Færslur: 2010 Ágúst

31.08.2010 20:24

Samba, Mambo

Hér eru skemmtilegar myndir af gömlum kunninga. Ég taldi mig vita að 3 af þessum systurskipum hefði verið nefnd eftir dönsum Rumba, Mambo Samba. En Samba og mambo var sama skipið Seinna varð svo Samba / Mambo að Hvalvík. Skipið var byggt hjá Neptun VEB í Rostock, A- Þýskalandi 1970 sem Samba fyrir V-Þýska aðila. 1972 fær skipið nafnið Mambo. 1975 kaupa Víkur h/f (Finbogi Kjeld) í Reykjavík skipið og skíra Hvalvík. 1988 kaupir Nesskip Seltjarnarnesi skipið og skíra Hvalnes 1993 fær skipið nafnið Linz 2005 Capt Ivan og 2010 Lian J

Hér sem Samba

Hér sem Mambo

Hér sem Linz

Lokað fyrir álit

28.08.2010 19:15

Reykjafoss II og III

Hér eru þeir nafnar Reykjafoss II og III . Mér fannst alltaf sá nr II snoturt skip. En svo fannst mér einhvernvegin yfirbyggingin á nr III ekki vera nein prýði en skrokkurinn OK Skyggni yfir brúarglugga hefðu kannske breytt. Skipin hafa fengið sinn skamt hér á síðunni@óþekktur@hawskey100


@ photoship@hawkey100

 
@ photoship

@ photoship

Lokað fyrir álit

27.08.2010 16:32

Gamall kunningi

Þetta skip var smíðað sem  Mare Altum 1961 hjá PFTF Groningen Noord Nederlandse Scheepswerf Fyrir hollenska aðila. Það mældist 499.0 ts. 1140 dwt. Loa: 69.08. m brd: 10,27.m. Skipið var selt innanlands í Hollandi 1965 og fær nafnið Mickey Smits . Selt til Danmörk 1971 og fær nafnið Thomas Bjerco. Skipið strandar á Eyjafjallasandi rétt fyrir V Holtsós þ. 16 mars 1973. 1 skipverji fórst. Eitthvað minnir mig að talað hafi verið um ölvun í þessu sambandi. Hvað um það Jón Franklín keypti skipið eftir að því hafði verið náð aftur á flot og skírði Norðra. Jón seldi skipið svo 1976, ítölum og fær það nafnið Maria Scotti. 1979 nafnið Alida Terza. Slóðin sem ég hef endar 1999  .

 

Lokað fyrir álit

26.08.2010 21:09

Stórir í brælu

Þessir stóru geta lent í "bræluskít" eins og gengur og þá getur farið hálf illa eins og sést á myndunum hér að neðan. En þetta skip var byggt hjá Howaldtswerke- DW í Kiel Þýskalandi sem APL China fyrir aðila í USA (Marshall Island flagg) 1995 Það mældist 64502.0 ts 66520.0 dwt. Loa: 276.30 m brd: 40.00 m
Myndirnar af http://www.containershipping.nl
Lokað fyrir álit

26.08.2010 18:05

Dísarfell I

Það má segja að þetta skip hafi verið örlagavaldur í lífi mínu. Þannig var að í maí 1954 réðist ungur maður Þorvaldur Jónsson seinna skipamiðlari á þetta skip sem messastrákur, Hann hafðu gengt starfi sem hjálparkokkur og "skipsjómfrú" á Eldborginni sem þá var í flutningum Reykjavík- Akranes- Borgarnes. Við hjálparkokks og skipsjómfrúarstarfinu á Eldborg tók undirritaður. Ég hef sagt sögu skipsins hér á síðunni


@ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia@ söhistoriska museum@ söhistoriska musemum


@ söhistoriska musemum

Lokað fyrir álit

24.08.2010 18:26

24-08-10- KL 1800 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit

23.08.2010 13:20

23-08-10-KL 1300 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit

23.08.2010 12:01

Mánafoss I

Mánafoss I var byggður hjá Ferus Smit SY í Foxhol Hollandi 1959 sem Ketty Danielsen fyrir danska aðila.Skipið mældist: 937.0 ts 1383.0 dwt. Loa: 66.20,m brd: 10.10 m Eimskipafélag Íslands kaupir skipið 1963 og skírir Mánafoss. Skipið er selt úr landi 1969 og fær nafnið Spartan Og 1974 nafnið Sky Faith. Það strandaði 13-04-1980 við Burela de Cabo á NV- strönd Spánar. Á leið frá Sagunto til Antverpen með stálrúllur. Áhöfninni var bjargað en skipið brotnaði í tvennt og varð til á strandstað.


@Frits Olinga-Delfzijl

Lokað fyrir álit

22.08.2010 22:12

22-08-10- KL 2200 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit

22.08.2010 19:27

22-08-10-KL 1900 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit

22.08.2010 14:18

22-08-10- KL 1400 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit

22.08.2010 12:52

Í dag


Hér er í dag Le Diamant. Skipið byggt sem ro ro skip hjá Kristiansands MV í Kristiansand S Noregi undir nafninu Begonia. fyrir aðila á Nederlands Antilles. Það mældist 2690.0 ts. 3433.0 dwt. Loa:124.60 m brd: 16.10 m. 1986 er skipinu breitt í skemmtiferðaskip skírt Explorer Starship og mælist nú: 8282.ts. 3433.dwt. 1989 fér það nafnið Song of Flower og 2004 Le Diamant nafn sem það ber í dag og veifar fönskum fána 
Lokað fyrir álit

21.08.2010 20:20

21-08-10- KL 2000 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit

21.08.2010 17:29

Gamlir íslenskir

Hér eru 3 skip sem einusinni flögguðu íslenskum fána
Fyrst er það Crystal Wave, Skipið byggt hjá Frederikshavn Værft , Frederikshavn Danmörk fyrir Mercandia (Per Hendriksen)skipafélagið í Danmörk 1974 Sem Mercandian Exporter. Það mældist  1599.0 ts 2999.0 dwt. Loa: 78.50 m. brd: 13.10 m. Skipadeild SÍS kaupir skipið 1979 og skírir Arnarfell. Þeir selja svo skipið 1988 og er það skírt Vestvik. 1990 fær það nafnið Alcoy 1992 Apache 2001 Captain Yousef og 2007 Crystal Wave nafn sem það ber í dag undir fána N-Kóreu@Ilhan Kermen
@Ilhan Kermen


Svo skip sem var hér á síðunni un daginn Emelie Sem hét Háifoss hér

@Ilhan Kermen@Ilhan Kermen


@Ilhan Kermen


Svo er það skip sem var byggt sem Asian Eagle hjá Sietas SY Neuenfelde í Þýskalandi fyrir þýska aðila 1982. Það mældist: 3902.0 ts. 7400.0 dwt . Loa: 106.50 m brd: 19.0 m. Það gengur svo undir mörgum nöfnum næstu ár sennilega vegna tímaleigu, M.a: 1982 Helios, 1982 Katherine Borchard 1985 Helios 1986 Cape Henry 1987 Helios. Eimskipafélag Ísl. kaupir skipið 1988 og skírir Bakkafoss. Skipið er selt úr landi 2003 og fær nafnið MSC Baleares 2003 Pelamber 2005 Tyrrhenian Star 2006 Africa B nafn sem það ber í dag undir fána Panama


@Tryggvi Sig


@Ilhan Kermen@Ilhan Kermen@Ilhan Kermen

Lokað fyrir álit

21.08.2010 17:25

21-08-10- KL 1700 UTC


© Copyright EUMETSAT/Met Office
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 154
Gestir í dag: 76
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221643
Samtals gestir: 579383
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 11:01:08
clockhere