09.08.2011 14:13

Á N- Atlantshafi 1941

Ég var búin að skrifa töluvert blogg um N- Atlantshafið haustið 1941. En eyddi því óvart með einu fálmi.. En það verður að hafa það. Verst er að maður getur ekki kent neinum um nema helv.... fiktinu í sjálfum sér. En ég ætlaði að fjalla um Ameríkusiglingar í WW2  eftir að þjóðverjar stækkuðu hafnbannsvæði sitt í marz 1941. Ég hef fjallað um ES Heklu sem var fyrsta íslenska kaupskipið sem sökkt var í WW2. 

  

Dettifoss fór 6 ferðir til NY 1941Fjallfoss eina ferð 1941 til USAGoðafoss fór fimm og hálfa  ferð til USA 1941
Lagarfoss fór fimm ferðir til USA 1941

Selfoss "skutlaðist"  tvær ferðir til USA og tvær til Canada 1941Siglingar íslenskra sjómanna í seinni heimstyrjöldinni og sú fórnfýsi sem þeir sýndu mega ekki gleymast Og þar finnst mér eiginlega  fremstur meðal jafninga þetta litla skip ES Selfoss, Skipið sigldi báðar heimstyrjaldirnar án mikilla áfalla, "Selurinn" þótti nú engin gangstroka. Lullaði svona 7- 9  kannske 10 mílur í góðu rensli.

Hann lullaði þetta í rólegheitum, Sama hvort Churchill væri eitthvað að rifa sig
Hann var eitur í beinum skipuleggenda skipalesta. Oft var það svo að á kveldi dags hafði hann dregist það afturúr þeim að hann sást varla. Þegar svo birti var hann mættur fremstur í flokki, Lestirnar hægðu alltaf á sér um nætur en Selurinn var á sínu "Full spead ahead" allan sólarhringinn


 Full spead ahead

Einnig kvartaði sjálfur Churchill yfir gangleysi skipsins,  Það tefði skipalestirnar og ef því héldi áfram myndi styrjöldin dragast alltof mikið á langinn. Og gangleysi skipsins vakti líka grunsemdir hernámsyfirvalda hér um að skipatjórinn (Egill Þorgilson) væri í sambandi við óvinnn. Þetta gekk svo langt að til stóð að senda mann með skipinu til að njósna um hann. En sá sem valdist til starfsins neitaði og sagði að ekki kæmi til mála að njósna um sína landsmenn.

Hér er (að vísu frá 1943) kort af einsiglingu Selfoss til Íslands


Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 445
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 3635603
Samtals gestir: 504806
Tölur uppfærðar: 24.7.2019 09:01:51
clockhere