20.10.2010 20:32

Hvaða skip???

Hvað geta menn sagt mér um þetta skip ?. Það var í íslenskri eigu og  sigldi undir íslensku flaggi. Það var engin von að menn geti upp á þessu skipi, En það hét Haukur og var smíðað hjá A.F.Theriault skipasmíðastöðinni við Meteghan fljót í Nova Scotia 1945. Íslenskir eigendur  sem voru Baldur h/f og Haukur h/f á Reykjafirði á Ströndum keyptu skipið, meðan það var enn í smíðum. Haraldur Ólafsson þ v stýrimaður á es Fjallfossi seinna skipstjóri m.a. á Lagarfossi sigldi skipinu heim. Það kom til landsins 17 júni 1945. Skipið var bygt úr eik (bönd) og furu (byrðingur) Það mældist 442.0 ts 700,0 dwt. Eftir að skipið kom til Íslands tók Lárus Blöndal við skipstjórn. Skipið var á svo á heimleið frá Englandi úr sinni fyrstu ferð með 620 ts af sementi til J Þorláksson & Norðmann. Þegar það var statt 90 sml SV af Færeyjum kom að því óstöðvandi leki og það sökk. Stuttur ferill það.
.

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 126
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635243
Samtals gestir: 504767
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 02:11:37
clockhere