Færslur: 2011 Júní

30.06.2011 18:55

Rangá I Selá I

Ég minntist í gær á Laxá I En næstu skip hjá Hafskip h/f voru Rangá 1962 og Selá 1963 Rangá hét seinna  John og var í danskri eigu. Ég sigldi  mikið með dönskum "coaster"skipstjóra sem fullyrti að John væri það besta skip sem hann hefði stjórnað. Skipið endaði svo æfi sína á Aliaga skipakirkjugarðinum (Tyrklandi) eftir að hafa orðið eldsvoða að bráð út af  
Perama  21 - 07 - 2007  seinna á sama ár

Hér sem Rangá

Hér sem John© Bent Rune


© Rick Cox
© Rick Cox

Selá kom 1963. Hún var seld úr landi 1974 og lenti líka í eldsvoða og sökk svo að lokum út af Beirut 1984

© söhistoriska museum se

© söhistoriska museum se

Lokað fyrir álit

29.06.2011 19:52

Drangajökull I

Þann 29 júni 1960 barst á öldum ljósvakans nánar tiltekið 2182 : "may day my day Turnig overportside" Þetta kom frá TFWA sem reyndist vera íslenska kaupskipið Drangajökull sem statt var í Pentlandsfirði En það er nafnið á sundi sem er á milli Skotlands og Orkneyja.


Forsíða Moggans 29-06-1960
Tuttugu mínútum seinna tilkynnti skoski togarinn Mount Eden svo Wick - radíó að togaramenn hefði bjargað öllum af Drangajökli alls 17 manns. Sá yngsti var aðeins fjögurra ára sonur skipstjórans sem var um borð með móður sinni. Um borð var einnig 14 ára strákur sem skráður var Messadrengur en mun frekar hafa verið í skemmtiferð. Nafn drengsins Vilhjálmur Vilhjálmsson ætti að hringa einhverjum bjöllum í núinu. Björgun fólksins gekk vel fyrir sig að mestu leiti.

Forsíða Moggans 30 júni
Þó munu nokkrir skipbrotsmenn hafa lent í sjónum.Loftskeytamaðurinn  á Drangajökli lenti samt í kröppum dansi. Hann lokaðist  inni í klefa sínum og þurfti að brjóta rúðu til að komast. út. Matsveinninn mun líka hafa slasast á fæti.Þegar togarinn kom á slysstaðinn var fólkið allt komið í gúmmíbátinn. Skipstjórasonurinn litli var vafinn í Hollenskann fána til að halda á honum hita

Skipið


Örlögin voru þessum farmönnum hliðhollari en starfsfélögum þeirra á ES Heklu  tæpum 20 árum áður

Lokað fyrir álit

28.06.2011 22:37

Vestmannaeyjar 1959

Það hefði verið full ástæða til að fagna vel hér í Vestmannaeyjum í desember 2009 en þá voru fimmtíu ár síðan að tvö ný skip bættust í kaupskipaflota landsmanna með heimahöfn hér í Eyjum .Þ 13 des 1959 kom nýtt skip ,Herjólfur í eigu Skipaútgerðar Ríkisins  til heimahafnar sinnar Vestmannaeyja í fyrsta sinn Skipið var smíðað  í Hollandi

Þetta segir Mogginn  þ 15-12-1959Herjólfur I

Þann 30 des kom svo Laxá sem Hafskip h/f létu smíða í V- :Þýskalandi til heimahafnar Vestmannaeyja í fyrsta sinn

Þetta segir Mogginn um málið 31-12-1959En svo bætti Moginn um betur Þ 05-01-1959 og birti myndOg Tíminn hafði þetta að segja 06-01-1959

Skipið sjálft

Ímyndið ykkur þennan desembermánuð 1959  komu FIMM nýsmíðuð skip til heimahafnar sinnar Vestmannaeyja
Lokað fyrir álit

26.06.2011 18:37

Hvassafell I og II

Hvassafellið sem var nr 1 hjá Skipadeild SÍS með því nafni var skip no 2 með þessu nafni hjá þeim Samvinnumönnum en Hvassafell I strandaði í júni 1941. Svona er saft frá því í blöðunum Gufuskipið "Hvassafell" strandar. Laust eftir hádegi miðvikudaginn 18. Júní strandaði gufuskipið "Hvassafell" á svonefndu Gvendarnesi,en það er á milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.

Svona segir dagblaðið Dagur frá strandinu 26 júni 1941 
Hægviðri
var á, nokkur sjógangur og mikil þoka, er strandið vildi til. Skipið var fullfermt af ísfiski. Kom skjótt sjór í það, en skipverjar björguðust allir í land, án þess að saka nokkuð. Daginn eftir gerði hvassviðri og sjógang og jókst sjórinn þá mjög í því, svo að líkur fyrir björgun skipsins urðu mjög litlar. Útgerðarfélag K. E. A. á Akureyri keypti "Hvassafell" hingað til lands frá Svíþjóð árið 1937, og hefir það átt það síðan og gcrt það út. Skipið var 212 rúml.brúttó, smíðað í Englandi árið 1907. Svo kom fyrsta nýja flutningaskip fyrir íslenska kaupskipaflotann eftir seinni heimstyrjöld

Svona sagði Samvinnan frá komu skipsins 01-10-1946Á Hvassafelli II stigu margir seinna frægir skipstjórnarmenn sín fyrstu spor í farmennskunni


Hvassafell II© söhistoriska museum se© söhistoriska museum se© söhistoriska museum se


Lokað fyrir álit

25.06.2011 19:11

Fjallfoss II og Ljósafoss II

Ég talaði um daginn um að maður hefði oft tilefni til að skifa um einstök skip. Frændi minn og kær vinur sem var hjá Eimskipafélaginnu eitt sinn  gaf mér tilefni í morgun. þegar hann hringdi í mig

Hann byrjaði á Fjallfossi II© Handels- og Søfartsmuseets© Handels- og Søfartsmuseets© ókunnur
Svo var hann á Ljósafossi II í ein 10 ár og undi hag sínum þar vel© photoship© yvon Perchoc


Lokað fyrir álit

24.06.2011 01:06

Hekla og Candytuft

Hekla sem skotin var niður 29 júlí 1941 var byggð hjá Fredriksstad MV í Fredriksstad Noregi 1907 sem Clothilde Cuneo fyrir þarlenda aðila . Skipið mældist 1215.0 ts 1600 dwt. Loa:68.60 m brd: 10.30. m. Það gengur svo kaupum og sölum innan Noregs en heldur nafni þar til 1920 að það fær nafnið Kong Inge1932 kaupir svo Eimskipafélag Reykjavíkur skipið og skírir Hekla. 1940 kaupir Kveldúlfur svo skipið en það heldur nafni
 
Hekla
HMS Candytuft var byggt hjá Grangemouth DY í Grangemouth fyrir breska sjóherinn 1940 Það mældist 940.0 ts 1180.0 dwt. Loa:62.60.m brd:10.10 m. 1942 fær US navy skipið"lánað" og skírir Tenacity, US navy skilar skipinu aftur 1945 og fær það þá aftur sitt gamla nafn Candytuft. 1946 er það selt hverjum??? og fær nafnið Maw Hawa

Sackville systurskip Candytuft sem nú er stríðsminjasafn

© Bryson109© Bryson109


Kafbáturinn sem sökkti Heklu var U-564 Skipstjóri var þessi maður
 
Reinhard Suhren 

© Uboat.net                                                                             © Uboat.net


Og báturinn var af þessari gerð VIIC

© Uboat.net

Endalok U 564 urðu þau að honum var sökkt á  Biscayflóa  14 Júni, 1943 En þá var Reinhard Suhren  hættur Þá fórust 28 kafbátamenn en 18 var bjargað af öðrum kafbát. Reinhard Suhren var fæddur 16 apríl 1916 og dó 25 ágúst 1984 68 ára að aldri

Lokað fyrir álit

23.06.2011 21:19

Sjötíu ár

Á næsta mánudag eða 27 júni eru sjötíu ár liðin síðan eitt af kaupskipum íslenska flotans lgði af stað til Halifax í Nova Scotia til að sækja nauðsynjavörur fyrir landsmenn, Óvopnað meðalstórt friðsælt skip leggur út í ógnarástandið sem ríkti þá á N-Atlandshafinu til að sækja eitthvað matarkyns handa lítilli eyþjóð í miðri hringiðju vítisvéla sem engum þyrmdi sem fyrir varð. Um borð voru 20 saklausir íslenskir sjómenn

Skipið
Þegar skipið hafði siglt í um tvo sólarhringa þá skeði það. Morðóður óvinurinn fær skipið í sjónpípuna og leggur til atlögu. Eitt búmm og þetta friðsæla skip sekkur á tveimur og hálfri mínútu í djúpið. Þarna fórst fyrsta íslenska flutningaskipið í WW 2.Með skipinu fórust strax 13 menn 7 komust á eina björgunartækið sem slapp óskemmt í sprengingunni sem var 3 x 4.3/4 metra og 1 meter á hæð. Tunnufleki með korkfyllingum.

Mennirnir

Á þessu flekaræksni hröktust mennirnir í tíu og hálfan sólarhring. Matar og vatnslitlir þar til  bresk korvetta Candytuft.fann þá fyrir hreina tilviljun 10 júlí . Mennirnir voru svo um borð í korvettuni til 18 júlí þegar þeir voru settir í land í land á St John´s  En þá hafði einn af flekamönnum látist. Karl Guðmundsson

Svona segir Alþýðublaðið frá er fjórir af  sex skipbrotsmönnum konu til Reykjavíkur 12 ágúst 1941

Hér eru myndir af systurskipi Candytuft. Sackvillle sem er orðið að safni í Halifax

Einn af skipbrotsmanna varð að dveljast um ár á sjúkrahúsi. Þarna misstu fjórtán íslenskir sjómenn lífið Sá elsti fjöritíu og sjö ára sá yngsti nítján ára. Candytuft korvettan sem fann þá var fyrir tilvinljun eina á þessum slóðum .Hún var av svokallaðri"Flower-class corvette." gerð. Okkur íslendingum ber rík skylda til að halda minningu þessara manna á lofti. Þessir menn t.d lögðu  líf sitt í hættu til að ná í þau matvæli og þær nauðsynjar sem þjóðina vantaði þá stundina,

Tvo hundruð íslenskir sjómenn

Yfir tvo hundruð íslenskir sjómenn  eru taldir hafa farist af styrjaldarástæðum Það er mikil fórn fyrir ekki stærra land. því allir þesir menn settu líf sitt að veði til að braufæða þessa þjóð og koma henni á lappirnar sem slíkri. En við erum   langt komin að gleyma þessum mönnum. Því er mikið miður, Það væri nú kannske ekki úr vegi að t.d Eimskipafélagið minntist þessa atburðar á einhvern hátt.því Helkla var fyrsta íslenska kaupskipið sem var skotið niður og Eimskipafélagið hafði það á leigu. Mér finnt með ólíkindum fáfræði ungs fólks um þessar fórnir. Mér finnst satt að segja að Virkið í Norðri III heftið ætti að vera skyldulesning í framhaldskólum landsins

Lokað fyrir álit

22.06.2011 22:50

Meira af Bakkafossi II

Hér eru fleiri myndir sem ég hef fengið af Bakkafossi II Fyrsta nafnið sem hann bar eftir Ísland var sem sagt Byblos

Hér sem Byblos í ókunnri höfn


© Michael T Meredith


Svo fékk hann nafnið Arward Star      

Hér sem Arward Star 2005 í höfn í Króatíu


© Helen Krmic© Helen Krmic


Þetta hefur sennilega ekki sést þegar íslendingar réðu þar ríkjum
Lokað fyrir álit

22.06.2011 12:51

Þriðji "Þríburinn"

Síðastur af þessum "púlhestum" var Lagarfoss. Hann var eftir mínu minni "hrakfallabálkurinn" af þessu þrem skipum meðan Eimskipafélag Íslands átti skipin. Hann sigldi fánum prýddur á ytri höfn Reykjavíkur18 maí 1949. Þeir voru eiginlega jafngamlir Kalli Betaprins og Laggi II

Sigldi fánum prýddurSvona sagði Moggin frá þvíÞann 18 apríl 1950 kviknar í skipinu í höfnini í Reykjavík. Um tíma leit út fyrir að sökva þyrfti því til að slökkva eldinn. En með harðfylgni slökkviliðsmanna og áhafnar tókst að koma í veg fyrir það.

Svona sagði Mogginn frá því:

Næst er það svo 23 apríl 1966 að skipið strandar við Nidingen á Vesturströnd Svíþjóðar og stórskemmist

Svona sagði Moggin frá þvíÞarna leikur allt í lyndi© söhistoriska museum seog hérna


© söhistoriska museum seAð maður tali nú ekki um hér


© Hans-Wilhelm Delfs


Og svona leit hann út 1977 staddur í Singapore

© Blue Funnel Bert


Í minni minningu er "Lagginn II" mér alltaf kær. Sennilega af þvi að föðurbróðir minn Björn Ásmundsson var bátsmaður á honum um hríð og var alltaf  óspar á öllarana þegar frædi kom í heimsókn. Lagarfoss endaði sína lífdaga 2002 en hvar er ég ekki viss, Eimskipafélagsmenn mega vera stoltir af að hafa átt þessi skip.Sem fyrir utan að flytja vörur og þá ekki síst frosna heldur líka farþega. Þar sem mörgum þótt íburðurinn full mikill. Þó svo að þv biskup hafi þurft að halda súpudisknum um borð í einum þeirra á leið frá NY að mig minnir
Lokað fyrir álit

21.06.2011 21:05

Annar "Þríburinn"

Annar Þríburinn fékk nafnið Dettifoss. Og aftur skírt þrátt fyrir ólán með nafnið áður. Engin hjátrú í gangi
Skipið kom til Reykjavíkur 17 febrúar eftir viðkomu á Djúpavogi. Kannske ekki alveg greiðfærasta höfnin.

Þetta segir Mogginn um komu skipsinsDettifoss II að fara frá Vestmannaeyjum


©
 Tryggvi Sig 

Á siglingu erlendis


©
Malcom Cranfield Í Kaupmannahöfn ???


© söhistoriska museum se
© söhistoriska museum se


Í  Finnlandi

© Lúðvík Friðriksson


Endalok Dettifoss urðu að skipið hvolfdi á ytri höfn Cebu sem DON CARLOS GOTHONG. Bæði Goðafoss III og Dettifoss II fórust á voveiflegan hátt en án manntjóns eftir að Eimskipafélagið seldi þau

Lokað fyrir álit

21.06.2011 18:44

Fyrsti "Þríburinnn"

Maður er alltaf að sjá það betur og betur þvílíkir "púlhestar" hinir svokölluðu Þríburar Eimskipafélags Íslands hafa verið. Og ímyndið ykkur hve mikill fengur þessi þrjú skip voru fyrir íslenskan kaupskipaflota. Og með ólíkindum hvernig þessi skip þræddu hinar minnstu hafnir landsins. Eimskipafélagið hafði gert samninga um smíði tveggja skipa 1939 og ég held að teikningar að þeim hafi legið fyrir það ár. (hér er eingöngu stuðst við görótt minni), Síðan hafi þeim verið aðeins breitt. Ef þetta er rétt hjá mér geta menn velt fyrir sér framsýni Eimskipafélagsmanna.

Goðafoss við komuna til Reykjavíkur í mars 1948Fyrsta skipið hlaut nafnið Goðafoss. Dálítið umhugsunar vert ef tillit er tekið endaloka fyrri skipa með sama nafni. Skipið kom fyrst til heimahafnar í Reykjavík 23 mars 1948

Við lestun á frosnum fiski í Eyjum.Hér að losa í New York
Endalok skipsins urðu þau að það sökk á   02°17´N/ 0g 029°.55´V  24-01-1971  á leiðinni frá Montevideo til Piraeus með frozen með frosið kjöt og lifandi fé,  Ég hef því miður lítið af myndum af skipinu undir höndum.

Lokað fyrir álit

21.06.2011 14:56

Suez

Maður segir stundum "það ætlar ekki af þessum/ þessu og.sv.fr að ganga" En hvað maður segir í tilfelli Egypsk flutningaskips Suez veit ég ekki, En skipið var frígefið af sjóræningum síðustu viku, Eftir að hafa verið í haldi þeirra í tíu mánuði. 2.1 milljón us dollars var borgað í lausnargjald.
 


© BRIAN FISHER


Og skipið sigldi út úr landhelgi Sómalíu En þá hreinlega sökk það, Eitthver bilun var í kötlum??? skipsins  sem gerði það að verkum að það náði aðeins átta sjómílna hraða. Um helgina varð það svo eldsneytislaust þannig að dælur virkuðu ekki og skipið sökk áttatíu mílur út af Oman.


© Maritime Danmark


Áhöfninni ellefu egyptum  sex indverjum fjórum pakistönum og einun frá Siri Lanka var bjargað um borð í herskip, Skipið var byggt hjá Warnowwerft  Warnemunde í þáverandi Austur-þýskalandi 1984 Flaggið var Singapore. Það mældist 12811.0 ts 17240.0 dwt. Loa: 158.30.m brd: 23.10.m Skipið hefur gengið kaupum og sölu lengi og hefur verið undir  mörgum nöfnum í gegn um tíðina M.a;: 1984 RAHIM - 1986 NEDLLOYD AMSTERDAM - 1989 AMSTERDAM - 1991 SEVASTAKI - 1992 CTE CINTA -19 94 SEVASTAKI - 1995 INDUSTRIAL CHAMPION - 1997 TORM TEXAS - 1998 SEVASTAKI - 2004 EVI 2009 SUEZ


© Capt.Jan Melchers

Lokað fyrir álit

20.06.2011 21:22

Lífið um borð í Bakkafossi II

Fyrra bloggið um Bakkafoss sagði aðallega frá skipinu. En lítum nú aðeins um boð.Frænka mín og góð vinkona Anna Kristjáns "skaffaði" nokkrar myndir. Látum þær  tala


Í sól og sumar yl Guðjón vélstjóri Vilinbergsson lengst til hægri   


Vestmannaeyingar ættu að þekkja manninn lengst til vinstri Ívar nú skipstl á Herjólfi
Það var kvenkyns aðstoðarvélstjóri um borð Guðný Lára Petersen


 

Og annar ungur og upprennandi vélstjóri. Anna Kristjáns

Skipshöfnin vann til verðlauna í Íþróttum
Skálað !!! (í coke???)


Verið að "renna"Og svo við ýmis tækifæri
Læt þetta duga af lífinu um borð í Bakkafossi II Ef einhverjum likar ekki einhver myndbirtingin látið mig þá vita og ég tek þá umrædda mynd strax út. Þær eru allar úr safni Önnu Kristjáns sem var vélstjóri á skipinu.Lokað fyrir álit

20.06.2011 20:09

Bakkafoss II

Eitt af skipunum sem rifin voru í Aliaga (Tyrklandi) á þessu ári var skip sem bar síðast nafnið Sea Force ex Arward Star  ex Byblos ex Bakkafoss ex Silur. Og byggingarnafnið Sovereign Jade .


Nú vill svo til að eiginlega á sama tíma lét einn af vélstjórunum sem á skipinu var þegar það sigldi sem Bakkafoss undir íslenskum fána Guðjón Björgvin Vilinbergsson af starfi hjá Eimskipafélagi Íslands. Eftir yfir fjörutíu ára farsælt starf. Og fyrir störf sín var Guðjón heiðraður á degi okkar sjómanna Sjómannadeginum.. Í ljósi þessa er ekki úr vegi að rifja ýmislegt tengt þessu skipi og þessum manni upp. Lítum fyrst á skipiðSkipið var byggt hjá Luhring Shipsyard í Brake Þýskalandi 1970 aem SOVEREIGN JADE fyrir þarlenda aðila Það mældist 2724.0 ts 3937.0 dwt. Loa: 100.20.m  brd: 14.20.m 1972 fær það nafnið Silur 1974 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skírir Bakkafoss.

Við komuna til Reykjavíkur:Hér sem Byblos


© Rick Cox


Og svo nokkrar myndir af skipinu sem Sea Force


© Gregoretti Cristi
© Mahmoud shd

© Mahmoud shd

© Mahmoud shd© Mahmoud shd

Lokað fyrir álit

18.06.2011 20:28

Valborg á strandstað???

Í sl nóvember bloggaði ég um þetta skip Sem strandaði á Garðskagaflösinni 18 jan 1958 undir nafninu Valborg
Nú hefur verið hafi samband við mig og spurt hvort þessi mynd sé af strandinu


Og nú spyr ég hvort einhver kannist við þessa mynd eða umhverfið ??

Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 209
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221698
Samtals gestir: 579392
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:06:24
clockhere