06.08.2015 21:08

Skipstjórar í árdaga ísl .farmennsku II

Svo í Vísi 10 ágúst 1918 :" Þessi ummæli ( þau sem sáust hér í síðustu færslu) hafa löngum reynst vel í áróðrinum gegn Júlíusi, en greinarhöfundinn hefir ekki grunað það, að þau myndu reynast alveg ónýt í blaðagrein. En Nielsen lét sem sé jafnharðan birta yfirlýsingu, skýra og ótvíræða, um að hann hefði aldrei talað þessi orð. Ytirlýsing sú er á þessa ieið:"Undirritaður lýsir hér með yfir upp á æru og samvisku, að ég hefi aldrei nokkurn tima sagt við blaðið "Politiken" að Júlíus Júliniusson skipstjóri ætti aldrei framar að stjórna skipi hjá Eimskipafélagi íslands, og að ég hefi ekki heldur sagt neitt af hinu, sem tekið er upp í greininni. Út af grein sem kom i "Ekstrabladet", spurðist "Politiken" fyrir um. hvort Júlíus Júliníussou ætti að vera skipstjóri á' hinu nýja skipi félagsins, og sagði ég nei við því, og er blaðið spurði hvort honum yrði refsað meft nokkru, svaraði ég að honum yrði refsað með eins árs útilokun". Reykjavík 7. ágúst 1918. Emil Nielsen.Tilv lýkur Og í blaðinu Fréttum í ágúst 1918 segir m.a  "Þegar sjóprófinu var lokið hér i Reykjavik, og Júlíus Júliníusson spurði mig, hvort hann myndi fá skip aftur hér í félaginu, sagði ég honum, að honum myndi verða refsað með eins árs útilokun, og hið sarna sagði ég á stjórnarfundi, sem haldinn var rétt á eftir. Ástæðan fyrir því að ég bar ekki þegar í stað á móti ummælunum í »Poiitiken« var sú, að ég vildi láta mál þetta falla niður, vegna þess að alt of mikið hafði verið skrifað um þetta efni í útlend blöð til mikils ógagns fyrir siglingarnar hér í kringum landið.Undirritað  Emil Nielsen.Tilv lýkur. Þetta er nú tekið svona hipsum haps úr blöðum . Næsta mál er svo  skipstjóra skifti á WILLEMOSE Hér má lesa blog færslu um það  Sjá svo Vísir í mars 1918 "Villemoes" fór héðan í gærmorgun áleiðis til Noregs. Í þessari ferð verður skift um skipshöfn á skipinu og taka íslendingar viö því. Skipstjóri verður Þórólfur Bech, sem verið hefir stýrimaður á skipinu

WILLEMOES

                                                                            Mynd skönnuð úr gamalli bók © óþekktur

Lítum svo í blaðið Fréttir í ágúst 1918:" Svona var álit framkvæmdarstjóra Eimskipafélags íslands fyrir rúmu ári.( sjá ýmis innskot hér að ofan) En eftir liðugt hálft ár var hinn sami frkv.stj. Emil Nielsen, búinn að gera þenna sama fordæmda Júlíus að skipstjóra á einu landssjóðsskipinu, sem honum er trúað fyrir. Hafi Július verið svo illur, að hann mátti ekki einu sinni stíga fæti sínum á skip Eimskipafélagsins, hvernig getur hann þá orðið skipstjóri á skipum landssjóðs? Það væri annars nógu gaman að fá skýringu frkv.stj. á þessu atriði. í fyrra fékk Þórólfur Beck, frá Sómastöðum í Reyðarfirði, yfirstýrimannsstöðu á landssjóðs skipinu »Willemoes«. Maður þessi hefur danskt sjópróf, og er þaulæfður sjómaður, bæði sem háseti og stýrimaður. Fæddur sjómaður, eins og sagt er. Hefur aðallega verið á útlendum skipum og getið sér hvívetna góðan orðstir vetur, er »Willemoes« var fyrir norðan í hafisnum, er honum algerlega þakkað það, að menn og skip björguðust. Þykir slíkt jafnan ómetanlegt gagn unnið með öðrum þjóðum, hvernig sem það er metið með þjóð vorri nú. Þegar Steffensen, er skipstjóri var á »Willemoes«,(sjá ofangreinda blogfærslu) fór af skipinu, var skipstjórastaðan fengin Þórólfi Beck fororðslaust í hendur. En þegar hann kom hingað til Rvíkur 24. apríl, lá fyrir honum bréf frá E. Nielsen, þess efnis, að frkv.stj. skipar honum að skifta skipi við skipstjórann á »Borg«. Þessi skipun frkv.stj. mun hafa komið flatt upp á Þórólf. Hann mun hafa borið þetta undir verslunarráðið, og þvi ekki sýnst nein sérstök nauðsyn vera fyrir hendi að skifti þessi tækjust. En hvernig sem þetta var, fór Þórólfur ekki af »Willemoes«, sem kunnugt er. Aftur á móti sótti Júlíus skipstjóri það allfast að komast á »Willemoes«, og mátti ýmist sjá hylla undir hann uppi í stjóruarráði eða a tröppunum hjá vini sínum Eggert málaflutningsmanni. Loks eftir að »Willemoes« hafði blásið til brottferðar, daginn sem skipið fór var gerð að Þórólfi hörð hríð að fara af »Willemoes«, og þegar það ekki vanst, þá var honum stefnt upp á Eimskipafélags-skrifstofu að undirskriía þar eitthvert »dokument«, útbúið af einhverjum löglærðurm

Þórólfur BeckEftir að frkv.slj. E. Nielsen kom heim úr utanför sinni, kvað hann hafa sent Þórólfi Beck tilkynningu símleiðis um það, að hann sé settur af skipstjórastöðunni jafnskjótt og hann hefur skilað »Willemoes« að hafnarbakkanum. Að endingu leyfl eg mér að spyrja: Hvert stefnir réttlætis- og siðferðis-ábyrgð stjórnar Eimskipafélags íslands og framkvæmdarstjóra þess?.Undrritað S. P. S.

Júlíus Júníusson
Svo er það blaðið Frón 13 júlí 1918  "Svofelda skýrslu heflr framkvæmdarstjóri Eimskipafélagsins, sent oss út af grein vorri i síðasta blaði um þetta efni. Hr. ritstj. Grímúlfur H. Ólafsson, Reykjavík. Í heiðruðu blaði yðar, sem út kom þann 6. júlí síðastliðinn, hafið þér skrifað grein með yfirskriftinni: »Eimskipafélagið. Skipstjóraskifti á Villemoes«. Þar eð mér finst, að allmikils misskilnings verði vart viðast hvar í grein þessari, leyfi eg mér að gefa yður hér með upplýsingar um hið rétta í þessu efni.  Fyrst var danskur maður, Steffensen að nafni, skipstjóri á e. s. »Villemoes«, og átti hann að fara frá, sem allra fyrst, en það var i Kaupmannahöfn i síðustu ferð skipsins Þegar e. s. »Goðafoss« strandaði, ákvað ég að Júlíus Júlinusson skipstjóri, skyldi ekki fá skip hjá félaginu í 1 ár eftir strandið, og er það þyngsta refsing sem skipstjóri er dæmdur i, eftir skipbrot, ef honum hefir þá ekki yfirsést svo mikið, að honum sé alveg vikið frá félaginu.

Pétur Björnsson tók við es Borg eftir Júlíus


Þó að »Goðafoss«-strandið væri sárt tap fyrir landið, er ekki hægt að fyrirdæma manninn alla sína æfi fyrir það. Þegar skift var um skipstjóra á »Borg«, var Júlíusi Júlínussyni veitt skipstjórastaðan þar, vegna þess að hann var duglegasti og reyndasti skipstjórinn, sem vér áttum kost á, þá í svipinn, og var fáanlegur til þess að sigla til Englands, en kafbátahernaðurinn stóð þá sem hæst, og voru þær siglingar þvi mjög mikilli hættu bundnar. Fyrir fjölskyldumann,áleit eg að þetta vegaði fyllilega upp á móti þeim 3.1/2 mánuðum, sem var eftir af timanum, sem ég hafði áður ákveðið að hann skyldi ekki fá skip. Að þeim tima liðnum var Júlíus sá maður sem stóð næst Sigurði Péturssyrii og Ingvari Þorsteinssyni.Þegar  Þórólfur Beck stýrimaður sótti um stýrimannsstöðu á e.s. »Sterling« í júlí f. á., og lofaði ég honum þeirri stöðu. Þegar Jón Erlendsson skipstj. á »Villemoes« varð veikur, varð 1. stýrimaður, Steffensen, sem er danskur, skipstjóri, en Beck varð stýrimaður á »Villemoes« i staðinn fyrir á »Sterling«. Þegar Steifensen fór af skipinu í Kaupmannahöfn átti Beck að hafa á hendi skipstjórn
á leiðinni hingað upp, en það hefir aldrei verið ætlun mín, að hann ætti að halda áfram sem skipstjóri á »Villemoes«, af þvi að bæði stýrimaðurinn á e.s. »Gullfoss«, Pétur Björnsson, og stýrimaðurinn á »Lagarfoss«, Jón Eiríksson, stóðu nær þeirri stöðu en Þórólfur Beck, þar eð þeir hafa báðir verið lengur i félagsins þjónustu, og engin ástæða var til þess að ganga fram hjá þessum mönnum, sem alt af hafa gert skyldu sína

Gullfoss I                                                                                        © Handels- og Søfartsmuseets.d


Þegar Július Júlinusson, skipstjóri á »Borg«, átti að taka við skipstjórn á »Villemoes« og skipin mættust hér, bað eg Þórólf Beck bréflega um að taka við skipstjórn á »Borg«. Fór eg svo til Kaupmannahafnar, og eftir að ég var þangað kominn, fékk ég símskeyti um það, að hann þverneitaði því. Seinna tilkynnti Beck mér skriflega að hann hefði neitað að taka við skipsfjórn á »Borg«. Þá var skipið farið að sigla til Bergen í hverri ferð, og fara til Leith í herskipafylgd, svo að hættan var orðin miklu minni, sem og stríðsvátryggingariðgjaldið bar vott um, því það var nú orðið
þriðjungi minna en áður Ætlun min var sú, að Þórólfur Beck stýrimaður, yrði skipstjóri á »Borg« þangað til hún og »Gullfoss « mættust hér, og skifta svo við stýrimanninn á e.s. »Gullfoss«. En vegna neitunar Þórólfs Beck, kostar þessi skifting allmikið fé sem hefði annars sparast. Ef til vill neitar hann nú líka að taka við stýrimannsstöðunni á »Gullfoss« , þvi að hann virðist ætla, að skipstjórar og stýrimenn eigi sjálfir að ákveða hvaða skip þeir fái. Að endingu vil eg geta þess, að það er ég einn, sem samkvæmt samningi minum ræð skipshafnirnar á skipin, og að þess vegna má ekki álasa stjórn Eimskipafélagsins fyrir neitt þar að lútand Reykjavík, 8. júlí 1918. Virðingarfylst Emil Nielsen" Tilv.lýkur.

Jón Eríksson skipstjóri kemur hér við söguOg enn lítum við í dagbl Vísir nú þa 10 ágúst 1918:"Júlíus Júliníusson, sem áður var skipstióri á Goðafossi og siðar á Borg, er nu orðinn skipstjóri á Villemoes. En Þórólfur Beck, sem til bráðabirgða hafði verið falin skipstórn á Willemoes, verður fyrsti stýrimaður á Gullfossi. Hafði honum (Þ. B.) áður verið gefinn kostur á því, að verða skipstjóri á Borg, i stað Júliusar; það vildi hann ekki, en tók því aftur á móti mjög vel, að verða stýrimaður á Gullfossi. Það er kunnugt, að Júlíus Júliníusson hefir verið lagður mjög í einelti af ýmsum mönnum, og það áður en Goðafoss strandaði.

Þórólfur Beck varð svo skipstjóri á STERLING


                                                                                                     Mynd úr mínum fórum © óþekktur

En þó að ekki hafi tekist rétt vel fyrir þeim að koma aðalsökinni á Goðafoss-strandinu á hann, þá létti það þó mjög róðurinn gegn honum. Er þvi skiljanlegt, að mönnunum sárni,er þeÍr sjá svo fram á það, að allur róðurinn ætlar að verða árangurslaus, enda eru þeir farnir að spyrja sjálfa sig "hvar róður þessi eigi að enda" Þeir höfðu tiltölulega hljótt um sig, þegar Júlíus varð skipstjóri á Borg. Englandsferðirnar þóttu ekki neitt keppikefli um það leyti. Nú hefir hann farið einar 4-5 ferðir tir Englands og reynst, eins og áður, hinn ötulasti skipstjóri og getið sér ágætan orðstýr hjá undirmönnum sinum, sem allir bera honum hið besta orð. Þegar hann tók við skipinu, var það í megnustu óhirðu, og munu allir, sem um borð komu, hafa tekið eftir þvi, hver munur var þar á umgengni allri eftir að Júlíus tók við stjórninni. Emil Níelsen, framkvæmdarstióri Eimskipafélagsins, er manna kunnugastur skipstjórahæfileikum Júlíusar. Það eitt, að hann vill ekki láta bann gjalda Goðafossstrandsins um aldur og æfi, heldur veita honum uppreisn, með því að fela honum skipstjóm á Villemoes, ætti að nægja mönnum sem sönnun þess, að eitthvað sé í manninn varið.

Síðan á Esju I


                                                                                               Mynd úr mínum fórum © óþekktur

En svo er heift þessara manna til Júliusar mögnuð, að þó að öllum komi saman um, að Nielsen hafi að öllu leyti farist stjórn Eimskipafélagsins afbragðsvel úr hendi, þá er nú helst svo að sjá, sem nú eigi að fara að beina "róðrinum" gegn honum, af því að hann gerðist svo djarfur að veita Júlíusi skípstjórastöðuna á Villemoes".Tilv lýkur En eins allar góðar sögur hafa þessar "happy ending". Júlíus átti farsælan feril sem skipstjóri til 1940 Lengst af eða 14 ár á BRÚARFOSSI I Þórólfur Beck einnig farsælan feril sem stm og skipstjóri Lengst af á ESJU I sem hann sótti nýja 1923 og var með hana til 1929 að hann veiktist alvarlega  og lést upp úr því 3 júni 1929. Pétur Björnsson varð skipstjóri á es BORG eftir Júlíus. Hann átti farsælan skipstjóraferil þ.á.m á GOÐAFOSSI II í 12 ár. Jón Eríksson átti glæstan feril Hjá Eimskipafélaginu og var manna lengst með es LAGARFOSS I Eða í 11 ár. Jón Erlendsson átti ekki feril sem fastur skipstjóri en var yfirverkstjóri hjá Eimskipafélagi Íslands frá 1917-1945 Þetta er eins og ég sagði sitt úr hvorri áttinni. Og  ekki í neinni réttri röð.Og tilvitnarnar hafðar eftir mönnum með misjafna ásýnd á þessum málu..Ég tek enga afstöðu til þeirra. En mín von er að þessi skrif varpi örlitu ljósi á mál sem ofarlega voru á baugi þess tíma. Og virðist satt að sega vefjast enn fyrir mönnum


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 446
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 209
Gestir í gær: 58
Samtals flettingar: 3879593
Samtals gestir: 532622
Tölur uppfærðar: 1.6.2020 20:42:48
clockhere