Færslur: 2011 Ágúst

31.08.2011 17:58

Snoturt skip

Á minni löngu  daglegu hafnar- GÖNGUFERÐ rakst ég á snoturt skip í Skipalyftunni, Ég sá ekki nafnið á skipinu og gat því ekki séð hvaða fokki það tilheyrði.  Bátar og skip eða Fragtskip. En þar sem ég stóð þarna hugsaði ég hve dásamlegt það væri að vera yfirvélstjóri á svona skipi og standa fyrir "öxuldrætti". Já eða vera að byrja nýtt  kvótaár. Nýuppgerð vél og eldhús með nýtísku græjumAð allri lýgi og fíflagangi slepptum þá óska ég yfirvélstjóranum og öllum sem eru í sambandi við þetta snotra skipi gleðilegs nýs kvótaárs 

Lokað fyrir álit

30.08.2011 18:43

Jökulfell III

Það hefur verið hálfgerður "lurkur" í mér undanfarið, Upp á síðkastið hef ég nú verið að hæla mér af hve góða sveiga ég hafi tekuð fram hjá öllum flensuóværum. En nú fékk ég þetta í bakið. Náði sem sagt ekki öllum beygjunum. En að alvörunni Heiðar Kristins mikill velunnari síðunnar og góður vinur minn sendi mér þessar tvær skemmtilegar myndir af sínu gamla skipi Jökulfell III og smápistil með. Ég hef stundum náð myndum af skipum í innsiglingunni hér í Eyjum og sent rafpóstvinum mínum erlendum. Og tala þeir þá oft um "leiktjöldin", Mér finnst það eiga sérstaklega vel við efri myndina Með fullri virðingu fyrir Súgandafirði
Skipinu hefur verið lýst hér á síðunniÁ siglingu við Eystra- Horn á "gullaldarárunum"Á Súgandafirði að lesta á fg árumÉg tek mér bessaleyfi og birti hér lungan úr bréfi Heiðars. Mér finnst það eiga erindi við okkur alla:

"Á myndunum meðfylgjandi í viðhengi er Jökulfell að lesta á Suðureyri og á siglingu fyrir Eystrahorn sennilega að koma út frá Hornafirði þar sem lestun á frosnum fiski byrjaði venjulega. Síðan var haldið á Djúpavog og hafnirnar norðureftir og endað í Reykjavík. Menn voru ekki komnir svo langt í hagræðingunni þá að álíta að þetta væri allt best komið á einum stað veiðarnar vinnslan og flutningarnir. Hver ferð tók um það bil mánuð það er farið var á um 20 hafnir +/- á ströndinni og síðan vestur um haf þar sem farmurinn var losaður og lestaður til baka farmur í gámum, en stundum frystivara á Nýfundnalandi og vestur Grænlandi til Evrópu. 

Hér er skipið hér í Eyjum um daginn
Ekki man ég eftir því að manni fyndist lítið til einhverra þessara hafna koma. Allt í kringum landið voru mikil umsvif og atvinna. Hvað gerðist svo í íslenskri þjóðarsál, hvers vegna er svona komið fyrir byggðarlögunum okkar. Að vísu eru staðir þar sem eru mikil umsvif og atvinna og það er vel svo langt sem það nær. Hinir staðirnir eru bara svo miklu fleiri þar sem allt er í hálfgerðu vonleysi, hversvegna? Skyldi þetta eiga eftir að snúast við eða skyldu fjölmargir bæir á landsbyggðinni eiga eftir að leggjast algjörlega af í núverandi mynd." Tilvitnun lýkur
Lokað fyrir álit

14.08.2011 14:38

Meira Mangi Run

Fyrir tæpum 49 árum strandaði lítið danskt farskip (Coaster) við Ánanaust. Svona segir Mogginn frá atburðinum
 Enn kemur Mangi Run við sögu sem bjargvættur

Um borð var hafnsögumaður af Akranesi . Hann fullyrti fyrir sjóréttii að skipið hefð náðst út af sjálfdáðum en þessu var Mangi Run ekki sammála eins og sést hér: "Magnús Runólfsson bar það hins  vegar fyir rétti, að hann teldi ólíklegt, að hæigt hefði verið að ná skipinu út á eigin vélarafli Einnig kvað hann hafnsögumenn hafa lagt sig lagt báta sína í hættu við björgun  þessa,enda væri strandstaðurinn úr allri siglingaleið og ferðir til og frá honum hættulegar smáum  skipum sem stórum. Hefði meira að segja þurft talsverða aðgæslu, er róðrarbátar héldu þarna út og inn áður fyrr.© Handels- og Søfartsmuseets Da 

Hans Boye var byggður hjá Skiens Værksteder Skien 1918 sem Björnen  Hann mældist 240.0 ts 355.0 dwt. Loa: 41.0 m brd :7.10 m Skipið hét hinum ýmsu nöfnum m.a: Lillian. Hullam, Villy, Julia, Hans. Uns Kroman í Marstal keypti hann 1950 og skírði Hans Boye; Ég man vel eftir þessu skipi í Borgarnesi í gamla daga og fór einusinni með honum þaðan og út á Akranes© Handels- og Søfartsmuseets Da 
Þetta litla skip var mikið í "Íslandssiglingum" og þá hjá Veslunarsambandinu og síðar Hafskip


© Handels- og Søfartsmuseets Da 
© Handels- og Søfartsmuseets Da 
© Handels- og Søfartsmuseets Da 
Lokað fyrir álit

12.08.2011 13:05

Sæfell og Fell

Ég skrifaði um daginn um ES Sæfell. Lítið vöruflutningaskip sem hét Sæfell. Guðjón vinur minn Vigfússon var skipstjóri á skipinu í fiskflutningum lingan úr stríðsárunum seinni. Skipið var keypt frá Danmörk 1941, En þar úti hét skipið Maja

Maja© Dansk Handels- og Søfartsmuseets 


© Dansk Handels- og Søfartsmuseets 

Maja við bryggju í Frederikshavn 


© Dansk Handels- og Søfartsmuseets 

Í stríðslok keyptu eigendir Sæfells  3ja mastra skútu frá Svíþjóð sem þeir skírðu Fell. Kaupin á skipinu reyndust glapræði og var það selt aftur úr landi 1948

Hér sem Fell VE


Úr Safni Tryggva Sig

Hér sem Hanö


© söhistoriska museum se

Lokað fyrir álit

11.08.2011 21:04

Í gær

Gamla skipið hans Heiðars Kristis Green Atlantic var hér í dag og í gær. Eitthvað var "bakkgírinn" í ólagi að sögn Valmundar hafnsögumanns. Þeir urðu að fara bara "fetið" inn í höfnina koma springnum á fyrsta polla og slaka honum svo í stæðið. Hornfirðingarnir drógu hann víst út Ósinn etir usla sem hann gerði þar í höfninni


Gerði óskunda á Hornafirði


Green Atlantic


Lokað fyrir álit

11.08.2011 20:46

Undanfarið

Um daginn var Green Lofoten hér að lesta frosið
Svo Wilson Alicante að lesta mjölEinnig Silver Bergen að lesta frosið

Lokað fyrir álit

10.08.2011 21:52

Á N-Atlantshafi 1941 4

Um eittleitið aðfaranótt 20 sept 1941 skaut U552 tveim tundurskeytum að skipalestinni SC-44 sem var á leið frá USA til Íslands. Annað skeytið hitti flutningaskipið Pink Star undir stjórn John C Mac Kenzie 

Pink Star hér sem Lundby


© Handels- og Søfartsmuseets

 
Skipið var byggt hjá Öresundvarvet í Landkrona Svíþjóð 1926 sem Saga fyrir norska aðila. Það mældist 4242.0 ts  7000.0 dwt. Loa: 108.00 m brd: 15.60 m. 1931 er skipið seti til Danmörk og fær nafnið Lundby Bandaríkjamenn taka skipið yfir 1941 og skíra Pink Star. Skipið mun hafa verið á leit til Englands með viðkomu á Íslandi þegar það var skotið niður,

Hér sem Lundby 


© Handels- og Søfartsmuseets


© Handels- og Søfartsmuseets


Það var sem sagt U 552 undir stjórn (seinna Konteradmiral) Erich Topp ( 1914-2005 ) En þetta var sami bátur og sami maður sem sökktu íslenska togaranunm Reykjaborg. Það var þessi tenging sem ég hnaut um og því er þetta skip Pink Star hér.

  Erich Topp 

© Uboat,net

            Erich Topp 

© Uboat.net Erich Topp t h ásamt vini sínum Engelbert Endraß

© Uboat.net

U552 var af VIIC - gerð


© Uboat.net
Lokað fyrir álit

10.08.2011 20:06

Á N- Atlantshafi 1941 3

Næsta skip sem tekið verður fyrir hét  Montana og var líka á leigu hjá Eimskipafélagi Íslands , Því var sökkt 11 ágúst En á því skipi björguðust allir  26 menn. Engin Íslendngur Montana var sökkt 12 klst. áður en Roosevelt boðaði  í ræðu sinni, að Bandaríkjaflotinn og flugflotinn hefði fengið  fyrirskipun um, að verða  fyrri til að skjóta á "varnarsvæðum" Bandaríkjanna, þegar fjandsamlegir kafbátar og flugvélar nálgast. Skipið var byggt hjá Helsingör Vært í Helsingör Danmörk 1934 sem Paula fyrir þarlenda aðila.

Montana hér sem Paula

© Handels- og Søfartsmuseets

Skipið mældist 1549.0 ts 1700.0 dwt. Loa: 88.40 m  brd:  12.10 m. Það var sama sagan mð Montana og Longtaker Bandaríkjamenn tóku skipið yfir eftir innrás þjóðverja í Danmörk. Þá var það sett undir Panamafánaog skírt Montana. Það var í sinni fyrstu ferð fyrir Eimskipafélagið þegar það var skotið niður   Það var kafbáturinn U 105 undir stjórn Georg Schewe sem gerði það.

Georg Schewe


© Uboat.net


© Uboat.net

 U 105 var af IXB gerð


© Uboat.net
Lokað fyrir álit

09.08.2011 17:36

N- Atlantshaf 1941 2

Á árinu 1941 var hildarleikurinn á N-Atlantshafi komin í algleyming Þá fórust 89 íslenskir sjómenn.  57 vegna kafbátaárása. Mikil blóðtaka fyrir litla þjóð. Meðal þeirra voru tveir menn. Þeir Steinþór Wendel Jónsson (sonur Jóns Eiríkssonar þv skipstjóra á Brúarfossi) 20 ára og Þorvaldur Aðils (bróðir Jóns leikara Aðils) 34 ára Báðir þessir menn sem voru sjómenn voru  farþegar á flutningaskipinu Longtaker ex Sessa. En skipið hafði haldið úr höfn í New York 8 ágúst og var komið langleiðina til Íslands þegar það var skotið niður fullhlaðið nauðsynjavörum. 

ES Sessa© Handels- og Søfartsmuseets

Skipið var smíðað hjá Helsingör Værft Helsingör Danmörk 1936 fyrir þarlenda aðila sem Sessa Það mældist 1700 ts 7000 ??? dwt, Loa: 89.0o m. brd: 12.70 m. Skipið var eitt af þeim dönsku skipum sem sigldu til hafna bandamanna þegar þjóðverjar hernámu Danmörk . Flotamálaráðuneyti Bandaríkjamanna tók skipið yfir og gaf því nafnið Longtaker og setti það undir Panamafána. Eimskipafélagið tók svo skipið á leigu í júlí 1941 og var það í sinni fyrstu ferð fyrir þá þegar því var sökkt um 300 mílum SV af Íslandi 

ES Sessa


© Handels- og SøfartsmuseetsFimm menn komust á fleka. Þeir hröktust um á flekanum í 19 daga. Aðeins 2 voru svo á lífi þegar þeir fundust loks fundust þ. 5 sept  Það var kafbáturinn U 38 undir stjórn  Heinrich Schuch sem sökkti skipinu 

  Fregattenkapitän Heinrich Schuch (1906- 1968)
© uboat.net


U-38 var af IX gerð

© uboat.net

Lokað fyrir álit

09.08.2011 14:13

Á N- Atlantshafi 1941

Ég var búin að skrifa töluvert blogg um N- Atlantshafið haustið 1941. En eyddi því óvart með einu fálmi.. En það verður að hafa það. Verst er að maður getur ekki kent neinum um nema helv.... fiktinu í sjálfum sér. En ég ætlaði að fjalla um Ameríkusiglingar í WW2  eftir að þjóðverjar stækkuðu hafnbannsvæði sitt í marz 1941. Ég hef fjallað um ES Heklu sem var fyrsta íslenska kaupskipið sem sökkt var í WW2. 

  

Dettifoss fór 6 ferðir til NY 1941Fjallfoss eina ferð 1941 til USAGoðafoss fór fimm og hálfa  ferð til USA 1941
Lagarfoss fór fimm ferðir til USA 1941

Selfoss "skutlaðist"  tvær ferðir til USA og tvær til Canada 1941Siglingar íslenskra sjómanna í seinni heimstyrjöldinni og sú fórnfýsi sem þeir sýndu mega ekki gleymast Og þar finnst mér eiginlega  fremstur meðal jafninga þetta litla skip ES Selfoss, Skipið sigldi báðar heimstyrjaldirnar án mikilla áfalla, "Selurinn" þótti nú engin gangstroka. Lullaði svona 7- 9  kannske 10 mílur í góðu rensli.

Hann lullaði þetta í rólegheitum, Sama hvort Churchill væri eitthvað að rifa sig
Hann var eitur í beinum skipuleggenda skipalesta. Oft var það svo að á kveldi dags hafði hann dregist það afturúr þeim að hann sást varla. Þegar svo birti var hann mættur fremstur í flokki, Lestirnar hægðu alltaf á sér um nætur en Selurinn var á sínu "Full spead ahead" allan sólarhringinn


 Full spead ahead

Einnig kvartaði sjálfur Churchill yfir gangleysi skipsins,  Það tefði skipalestirnar og ef því héldi áfram myndi styrjöldin dragast alltof mikið á langinn. Og gangleysi skipsins vakti líka grunsemdir hernámsyfirvalda hér um að skipatjórinn (Egill Þorgilson) væri í sambandi við óvinnn. Þetta gekk svo langt að til stóð að senda mann með skipinu til að njósna um hann. En sá sem valdist til starfsins neitaði og sagði að ekki kæmi til mála að njósna um sína landsmenn.

Hér er (að vísu frá 1943) kort af einsiglingu Selfoss til Íslands


Lokað fyrir álit

08.08.2011 17:45

Ljósafoss II

Nú er þetta snotra skip horfið af sjónarsviðinu, Ljósafoss hét það undir íslenskum fána. Og var no tvö með því nafni hjá Eimskip. Það var rifið í vor (apríl) á Gadani ströndinni í Pakistan  Skipið var byggt h Eides Sonner Höylandsbygd í Noregi fyrir þarlenda aðila sem Utstraum.Það mældist: 702.0 ts 594.0 dwt. Loa;  51.10 m brd: 10.60 m 1974 kaupir Eimskipafélag Íslands skipið og skýrir Ljósafoss Það er seti úr landi 1992 og fær nafnið BADR - 1995 GULF RIVER - 1998 ARABIAN REEFER - 2005 SARA - 2006 AL YAMAMA. 

© Yvon Perchoc


© Photoship
Lokað fyrir álit

07.08.2011 15:07

Í gamla daga

Íslenskir sjómenn fremur öðrum landsmönnum  tóku mikinn þátt í WW 2. Þessu mega íslendingar aldrei gleyma. Það má segja að sérhver "kolla" yfir 25-30 tonn hafi verið tekin til að flytja fisk í enskan almenning. Þeir sem kunna sögu stríðsins vita hve mikla þýðingu þetta hafði fyrir þá ensku. Ímyndið ykkur hefðu þeir ekki fengið sitt "fish and chips".Það var þungt lóð sem  íslenskir sjómenn lögðu á vogarskál almennings í Bretlandi í WW2  Hér eru tvo skip sem komu mikið við sögu þessa flutninga.og lestuðu oft í Vestmannaeyjum en voru þó í stærri kantinum. Ég hef rakið sögu þeirra begga. 

Hér er fyrra skipið  sem Maja fyrsta nafn skipsins Frá 1941 Sæfell heimahöfn Vestmannaeyjar
Frá 1942 Hrímfaxi heimahöfn Hafnarfjörður og Kristján Kristjánsson stýrði m.a.
Lokað fyrir álit

06.08.2011 14:42

Í Vesturvíking

Ekki veit ég hvað margir nútíma íslenskir sjómenn kannast við nafnið Jón Oddsson skipstjóraog stórútgerðamann fyrst  í Grimnby síðar í Hull Maðurinn hét fullu nafni Jón Sigurður Oddson og var fæddur að Ketileyrum í Þingeyrarhreppi í Dýrafirði 1887.Tvítugur að aldri ræður hann sig á enskan togara"Volante"sem var einn af stærstu skipum enska togaraflotans 350 smálestir.4.júlí 1912 hálfu fimmta ári eftir að hann réðst á enskan togara,án þess að kunna stakt orð í ensku lauk hann skipstjórnarprófi. Hann gerðist svo farsæll togaraskpstjóri og stórútgerðarmaður . Guðmundur Hagalín skrfaði sögu hans og heitir hún Í Vesturvíking Margir sem lesið hafa um Jón hafa sennilega ekki vitað að hann gerið líka út farskip,En hann átti þetta skip Reykjanes. Skipið hefur fengiðsína sögu hér á síðunni.

Hér á siglingu sem Malmö sem var fyrra nafn skipsina

Hér að lesta saltfisk í Vestmannaeyjum
Hér undir "Kolakrananum"
 

 

Lokað fyrir álit
  • 1
Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221619
Samtals gestir: 579379
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 10:29:26
clockhere