Færslur: 2010 Október

31.10.2010 14:37

Lublin og fl

Ég birti um daginn mynd af Lagarfossi í Reykjavíkurhöfn. Nú mig langaði að vita eitthvað um skipið sem var hinumegin á myndinni. Og nú hef ég þær upplýsingar  En  skipið var um tíma leiguskip Eimskipafélagsins og hét Lublin Það var byggt 1932 hjá Helsingør Værft  í Helsingør Danmörk fyrir Pólska aðila "Polish British Steamship Co. Ltd" Það mældist: 1035.0 ts 1409.0 dwt. Loa: 80.60 m brd: 12.0 m.196 2 tekur pólski herinn skipið yfir og fær það nafnið: M-ZP- DDY- 1 Og þeir nota  það sem geymslu. Það var svo rifið 1980 í Gdansk Eimskipafélag Íslands hafði skipið sem  sagt  á "timecharter" strax eftir WW2. Það skýrir veru skipsins í Reykjavík 


©Tóti í Berjanesi


 Svo nokkrit gamlir sem komu hér við siglingasögu

Anna BorgELISABETH HOLWERDA ex Anna BorgBellatrix seinna VestriÞessi var færeyskur en bar beinin hér (Ólafsfirði)
Hólmur

Lokað fyrir álit

29.10.2010 23:12

Banan

Hér er annar gullmoli ættaður frá Tóta í Berjanesi. Þetta mun vera Banan frá Bodö Skipið var smíðað hjá Nylands Værksted,  Kristianiu (Oslo)  1913 Sem Banan fyrir A/S Ocean  Kristianiu,. Það mældist: 1624.0 ts  1900.0 dwt. Loa: 76.20 m. brd: 10,60 m 1925 er heimahöfn breitt frá Kristianíu til Oslo. 1934 er skipið selt ? Central Steamships & co Charleston S.C USA og fær nafnið Edward M. Raphel 1935 kemur það aftur til Noregs (Oslo) og fær fyrra nafn Banan. Það er selt innanlands í Noregi ( til Bodö) en heldur nafni  1940 til stríðsloka er það í þýskri þjónustu.Selt til Ítalíu 1952 og fær nafnið Ermina Það var svo rifið í Savona 1954

Myndin af Banan í Reykjavíkurhöfn  er tekin í júlí 1947 Skipið er með fánan í hálfa stöng. En 7 þess mánaðar drukknaði einn skipverja af skipinu í höfninni, En Gunnar Guðjónsson var með skipið á leigu í flutningum til og frá landinu og í síldarflutningum í Hvalfjarðarsíldinni 1947

Banan


Banan á siglingu


©Sjohistorie.no

Lokað fyrir álit

29.10.2010 17:20

Eldgamlir og nýrri


Hérna er nokkrir "gullmolar" sem eru komnar fráTóta í Berjanesi og sem ég fékk "lánaðar" af Heimaslóð

Lagarfoss I

Reykjanes Skip Jóns OddsonarSalmon Knot Systurkip Tröllafoss sem Eimskipafélag Íslands hafði á leigu strax eftir WW2 Og sem kom mikið við sögu í Hvalfjarðarsíldinni 1949 Það var smíðað  hjá Froemming Sy í Milwaukee USA 1945, Það mældist  3805.0 ts 5032.0 dwt. Loa: 103.20 m  brd: 15.20 m Það var rifið í Bilbao 1970Lokað fyrir álit

27.10.2010 20:38

Gamlir,góðir og sterkir

Hofsjökull


Sama skip  sem Stuðlafoss
MælifellGlaciar Azuk seinna MávurMávurPhonicia seinna Ísborg IIMerc America seinna ÁlafossÚðafoss


Nordkynfrost seinna Bæjarfoss
Lokað fyrir álit

26.10.2010 19:11

Wiebke

Skipið sem kom með "kínabátana" heitir Wiebke  Það var byggt hjá Sietas SY Neuenfelde í Þýskalandi 2000 sem Wiebke  og fékk Antigua & Barbuda. Það mældist 8397.0 ts 9531.0 dwt. Loa: 151.70 m brd: 21.10 m ©Jens Boldt
©Jens Boldt©Arne Jürgens

Lokað fyrir álit

26.10.2010 17:37

Gamlir, góðir og sterkir

Hér eru gamlir horfnir "félagar"

Fjallfoss


RangáSelá


Skógafoss

Lokað fyrir álit

24.10.2010 17:51

Óvenjulegir "dallar"

Þetta skip heitir Paula. Það var byggt hjá Sietas SY Neuenfelde Þýskalandi 2000 sem Paula fyrir þarlenda aðila. Það mældist 8397.0 ts 8967.0 dwt Loa: 151.60.m brd: 21.20,m. Skipið veifar fána Antigua & Barbuda


©Hannes van Rijn©Hannes van Rijn

Síðan er það skip sem í dag heitir Calamity Jane. Það var byggt í Hollming SY Rauma Finnlandi 1978 fyrit rússneskan reikning sem Stakhanovets Yermolenko Tegund af skipi::Roro dock ship, heavy load. Það mældist: 4026.0 ts 5717,0 dwt. Loa: 139.40.m  brd: 20.30,m. 1999 er skipinu breytt í "cable-layer" 2005 er skipinu aftur breitt nú í "pipe-carrying trenching support vessel" Skipið hefur borið eftirfarandi nöfn: 1998 TYCO PROVIDER -2003 PROVIDER 1 - 2005 CALAMITY JANE nafn sem það ber í dag undir Panamafána


©Hannes van Rijn©Hannes van Rijn
Lokað fyrir álit

23.10.2010 14:24

Skandia

Þetta skip hefur komið við sögu hér á landi og mun kannske koma hingað aftur. En þetta er skip sem ég held að Gámafélagið eigi úti í Danmörk


Lokað fyrir álit

21.10.2010 17:17

Borgarnesskip og -stjórar

Æskufélagi og vinur Sigvaldi Arason sendi mér þessar myndir sem sýna þann skipkost sem Borgnesingar áttu á sínum tíma. Sigvaldi hefur verið duglegur að koma þessum skipum ja hvað á ég að segja ,í tré. En fyrir tilstilli hans og fl góðra manna hefur líkanasmiðurinn og fv skipstjórinn Grímur Karlsson hefur smíðað líkan af skipunum. Ég setti nú inn blogg í fyrra um skip sem héldu uppi áætlunarferðum í Borgarnes á sínum tíma og litlu við það að bæta hvað þá varðar. En hér er slóðin á það blogg

http://fragtskip.123.is/blog/record/419733/

Hér eru fjórir skipstjórar en þrír af þeim  eiga það sameiginlegt að vera Borgnesingar og hafa verið skipstjórar á kaupskipum. Frá vinstri Grímur Karlsson skipstj. og líkanasmiður, Síðan Gunnar Ólafsson fv skipst. á Hvítá, Eldborg og Akraborg. Gunnar var ötull síldarmaður eins og faðir hans Ólafur sem ávallt var kenndur við skip sitt Eldborg. Síðan er það Jón Þór Karlsson fv skipstj hjá Eimskip m.a á Ljósafossi og Goðafossi. Síðan Jón Daníelsson fv skipstj hjá SÍS m.a á Jökulfelli, Arnarfelli og Hvassafelli. Nú er ég kannske af leti(nenni ekki að hringja til að kynna mér það) að bulla eitthvað en ég held að Jón sé sá eini af þessum mönnum sem var á LaxfossiÞarna  er Jón Þór Karlsson fv skipst. við Þór I en Jón var um tíma stm hjá Gæslunni, Ég var eitthvað að bulla um Suðurland en það var misminni hjá mér. Svo Laxfoss Frá v Grímur; Jón Dan Gunnar og Jón þór


Grímur og LaxfossNæst er það Eldborg Gunnar og Grímur við líkaniðGunnar virðist ánægður með gamla skipið sitt
 Bassaskýlið með öllum græjumEn svo voru tvö skip sem Borgnesingar létu smíða fyrir sig, Fyrst var það m/b Hafborg MB 76 smíðuð á Akureyri 1944. Fyrsti skipstjóri á henni var Kristján Pétursson. Skipið var selt úr Borgarnesi 1952. Það endaði ævi sína í Keflavíkurhöfn ??? 1973. Hér eru þeir Grímur Karls tv og Gunnar Ólafsson fv skipstjóri við líkanið af Hafborg
Gunnar "hugsi" yfir Hafborginni

  

Svo var það Hvítá MB 8 byggð í Svíþjóð 1946. Fyrsti skipstjóri á Hvítá Var fyrrnefndur Gunnar Ólafsson. Og aftur nú er ég kannske að bulla en ég held að Gunnar á Hvítá hafi verið fyrstur til að prófa að veiða síld í troll. Mig mimnnir að sú tilraun hafi verið gerð í Hvalfirði á sínum tíma. Hvítá var seld 1955 og varð svo tekin af skrá 1970

Hvítá MB 8Að lokum er hér mynd af Jóni Þór við líkan af v/s Guðrúnu Gísladóttir sem var smíðuðuð í Kína og kom til heimahafnar í Keflavík í september 2001 eftir 37 sólarhringa siglingu frá Kína Um níu mánuðum eftir að það kom nýtt til landsins, steytti það á skeri í Noregi og sökk. En Jón Þór sigldi skipinu heim frá Kína. Líkanið mun vera kínverskt en vera til sýnis í Duushúsi
Lokað fyrir álit

20.10.2010 20:32

Hvaða skip???

Hvað geta menn sagt mér um þetta skip ?. Það var í íslenskri eigu og  sigldi undir íslensku flaggi. Það var engin von að menn geti upp á þessu skipi, En það hét Haukur og var smíðað hjá A.F.Theriault skipasmíðastöðinni við Meteghan fljót í Nova Scotia 1945. Íslenskir eigendur  sem voru Baldur h/f og Haukur h/f á Reykjafirði á Ströndum keyptu skipið, meðan það var enn í smíðum. Haraldur Ólafsson þ v stýrimaður á es Fjallfossi seinna skipstjóri m.a. á Lagarfossi sigldi skipinu heim. Það kom til landsins 17 júni 1945. Skipið var bygt úr eik (bönd) og furu (byrðingur) Það mældist 442.0 ts 700,0 dwt. Eftir að skipið kom til Íslands tók Lárus Blöndal við skipstjórn. Skipið var á svo á heimleið frá Englandi úr sinni fyrstu ferð með 620 ts af sementi til J Þorláksson & Norðmann. Þegar það var statt 90 sml SV af Færeyjum kom að því óstöðvandi leki og það sökk. Stuttur ferill það.
.

Lokað fyrir álit

19.10.2010 23:16

Hvaða skip var þetta?

Þetta skip kom allmikið við sögu í íslenskri kaupskipasögu um miðbik síðustu aldar Hvaða skip var þetta???

Lokað fyrir álit

12.10.2010 19:09

Enn og aftur

Enn og aftur eru skip að rekast saman  nú voru það "federskipið" Jork Ranger Kýpurflagg og tankskipið  Mindoro  Grískur fáni. Og áreksturinn varð út af Scheveningen. Federskipið var á leið til Rotterdam en hinn til Scheveningen Anchorage. Tankskipið sem var hlaðið flugvélabensíni skemmdist á bb síðu fékk 6 m rifu niður undir sjólínu. Eitthvað af farminum lak úr skipinu en áhöfninni tókst að dæla milli tanka svo að lekinn stoppaði En bensínið gufar fljótt upp svo ekkert mengunarslys er í uppsiglingu. Engan mann sakaði við áreksturinn
.
Jork Ranger var smíðað hjá Damen Galati SY Galati Rúmeníu 2005 sem Smaland. Kýpurflagg. Það mældist: 7852.0 ts 9322.0 dwt. Loa: 140.60.m brd: 21.80, m. Það hefur gengið undir nokkrum nöfnum:
2007  Jork Ranger.  2008  Eucon Progress 2009 Jork Ranger nafn sem það ber í dag undir fána Kýpur
Hér sjást skemmdirnar á Jork Ranger
Hitt skipið,Mindoro var byggt hjá Shanghai Waigaoqiao SY í Shanghai Kína 2005,Fyrir gríska aðila. Það mældist 58418.0 ts 106850.0 dwt Loa: 243.80 m brd: 42.0 m

 
Hér sjást skemmdirnar á Mindor
  

 

 

Lokað fyrir álit

11.10.2010 21:26

Íslendingar erlendis

Íslensk skip koma nú sennilega ekki til að vekja mikla athygli erlendis, Og örugglega ekki fyrir hve stór þau eru. Hér er Helgafellið i Hollandi

@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn
@Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

09.10.2010 03:05

Litli og stóri

Þessi risi var byggður hjá Hyundai Samho SY í Samho S- Kóreu 2006 sem E.R. Toulouse .Líberíuflagg. Skipið mældist: 91649.0 ts  100800.0 dwt. Loa: 335.0 m brd: 42.80,m Strax 2006 fær það nafnið CGM Don Carlos Ætli dráttarbáturinn sé ekki svipaður "Lóðsinum" að stærð. Karlarnir sjást þarna örsmáir framm á

@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

08.10.2010 22:45

Árekstur

Enn og aftur eru skip að rekast saman á hafinu. Í gærmorgun (08-10)KL 0900 utc varð árekstur tveggja skipa 50 sml SV frá Ouessant..Það sem ég skil ekki alveg er að bæði voru á leið til hafna í Hollandi annar til Rotterdam en hinn Amsterdam. Og ég hélt (það getur nú verið misminni) að þarna séu þeir komnir í trafficserparatzoninn út af Ouessant.. Þegar ég var að þvælast þarna minnir mig að hann hafi náð 35 mílur út. Og um það leiti sem ég hætti voru þeir ábyggilega að víkka hann út. En hvað um það annað skipið sökk  YM Uranus Tankskip Smíðað hjá Marmara SY í Yarimca Tyrklandi 2008 Maltaflagg. Það mældist 4848.0 ts 6970.0 dwt. Loa: 119.60 m. brd: 16,90 m


@ Jose Miralles@ French Navy@ French Navy


@ French Navy,


@ French Navy

@ French Navy

Hitt skipið var Hanjin Rizhao Byggt hjá Hyundai Samho Heavy Industries  í  Incheon S- Kóreu 2010 Fyrir þarlenda aðila Það mældist 93152,0 ts 179420.0 dwt.. Loa: 292.0 m Brd: 45.0 m Skipið siglir undir Panama fánaLokað fyrir álit
Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221619
Samtals gestir: 579379
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:29:26
clockhere