum skipum til árása. Altmark hélt þannig áfram ferð sinni suður á bóginn með hálfum hraða, alltal fyrir innan hinar norsku landhelgi. Lóðsarnir voru um borð og átti að skipta um þá í Kopervik fyrir norðan Stavanger.Um hádegi þann.16 febrúar var skipið statt beint út af Juerens fyrir norðan Egersund. Ströndin hér er fremur slétt og ekki mikið um sker. Menn voru öruggir um borð og í góðu skapi. Altmark sigldi nú í hér um bil einnar sjómílu fjarlægð frá ströndinni í samfylgd norska tundurbátsins Skarv, sem er á eftir.

Skarvurinn fylgdi á efti
r

                                                                                                                                       © photoship

Skipin eru því langt inn í norskri landhelgi. Allir trúðu því að nú að myndu  þeir ekki lenda í neinum vandræðum framar, því alltaf styttist Ieiðin. enginn af óvinunum hefur látið sjá sig enn. Það virðist svo sem þeir viti ekki um fyrirætlanir Altmarks eða hvar skipið var statt. En enginn skal vera of bjartsýnn. Um kl. 14 komu 3 flugvélar í ljós, sem koma fljúgandi utan af hafi í lítilli hæð og stefna á Altmark. Þetta voru breskar flugvélar af Blenheim-gerð. Þær hirtu ekki um hina norsku landhelgi og fljúga hvað eftir annað í kringum skipið og yfir það eins og væri verið að ljósmynda það. Á leiðinni hafði verið málað yfir nafnið Altmark utan á skipinu. Áður en komið  var inn í noska landhelgi hafði Dau skipstjóri aftur látið mála það á. Ennfremur hafði skipið þýska ríkisþjónustu flaggið uppi. Það hefði því ekki átt að vera erfitt lyrir Englendingana að þekkja útileguskipið aftur. Eftir skamma stund hurfu svo flugvélarnar aftur í vesturátt, án þess að hinn norski tundurbátur gerði neitt til að koma í veg fyrir þetta augljósa hlutleysi brot. Það er hægt að  gruna að Englendingar hefðu fengið að vita gegn um hinar stöðugu skeytasendingar Norðmanna hvar skipið væri statt í það og það skiptið. Þetta var upphafið á fjölda atburða sem allur heimurinn fylgist af athygli með.

Lokað fyrir álit

28.06.2015 18:25

Altmark 3

Von skipshafnarinnar um að vera komin heim fyrir jól er nú að engu orðin. í stað þess að vera á heimleið, veltur nú Altmark framm og aftur í hinum úfnu öldum Atlantshafsins nærri Góðrarvonarhöfða og enginn hefur minnstu hugmynd um, hvenær haldið verður heimleiðis. Á Þorláksmessu kemur einn vaktmaður á skipinu, sem er á lítilli ferð, auga á blikkdós á reki á hafinu. Á henni er lítið flagg og vekur þetta athygli varðmannsins, því síkt er óvenjulegt á miðju úthafinu. Dau skipstjóri stýrir skipinu að dósinni og hún er tekin upp í skipið. Á flaggið er málað með stórum stöfum S O S. Það er þá flöskupóstur. Dósin er svo opnuð, og inniheldur hún blað, þar sem hefur verið skrifað á ensku svolátandi fregn: "S O S 23. - 12. - 1939. - Við erum hér um það bil 300 sjómenn af breskum skipum, sem Admiral Graf Spee hefur sökkt.

Það var lítil dós með flaggi á sjónum

                                                                                                                          Mynd af Netinu © óþekktur

Við erum um borð í birgðaskipinu Altmark frá Hamborg, sem er birgðaskip Aclmiral Círaf Spee og erum nú staddir einhvers staðar fyrir sunnan Góðrarvonarhöfða. Ef tit vill höldum við nú brátt heim til Þýskalands, þó erun við ekki vissir um það. Vistarverur okkar eru niðri í skipinu að framan og aftan. Alttnark hefur ennþá nægilega olíu og einnig vatn og matvæli" Sá, sem sendi, hefur ekki haft heppnina með sér, þar sem flöskuskeytið náðist aftur um borð í skipið, sem það var sent frá. Einhver fanganna hafði í laumi kastað því fyrir borð. Fangarnir voru þegar í stað yfirheyrðir, en enginn þeirra vildi játa á sig að hafa sent þetta skeyti. Til að koma í veg fyrir frekari fréttasendingar af þessu tagi og til þess að fá betra yfirlit um hegðun fanganna á þilfari, fengu nú ekki nema smáflokkar þeirra að fara upp á þilfar í einu til að fá sér ferskt loft.Jólin gengu í garð átakalítið. Þrátt fyrir mismunandi jóla siði þjóðverja og breta og jólaleysi múhameðstrúarmanna hindúa og blökkumannana. En steikt kindakjöt var aðalréttur um borð. Nóg var enn til af mat.T.d niðursoðnir ávextir sem allir um borð fengu þrisvar í viku. Og kom t.d í veg fyrir skyrbjúg.

Það var nóg til af niðursoðnum ávöxtum
                                                                                                                                                      Mynd af Netinu © óþekkturÍ óveðrum hagaði Dau siglingu skipsins þannig að best færi um mennina um borð Loks rann upp það augnablik, að Dau skipstjóri skýrði mönnum sínum frá, að byrjun heim ferðarinnar skyldi hafin. "Eg vona, að hamingjan verði með okkur, svo að við getuiri komist óséðir gegnum girðingar óvinanna!" sagði hann við menn sína, sem safnast höfðu um hann. "En gæfan fylgir oftast þeim, sem ekki æðrast og gera skyldu sína" Bretum var nú orðið fulljóst um tilveru skipsins og farm þess en ekki alveg um staðsetninguna. Þeir lögðu nú allt í sölurnar til að finna það annars var heiður þeirra sem flotaveldi í hættiu.Um borð í Altmark voru smiðir og hásetar á fullu við að dulbúa skipið því Bretar voru búnir að senda lýsingu á því út um allan heim. Og jafnvel skip hlutlausra landa gátu sagt til þess séu þau það. Það er því mikið áhættuspil, sem nú er að hefjast fyrir Altmark. Annaðhvort heppnast siglingin heim eða skipið lendir í höndum Englendinga. Líkurnar voru einn á móti tíu.Tífalt meiri Iíkur fyrir því, að þetta heppnist ekki. En jafnvel þótt möguleikarnir væru ekki meiri, varð að hætta á það samt. Og það er þetta, sem Altmark ætlaði nú að gera. Skipið nálgaðist nú óðum siglingaleiðina milli Höfðaborgar og S-Ameríku. Stöðugt náðist nú oftar í skeyti frá kaupskipum, sem héldu sitt í hvora átt og.var venjulegast hægt að staðsetja þessi skip á kortinu, svo um árekstra var ekki að ræða. Þannig tókst Altmark að komast óséð yfir S-Atlantshafið og átti nú bara eftir að fara þvert yfir siglingaleiðina Natal - Freetown, þar sem hafið er mjóst milli heimsálfanna.
Það fór þó fjarri því, að hér væri ekki um nóg rúm að ræða, því þetta er ekkert sund, heldur fast að því 3000 sjómílna breitt haf.

Svona var föngunum fyrirkomið í framskipi ALTMARK                                


                                                                                                                                                  Mynd af Netinu © óþekktur

En starfssvið njósna flugvéla og hraðskreiðra tundurspilla á þessum tímum var orðin töluvert yfirgripsmikið, svo að þetta haf gat orðið að hættulegri siglingaleið, sem vel var gætt og erfitt gat verið að sigla í gegnum. A þessu svæði þar sem suðaustur og norðaustur,staðvindanna ríkti um þetta leyti árs var venjulega rigning og þoka, sem Altmark reiknaði sér í hag. En þetta fór öðruvísi en áætlað var. Í þetta skipti rigndi ekkert. í tvo daga og tvær nætur varð skipshöfnin á Altmark að einbeita athygli sinni að sjónarröndinni allt í kring, hvort ekkert óvinaskip sæist, áður en hún gæti andað léttara. En þá fyrst var mesta hættan liðin hjá, og skipið hafði siglt norður úr hættulegasta svæðinu. Þó fór fjarri því, að Altmark gæti áhyggjulaust haldið áfram ferð sinni í norðurátt, alls staðar er fullt af skipum, flugvélum og kafbátum, sem væru á leiðinni til og frá Mið-Ameríku, og gætu komið auga á hið þýska skip og látið vita um ferðir þess. Samt gekk allt vel næstu daga.
Þó skeði það einu sinni, þrátt fyrir allar athuganir,

Þessar hefðu geta orðið ALTMARK mönnum skeinuhættar


                                                                                                                              Mynd af Netinu © óþekktur
Í byrjun febrúar 1940, að tilkynning kom ofan úr masturskörfunni: "Skip 75 gráður franiundan á stjórnborða!". Skipinu er nú þegar í stað snúið hart á bakborða til þess að koma í veg fyrir, að hliðaímynd skipsins sæist frá hinu óþekkta skipi svo hægt yrði að þekkja það. Meðan Altmark öslar áfram á fullri ferð flýtir Dau skipstjóri sér inn í loftskeytaklefann til þess að hlusta, hvort skipið sendi Ioftskeyti til breskra herskipa um, að það hafi séð Altmark. En engin slík skeyti heyrast og hið ókunna skip heldur áfram ferð sinni og fjarlægist hægt, það skeytti auðsjáanlega ekkert urrj hið þýska skip. "Heppnin er með okkur", segir loftskeytamaðurinn og Altmark sigldi óáreitt áfram.
En lofa skal dag að kvöldi, en eigi að morgni.Þennan sama dag þurfti Altmark átta sinnum að taka stóra sveiga til að forðast að verða séð af öðrum skipum sem þarna voru á sveimi Og þannig hélt þessi ferð áfram út á  N-Atlantshafið, sífellt í stöðugum taugaæsingi. Alltaf varð skipshöfnin að vera viðbúin að fara í bátana. Yfirmönnunum var það Ijóst, að Altmark má ekki falla í hendur óvinanna, hvað sem það kostar. Það er því allt tilbúið til þess að sökkva skipinu, ef enginn er annar kostur. Það mundi enginn Englendingur geta hindrað

Hvað þá þessar                              

                                                                                                                   Mynd af Netinu © óþekktur
Skipshöfnin vissi það  ofurvel, að það mundi verða erfitt og taka langan tíma, þvi fyrst yrðu allir fangarnir að fara í bátana. En þetta mundi samt verða framkvæmt. Nú var komið inn á það svæði sem "norðurljósin" ráða ríkjum.Og inn á hættulegasta svæði ferðarinnar
Allir menn eru á verði. Á hverju augnabliki má vænta þess að koma auga á grunsamlega skuggamynd á hafinu.Vélsíminn var stilltur á "fulla ferð áfram" Alir handhægir sjónaukar voru í notkun og þeir, sem á stjórnpalli standa, taka þá varla frá augunum, og ef þeir gera það, þá er það aðeins örstutta stund. Það var komin einskonar kyrrð yfir skipið. Niðri í vélarúminu ríkir taugaspenningur, menn halda niðri í sér andanum. Dau skipstjóri gat verið viss um, að hverri hans skipun yrði umsvifalaust hlýtt. Þessi æsing vex, er menn koma auga á stórt skip, með mörgum Ijósum, sem líkist ensku herskipi. Skip þetta virðist þó ætla að sigla fram hjá í nokkurri fjarlægð. "Hart í stjórnborða !" Augu allra beindust nú að þessu skipi. En englendingarnir virðast ekki taka neitt sérstaklega eftir hinu þýska skipi,sem ljóslaust og frekar hljóðlítið tekst að fjarlægjast verulega svo engin hætta var á ferðum. Þetta var eini útvörður hafsins, sem Altmark varð var við á leið sinni til norsku strandarinnar. Veðurguðirnir virtust ætla að vera skipinu hlynntir, Þegar sigld var inn i  Norðursjóinn. var loftið skýjað, og skýin lág og dimm niður við hafllötinn, svo ekki var hægt að sjá frá sér nema eina sjómílu. Stefnan var tekin beint á Noreg. Það leið ekki langur tími þangað til hin fjöllótta og tignarlega strönd Skandinavíu kom í Ijós. Eftir meira en hálfs árs útlegð á hafinu, þar sem menn höfðu ekki komið auga á land, bauð nú Evrópa loksins skipshöfnina velkomna. Upphaflega hafði Dau skipstjóri ætfað sér að halda inn í Vestfjörðinn, en hætti við það. Veðrið var nú orðið bjartara og stefnan var nú tekin á vitann fyrir utan Þrándheim. KI. 05 um morguninn þann 14 febrúar sigldi Altmark inn fyrir hina norsku landhelgislínu. Skipshöfnin dró andann léttar

Slóðin eftir skipin. ALTMARK hefur farið nærri Íslandsströndum

                                                                                                                     Mynd af Netinu © óþekktur
Takmarkinu er nærri því náð Það sem nú var eftir, ferðin suður gegn um "Skagerak", var ekki nem
a barnaleikur, borið saman við það, sem hingað til hefiir verið áorkað. Öll leiðin gegnum S-Atlantshafið upp í Norðursjó, hafði tekist  giftusamlega. Ættjörðin var ekki nema steinsnar í burtu. Aðeins eftir fáa daga munu menn geta stigið á þýska grund. Dau skipstjóri var þó ekki eins bjartsýnn og menn hans. Líklega vissu Englendingar þó ennþá ekkert um hve vel þessi langa sigling hafði heppnast, en vissulega munu þeir brátt fá að vita það gegnum hina vel skipulögðu fréttaþjónustu sína. Þeir myndu þá gera allt sem í þeirra valdi stóð til að ná í skipið og hina 300 fanga áður,en þýskur sjóher og flugher kæmi til sögunnar.
Ef allt gengi að óskum ætlaði Altmark svo nóttina, 16 fehrúar, að hætta sér yfir Skagerak. Allt þetta yrði að ganga fljótt fyrir sig, því öll töf yki á hættuna á því að skipið næði ekki heim. Altmark lá nú kyrrt fyrir utan Haltenvitann og beið eftir hafnsögumanni. Til þess að komast inn í höfnina í Þrándheimi

Lokað fyrir álit

27.06.2015 18:25

Lagarfoss VII

LAGARFOSS VII

                                                                                         © óli ragg

Skipið var smíðað hjá Rongcheng Shenfei Kína 2014 sem: LAGARFOSS Fáninn var:ATG Það mældist: 10106.00 ts, 12150.00 dwt. Loa: 140.68. m, brd 23.20. m Skipið hefur aðeins  gengið undir þessu eina nafni undir sama fána

LAGARFOSS hér í Eyjum

                                                                                                                © óli ragg


                                                                                                                     © óli ragg


                                                                                                        © óli ragg


                                                                                     © óli ragg

Og erlendis

                                                                                                                                    © Dick Nootenboom


                                                                                                                                          © Dick Nootenboom


                                                                                                                                       © Dick Nootenboom

Lokað fyrir álit

27.06.2015 12:41

Altmarks 2

Altamark "dólaði" nú stefnulaust um hafið mætti segja. Með það fyrir augum að hitta herskipið seinna.Og til íhugunnar fyrir seinni tíma menn þá þrifust þarna í sátt og samlyndi,
ýmis þjóðarbrot auk anstæðra trúarbragða. Alltaf voru það þó Indverjarnir í hinum marglitu fötum sínum, sem vöktu eftirtekt. Stöðugt hafa þeir "bænateppið" sitt með sér, sem þeir krupu niður á, og beygðu höfuð sín í þá átt sem þeir héldu að borgin Mekka sé. Þannig báðust þeir fyrir  í þögulli andagift og muldruðu eitthvað milli tannanna. En Hindúarnir, sem voru meðal þeirra, tilheyrðu öðrum ættflokki og hafa aðra trú, biðjast fyrir á öðrum tíma og fara öðruvísi að; þeir voru ekki Múhameðstrúar. Miklum hluta dags eyddu þeir í að þvo sér. Það gerðu þeir af trúarlegum ástæðum. Á meðal þessara manna var einn Paria sem tilheyrir þeim trúflokki sem er fyrirlitinn meðal Indverja og álitinn úrhrak og lægstur allra flokka.
Þessi maður var alveg einangraður, þögull, og aleinn sat hann á þilfarinu og mátti ekki einusinni borða með félögum sínum. Það er merkilegt og óskiljanlegt hvernig Indverjar héldu þessa trúarsiði sína og það engu síður í fangavist, þar sem venjulegast allir fangarnir verða að halda saman Mannabústöðunum niðri í skipinu var haldið vel hreinum og rækilega loftræstir við ög við. Aukin birta lýsir þessi herbergi vel upp. Salernisspursmálið var líka leyst á viðeigandi hátt fyrsta daginn  Það eina sem olli föngunum sorg var reykingabannið.

ALTMARK

                                                                                                                                               © photoship

Altmark var fyrst og fremst tankskip og hafði gasolíu um borð. Af óvarkárni gat hæglega kviknað í, og gat slíkt haft hræðilegar afleiðingar í för með sér. Það hafa þess vegna verið teknar af föngunum allar eldspýtur og kveikjarar, og létu þeir þá { ljósi gremju sína yfir því. Skipslæknirinn gerði allt sem hann gat til að halda föngunum við heilsu, og kæmi eitthvað fyrir sem olli þeim sársauka eða lasleika reyndi hann að bæta úr því með þeim meðulum, sem hann hafði yfir að ráða. Alvarleg tilfelli sem kröfust Röntgenrannsóknar og einnig stærri tannaðgerðir urðu að bíða betri tíma, þangað til bæði skipin hittast aftur, því í herskipinu voru til þau verkfæri, sem nauðsyneru til slíkra hluta.
Viku eftir viku veltur Altmark áfram á hinum þungu öldum Atlantshafsins. Lífið var farið að verða, þrátt fyrir allar tilraunir ti! tilbreytinga, mjög leiðigjarnt, því ekkert skeði sem dreift gæti huganum. Að vísu komu fyrir nokkrir atburðir sem þó mega heita í hæsta máta hversdagslegir. Fangarnir sem virtust mest líða af tilbreytingarleysi nú, gerðu hverja tilraun eftir aðra til að setja sig upp á móti reglum skipsins. Til dæmis byrjuðu þeir nú að reykja í laumi undir þiljum. Þar eð lögbrjótarnir gáfu sig ekki fram, var nú ákveðin hegning við þessu sem var þriggja daga bann við því að fara upp á þilfar. En þar sem reykinga ástríðan var nú ein af helstu veikleikum í fari mannana, lét nú Dau skipstjóri innrétta eitt geymslu rúmið sem reykinga herhergi, þar sem menn máttu reykja undir umsjón yfirmanna á vissum tímum.Tóbaksvörurnar voru keyptar í sölukrá um borð meðan bírgðir entust. Seinna, þegar birgðirnar voru farnar að minnka urðu menn svo að vefja sígaretturriar úr blaðapappír eða teblöðun.Þannig leið svo tíminn áfallalítið. Loksins í byrjun desembermánaðar kom svo skeyti frá Admiral Graf Spee, þar sem nýr fundarstaðnr skipanna var ákveðinn. Einum degi seinna kom svo sjálft herskipið eftir langa dvöl fram á sjónarsviðið, og hafði það haldið sig þennan tíma á Indandshafi. Í næstu tvo daga er stöðugt farið fram og altur milli skipanna. Birgðir herskipsins höfðu  minnkað mjög mikið þennan tíma, svo margt verður að fá í skarðið. Margir bátar koma nú fullir af nýjum föngum út í Altmark. Þeir voru af þremur skipum sem sökkt hefur verið, nefnilega Trevanion (5.300 tonn), Doric Star (10.100 tonn) og Tairot (7.900 tonn).

TREVANION

                                                                                                                                    © photoship

Tala fanganna um borð í Altmark eykst nú mikið við þetta. Meðal hinna nýkomnu sjómanna voru átta stæðilegir blökkumenn með mikið húðútflúr og ör og mjög hvassar tennur. Hvíthærður Vestur-Afríkubúi eins og hann sjálfur kallar sig var fyrirliði þessara manna og umgangast landar hans hann með mikilli virðingu.
Nú voru fangarnir um borð orðnir langt yfir þrjú hundruð að tölu og skipshöfnin sjálf var 133 menn. Þetta gat orðið hættulegt  undir vissum kringumstæðum, því meiri hlutinn af þessum mönnum samanstóð af Englendingum, sem eru farnir að kynnast lífinu um borð, og gætu margt gert ef á reyndi.

DORIC STAR

                                                                                                                                                  © photoship

Til að koma í veg fyrir slíkt og einnig sökum þess að Altmark hefur ekki nægilesrt rúm fyrir hina mörgu skipstjóra og yfirmenn kaupskipanna eru svo fluttir 27
skipstjórar aftur út í Admiral Graf Speemeð samþykki' skipherrans. Það eru þá aðeins tveir skipstjórar sem eftir verða um borð í Altmark.. Þeir hafa sérstakan indverskan vikadreng, sem annast þá. Auk þessara tveggja skipstjóra eru 301 fangi um borð í skipinu, nefnilega 226 Englendingar, 67 Indverjar og 8 Afríku blökkumenn. Alls eru um borð í birgðarskipinu 436 menn þegar Admiral Graf Spee fer í hina hinstu herför sína. Langsdorff skipherra ætlar sér að heimsækja einu sinni enn austurströnd Suður-Ameríku og halda síðan af stað heimleiðis ásamt birgðaskipinu. Það er kominn sá tími sem yfirlíta verður vélar og skip. Næsta dag eru fyrirhugaðar flotaæfingar hjá skipunum. Langt fram á kvöld er svo unnið með mesta ákafa um borð í báðum skipunum. Fangarnir verða á meðan á því stendur að halda sig undir þiljum þar sem þeir eru annars fyrir og geta hæglega orðið fyrir meiðslum.

TAIROT

                                                                                                                                                     © photoship

Fyrst þegar dimmt er orðið færist ró yfir skipin. Vinnunni er iokið og herskipið er búið að fá allt það sem það þarf með, og er nú tilbúið að leggja í víking enn einu sinni. Næsta dag
um sólaruppkomu kemur skeyti frá Admiral Graf Spee: "Verður ekki af æfingunni!" Þessa nótt hafði sést til skips sem ekkí var ómögulegt að væri enskt herskip. Í svo óþægilegu nágrenni gat ekki verið um æfirigar að ræða. Svo kom aftur skeyti: ...Auf Weeder sehen in einigen Tagen!"


Admiral Graf Spee fær olíu úr Altmark


                                                                                                                Mynd af Netinu © óþekktur
Þetta voru síðustu orðin sem Graf Spee sendi Altmark.
Með vaxandi hraða stefnir nú herskipið á austurströnd Suður-Ameríku. í námunda við árósa La Plata-fljótsins þar vonar Langsdorff skipherra að rekast að nýju á kaupskip, nýtt herföng. Þilfarsvaktin um borð í Altmark starir á eftir herskipinu á meðan hið volduga frammastur þess er sýnilegt við sjónarrönd. Þegar það er horfið sjónum, er Admiral Graf Spee horfið  þeim fyrir fullt og allt. Altmark fer nú einnig á stað og stefnir í St il þess að verða ekki á vegi bresks herskips, sem ekki var ómögulegt að væri þarna nærri. Nýr
fundarstaður skipanna hefur enn ekki verið ákveðinn. Það verður gert seinna með loftskeytum. Það hefst nú á ný biðtími. I þetta sinn vona allir um borð í Altmark að ekki muni líða langur tími þangað til Admiral Graf Spee komi aftur og þá verði hafin ferðin heimleiðis. Heimþráin er
fyrir alvöru farin að gera vart við sig. Þegar þeir fóru að heiman síðast vildu þeir vera komnir heim aftur fyrst í september. Nú voru þeir þegar búnir að vera meira en þrjá mánuði á hafinu og í allan þennan tíma ekki komið auga á land og ekki heldur séð neitt skip nema herskipið og Huntsman. Haf og himinn allt í kring og ekkert annað og undir fótunum en þilfarið, sem alltaf hreyfðist meira og minna. Ein vika líður og ekki kemur neitt skeyti frá "stórabróður ".En nokkrum dögum seinna nær lofskeytamaður Altmark dulmáls skeyti frá honum til Þýsku flotastjórninni. Í skeytinu stóð: "Er sem stendur í bardaga  við þrjú ensk herskip!" Þegar Dau skipstjóri las skeytið varð hann mjög alvarlegur. Hann vissi að Langsdorff skipherra hafði skipun um að forðast sjóorrustu í lengstu lög, leggja ekki til orrustu nema óhjákvæmilegt væri.


Admiral Graf Spee fær olíu úr Altmark


                                                                                                                                Mynd af Netinu © óþekktur

Aftur á móti átti hann að sökkva eins mörgum
kaupskipum og hægt var. Að hannháði nú bardaga við ensk herskip hlaut að þýða það að Englendingar sem voru lengi búnir  að leita að skipinu hefðu nú loks fundið það og ætluðu sér að eyðileggja það. Eftir ósk skipstjórans hlustar loftskeytamaðurinn á Altmark stöðugt með mikilli eftirtekt, ef eitthváð þeirra skyldi koma fram. Svo heppnaðist honum að ná í annað skeyti. Þetta skeyti skýrði frá því að beitiskipið Exeter sé orðið mjög laskað og annað breskt herskip hafi einnig orðið fyrir miklu tjóni. Ekkert er sagt um hvernig umhorfs er í vasaorrustuskipinu. Dau skipstjóri íhugar nú hin nýju viðhorf sem skapast hafa. Þessi skeyti sem náðst hafa af tilviljun geta breytt miklu um ferðir Altmark. Líkur eru til að herskipið muni stefna á Lá Plata-fljótið og sigla annað hvort til Buenos Aires eða Montevideo. Líkur eru til að það hafi orðið fyrir einhverju tjóni og verði að Ieita viðgerðar. Samkvæmt alþjóðarétti er dvalartími herskipa þeirra þjóða sem í ófriði   eiga, mjög takmarkaður í hlutlausum höfnum. Mun Admiral Graf Spee verða fær um að halda úr höfn í tíma? Munu ekki herskip óvinanna safnast saman og sitja fyrir Þjóðverjunum og ráðast síðan á þá þegar þeir koma út? Þetta eru spurningar sem Dau. skipstjóri glímir nú við án þess að fá neitt svar. Og ef gert væri ráð fyrir að Admiral Graf Spee yrði kyrrsett, mundu skapast hættulegar kringumstæður fyrir birgðaskipið. Þessir 27 skipstjórar og yfirmenn, sem teknir höfðu verið til fanga myndu þá fá frelsi sitt aftur og segja frá því að birgðaskipið Altmark hefðist við í Atlantshafinu. Herferð yrði þá haíin gegn skipinu til þess að leysa fangana úr haldi og hremma hið góða skip. Ennþá er þetta þó ekki komið svo langt, ennþá eru örlög hins þýska vasaoriustuskips ekki ákveðin. Dau skipstjóri, verður þess vegna að vera þolinmóður og bíða nMegur þangað til eitthvað nýtt heyrist. Altmark stýrði nú með fullri ferð i norðurátt. Mundi með þvi skapast betri aðstæður að komast út í Norður-Atlantshafið og heim, ef Graf Spee sæist ekki meir og ekki yrði heldur eins auðvelt að finna skipið. Svo rennur upp sá 17. desember 1939, þegar Admiral Graf Spee er sökkt. Þegar Langsdorff skipherra hefur gert sér ljóst, að hann geti ekki brotizt út úr Montevideohöfn, gegnum flota óvinaskipa, og þegar dvalarleyfið er að renna út, ákveður hann, eftir að skipshöfnin er komin í land, að skipinu skuli sökkt.

Hér er verið að dulbúa ALTMARK


                                                                                                                         Mynd af Netinu © óþekktur

Þetta sama
kvöld er svo vasaorustuskipið gjörsamlega eyðilagt með sprengjum.Fregnin um hina sorglegu endalok hins þýska herskips flýgur nú um heim allan og skipverjar á Altmark heyra þetta í útvarpinu.Admiral Graf Spee er ekki lengur til. Altmark hefur nú lokið hlutverki sínu og verður að halda eitt síns liðs heimleiðis. Það, sem Dau skipstjóri óttaðist, er nú komið á daginn. Fangarnir, sem höfðu verið látnir lausir af Graf Spee hafa sagt frá birgðaskipinu og sambandi þess við hið þýska herskip. Skömmu seinna skýrir ensk útvarpsstöð frá útliti birgðaskipsins, gefur upp stærð þess, lit og áætlaða tölu fanga af sex skipum, og hvar það muni halda sig í augnablikinu. Hvað nú muni koma, veit skipshöfnin á Altmark upp á tíu fingur. Frá flotastöðvum sínum í borginni Freetown í Sierra Leone munu Englendingar með herskipum, tundurspillum og flugvélum sínum gjörsamlega "loka" Atlantshafinu, þar sem það er mjóst, milli Afríku og Suður-Ameríku. Sérhver tilraun til að komast inn í Norður-Atlantshaf án þess, að þeir verði varir við, mun þá verða ómöguleg.

Hér er verið að dulbúa ALTMARK


                                                                                                                                    Mynd af Netinu © óþekktur

Þess vegna ákveður nú Dau skipstjóri að halda í suður og halda sig
í sviðlægum svæðum Atlantshafsins, þar sem engan grunar, að Altmark sé, og þar sem ekki verður leitað að skipinu. En að finna eitt skip á öllu Atlantshafinu er erfitt og það þótt vel sé leitað Næsta dag hefst'um borð í Altmark einkennileg og áköf vinna. Allir þeir, sem ekki eru hlaðnir skyldustörfum taka sér nú pensil í hönd og fá sér málningardollu og byrja að mála skipið hátt og lágt, þótt erfitt sé úti í miðju hafi. Þegar sól géngur til viðar næsta kvöld á ekki hin gefna lýsing af Altmark við lengur. Skipið hefur nú fengið á sig annan blæ, og er nú orðið erfiðara að þekkja það við fyrstu sýn. Að loknu þessu verki fá allir sér hvíld og einn lítinn "snaps". sem allir þykjast hafa vel unnið fyrir.
Lokað fyrir álit

26.06.2015 14:25

Samskip Hoffell

Hér er annar úr "hulduher" Samskip SAMSKIP HOFFELL

Hér heitir skipið PIONEER BAY


                                                                                                                                  © Henk Jungerius

Skipið var smíðað hjá Yichang SY í Yichang Kína 2000 sem:AMISIA J.  Fáninn var: þýskur Það mældist:4450.00 ts, 5541,00 dwt. Loa:100,40. m, brd 18,80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:2005 PIONEER BAY  2015 SAMSKIP HOFFELL Nafn sem það ber í dag undir fána Portugal 

Hér heitir skipið PIONEER BAY

                                                                                                                                                        © Henk Jungerius

                                                                                                                                    © Henk Jungerius

                                                                                                                                    © Henk Jungerius

                                                                                                                                      © Henk Jungerius

Lokað fyrir álit

25.06.2015 23:30

Samskip Skaftafell

Ætli þesi sé ekki nýjastur í "Hulduher" Samskip En skipið heitir nú SAMSKIP SKAFTAFELL

FRANKLIN STRAIT

                                                                                                                                                  © Will Wejster

Skipið var smíðað hjá Yichang SY í Yichang Kína 2000 sem:FRANKLIN STRAIT  Fáninn var: ATG Það mældist:4370.00 ts, 5550,00 dwt. Loa:100,80. m, brd 18,80. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: í byggingu HERM J. 2000 FRANKLIN STRAIT 2015 SAMSKIP SKAFTAFELL Nafn sem það ber í dag undir Kýpur fána

FRANKLIN STRAIT

                                                                                                                                 © Will Wejster


                                                                                                                                   © Will Wejster

SAMSKIP SKAFTAFELL


                                                                                                                                               ©  Hannes van Rijn

                                                                                                                                       ©  Hannes van Rijn
Lokað fyrir álit

25.06.2015 17:30

Sagan af Altmark 1

"Herskip framundan á stjórnborða!" Tilkynningin kom frá formasturstoppnum. Allt frá dögun á þessum september degi var þilfarsvaktin stranglega á verði í tankskipinu "Altmark", sem nú er statt í miðju Norður-Atlantshafi. í tvo daga hafa menn þar um borð verið að leita að herskipi, ekki einhverju óákveðnu herskipi, heldur sérstöku herskipi, sem fáir vissu af á þessum slóðum. Fyrir einni viku síðan vissu allir, að Altmark var eitt hið stærsta og hraðskreiðasta tankskip, sem til var á þeim tímum. Það var á leiðinni frá Port Arthur í Texas með olíufarm til Evrópti. En áhöfn þess skips lét aldrei sjá sig, hvorki í heimahöfn sinni, Hamborg, né öðrum höfnum í Evrópu. Gegnum útvarpið bárust stöðugt ógnandi fréttir að heiman um ófrið, sem gæti brotist út á hverju augnabliki, þangað til Dau skipstjóri fékk að lokum símskeyti með leyniletri frá flotastjórninni í Berlín. Frá því augnabliki hafði Altmark sínu eigin ætlunarverki að sinna. Þetta skip var hvorki byggt sem verslunarskip né herskip, heldur sem birgðaskip sjóhersins, sem átti að hafa það ætlunarverk að vera fljótandi birgðaskemma fyrir herskip á hafi úti, sem voru langt frá heimalandinu. Síðan fyrra heimsstríðinu lauk átti Þýskaland ekki framar neinar nýlendur, og réð ekki yfir neinum hjálparhöfnum á ókunnum stöðum, sem gætu orðið til stuðnings herskipum í fjarlægum höfum. Starfssvið slíks birgðaskips er ekki eingöngu eingöngu undir stærð eldsneysisgeymanna komið, skotfæri, matvæli, varahlutir í vélar og ýmis hergögn, allt þetta er bráðnauðsynlegt herskipum, sem verða við og við að endurnýja birgðir sínar, ef þau eiga að geta haldið uppi hernaði sínum til lengdar.

ALTMARK

                                                                                                                                                                       © photoship


Það, sem önnur flotaveldi, er eiga margar fjarlægar nýlendur, hafa eignast fyrirhafnarlaust, hafði Þýzkaland orðið að afla sér með því að byggja fjölda birgðaskipa. Eitt af þessum stóru, hraðskreiðú birgðaskipum var Altmark og var það hlaðið öllum hugsanlegum hlutum, sem herskip þurftu með, sem héldu uppi. hernaði fjarri heimalandi sínu, og höfðu verið byggð sex slík skip, sem öll voru eins. Árið 1938 var Altmark, sem sagt tilbúið til að gegna skyldu sinni sem birgðaskip. Það hafði þá tekið þátt í æfingum þýzka flotans í Caribbean sea og með orustuskipunum "Gneisenau" og "Admiral Graf Spee" í Norður-Atlantshafi. Á milli
þessara flotaæfinga hafði svo skipið siglt á mill Mið-Ameríku og Evrópu með olíu. sem alltaf varð dýrmætari og ómissanlegri fyrir hinn vaxandi þýska flota og einnig iðnað landsins, sem stöðugt jókst. En olíufarmur sá, sem Altmark nú var með, átti ekki eftir að renna inn í olíugeymslur Hamborgarhafnar, heldur  samkvæmt skipun flotastjórnarinnar  um borð i Admiral Graf Spee til að reka hinar átta stóru dieselvélar þess skips Fyrir þremur dögum, þann 3. September 1939, höfðu England og Frakkland sagt Þýzkalandi stríð á hendur og hinn þýzki bryndreki var nú staddur fjarri heimalandi sínu, einhvers staðar ekki langt frá Altmark. Frá Þýskalandi hafði Altmark farið þann 21. ágúst 1939. Það var Admiral Graf Spee, sem varðmennirnir á Altmark voru nú að gá að.og töldu sig hafa komið auga á út við sjóndeildarhring. Þeir höfðu mætt á þeim stað, sem ákveðinn hafði verið gegnum loftskeyti. Ennþá er þó ekki alveg hægt að átta sig á hvort hér sé um hið rétta skip að ræða. Það gæti kannske verið Englendirigur, sem af tilviljun væri þarna á sveimi. og Englendingana varð að forðast. f höndum Bretanna mátti Altmark ekki lenda, því þá stæði Admiral Graf Spee einn og yfirgefinn eftir." Hart á bakborða, báðar vélar fulla ferð áfram." Þannig hljóðar skipun Dau's skipstjóra á Altmark. Altmark snýr við. Á herskipinu hafa menn fyrir löngu þekkt birgðaskipið í hinum góðu sjónaukum sínum. Ljóskastarinn efst uppi í forsiglu herskipsins byrjaði nú að morsa G. S. "Gustav Sophie" er morsað yfir um.Þetta eru upphafsstafirnir á Graf Spee og einkennismerki herskipsins. Þá snýr Altmark aftur við og sendir einnig skeyti með Ijóskastaranum og nálgast nú hið þýzka herskip vopnað hinum ægilegu fallbyssum sínum. Þessu herskipi á Altmark að þjóna dyggilega framvegis.

Heinrich Dau skipstjóri á ALTMARK

                                                                                      Mynd af Netinu © óþekktur

Frívaktin kemur nú af forvitni upp á þilfar. Menn streyma á báðum skipunum út að borðstokknum, veifa húfum sínum glaðir og í góðu skapi og taka ljósmyndir, þetta mikilvæga augnablik má ekki gleymast, og myndirnar verða seinna meir að fylla heimilis albúmið. Brátt liggja skipin nærri hvort öðru, allt í kringum þau er úthafið, stórt og umfangsmikið, eri nú rólegt og vingjarnlegt og svo yst, sjóndeildarhringurinn, þar sem engin ský sjást. Dau skipstjóri lætur nú róa sér um borð í herskipið til þess að tala við Langsdorf skipherra um byrjunaratriðin í þeirri samvinnu, sem nú ar að hefjast, og milli skipanna fara nú orðið margir árábátar. Sjóliðarnir á herskipinu fara út í Altmark að gera innkaup, og koma með allskonar kassa og pinkla aftur. Sambandi með gúmmíslöngum er nú komið á milli skipanna og dælurnar dæla hinni dýrmætu olíu um borð í Admiral Graf Spee, svo að það óhindrað geti haldið áfram ferð sinni til Suður-Atlantshafsins. Skipun frá Berlín hefur nú komið um byrjun verslunarstríðs og Altmark heldur í kjölfar herskipsins. Það er stefnt í suður og siglt um hið víðáttumikla úthaf á nokkuð afskekktum slóðum Altmark hefur sterkar vélar svo að það getur fylgt á eftir herskipinu, og lagt í skyndi krók á leið sína, ef grunsamlegt skip skyldi sjást. Engan grunar, að þýskt orustuskip sé nú á leið til Suður-Atlantshafsins, reiðubúið að sökkva öllum kaupskipum óvinanna sem á leið þess verða. Það mun heldur enginn vita með vissu að svo sé fyrr en eftir að fyrsta skipinu hefur verið sökkt. Á hinu rétta augnabliki mun Langsdorf skipherra koma öllum að óvörúm og hann mun ekki eyða skotunum til óþarfa. Þegar farið var yfir miðjarðarlínuna var samþykkt að fella niður hina venjulegu skirn nýliða, sem er siður að viðhafa við slík tækifæri, til þess að seinka ekki á neinn hátt ferðum skipsins. Neptunus varð að loka augunum og lofa þeim að sleppa óskírðum yfir línuna. Það var í þetta sinn eins og verið væri að ögra gamla manninum, því það varð þrisvar sinnnni að fara yfir þessa línu. Á stjórnborða sáust 3 skip framundan svo að Admiral Graf Spee var neyddur til að taka á sig krók til austurs til að forðast skipin, og þá var línan skorin aftur, seinna var svo aftur haldið í suður og urðu bæði skipin þá enn einu sinni að sigla yfir hina ímynduðu línu, sem skiptir hnettinum í tvo jafna parta.

Orustuskipið ADMIRAL GRAF SPEE


                                                                                                                          Mynd af Netinu © óþekktur
Á þessum slóðum er eðlilega mjög heitt. Sólin skín lóðrétt niðnr á jörð og þilfarið varð svo heitt að mennirnir gátu varla gengið um það nöktum fótum. Menn eru kófsveittir, jafnvel þótt hreyfing sé lítil, og hver spjör er reitt utan af líkamanum. En varðmennirnir höfðu nóg að starfa. Þeir urðu stöðugt að rannsaka hinn skínandi bláa flöt hafsins út að ystu rönd sjóndeildarhringsins í leit. að skipum, í hinum brennandi geislum sólarinnar.
Það var dálítil tilbreyting í að sjá flugfiskahópana, sem hröðuðu sér undan kinnungunum á Altmark og flugu 200 til 300 metra um í loftinu og stungu sér svo aftur niður í hafið. Við og við lenti einn af þessum íbúum hafsins á þilfarinu, og þaðan beint í eldhúsið, þar sem matsveinninnvar ekki lengi að búa góðan ,kvöldverð úr honum Annars gengur allt fyrir sig um borð eins og venjulega. Vaktin er á sínum stað,ýmist við vélarnar eða á þilfari, og frívaktin eyðir tímanum við hljóðfæraleik, lestur eða ýmiskonar rjátl, ef hún ekki sefur. Á langferðaskipum hefur hver sína uppáhaldsskemmtun. Næsta morgun tók þilfarsvaktin á Altinark eftir því, að flugvél hóf sig upp af rennibraut herskipsins og hvarf út í blámóðuna. Hún kom aftur eftir nokkuð langan tíma og kom með þá fregn, að bak við sjónarröndina væri skip. "Að öllum líkindum herskip," sögðu menn, en þó var ekki gott að segja um það, því regnskúr hafði skyggt á. Af varkárni heldur nú Admiral Graf Spee í stóran boga og Altmark á eftir og bæði skipin halda áfram ferð sinni.

Hans Wilhelm Langsdorff (1894 - 1939) skipherra á  Admiral Graf Spee


                                                                                                                           Mynd af Netinu © óþekktur

Næstu tvo daga ber ekkert við. En á þriðja morgni fékk Altmark skeyti um, að nú skyldi fylla olíugeymslur herskipsins. Þá var komið að skilnaðarstund þessara skipa. Og eftir að hafa ákveðið að hittast á vissum stað seinna, heldur nú Admiral Graf Spee á brott frá vinaskipi sínu og stefnir á austurströnd Suður-Ameríku, þar sem á að herja á kaupför óvinanna. Kveðjuskeytið frá Altmark hljóðar svo: ,,Góða ferð og góðan árangur," og svo hverfur brátt hinn þýski bryndreki sjónum.
Altmark er nú aftur orðið eitt. Ekki er það þó alveg eins varnarlaust og áður. Tvær 2 cm - Fla - MG - byssur hefur það fengið frá herskipinu um borð, til varnar flugvélum, og er önnur byssan á framþilfarinu en hin á afturþilfari. Hvort hægt er að skjóta niður með þeim árásarflugvélar úr mikilli hæð er ekki gott að segja. Það verður seinna að koma í ljós. Að minnsta kosti þurfa menn þó ekki að horfa aðgerðarlausir á, ef árás yrði gerð á skipið. Ráðist á óvinina getur þó Altmark ekki, þessar 2 ,,sprautur", eins og skipshöfnin kallar byssurnar í spaugi, eru alltof lítilfjörlegar til þess. Önnur vopn eru ekki á Altmark. Hlutverk skipsins er líka að byrgja önnur skip upp en ekki það að berjast. Skipið notar því ekki herfánann, heldur venjidegan siglingafána Þýskalands Skipshöfninni um borð í Altmark finnst nú liðinn óratími frá því augnabliki að skilið var við Admiral Graf Spee og þó voru það ekki nema þrír dagar En allt í einu kom loftskeyti. Brezka flutningaskipinu "Clement", 5051 brúttó lestir, hafði verið sökkt. Það var á leiðinni frá New York til Höfðaborgar með olíu. Þegar þetta spurðist urðu menn glaðir Um borð í Altmark. Nú var hernaðurinn Á sjónum hafinn, og einn maður í brúnni sagði, að nú væri að byrja að "færast líf í tuskurnar." En það er ein ástæðafyrir því enn að menn verða líflegri um borð í Altmark. Galgopi nokkur meðal skipshafnarinnar hefur útbreitt þá fregn, að um borð í "Clement haf'i verið flokkur amerískra dansmeyja, sem herskipið hafi tekið um borð, og við næsta fund skipanna, verði þeim svo skipað um borð í Altmark. Sumir hlæja að þessu og trúa því ekki, en aðrir aftur á móttaka þetta trúanlegt og tala í alvöru  hvernig hafa skuli ofan af fyrir hinum ungu meyjum meðan þær dvelja um borð.

Þeir bjuggust við dansmeyjum

                                                                                                                           Mynd af Netinu © óþekktur
Einnig meðal yfirmanna skipsins er þessi ameríski meyjaflokkur aðalumræðuefnið meðan verið er að borða, og einnig, hver eigi að taka á móti stúlkunum. Álitið er, að skipslæknirinn, sökum embættis síns, komi þar helst til greina. Hann segist hlakka til þess, eða að minnsta kosti lætur hann svo. Þessar umræður hafa einnig. gott í för með sér. Stjórnendur skipsins verða í alvöru að búa sig undir að taka' á móti gestum í lengri tíma, hvort sem þeir verða nú karkyns eða kvenkyns og hvaða hörundslit, sem þeir kunna að hafa. Þetta fólk verður að hugsa vel um. Um farþegaklefa um borð er ekki að ræða, aðeins lítil lestarúm, auk hinna stóru tanka, og þessi geymslurúm verða svo innréttuð eftir hendinni þegar þau tæmast, sem íbúð fyrir hina komandi fanga.
Næstu daga skeður svo ekkert. Skeyti um eyðileggingu fleiri skipa koma ekki. Um borð í Altmark vita menn yfirhöfuð ekkert um vasaorustuskipið og verða að taka því með þolinmæði og halda sterkan vörð sem áður. En svo dag einn verða menn alveg undrandi. Allt í einu sést til ferða Graf Spee út við sjónarrönd, ekki úr vestri, þar sem skipið hvarf síðast, heldur þaðan, sem Afríkuströnd liggur langt bak við sjóndeildarhringinn, þaðan sem enginn bjóst við að það kæmi. Það stefnir beint á Altmark og á merkjaránni blakta 4 fánar, sem menn þóttust vita  vera merkjaflögg en við nánari athugun sáu menn, að hér var um að ræða nöfn þeirra 4 skipa, sem herskipið hafði sökkt fram að þessu. Fyrir utan Clement voru það "Newton Beach" (4661 hr.t.) með maisfarm, "Ashley" (4229 br.t.) með sykurfarm og svo "Huntsman" (8300 br.t.) stórt flutningaskip hlaðið ýmiskonar vörum, málmgrjóti, teppum, tei og mörgu öðru og var það á leiðinni frá Kalkutta til London.


ALTMARK fékk tvær 2 cm - Fla - MG - byssur frá ADMIRAL GRAF SPEE


                                                                                                                       Mynd af Netinu © óþekktur
Þrjú fyrstu skipin höfðu verið skotin í kaf, en varðmenn höfðu verið látnir um borð í "Huntsman" og var það nú einnig á Ieiðinni til móts við Altmark.
Þegar Altmark hafði stöðvað vélarnar og lá orðið kyrrt ekki langt frá herskipinu, lét Dau skipstjóri róa sér um borð í það og var vel tekið á móti honum af skipherranum og honum boðinn góður vindill. "Við komum hér með ríkulegt herfang. herra skipstjóri," sagði Langsdorff skipherra. "Úr fyrstu þremur skipunum gátum við ekkert tekið með, en "Huntsman" er hlaðinn ýmiskonar gæðavörum. Eg ætla að reyna að senda eitthvað af þeim heim." "Hafið þér einnig tekið fanga?" spyr Dau skipstjóri. "Auðvitað en engan af Clement nema skipstjórann. Skipshöfnin fór í bátana og réri yfir til strandarinnar, því að við lágum rétt út af Pernambuco." Þá kímir Dau skipstjóri. Skipshöfnin á Altmark beið auðvitað í röðum út við borðstokkinn, í mjög miklum taugaæsingi, eftir því að sjá dansmeyjarnar, og mundi hún nú verða fyrir miklum vonbrigðum, því það voru engar fegurðardísir, sem komu um borð, og þótt að vísu margir hinna herteknu manna væru klæddir ekki ólíkt því, sem dansmeyjar eru stundum, í mjög mislit og sundurleit sjöl þá voru þeir gjörsneyddir öllu kvenlegu aðdráttarafli. Þennan dag bættist ekkert fólk við um borð í Altmark. En daginn eftir, þann 17. október, kom "Huntsman" snemma um morguninn og lagðist nærri Altmark. Allir þeir, sem ekki eru á vakt koma nú að taka á móti gestunum. Ekki færri en 48 myndavélum er nú stefnt að gestunum, tilbúnar að taka myndir. Menn vilja gjarnan, þegar heim er komið sanna frásagnirnar með myndum. Fyrsti báturinn var nú dreginn að Altmark. Hann var fullur af fólki, sem ekki var gott að greina, því það húkti niðri í bátnum. Þó sá skipshöfnin á Altmark brátt, að hér var ekki að" ræða um amerískar dansmeyjar, heldur indverska  sjómenn og kyndara, 67 að tölu. Þeir stigu nú um borð í Altmark og viku brátt feimnislega til hliðar og létu ækki á sér bera. I hinum mislitu skikkjum sínum, sem eru fallegar, og með kurteislegri framkomu vekja þessir menn þó á sér athygli, þótt þeir ekki beinlínis veki hrifningu þeirra, sem hafa búizt við einhverju meiru.

CLEMENT

                                                                                                                                                © photoship

Einnig þessum mönnum, sem flestir voru skinhoraðir og höfðu tekið"bænateppið"
sitt með sér, varð að sjá fyrir mannsæmandi vistarverum. Ekki geta þeir að því gert, þótt þeir hafi verið teknir til fanga. Nokkur geymslurúm hafa þegar verið tæmd. Það er skortur á dýnum og" þess háttar handa svo mörgum mönnum. Langsdorff skipherra vissi hvað hann gerði þegar hann kom með Huntsman. Hamp og  teppafarmurinn kom sér vel í staðinn fyrir dýnur og var mikið af teppum flutt frá Huntsman út í Altmark Indverjarnir höfðu sennilega aldrei á. ævi sinni haft eins mjúkt undir sér og þeir höfðu nú. Hvert lagið á fætur öðru af teppunum hafði verið látið undir þá, svo vel færi um þá. Einnig voru gangar og íbúðir um borð alþakið teppum. Eftir að fangarnir af Huntsman höfðu verið látnir niður komu báðar skipshafnirnar af skipununi sem Graf Spee hafði sökkt um borð í Altmark. Það voru Englendingar, og urðu þeir nú að láta sér vel líka að vera þarna með Indverjunum. Fyrsti stýrimaður á Huntsman bauð yfirmönnunum á Altmark þegar í stað hjálp sína við að koma löndum sínum fyrir um borð og láta þá hlýða. Þeir láta sér nefnilega fátt um finnast um allar þessar breytingar og hlýða treglega öllum fyrirskipunum. Sumir Englendingarnir ala von í brjósti um að fangelsisvist þeirra muni ekki standa lengi. Ensk herskip munu fljótlega gera enda á þessu og hertaka Altmark. Skipstjórarnir og eldri yfirmenn á hinum bresku skipum fá sérstakar íbúðir.

NEWTON BEACH

                                                                                                                                                   © photoship

Ekki aðeins vegna þess að það eigi betur við heldur einnig af varúðar ráðstöfunum. Það er því minni hætta á að skipshafnirnar komist undir áhrif þeirra. Það gæti komið fyrir að uppreisn brytist út um borð og reynt yrði að taka skipið með valdi. Þetta verður að hindra. Að kvöldi þessa dags liafa allir fangarnir um borð í Altmark verið látnir niður í skipið. Huntsman rekur nú eitt og yfirgefið á öldum hafsins, eftir að búið er að taka nokkuð af tefarmi hans og flytja um borð í Altmark. Skipherra á Graf Spee hefur nú horfið frá því að senda skipið heim. Hann álítur að til þess vanti menn. Ef tekin yrðu nokkur skip á þennan hátt framvegis yrði auðvitað að manna þau, og baráttuhæfni onustuskipsins mundi þá líðá við það, ef til bardaga kæmi. Þá kemur til kasta tundurskeytanna. Skipið sekkur mjög hægt. Hinir áhugasömu myndatökumenn verða þarna af  góðu tækifæri því myrkrið færist nú óðum yfir, svo ekki er hægt að taka myndir. Klukkan 23 sekkur svo Huntsman að lokumog hafnar á botni Guineaflóans.
Þessa nótt hverfur einnig Admiral Graf Spee af sjónarsviðinu. Birgðaskipið Altmark siglir nú eitt síns liðs um úthafið. enn með það fyrir augum að hitta herskipið seinna

ASHLEY                                                                                                                                                © photoship

Fangarnir fá sama matarskammt og skipshöfnin, 500 gr. brauð, 125 gr. kjöt, 40 gr. smjör, 100 gr. hýðisávöxt, hrísgrjón og kálmeti, 20 gr. kaffi, 25 gr. sykur, 75 gr. Brauð álegg og 60 gr. kartöflur. Te fá allir eins og þá langar í. Kokkarnir og bakararnir fá meir en nóg að gera, að seðja allan þennan hóp, því tala hinna hungruðu hefur aukist um meira en helming, eða 153 menn. Mataræði Indverjanna veldur nokkrum áhyggjum. Þeir neita einfaldlega að borða þann mat sem Evrópumennirnir borða. Þeir koma fram með sinn eigin matsvein sem nú vinnur stöðugt í eldhúsinu með matsveinunum á Altmark. Þessi nýi kokkur býr til einhvern leyndardómsfullan mat handa löndum sínum, og horfir matsveinninn á Altmark tortryggnislega á meðan það er gert. Þennan mat þorir enginn að leggja sér til munns nema Indverjarnir. Sérstaklega er það kaka, sem steikt er í heitri feiti, sem virðist vera aðal fæða Indverjanna, og borða þeir óhemjulega mikið af þessu.

HUNTSMAN

                                                                                                                                          © photoship

Þessi kaka er svo vond á bragðið, eftir því sem fyrsti stýrimaðurinn á Altmark sagði þegar hann vildi reyna að leggja sér hana til munns,
að hann fékk undir eins áköf uppköst. Það er því óskiljanlegt hvernig Indverjarnir fara að njóta hennar með sannri gleði. Dagurinn hjá föngunum er nákvæmlega sundurliðaður. Kl. 6.45 er vaknað á morgnana og kl. 19 að kvöldi er kvöldganga. Eftir þann tíma verður að ríkja alger kyrrð á skipinu Svo leið tíminn
Frh
Lokað fyrir álit

23.06.2015 01:06

LUSITANIA.

Eins og ég skrifaði um þegar ég opnaði síðuna aftur kem ég til með að breyta efni hennar kannske eitthvað. Og koma þá með atburði í sögunni sem eftirminnilegir voru fyrir sjómenn Og byrjum á örlögum "línuskipsins"
LUSITANIA.

LUSITANIA. að koma til New York

                                                                                                                                                   © photoship


Mildur, þokudrungaður morgun hins 7. maí 1915 rann upp yfir Írland. Frá Waterford við St. George's sundið við mynni írska hafsins og allar götur að hinum einstæða Fastnet kletti við suðvestur odda Írlands hvíldi ljósgrá þokuslæða yfir haffletinum. Við suðurströnd írlands voru flestir fiskibátarnir bundnir við bryggjur. Mávar með breiðum, svartbryddum vængjum görguðu, er þeir svifu út úr þokunni og stungu sér í sjóinn í leit að síldarseiði.

U-20 ásamt fleiri kafbátum í Kíel 1914

                                                                                                                   Mynd af Netinu © óþekktur

Þessi dagur var líkur öllum öðrum á sjónum saltmettaður, rakur, og virtist aldrei ætla að taka enda En samt var þessi dagur ólíkur flestum öðrum dögum í augum unga kafbátsforingjans kringluleita og rauðbirkna. Walther Schwieger, foringi á U-20, sem Iagði fyrir viku síðan úr höfn í Emden og var nú staddur ofansjávar 15 mílum fyrir sunnan hinn fræga Old Head of Kinsale.

Walther Schwieger,
kafbátaforingi (7 April 1885 - 5 September 1917)


Mynd af Netinu © óþekktur

Þetta var fyrsta ferð hans sem yfirmanns á kafbáti í stríði, sem hafði staðið tæplega eitt ár. U-20 leysti U-24 og U-32 af hólmi. Nú voru þeir einhvers staðar við strendur Stóra-Bretlands að brjóta sér leið inn í Norðursjóinn og heim. Lífíð var kyrrlátt og sérstaklega unaðslegtt
En svo var það, að skömmu fyrir klukkan tvö eftir klukku Schwiegers, kom hann auga á nokkuð í kíkinum sínum depil, sem skýrðist hratt, og kom að vestan  Hann leit á þetta aftur og skrifaði í leiðarbók sína:
"Beint Iramundan birtast fjórir reykháfar og tvær siglur á gufuskipi með stefnu þvert á okkur. (Það stefndi frá SSV og hélt í átt til Calley Head). Skipið virðist vera stórt farþegaskip 


William Thomas Turner,skipstjóri á  LUSITANIA (October 23, 1856 - June 23, 1933)  © photoship


Fjörkippur fór um allan kafbátinn, er skipunin hljómaði og stuggaði heldur óvænt við áhöfninni: "Tilbúnir að kafa."Og  Schwieger, skrifar í dagbókina 1430. Kafaði á 11 metra dýpi og fór með fullri ferð í stefnu á gufuskipið, i von um, að það breytti stefhu til stjórnborða við irsku ströndina. Ennþá vissi Walther Schwieger þó ekki, að því er hann skrifar, "hvert" þetta stóra skip var. En þótt foringinn á kafbátnum U-20 hafi ekki vitað, hvaða 32 þúsund lesta skip þetta var, hafði hann þó sitt hvað fram yfir William Thomas Turner, skipherra á "línuskipinu"LUSITANIA Því að hvorki þessi gamli Gunnard skipstjóri, sem var sjálfur þrautreyndur "sægarpur," né nokkrir aðrir um borð, vissu, að fylgst var með ferðum þeirra. 

Skipið og staðurinn þar sem atburðurinn átti sér stað                      
                                                                                                                                          Mynd af Netinu © óþekktur

Meðan Schwieger nálgaðist þetta 230 m  skotmark, ákvað Turner, skipherra, að breyta stefnu um fjögur strik á Old Head of Kinsale, sem nú bar ógreinilega yfir bakborðsbóg. Þetta var örugg leið til að gera nákvæma staðarákvörðun, og það tók allt að heilli klukkustund   Turner, skipherra, gaf skipun um nýja, stöðuga stefnu, og breytti hann lítilsháttar frá þeirri stefnu, sem áður var, í 87 gráður, eða næstum í háaustur. Hann hélt áfram með sama hraða, 18 hnútum, en það er talsvert minni hraði en hægt var að beita, hámarkshraðinn rúmlega 25 hnútar, og sá hraði gerði Lusitaniu einu sinni að "Drottningu Atlantshafsins."


Þessi skrúfuútbúnaður  gerði  Lusitaniu
einu sinni að "Drottningu Atlantshafsins."

                                                                                                                                     © photoship

Á skipstjöl var klukkan um 1400 GMT, Óafvitandi hafði Turner orðið við óskum Schwiegers. Skotmarkið, sem framundan var, var hið ákjósanlegasta, það sem alla kafbátsforingja dreymdi um: Sigla í beina stefnu með hæfilegum hraða, þetta var eins og teikning á töflu í kafbátaforingaskólanum. Meðan skipið og kafbáturinn þannig
nálguðust hvort annað, var meginþorri hinna 1257 farþega að enda við máltíð eða að ganga sér til hressingar á skemmtiþilförum skipsins. Sumir horfðu á ljósgræna Írlandsströnd, sem var nú svo nærri, að greina mátti húsin. Aðrir voru að láta föggur sínar niður, því að skipið átti að vera komið í höfn í Liverpool næsta morgun 

Lusitania

                                                                                                                            © photoship

Að meðtalinni áhöfninni voru næstum tvær þúsundir manna á skipsfjöl, en samt einu þúsundi minna en heimilt var. Farþegalistinn var dæmigert sýnishorn þess mislita skara, sem jafnan kynnist á hafskipunum.  Með skipinu var t. d. einn ríkasti maður heims, sem hafði mælt sér mót við nokkra hesta í London. Þar var verksmiðjueigandi frá Chicago, sem fór til að leita markaða erlendis fyrir ölgerðarvélar  vegna yfirvofandi áfengisbanns í Bandaríkjunum. Frægur leikstjóri,sem hafði gert rekstur leikhúss arðvænlega atvinnugrein. Bílaframleiðandi og maður, sem seldi keðjur á bíla. Foreldrar með sex börn sín. Mörg hundruð ungra manna og kvenna, sem veröldin hafði aldrei heyrt nefnd á nafn. Úr stjórnklefa kafbátsins  fylgdist Schwieger foringistöðugt með skipinu. Þótt hann í öllu dagfari væri gæðamaður og kurteisin sjálf, var það nú skylda hans að eyðileggja þetta risaskip.

Málverk af atburðinum

                                                                                                                                           Mynd af Netinu © óþekktur

Tilfinningar eða jafnvel eftirþankar fengu ekkert rúm í stríðsátökum hans eigin lands eða óvinanna. Rödd tundurskeyta skyttunnar barst í talpípunni með málmkenndum hljóm. "Tundurskeyti tilbúin til að skjóta."Foringinn svaraði: "Við erum í færi." Og kl 1412 GMT þ 7 maí 1915 var svo því tundurskeyti sem sennilega var eitt af því sögulegasta í styrjaldasögunni skotið frá kafbátnum U-20  Alls fórust 1.198 með Lusitaniu. Þar af voru 128 Bandaríkjamenn. Og þar af voru líka 63 börn.
Reiði Bandaríkja- manna var gífurleg. Bandaríski sendiherrann í Berlín gekk á fund Vilhjálms II keisara og kvartaði svo sáran að Vilhjálmur fokreiddist og hafði sjaldan upplifað jafn eindregnir skammir.

Hér teikning af hinu sama

                                                                                                                    Mynd af Netinu © óþekktur

Og Þjóðverjar máttu vita að nánast það eina sem gæti fengið Bandaríkjamenn til að hella sér í stríðið væri ef þeim blöskraði framferði þýsku kafbátamannanna.Þjóðverjar báðust aldrei afsökunar á árásinni á Luistaniu. Það var sama hvað Bandaríkjamenn eða Bretar hömuðust á þeim fyrir að þessa grimmdarlegu árás á varnar- og vopnlaust farþegaskip Þeir héldu því alltaf fram að Lusitania hafi verið í flutningum með gríðarlegt magn af sprengiefni frá bandarískum hergagna verksmiðjum til breska hersins. Bretar þvertóku fyrir þetta, og héldu áfram að hamra á Lusitaniu í áróðursstríðinu gegn Þjóðverjum. Og örlög Lusitaniu vógu enn þungt tveim árum seinna, þegar Bandaríkjamenn afréðu loks að ganga til liðs við Breta og Frakka í styrjöldinni - gegn Þjóðverjum Það einkennilega við þetta alltsaman

Videoklipp af atburðinum

Það urðu endalok U-20 að hann strandaði við strendur Danmörk 1916. Og eyðilagðist eftir að tundurskeyti var sprengt framm í honum eftir strandið

                                                                                                                     Mynd af Netinu © óþekktur

Walter Schwieger foringi á U-20. lifði stríðið ekki af, því í september 1917 var hann á flótta á nýjum kafbáti sínum U-88 undan bresku herskipi í Norðursjó og sigldi þá á tundurdufl. Báturinn hans fórst með manni og mús.Afdrif Turners skipstjóra urðu þau að margskonar sakir voru á hann bornar eftir slysið Og mun m.a.s  Churchill hafa beitt sér í þeim málum Turner í vil En margar ásakanir munu hafa fylgt Turner þau ár sem hann átti eftir ólifað En hann dró sig algerlega í hlé og lifði í hálfgerðri einangrun eftir það En þó haustið 1916 ári eftir að  Lusitania, var sökkt fór hann sem afleysingaskipstjóri á  Ivernia eitt af skipum  Cunard Line

Skip Turners skipstjóra IVERNIA

                                                                                                                                               © photos

En skipið var notað til liðsflutninga fyrir breska herinn Á nýársdag var því skipi sökkt í Eyjahafi undan strönd Grikklands. Með skipinu fórust 36 úr áhöfninni og 84 hermenn.Turner stóð í brúnni allt þar til hann lagðist til sunds eftir að skipið hafði hreinlega sokkið undan honum
Turner dó úr krabbameini 1933

Lokað fyrir álit

22.06.2015 15:28

Árfell ex Jan

JAN hét þetta skip í  upphafi Það fékk nafnið ÁRFELL í þjónustu Samskip

Hér sem JAN

                                                                                                         © PWR

Skipið var byggt hjá  Sietas í  Neuenfelde Þýskalandi 1976  sem: JAN  Fáninn var: þýskur Það mældist: 1599.0 ts, 3850.0 dwt. Loa: 93.50. m, brd 14.50. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum: 1987 ÁRFELL - 1990 JAN - 1991 BELL SWIFT - 1997 SWIFT - 2002 LINE Nafn sem það bar síðast undir NIS fána En skipið var rifið 2011 Danmörk

Hér sem JAN

                                                                                                         © PWR


                                                                                                  © Paul Morgan (simonwp)


Hér sem SWIFT

                                                                                                         © PWR

                                                                                                         © PWR

Hér sem LINE

© Tomas Østberg- Jacobsen


                                                                                         © Tomas Østberg- Jacobsen

                                                                                         © Tomas Østberg- Jacobsen

                                                                                         © Tomas Østberg- Jacobsen


                                                                                                                    © Cornelia Klier

                                                                                                                    © Cornelia Klier
                                                                                                                         © Cornelia Klier

Lokað fyrir álit

21.06.2015 17:22

Ísberg III

Það er ekki hægt að skrifa um íslenskar kaupskipaútgerðir eða skip öðruvísi en skrifa um þau spor sem Björn Haraldsson setti á þá sögu. En saga Bjössa stóð að ég held yfir í tæp 40 ár. Og hún er sennilegast sú lengsta hjá einkaaðila í þessum geira Hér verður ÍSBERG III tekið fyrir

Hér heitir skipið FJORD


                                                                                                                   @ Jim Pottinger

Skipið var byggt hjá Myklebust Gursken í Noregi. Sem FJORD.1976.Það mælist 499.ts 1200.dwt.Loa:69.60 m 14.50. m OK skipafélag (Bjössi Haralds og fl) Hafnarfirði kaupa skipið 1986 og skíra ÍSBERG.Eimskip kaupa það svo 1990 og skíra STUÐLAFOSS.Það er svo selt 1992 og fær nafnið   ICE BIRD síðan nöfnin: 1995 SFINX 1997 FJORD og 2002 BALTIC FJORD. Þann 04-07-2006 þegar skipið var í drydock í Tallinn braust út mikill eldur út í því og var það rifið í Tallinn upp úr því

Hér með nafnið FJORD

                                                                                       
                                                                            © Frode Adolfsen
Hér er skipið komið með nafnið ISBERG

                                                                                                                           © Paul Morgan (simonwp)


                                                                                                                        © Peter William Robinson


                                                                                                                © Peter William Robinson


Hér heitir það SFINX


                                                                                                                          © Frits Olinga-Defzijl


Lokað fyrir álit

21.06.2015 13:47

Helgafell II

Það fer kannske vel á að HELGAFELL II komi hér á síðuna eftir "flippið" með lokun síðunnar Þar sem HELGAFELL I átti að verða lokunar skipið

Skipið bar fyrst nafnið MERCANDIAN SHIPPER


                                                                                                     © PWR

Skipið var byggt hjá Frederikshavns Værft í Frederikshavn 1975 sem MERCANDIAN SHIPPER  Fáninn var danskur Það mældist:  1599.0 ts, 2999.0 dwt. Loa: 78.50. m, brd: 13.10. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum:1979 HELGAFELL - 1984 SPERANZA - 1990 EUROPE 92 Nafn sem það bar síðast undir Ítölskum fána En þetta segja þau gögn sem ég hef um skipið Laid-Up (since 01-09-1998)

MERCANDIAN SHIPPER


                                                                                                   © PWR

Hér sem Helgafell II


                                                                                                   © PWR

                                                                                                                                            © PWR

                                                                                                                                    © PWR                                                                ©
Phil English Shippotting

En ég verð að segja frá því að á föstudag var ég boðinn í saltkjöt og baunir "að hætti hússins" um borð í núverandi HELGAFELL. Þau klikka ekki matarboðin hjá meistara kokknum Val Haukssyni. Ég verð að játa að ég var með myndavélina meðferðis. til að mynda veisluföngin.En ég féll svo kyrfilega fyrir þeim að ég steingleymdi vélinni. Því er hér notast við eldri myndir

Meistarakokkurinn Valur


Og þessi öðlingur sem er þarna til hægri í mynd var skipstjóri þessa ferð Sigþór H Guðnason. Þarna er ég að þakka fyrir meginlandsferðina í fyrra. En Sigþór er fjórði ættliðurinn sem eru skipstjórnarmenn. Guðni Jóhannsson langafi hans byrjaði sem slíkur 1926 einmitt hér í Eyjum.Var að mig minnir meðeigandi í m/b Heimir og með hann 1937-1946 Ég er farinn að halda að þeir HELGAFELLS-menn með Val í fararbroddi ætli að halda þyngdarstuðlinum á vissum manni i horfinu.
 Svo sýndi yfirstýrimaðurinn mér skemmtilegar myndir frá flakki sínu um Ástralíu nýlega. Virkilega skemmtilegar myndir Og líka velþegið að sitja og skoða meðan að hinn frábæri hádegis matur var að sjatna svo að gesturinn kæmist yfir höfuð  í land aftur án hjálpar krana og tilheyrandi króka. Takk fyrir mig Valur og þið HELGAFELLS-memm
Lokað fyrir álit

19.06.2015 20:52

Það skeði bara

Svo skeður það bara er stundum sagt Sennilega eru nú flest klippin úr "skipakirkjugörðum" Og flautin tákna mögulega "farið frá helv.... fíflin ykkar"
Lokað fyrir álit

17.06.2015 22:05

OCEAN TRADER

Þegar maður fær svona "gullmola" þá verður maður ekki í rónni fyrr en hann er komin á sinn stall. Þessi verður 70 ára í nóvember og er enn að Það hefur verið seigt í þessum skipum hjá "kananum"Eldri sjómenn muna samskonar skip,Þyril já og YOG 32 sem lá langdvölum við Ægisgarð

OCEAN TRADER 

                                                                                                                                               © plongeur80

Skipið var smíðað hjá Jeffersonville Boat and Machinery Co. í Jeffersonville, IN.USA 1945 sem: YO-228 Fáninn var: USA Það mældist: 440.0 ts, 1390.00 dwt. Loa: 53,94. m, brd 10,23. m Skipið er strikað út af Naval Register, 27 Mars 1992 eftir að hafa legið í Inactive Ship Maintenance Facility, Philadelphia, PA um tíma 2005 er það selt og fær nafnið OCEAN TRADER  Nafn sem það ber í dag undir fána Guyana

OCEAN TRADER 

                                                                                                                                             © Gerolf Drebes


                                                                                                                                    © plongeur80


                                                                                                                                       © plongeur80


                                                                                                                                 © Gerolf Drebes

Hér sem YO228

                                                                                                                                                            © US Navi

Þyrill                                                                 Mynd úr safni Guðlaugs Gíslasona

                                                                                                                               © Bjarni Halldórsson

YOG 32 Hér utan á b/v Jóni Þorlákssyni við Faxagarð


                                                                                                                                           © US Navi

Lokað fyrir álit

17.06.2015 21:00

Hvalvík

Þetta skip bar tvö nöfn, þegar það var í eigu íslendinga Lengst af nafnið HVALVÍK þá undir stjórn hins ötula Guðmundar Arasonar skipstjóra. Sem margir eldri farmenn kannast við. Síðan HVALNES .En skifti þá að mig minnir fljótlega um fána

Hér sem SAMBA


                                                                                                                                                              © T.Diedrich

Skipið var byggt hjá Neptun VEB í Rostock Þáverandi A- Þýskalandi 1970 sem Samba Fáninn var þýskur Það mældist: 3054.0 ts, 4410.0 dwt. Loa: 102.90. m, brd: 14.60. m Skipið hefur gengið undir þessum nöfnum  1972 MAMBO - 1975 HVALVIK - 1988 HVALNES - 1993 LINZ - 2005 CAPT.IVAN - 2010 LIAN J.  Nafn sem það bar í lokin undir fána SAINT KITTS & NEVIS En skipið var rifið í Aliaga Tyrklandi  í maí  2010

Hér sem MAMBO                                                                                                                                                     © T.Diedrich


                                                                                                                                                                  © T.Diedrich
Hér sem HVALVÍK


                                                                                                                           © Paul Morgan (simonwp)
Hér sem HVALNES

                                                                                                © Capt Ted

Hér sem LINZ


                                                                                                © Ilhan Kermen


                                                                               © Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson

                                                                               © Charlie Hill frá Swinefleet/Peter William Robinson

                                                                                                © Gerolf Drebes

Hér sem CAPT IVAN                                                                                                © Ilhan Kermen


                                                                                                © Mahmoud shd

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221643
Samtals gestir: 579383
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:01:08
clockhere