Fragtskip Óla Ragg
Gamlar og nýjar myndir af flutningaskipum og öðrum skipum.


Færslur: 2009 Október

02.10.2009 20:46

Esja II

Þ 2 desember 2012 voru fimmtíu ár síðan að m/s Esja strandaði við Gása í Eyjafirði Skipið fór frá Akureyri á miðnætti aðfaranótt sunnudags 2 des 1962  og hafði siglt um hálfa klukkustund, þegar það rakst upp á sand- og malarrif rétt utan við Dagverðareyri, milli eyrarinnar og Gása, sunnan undir Hellulandi. Hlýtur skipið þá um stund að hafa verið utan við rétta siglingaleið, eftir frásögn kunnugra. Strandið varð í mesta blíðskaparveðri, á háflóði og í allsæmilegri birtu. Lítill farmur var í skipinu og fáir farþegar, um tíu talsins. Áhöfnin var 38 manns.

Baksíða Moggans 4 des 1963 af skipinu á strandstað
Þegar ljóst var, að skipið var fast á rifinu, var farið að reyna að ná því út með eigin vélarafli, en án nokkurs árangurs, og var þó létt á skipinu með því að láta streyma úr geymum. Þar sem skipið stóð rétt á rifinu, og ekkert var að veðri, var ákveðið að bíða morguns og flytja farþega ekki í land. Sváfu þeir vært um nóttina og höfðu sumir á orði daginn eftir, að þarna hefðu þeir átt beztu nótt sína á sjóUm tíma stóð til að fá skipið Sandey frá Björgun hf. norður, til þess að soga sand og möl undan
kilinum og freista þess á þann hátt að losa skipið af grunni. Hefði það verið í fyrsta skipti, sem reynt er að bjarga skipi á þann hátt hér við land. Ekki varð þó af því heldur kom olíuflutningaskipið Stapafell til hjálpar á háflæði um eitteytið aðfara nótt mánudags. Voru settir vírar milli Esju og Stapafells, sem varpað hafði báðum akkerum.

Stapafell dró Esju á flot

                                                                                úr safni Samskipa © ókunnur

Tók Stapafell síðan í af fullu vélarafli (um 1200 hestöfl) og með þilfarsvindum sínum, en auk þess var Esja knúin af fullum krafti. Tókst þá að kippa henni á flot eftir röskan hálftíma..Eftir skoðun á Akureyri var skipinu siglt til Reykjavík En 15 botnplötur voru skemmdar Ekki ætla ég að fara nánar út í ástæðu þessa strands En miskilnigur og eða misheyrn áttu víst sinn þátt í því Og síðan 26 des lagði skipið af stað til Ålaborgar til viðgerðar. En mannekla hjá vélsmiðjum hérlendis olli því að skipið var sent erlendist til viðgerðar Skipið kom svo heim frá Ålborg 28 jan 1963 Svo eru  50 ár í dag frá því að talað var við  minn gamla góða yfirmaður Sverrir Guðvarðarson í tilefni af heimsiglingunni en Sverrir var þá fyrsti stm Esju


Viðtalið við Sverri.En í sambandi við umfjöllunina um flugvélina. þá var það gömul F89 orustuvél sem Varnarliðið var að gefa Slökkvuliðinu á Reykjavíkurflugvelli til æfinga. En sem sat svo föst við Sigtún í Garðabæ um tíma milli tveggja staura. Þurfti að skrúfa hluta af vængjunum af svo flugvélin kæmist leiðar sinnar

Esja II á kunnuglegum slóðum                                                                                       Mynd úr safni Tryggva Sig


Flettingar í dag: 840
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 706
Gestir í gær: 99
Samtals flettingar: 3457225
Samtals gestir: 481546
Tölur uppfærðar: 14.12.2018 16:29:32


Fragtskip Óla Ragg

Nafn:

Ólafur Ragnarsson

Farsími:

8674756

Afmælisdagur:

29-08-1938

Heimilisfang:

Eyjahraun 5. 900 Vestmannaeyjum

Heimasími:

4812209

Önnur vefsíða:

solir.blog.is

Um:

Er fæddur 1938 á Höfuðdaginn (29/8) Byrjaði ungur til sjós tæplega 15 ára 1953,Þvældist gegn um Stýrimannaskólann 1st 1963 fiskimannapróf síðan 1980 farmannapróf Starfaði síðan sem stm og skipstj á íslenskum og erlendum farskipum.

Tenglar

Leitarbox

aðeins leita á fragtskip.123.is

clockhere