Færslur: 2009 Október

27.10.2009 16:43

Helgafell III

Þetta er Helgafell III Þessar upplýsingar um skipið fékk ég frá góðum velunnara síðunnar Heiðari Kristinssyni fv skipstjóra hjá Samskip.:"
Þetta HELGAFELL nr.  3 í röðinni næst á eftir Mercandia skipinu með því nafni það hét áður ex BERNHARD  S og var leiguskip hjá Skipadeild Sambandsins í nokkurn tíma áður en að Skipadeildin keypti það og skráði undir íslenskan fána. árið 1988.  HELGAFELL  varð svo eign Samskipa við stofnun þess árið 1991 eins og önnur skip Skipdeildar Sambandsins og var svo selt úr landi 1996 Þetta Helgafell er það síðasta með því nafni sem hefur verið undir ísl. fána þau sem komið hafa síðan tvö held ég eru undir erlendum fána og að ég best veit í eigu erlendara aðila (þýskra banka) Varðandi Helgafell sem þú spyrð um get ég upplýst þig um eftirfarandi:

  • HELGAFELL    TFHB  sknr. 1967  / ex BERNHARD  S
  • Smíðað hjá H.BRAND SCGIFFSW.GMBH í Oldenborg / Þýskalandi 1978
  • mesta lengd  117, 38 m    lengd PP  110,91 m
  • breidd  17,83 m dýpt  10 m  djúprista á sumarmerkjum  held ég 8,8 m
  • Bt 4962  Brl. 2637,18  net 1874
  • Vélin MAK  4413 kW  sem er um 6000 hestöfl
  • Skipið var selt úr landi árið 1996
  • Ég þakka Heiðari kærlega fyrir upplýsigarnar Það má bæta við þetta að skipið fékk nafnið Lorcon Davo eftir að Samskip seldi það. Svo að myndinni Ég sé ekki betur en á neðri myndinni sjáist í afturendan á Stuðlafossi III ex Hofsjökull II. Myndinar tók Torfi Haraldsson sem einng tók myndina af Langjökli. Ég þakka Heiðari fyrir upplýsingarnar og Torfa myndirnar
                                                                                              © Torfi Haraldsson© Tor                                                                                          © Torfi Haraldsson
Lokað fyrir álit

26.10.2009 19:00

Langjökull

Hérna er Langjökull að lesta freðfisk hér í Eyjum kring um 1960. Skipið var smíðað í Aarhus DY í Århus Danmörk.1959.Fyrir Jökla h/f Reykjavík1987 ts.2000 dwt. Loa 87,9 m.brd. 12.6.m Seldur til N-Kóreu 1967 og hlaut nafnið Mag 1 1967 fær skipið nafnið Poong De San.1995 La Pal San. Það var svo rifið 2006. Bak við Langjökul má sjá SÍS skipið Helgafell

Lokað fyrir álit

24.10.2009 18:20

Brúin sigld af

Svona getur farið ef menn eru ekki með sambandið á hreinu og skilja jafnvel ekki hvorn annan

http://www.youtube.com/watch?v=NL6Bjk0-W5U
Lokað fyrir álit

24.10.2009 12:51

Wilson Aberdeen

Þetta skip er að losa salt hér í Eyjum í dag. Menn verða að fyrirgefa ljósmyndaranum (forsvarsmanni síðunnar) sem er langt frá því að kunna á myndavél þó hann sé að párast þetta  Það er eiginlega skemmd á þessum myndum því útlit og ástand Wilsoskipana er slík að unun er að. Þarna held ég (án þess þó að vita það) að dugnaðarforkurinn og snyrtimennið Guðmundur Ásgeirson komi eitthvað að málum .En hann er að ég held stór hluthafi í Wilson. Guðmundur eða ekki Guðmundur þá er útgerð þessara skipa til algerar fyrirmyndar.Þetta skip Wilson .Aberdeen er byggt hjá Slovenska Lodenic AS Komarno Slovania 2009.  2451 t, 3574 dwt..Loa 88.30,m brd 12.40.Flagg:Malta

Lokað fyrir álit

22.10.2009 20:15

Teistin

Strandferðaskip í Færeyjum. Skipið er byggt hjá Skála Skipasmiðju í Skála Færeyjum.2001. 1260 ts. Loa 45.00.m.brd.12.50 m Farþegafj:288.Siglir á svokallaðri Sandoyarleið. Þ.e.a.s Þórshöfn Skopun Gamlarætt.Eigandi myndar Torfi Haraldsson

Lokað fyrir álit

22.10.2009 19:38

Ritan


Strandferðaskip í Færeyjum. Byggt í Monnickennda Hollandi 1971.80 ts Loa 22,05.m. brd 6,90.m Siglir á svokallaðri Nólsoyarleið.þ.e.a.s Þórshöfn til Nólseyjar Eigandi myndar Torfi Haraldsson 
  

Lokað fyrir álit

22.10.2009 19:12

Smyril

Skipið er í áætlunarferðum á svokallaðri Suðuroyarleið í Færeyjum þ.e.a.s Frá Þórshöfn til Suðureyjar.Það var byggt í San Fernando Spáni 2005  Brt 12.320 gt Loa 135 m brd 22.7.m Farþegafj.800 / 975 Eigandi myndar Torfi Haraldsson.

Lokað fyrir álit

21.10.2009 12:46

Axel

Skipið sem er kæliskip smíðað hjá Örskov Christensens í Frederikshavn Danmörk. Hlaut nafnið Greenlands Saga 2469 ts 3200 dwt. Loa 87.1 m. brd 14.6 m 2007 kaupa íslenslir aðilar skipið og skíra Axel
 

Lokað fyrir álit

20.10.2009 22:03

Silver Cape

Þessa mynd af Silver Cape sem tekin var um daginn á Reyðarfirði sendi vinur minn Sigmar Þór Sveinbjörnsson mér. Skipið sem er kæliskip var smíðað hjá Shanghai Sy Shanghai Kína 1990.Fékk nafnið Cape Finisterre, Það er 6421 ts 6807 dwt. Loa 120,5 m. Brd 18,6. 2006 er nafni breytt í Silver Cape.

Lokað fyrir álit

20.10.2009 19:55

Akraborg I (hjá Skallagrími)

Mitt gamla skip Akraborg.Á efstu myndinni er hún komin í þjónustu Breta Skipið smíðað í hjá H.C Christensen í Marstal Danmörk 1956.   358 ts Loa:43.12.m, brd 8.10.m. Farþegafj: 200.Var fyrst í áætlunarferðum  Rvík - Akran.- Borgarnes.1966 hættu Borgarnesferðirnar. Skipið var selt til Englands 1974. Frekari sögu af skipinu kann ég ekki en það mun hafa endað ævina? í Ísrael


Lokað fyrir álit

19.10.2009 23:01

Brúarfoss III


Brúarfoss III
Byggður hjá Paul Lindenau í Kiel 1978 fyrir A. Merzario á Ítalíu.13478 ts 12294 dwt, Loa:173.m brd 21,7.m.1sta nafn Merzario Persia.1986 nafni breitt í Persia. 1988 kaupir Eimskip skipið og skírir Brúarfoss. Eimskip selur skipið 1996 og fær það nafnið Vega. 1998 fær skipið nafnið Amandine og 2003 nafnið Amanda. Frekari saga mér ókunn. Skipið var um skeið stærsta skip undir íslensku flaggi.

Lokað fyrir álit

19.10.2009 22:47

Drottningin

Drottningin
 aftur og ég sé ekki betur en gamla Sæbjörg (Sú sem Siggi Þorsteins keypti ) liggi fyrir aftan hana

Lokað fyrir álit

19.10.2009 22:24

Dronning Alexandrine


                                         Dronning Alexanrine
Drottningin var aðal keppinautur Gullfoss í Danmerkursiglingum. Ef ég er ekki að bulla þess meir var hún í Reykjavík í þeirri viku sem Gullfoss var ekki. Skipið var byggt Hjá Helsingörs Jernskibs og Maskinbyggeri 1927 fyrir DFDS A/S í Kaupmannahöfn.Skipið var 1854 ts.1495 dwt Loa 80.5 m brd 11.9 Farþegafj 153. Byrjaði Íslands og Færeyjasiglingar í júni 1927.10-01-1931 strandaði skipið við Höganäs. Dregin af strandstað sama dag.Og hóf aftur Íslandferðir eftir viðgerð. Því var lagt 01-11-1939 í Kaupmannahöfn vegna styrjaldarátaka.19-06-1944 tók Þýski sjóherinn skipið í sína þjónustu og skírði það Alex.Notaði það sem bækistöð sjóhersins m.a í Stettin.Í janúar 1945 fær skipið nafnið Lome.og er notað sem skotskýfa við tundurskeytaæfingar.06-08-1945 yfirtekur DFDS skipið aftur og setur það í dokk í Helsingörs Varv til viðgerðar Og síðast á árinu 1945 byrjar skipið aftur á sinni gömlu rútu.Sem hún svo þjónaði í næstu 20 ár. Eða til 03-03-1965 að hún kom úr sinni síðustu ferð eftir að hafa verið í Íslandsferðum í 32 ár samanlagt.Hún var dregin út frá Kaupmannahöfn 31-05-1965 til Hamborgar þar sem hún í framhaldinu var rifin. Manni fannst það sjónarsviftir að missa Drottninguna alveg úr hafnarmyndinni í Reykjavík.Svo var stundum falur bjór hjá þeim dönsku.Ég birti mynd af skipinu um daginn en þá hafði ég ekki vit á að rétta myndina. En á myndinni þannig,var eins og skipið væri á leið upp í himininn. Svona er myndin mun betri

Lokað fyrir álit

18.10.2009 15:15

Helgafell I (hjá SÍS)

                                                                    Helgafell I
Byggt fyrir SÍS (þarna er það sama upp á teningnum Ríkissjóður Ísl, talin eigandi í sumum gögnum, Gæti verið út af ríkisábyrgð á lánum.Ekki veit ég,) 1954 í Oskarshamns Varv. Oskarshamn Svíþjóð.2194 ts 3250 dwt. Loa;88.2 Brd 12.4.SÍS selur skipið 1979 og fær það nafnið  Susan. Skráður kaupandi Mouhahal Sg Co 1982 er skipið selt og fær nafnið Laurence( í sumum gögnum Lawrence) Skráður kaupandi Navimpex. 31-03-1982 brennur skipið í Constanta.Það er svo rifið í Indlandi í nóv, 1988


Lokað fyrir álit

18.10.2009 14:40

Arnarfell I


Skipið var byggt fyrir SÍS (í sumum gögnum er Ríkissjóður Íslands skráður sem eigandi allavega við byggingu. Gaman að fá að vita ef einhver vissi ástæðuna fyrir því,) 1949 í Sölvesborg Varv Sölvesborg Svíþjóð.Það var 1381 ts 2300 dwt. Loa:88.8 m. brd 12,4 m.. SÍS selur skipið 1973 og fær það þá nafnið:Alexia. Skráður kaupandi A.d´Adda & son.1979 er skipið selt og fær nafnið Elafric. Skráður kaupandi Elafric Sg.& Tdg Co.. Skipið var rifið í des. 1983 Mér hefur alltaf þótt Arnarfell I fallegra skip en Helgafell I þótt það hafi verið nýrra og byggt eftir svipaðri teikningu, Fanst hvalbakurinn óprýða Helgafellið. Hvort það skip var svo meira sjóskip vegna þes veit ég ekki,

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221619
Samtals gestir: 579379
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:29:26
clockhere