Færslur: 2015 Ágúst

25.08.2015 17:15

Vidfoss

VIDFOSS heitir hann þessi eftir norskum foss Eimskip á skipið og rekur erlendis


VIDFOSS

                                                                                           © Willem Oldenburg


Skipið var smíðað hjá Århus Flydedok í Århus Danmörk 1990  sem
Ice Clipper  Það mældist:3652.0 ts  3039.0 dwt. Loa: 92.90 m brd 15.40 1992 fékk skipið nafnið SAN CARLOS PRIDE Og 1993 nafnið ICE BIRD 2014 fær það nafnið VIDFOSS. Nafn sem það ber í dag og er að sjálfsögðu undir fána: Antigua and Barbuda


VIDFOSS

                                                                                                                  © Willem Oldenburg


                                                                                                                  © Willem Oldenburg


                                                                                                             © Willem Oldenburg


                                                                                                                  © Willem Oldenburg

Skipið heitir Vidfoss eftir þessum fossi  sem er í  Sandvedalá  í Hildal i Odda kommúnu Hördalandi,Noregi


                                                               
                 Tekið af Wikipedia,© Frokor

Hér heitir skipið ICE BIRD og og var þá statt hér í Eyjum                                                                                                                 © oliragg


                                                                                                    © oliragg


                                                                                             © oliragg


Lokað fyrir álit

24.08.2015 19:45

ESSO WINDSOR

Þetta skip ESSO WINDSOR átti sér sérkennilega sögu Upprunalega smíðað sem tankskip en endaði sem Bílaflutningaskip

Hér heitir skipið ESSO WINDSOR

                                                                                                                              © photoship


                                                                                                                          © photoship

Hér er búið að breita skipinu og það hét það þá HOEGH TRADER

                                                                                                              © photoship


                                                                                              © photoship

Hér má lesa allt um skipið og sá fleiri myndir
Lokað fyrir álit

20.08.2015 16:20

Mælifell I

Mér þótti alltaf MÆLIFELL I frekar laglegt skip. En ég held að lélegt viðhald í erlendri eigu hafði að lokum orsakað hvernig fór fyrir skipinu í lokin

MÆLIFELL I


                                                                                            © Paul Morgan (simonwp)

Skipið  var smíðað hjá Aukra Bruk, Aukra Noregi sem Mælifell fyrir Skipadeild SÍS 1964. Skipið mældist: 1879.0 ts 2740.0 dwt. Loa: 88.90.0 m brd: 13.70 m. . Skipadeildin selur skipið 1985,  Manchuria Cia Naviera SA San í Lorenzo Honduras og fær það nafnið Langeland.  Það er selt innanlands í Honduras1987 Kaupandi: Silenia International Trade S de RL Skipið heldur nafni.1988 er skipinu breitt í "cement carrier" 1989 er það selt   Helga Sg Co Ltd á Möltu og fær nafnið:Scantrader. Skipið sigldi svo frá Bilbao 11-01-1990  áleiðis til Sharpness með sement í "bulk" Það sást ekki meir og með því fórust 12 menn

MÆLIFELL I


                                                                                                                            Úr safni Óskars Franz @ Ókunnur                                                                                                                                            Úr safni Óskars Franz @ Ókunnur


                                                                                                @ Graham Moore.
                                                                                                                    @Graham Moore.Hér sem LANGELAND
                                                                                       © Sharpnesship


                                                                              
© Patrick Hill 


                                                                                           ©
Yvon Perchoc

Hér sem SCAN TRADER


                                                                                                                   © PWR

                                                                                                                   © PWR
                                                                                                                   © PWR

                                                                                                                   © Sharpnesship                                                                                                                                  @Henk Kouwenhove


Lokað fyrir álit

13.08.2015 12:28

Pinta

Nýjustu fréttir frá Vegagerðinni um Landeyjahöfn eru hughreystandi. Þetta skip PINTA mun víst koma og dýpka höfnina. Það er tæplega 30 ára munur á aldri skipanna DÍSU og þessa. Ef vel ætti að vera væru græjurnar þarna um borð eitthvað afkastameiri

PINTA

                                                                                                                © Frank Behrends

Skipið var smíðað hjá Galati SN í Galat Rúmeníu Fullsmíðað hjá SW van Rupelmonde, Rupelmonde í Belgíu 1995 sem: PINTA Fáninn var: Belgískur Það mældist: 3258.00 ts, 5505.00 dwt. Loa: 89.70. m, brd 18.50. m Skipið hefur aðeins gengið undir þessu eina nafni og fáninn er hinn sami

PINTA

                                                                                                                     © Will Wejster


                                                                                                                                           © Angel Godar


                                                                                                                            © Angel Godar


                                                                                                                       © Angel Godar

Lokað fyrir álit

09.08.2015 18:07

Saga af skipi

Öll skip eiga sér einhverja sögu Sum mjög merkilega t.d Selfoss I og Lagarfoss I Sem "sulluðust" á N-Atlantshafinu í báðum heimstyrjöldunum Önnur dapra en minnisverða sögu t.d Hekla I, Goðafoss I, Dettifoss I. En hér er skip sem átti svolítið skemmtilega sögu Það var byggt sem olíuskip en endaði sem RoRo-skip Skipið sem í byrjun hét  TABRIZ var smíðað fyrir ekki  óþekktari skipaútgerð en  Wilh.Wilhelmsen í Tønsberg  Noregi 1954

TABRIZ

                                                                                                                                       © photoship

Hér er saga skipsins í sem fæstum dráttum:"Smíðað  5/1954 fyrir Wilh.Wilhelmsen,Tønsberg    sem "TABRIZ" Selt  8/1967 til Astro Vencedor Cia.Nav..A.,Monrovia og gefið nafnið "DAMIANOS" Selt  8/1975: Dolphin Shipping Co .,Limassol ,Cypros fær aftur sitt gamla nafn  "TABRIZ  selt 9/1975: Dolphin Shipping Co.,Pireus,Hellas fær nafnið "DOLPHIN  ELENA" /1975: er skipinu breitt í  RO/RO skip: DWT:8.941 t.BRT:5.383 t. Selt 9/1979: Ciel Shipping Co.Ltd.,Limassol,Cypros "ELENA" Selt 12/1980: Aegis Comp.Nav.S.A(John S.Latsis S.A)Panama fær nafnið "ADVENTURE I" 
Selt 11/1983: Aegis Comp.Nav.S.A(Bilinder Marin Corp.S.A) Pireus  Heldur nafninu Selt1988: Corpus S.A(Inter Trans Sh,Ltd) Kingston ,St.Vincent  fær nafnið "SPEEDO" 9/1988: nafninu breitt í  "CHAMPION"
4/1989: Selt til Phillipiseyja til niðurrifs hjá  Nathani Industrial  Services . Ank.Mangalore 1/4-89 


TABRIZ

                                                                                                                           © Rick Cox

Hér sem DAMIANOS

                                                                                                                     © Rick Cox

Hér sem ADVENTURE I

                                                                                           © Paul Morgan (simonwp)

 Hér  má svo sjá fleiri myndir og frekari sögu þessa skips
Lokað fyrir álit

06.08.2015 21:08

Skipstjórar í árdaga ísl .farmennsku II

Svo í Vísi 10 ágúst 1918 :" Þessi ummæli ( þau sem sáust hér í síðustu færslu) hafa löngum reynst vel í áróðrinum gegn Júlíusi, en greinarhöfundinn hefir ekki grunað það, að þau myndu reynast alveg ónýt í blaðagrein. En Nielsen lét sem sé jafnharðan birta yfirlýsingu, skýra og ótvíræða, um að hann hefði aldrei talað þessi orð. Ytirlýsing sú er á þessa ieið:"Undirritaður lýsir hér með yfir upp á æru og samvisku, að ég hefi aldrei nokkurn tima sagt við blaðið "Politiken" að Júlíus Júliniusson skipstjóri ætti aldrei framar að stjórna skipi hjá Eimskipafélagi íslands, og að ég hefi ekki heldur sagt neitt af hinu, sem tekið er upp í greininni. Út af grein sem kom i "Ekstrabladet", spurðist "Politiken" fyrir um. hvort Júlíus Júliníussou ætti að vera skipstjóri á' hinu nýja skipi félagsins, og sagði ég nei við því, og er blaðið spurði hvort honum yrði refsað meft nokkru, svaraði ég að honum yrði refsað með eins árs útilokun". Reykjavík 7. ágúst 1918. Emil Nielsen.Tilv lýkur Og í blaðinu Fréttum í ágúst 1918 segir m.a  "Þegar sjóprófinu var lokið hér i Reykjavik, og Júlíus Júliníusson spurði mig, hvort hann myndi fá skip aftur hér í félaginu, sagði ég honum, að honum myndi verða refsað með eins árs útilokun, og hið sarna sagði ég á stjórnarfundi, sem haldinn var rétt á eftir. Ástæðan fyrir því að ég bar ekki þegar í stað á móti ummælunum í »Poiitiken« var sú, að ég vildi láta mál þetta falla niður, vegna þess að alt of mikið hafði verið skrifað um þetta efni í útlend blöð til mikils ógagns fyrir siglingarnar hér í kringum landið.Undirritað  Emil Nielsen.Tilv lýkur. Þetta er nú tekið svona hipsum haps úr blöðum . Næsta mál er svo  skipstjóra skifti á WILLEMOSE Hér má lesa blog færslu um það  Sjá svo Vísir í mars 1918 "Villemoes" fór héðan í gærmorgun áleiðis til Noregs. Í þessari ferð verður skift um skipshöfn á skipinu og taka íslendingar viö því. Skipstjóri verður Þórólfur Bech, sem verið hefir stýrimaður á skipinu

WILLEMOES

                                                                            Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur

Lítum svo í blaðið Fréttir í ágúst 1918:" Svona var álit framkvæmdarstjóra Eimskipafélags íslands fyrir rúmu ári.( sjá ýmis innskot hér að ofan) En eftir liðugt hálft ár var hinn sami frkv.stj. Emil Nielsen, búinn að gera þenna sama fordæmda Júlíus að skipstjóra á einu landssjóðsskipinu, sem honum er trúað fyrir. Hafi Július verið svo illur, að hann mátti ekki einu sinni stíga fæti sínum á skip Eimskipafélagsins, hvernig getur hann þá orðið skipstjóri á skipum landssjóðs? Það væri annars nógu gaman að fá skýringu frkv.stj. á þessu atriði. í fyrra fékk Þórólfur Beck, frá Sómastöðum í Reyðarfirði, yfirstýrimannsstöðu á landssjóðs skipinu »Willemoes«. Maður þessi hefur danskt sjópróf, og er þaulæfður sjómaður, bæði sem háseti og stýrimaður. Fæddur sjómaður, eins og sagt er. Hefur aðallega verið á útlendum skipum og getið sér hvívetna góðan orðstir vetur, er »Willemoes« var fyrir norðan í hafisnum, er honum algerlega þakkað það, að menn og skip björguðust. Þykir slíkt jafnan ómetanlegt gagn unnið með öðrum þjóðum, hvernig sem það er metið með þjóð vorri nú. Þegar Steffensen, er skipstjóri var á »Willemoes«,(sjá ofangreinda blogfærslu) fór af skipinu, var skipstjórastaðan fengin Þórólfi Beck fororðslaust í hendur. En þegar hann kom hingað til Rvíkur 24. apríl, lá fyrir honum bréf frá E. Nielsen, þess efnis, að frkv.stj. skipar honum að skifta skipi við skipstjórann á »Borg«. Þessi skipun frkv.stj. mun hafa komið flatt upp á Þórólf. Hann mun hafa borið þetta undir verslunarráðið, og þvi ekki sýnst nein sérstök nauðsyn vera fyrir hendi að skifti þessi tækjust. En hvernig sem þetta var, fór Þórólfur ekki af »Willemoes«, sem kunnugt er. Aftur á móti sótti Júlíus skipstjóri það allfast að komast á »Willemoes«, og mátti ýmist sjá hylla undir hann uppi í stjóruarráði eða a tröppunum hjá vini sínum Eggert málaflutningsmanni. Loks eftir að »Willemoes« hafði blásið til brottferðar, daginn sem skipið fór var gerð að Þórólfi hörð hríð að fara af »Willemoes«, og þegar það ekki vanst, þá var honum stefnt upp á Eimskipafélags-skrifstofu að undirskriía þar eitthvert »dokument«, útbúið af einhverjum löglærðurm

Þórólfur BeckEftir að frkv.slj. E. Nielsen kom heim úr utanför sinni, kvað hann hafa sent Þórólfi Beck tilkynningu símleiðis um það, að hann sé settur af skipstjórastöðunni jafnskjótt og hann hefur skilað »Willemoes« að hafnarbakkanum. Að endingu leyfl eg mér að spyrja: Hvert stefnir réttlætis- og siðferðis-ábyrgð stjórnar Eimskipafélags íslands og framkvæmdarstjóra þess?.Undrritað S. P. S.

Júlíus Júníusson
Svo er það blaðið Frón 13 júlí 1918  "Svofelda skýrslu heflr framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins, sent oss út af grein vorri i síðasta blaði um þetta efni. Hr. ritstj. Grímúlfur H. Ólafsson, Reykjavík. Í heiðruðu blaði yðar, sem út kom þann 6. júlí síðastliðinn, hafið þér skrifað grein með yfirskriftinni: »Eimskipafélagið. Skipstjóraskifti á Villemoes«. Þar eð mér finst, að allmikils misskilnings verði vart viðast hvar í grein þessari, leyfi eg mér að gefa yður hér með upplýsingar um hið rétta í þessu efni.  Fyrst var danskur maður, Steffensen að nafni, skipstjóri á e. s. »Villemoes«, og átti hann að fara frá, sem allra fyrst, en það var i Kaupmannahöfn i síðustu ferð skipsins Þegar e. s. »Goðafoss« strandaði, ákvað ég að Júlíus Júlinusson skipstjóri, skyldi ekki fá skip hjá félaginu í 1 ár eftir strandið, og er það þyngsta refsing sem skipstjóri er dæmdur i, eftir skipbrot, ef honum hefir þá ekki yfirsést svo mikið, að honum sé alveg vikið frá félaginu.

Pétur Björnsson tók við es Borg eftir Júlíus


Þó að »Goðafoss«-strandið væri sárt tap fyrir landið, er ekki hægt að fyrirdæma manninn alla sína æfi fyrir það. Þegar skift var um skipstjóra á »Borg«, var Júlíusi Júlínussyni veitt skipstjórastaðan þar, vegna þess að hann var duglegasti og reyndasti skipstjórinn, sem vér áttum kost á, þá í svipinn, og var fáanlegur til þess að sigla til Englands, en kafbátahernaðurinn stóð þá sem hæst, og voru þær siglingar þvi mjög mikilli hættu bundnar. Fyrir fjölskyldumann,áleit eg að þetta vegaði fyllilega upp á móti þeim 3.1/2 mánuðum, sem var eftir af timanum, sem ég hafði áður ákveðið að hann skyldi ekki fá skip. Að þeim tima liðnum var Júlíus sá maður sem stóð næst Sigurði Péturssyrii og Ingvari Þorsteinssyni.Þegar  Þórólfur Beck stýrimaður sótti um stýrimannsstöðu á e.s. »Sterling« í júlí f. á., og lofaði ég honum þeirri stöðu. Þegar Jón Erlendsson skipstj. á »Villemoes« varð veikur, varð 1. stýrimaður, Steffensen, sem er danskur, skipstjóri, en Beck varð stýrimaður á »Villemoes« i staðinn fyrir á »Sterling«. Þegar Steifensen fór af skipinu í Kaupmannahöfn átti Beck að hafa á hendi skipstjórn
á leiðinni hingað upp, en það hefir aldrei verið ætlun mín, að hann ætti að halda áfram sem skipstjóri á »Villemoes«, af þvi að bæði stýrimaðurinn á e.s. »Gullfoss«, Pétur Björnsson, og stýrimaðurinn á »Lagarfoss«, Jón Eiríksson, stóðu nær þeirri stöðu en Þórólfur Beck, þar eð þeir hafa báðir verið lengur i félagsins þjónustu, og engin ástæða var til þess að ganga fram hjá þessum mönnum, sem alt af hafa gert skyldu sína

Gullfoss I                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.d


Þegar Július Júlinusson, skipstjóri á »Borg«, átti að taka við skipstjórn á »Villemoes« og skipin mættust hér, bað eg Þórólf Beck bréflega um að taka við skipstjórn á »Borg«. Fór eg svo til Kaupmannahafnar, og eftir að ég var þangað kominn, fékk ég símskeyti um það, að hann þverneitaði því. Seinna tilkynnti Beck mér skriflega að hann hefði neitað að taka við skipsfjórn á »Borg«. Þá var skipið farið að sigla til Bergen í hverri ferð, og fara til Leith í herskipafylgd, svo að hættan var orðin miklu minni, sem og stríðsvátryggingariðgjaldið bar vott um, því það var nú orðið
þriðjungi minna en áður Ætlun min var sú, að Þórólfur Beck stýrimaður, yrði skipstjóri á »Borg« þangað til hún og »Gullfoss « mættust hér, og skifta svo við stýrimanninn á e.s. »Gullfoss«. En vegna neitunar Þórólfs Beck, kostar þessi skifting allmikið fé sem hefði annars sparast. Ef til vill neitar hann nú líka að taka við stýrimannsstöðunni á »Gullfoss« , þvi að hann virðist ætla, að skipstjórar og stýrimenn eigi sjálfir að ákveða hvaða skip þeir fái. Að endingu vil eg geta þess, að það er ég einn, sem samkvæmt samningi minum ræð skipshafnirnar á skipin, og að þess vegna má ekki álasa stjórn Eimskipafélagsins fyrir neitt þar að lútand Reykjavík, 8. júlí 1918. Virðingarfylst Emil Nielsen" Tilv.lýkur.

Jón Eríksson skipstjóri kemur hér við söguOg enn lítum við í dagbl Vísir nú þa 10 ágúst 1918:"Júlíus Júliníusson, sem áður var skipstióri á Goðafossi og siðar á Borg, er nu orðinn skipstjóri á Villemoes. En Þórólfur Beck, sem til bráðabirgða hafði verið falin skipstórn á Willemoes, verður fyrsti stýrimaður á Gullfossi. Hafði honum (Þ. B.) áður verið gefinn kostur á því, að verða skipstjóri á Borg, i stað Júliusar; það vildi hann ekki, en tók því aftur á móti mjög vel, að verða stýrimaður á Gullfossi. Það er kunnugt, að Júlíus Júliníusson hefir verið lagður mjög í einelti af ýmsum mönnum, og það áður en Goðafoss strandaði.

Þórólfur Beck varð svo skipstjóri á STERLING


                                                                                                     Mynd úr mínum fórum © óþekktur

En þó að ekki hafi tekist rétt vel fyrir þeim að koma aðalsökinni á Goðafoss-strandinu á hann, þá létti það þó mjög róðurinn gegn honum. Er þvi skiljanlegt, að mönnunum sárni,er þeÍr sjá svo fram á það, að allur róðurinn ætlar að verða árangurslaus, enda eru þeir farnir að spyrja sjálfa sig "hvar róður þessi eigi að enda" Þeir höfðu tiltölulega hljótt um sig, þegar Júlíus varð skipstjóri á Borg. Englandsferðirnar þóttu ekki neitt keppikefli um það leyti. Nú hefir hann farið einar 4-5 ferðir tir Englands og reynst, eins og áður, hinn ötulasti skipstjóri og getið sér ágætan orðstýr hjá undirmönnum sinum, sem allir bera honum hið besta orð. Þegar hann tók við skipinu, var það í megnustu óhirðu, og munu allir, sem um borð komu, hafa tekið eftir þvi, hver munur var þar á umgengni allri eftir að Júlíus tók við stjórninni. Emil Níelsen, framkvæmdarstióri Eimskipafélagsins, er manna kunnugastur skipstjórahæfileikum Júlíusar. Það eitt, að hann vill ekki láta bann gjalda Goðafossstrandsins um aldur og æfi, heldur veita honum uppreisn, með því að fela honum skipstjóm á Villemoes, ætti að nægja mönnum sem sönnun þess, að eitthvað sé í manninn varið.

Síðan á Esju I


                                                                                               Mynd úr mínum fórum © óþekktur

En svo er heift þessara manna til Júliusar mögnuð, að þó að öllum komi saman um, að Nielsen hafi að öllu leyti farist stjórn Eimskipafélagsins afbragðsvel úr hendi, þá er nú helst svo að sjá, sem nú eigi að fara að beina "róðrinum" gegn honum, af því að hann gerðist svo djarfur að veita Júlíusi skípstjórastöðuna á Villemoes".Tilv lýkur En eins allar góðar sögur hafa þessar "happy ending". Júlíus átti farsælan feril sem skipstjóri til 1940 Lengst af eða 14 ár á BRÚARFOSSI I Þórólfur Beck einnig farsælan feril sem stm og skipstjóri Lengst af á ESJU I sem hann sótti nýja 1923 og var með hana til 1929 að hann veiktist alvarlega  og lést upp úr því 3 júni 1929. Pétur Björnsson varð skipstjóri á es BORG eftir Júlíus. Hann átti farsælan skipstjóraferil þ.á.m á GOÐAFOSSI II í 12 ár. Jón Eríksson átti glæstan feril Hjá Eimskipafélaginu og var manna lengst með es LAGARFOSS I Eða í 11 ár. Jón Erlendsson átti ekki feril sem fastur skipstjóri en var yfirverkstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1917-1945 Þetta er eins og ég sagði sitt úr hvorri áttinni. Og  ekki í neinni réttri röð.Og tilvitnarnar hafðar eftir mönnum með misjafna ásýnd á þessum málu..Ég tek enga afstöðu til þeirra. En mín von er að þessi skrif varpi örlitu ljósi á mál sem ofarlega voru á baugi þess tíma. Og virðist satt að sega vefjast enn fyrir mönnum


Lokað fyrir álit

06.08.2015 19:41

Skipstjórar í árdaga ísl .farmennsku I

Lítum aðeins í Morgunblaðið þ 25 júní 1917.Þar birtist grein eftir Sveinbjörn Egilsson Hann skrifar m.a:"Fyrir næsta nýár (1917-18) verðum við, sem tekið höfam próf í stýrimannafræði í Danmörku, að hafa fengið íslensk skipstjóraskírteini hjá stjórnarráðinu ef við ekki viljum missa réttindi vor. Það er með öðrum orðum, að erlend próf veita eftir þann tíma engin réttindi hér. Þetta er alt ágætt og í samræmi við það, sem aðrar þjóðir fara að, en skyldu nú ekki hinar leiðu undanþágur, sem eru smán fyrir lög landsins, einnig komast hér að, vegna þess, hve lítil fyrirhyggja hefii verið viðhöfð, áður en þessi lög voru tilbúin.

Sveinbjörn Egilsson var mikill áhugamaður um íslenska farmennskuStýrimannaskóli hefir nú starfað hér á landi um 30 ára skeið og hefir útskrifað fjölda manna. Hann hefir verið endurbættur og fylgst með tímanum í einu og öllu og kennarar hafa verið ágætir, en eftir það að auðsjáanlegt er að landið fer að eignast milliferða- og vöruflutningsskip, hefir engum dottið i hug að til að stjórna þeim þurfi íslenska menn, með islensku stýrimannaprófi í það minsta eftir nýár 1918, en nú i júní 1917 vantar alla réttindi til að gerast skipstjórar á slíkum skipum, hvernig á að skilja það."Svo rekur Sveinbjörn Siglingarlögin  Og svo seinna í greininni:" Við erum að eignast skip þeim eiga að sigla íslenskir menn með islensku prófi, til þess að hafa rétt til skipstjómar verður að hafa siglt í tvö ár sem stýrimaður og á þvi er enginn byrjaður, nema þeir örfáu menn, sem eru bjá Eimskipafélaginu; hjá því fjölgar skipum og stýrimenn þeirra hafa máske ekki siglt nóg, þegar enn fleiri koma,hvað skal þá? Þá kemst undanþágan að, sem sumum þykir svo vænt um að sjá í öllum siglingalögum okkar. Eina ráðið er nú, sé nokkur alvara í öllu þessu, eigi íslenskir menn að sigla framvegis islenskum millilandaskipum, að eiga Eimskipafélagið að, til þess að við getum fullnægt kröfunnm. Það gæti haft yfirmannaefni á skipum sinum 2-3 unga menn með prófi, sem nytu tilsagnar og leiðbeininga yfirmannanna og væru þannig tilbúnir að komast að, fyrst sem aðrir stýrimenn þegar eitthvað losnaði og í hvert skifti, sem skip er keypt, losnar eitthvað" Tilv lýkur

Emil Nielsen fyrsti forstjóri Eimskipafélags Íslands
Það voru mikil átök um skipstjórastöður hjá Eimskipafélagi Íslands á árdögum þess félags. Í maí 1917 keypti Landsjóður þrjú skip es BORG es WILLEMOES es STERLING og voru þau sett "undir hatt" Eimskipafélags Íslands  Það mætti segja  að þessi átök hefjist öll upp úr strandi es GOÐAFOSS En það voru allavega að litlum hluta að séð deilur milli sjómannana sjálfra. Heldur tóku fréttablöðin með sinni fjöld af spekingum (eins og ávallt) sem tóku af þeim ómaki. Í ársbyrjun 1917 keypti Eimskipafélagið es PROFIT norsksmíðað danskt skip sem þeir gáfu nafnið LAGARFOSS.

es LAGARFOSS I


                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Skipstjóri var ráðinn Ingvar Þorsteinsson . Þaulreyndur skipstjórnar maður en að mati "bannmanna" talinn dálítið talinn fyrir sopan. Lítum aðeins í vikublaðið Austra þ 14 apríl 1917:" Eins og getið var um í símskeyti hér í blaðinu fyrir nokkru síðan, verður Ingvar Þorsteinsson skipstjóri á »Lagarfossi«. Hann stýrði strandferðabátnum »ísafold« og síðar »Kristjáni IX.« er Ásgeir Pétursson átti Bólað hefir á nokkurri óánægju Bólað hefir á nokkurri óánægju með skipstjóravalið á »Lagarfoss«.

Ingvar Þorsteinsson skipstjóri (1875-1949)Þykir mönnum, sem von er, það miklu skifta að vel sé vandað til valsins, og verður tilrætt um »Goðafoss«-æfintýrið í því sambandi.  »Austri« hefir ekki viljað leggja neitt til þess máls hingað til, en að fengnum upplýsingum þykir rétt að geta þess að val skipstjóra á skip Eimskipafélagsins fellur undir starfsvið útgerðarstjóra samkvæmt lögum félagsins. Enda eðlilegast, þar sem hér stendur svo á, að hann hefir sérþekkingu á að byggja. En ábyrgð verður hann að bera á vali sínu. Nýtur Nielsen trausts Einaskipafélagsstjórnarinnar í þessu efni sem öðrum. Hann hefir nú valið þann af þeim, sem kostur var á, er hann telur hæfastan. Um fáa var að velja, og sumir íslenskra skipstjóra t. d. Guðmundur Kristjánsson öfáanlegir.

Jón Erlendsson (1878-1967)Jón Erlendsson, yfirstýrimann á »Gullfoss«, vill Nielsen gera að góðum skipstjóra, en vill að hann sé enn um hríð stýrimaður. Jón hefir aflað sér álits flestra eða allra, sem hafa kynst honum, og myndi það mörgum kært að vita hann i skipstjórastöðu hjá Eimskipafélaginu. Ingvar Þorsteinsson er þekktur að dugnaði, en ekki hefir hann þótt reglumaður að sama skapi. En fullyrt er að skiptjórastaðan á Lagarfossi sé veitt honum með skilyrði um algerða reglusemi, og verður að treysta því, meðan ekki er önnur reynsla á fengin" Tilv.lýkur En þetta var aðeins byrjuninn Eimskipafélagið var með skip Landstjórnar í rekstri hjá sér

Es Borg

                                                                              Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur
Og þegar Júlíus Júlíníusson var ráðinn skipstjóri á es BORG fóru blöðin á fullt.Til að fá betri yfirsýn á það skulum við líta í Morgunblaðið þ 2 febr 1917:" Þegar eftir að Lagarfoss var keyptur, hafði »Politiken« tal af Nilsen framkvæmdastjóra, og spurði hann hvort Júlíus ætti að verða skipstjóri á hinu nýja skipi. Nei: svaraði Nielsen, hann skal aldrei nokkru sinni stýra skipi fyrir Eimskipafélag íslands. Sá skipstjóri, sem þvert ofan í lög og reglur bannar stýrimönnum sínum að nota gufupípuna, nema þvi að eins að láta sig vita áður, og sá skipstjóri, sem hvergi er hægt að finna í skipinu, má alls eigi stíga fæti í skip okkar. Nei, hinn nýi skipstjóri verður duglegur og áreiðanlegur og þaulkunnugur íslandsferðum frh

Lokað fyrir álit

04.08.2015 17:19

Berit

Þetta skipi sem einusinni hét Berit var leiguskip Hafskip.

Hér sem Berit


                                                                                        Úr safni Bjarna Halldórs
Skipið var smíðað hjá Finnboda Varf í Stockholm 1963 sem Berit Það mældist: 1599.0 ts 2500.0 dwt. Loa: 93.80 m brd: 13.80. m Það hefur gengið undir nokkrun nöfnum á ferlinum. M.a: 1987 LERIDA - 1988 OBERON - 1988 SCANWOOD - 1989 GINA II. Nafn sem það bar síðast undir fána :Malaysia En þetta segir í mínum gögnum um skipið nú
"No Longer updated by (LRF) IHSF (since 01/03/2010)"


Hér sem Berit

                      © söhistoriska museum se


                                                                                             © söhistoriska museum se


                                                                                                       © Hawkey01

Hér sem LERIDA

                                                                                                             © Peter William Robinson


                                                                                                             © Peter William Robinson

Hér sem Scanwood

                                                                                                                   ©.Kees Heemskerk
Lokað fyrir álit

03.08.2015 21:37

Skipin hans Ingvars

Ingvar Þorsteinsson varð þriðji fastráðni skipstjórinn Hjá Eimskipafélagi Íslands Hann byrjaði til sjós 1887 á fiskikútterum frá Reykjavík Og kring um 1805 fer hann í siglingar með dönum sem og margir ungir menn gerðu Hann ræðst á skonnortuna GEYSER

Ingvar Þorsteinsson skipstjóri (1875-1949)Síðan á skonnortuna VALDEMAR (engin mynd) og skonnortuna RAGNHILD. 1906 tekur hann" Den almindellige Styrmandseksamen" frá Navigationsskole í Bogö og "Den udvidede Styrmandseksamen" frá sama skóla 1909. Hann fer á es PONTOPPIDAN sem annar stm á milli prófa.

GEYSER

                                                                                                                     © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Síðan stm hjá Thorefélaginu í Kaupmannahöfn 1915 verður hann skipstjóri á es ÍSAFOLD sem Thor E Tuliníus átti og var í strandflutningum við Ísland Síðan skipstj. á es CHRISTIAN IX frá Akureyri í samskonar ferðum Það er svo 1917 sem hann tekur við skipstjórn á es  LAGARFOSS I 1917. Hún olli töluverðum blaðaskrifum ráðning Ingvars á LAGARFOSS I Hér er brot úr grein vikublaðinu "Austra" í maí 1917:

Skonnortan RAGNHILD í Suðurlöndum


                                                                                                                  © Handels- og Søfartsmuseets.dk


"Maður er nefndur Jónas frá Hriflu.Hann temur sér nú mjög um þessar mundir að skrifa um alla hluti, og vekja heldur skrílskenndar tilfinningar manna en hitt og auðvitað er hann æstur bannmaður, og ræðst nú síðast á Eimskipafélagsstjórnina og átelur hana fyrir að hafa ráðið herra Ingvar Þorsteinsson fyrir skipstjóra á »Lagarfossi«, af því hann sé ekki »reglumaður«.

PONTOPPIDAN


                                                                                                   © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Þetta orð »reglumaður« á víst að tákna það, að Ingvar sé ekki í vinbindindi; en nú mun enginn »reglumaður« á máli bannmanna, nema hann sé helst æstur bannmaður. Þessar árásir eru auðsjáanlega gerðar í þeim tilgangi, að sverta Ingvar og vekja óhug og vantraust á honum og stjórn Eimskipafélagsins og framkvæmdastjóra þess, hr. Nielsen, sem heflr ráðið Ingvar.

SKÁLHOLT

                                                                                                                                    © Handels- og Søfartsmuseets.dk

Eg þekki herra Ingvar skipstjóra ekki mikið persónulega, en það sem ég hefi kynnst honum og heyrst hefir um hann sem skipstjóra ber þess vitni, að hann sé duglegur, lipur og áræðinn sjómaður, og hafi stýrt skipum sínum með góðri reglu.

CHRISTIAN IX

                                                                                                 
© Handels- og Søfartsmuseets.dk

Og hver mun trúa þvi, að Nielsen framkvæmdastjóri hafi ráðið manninn, nema af því að hann þekkir hann að þeirri reglusemi, sem til starfans útheimtist.Engir nema æstir bannmenn munu trúa Jónasi betur en Nielsení þessu efni. Jónasi, sem mér þykir líklegt að beri ekkert skynbragð á sjómensku eða skipstjórnarstörf" Svo mörg voru þau orð í "Austra"Undir greinina ritar Sigurjón Jóhannsson Ritstjóri "Austra" 
Sig. Baldvinsson frá Stakkahlíð. ber nú samt blak af Jónasi í sama blaði Og gætu þessi skrif orðið að "yrkisefni" í aðra færslu

LAGARFOSS I við komuna til Reykjavíkur í fyrsta sinn 17 maí 1917


                                                                                                           Mynd úr mínum fórum © óþekktur


Er með hann til 1921 að hann tekur es WILLEMOSE Og er með hann til 1922 .Eftir það er hann skipstjóri á dönskum skipum,

WILLEMOES

                                                                                                                    ©Handels- og Søfartsmuseets dk

M.a á es GRIBSKOV, es NORLAND og ms STEADY Í stríðsbyrjun 1939 er hann með es PROGRESS og fl dönski skip fyrir Breta

STEADY

                                                                                                                    Mynd úr mínum fórum © óþekktur
1942 varð skip hans fyrir loftárás þar sem þar lá í enskri höfn Slasaðist Ingvar þar ílla og lá lengi á spítala og sigldi ekki meira í stríðinu Ingvar lenti þrisvar í sjávarháska út af stríðsátökum. Hann var heiðraður af bretum fyrir björgun og góða frankomu í stríðinu.

PROGRESS

                                                                                                                               ©Handels- og Søfartsmuseets dk

Eftir stríðið starfaði hann svo við leiðsögn amerískara skipa í Austursjónum. Svo maður tali viðskiftamál þá er einn af aðalbirgjum mínu hvað myndir varðar í lamasessi nú um stundir svo fleiri myndir fylga ekki þessari færslu en þær eiga kannske eftir að birtast


Lokað fyrir álit
  • 1
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221698
Samtals gestir: 579392
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:06:24
clockhere