Færslur: 2011 Október

31.10.2011 23:30

Hamrafell

Einusinni áttum við "alvöru" olíuskip. Það var smíðað hjá Deutsche Werft í Finkenwarder Þýskalandi fyrir Cia de Nav Martora SA í Panama City sem Mostank  Flaggið auðvita Panama. Það mældist 11349.0 ts 16730.0 dwt. Loa: 167.00 m brd: 20.80 m. 1955 er skipið selt A/S Mosvold Sg Co í Farsund Noregi 1956 kaupir Skipadeild SÍS skipið og skírir það Hamrafell  Það var selt The Shipping Corp of India Ltd Bombay Indlandi 1966 og fékk nafnið Desh Alok Skipið var svo rifið í Bombay 1974. Óskar Franz var svo vingjarnlegur að lána mér þrjár myndir af skipinu úr safni sínu

Hér sem Mostank


   © photoship

Hér sem HamrafellÚr safni Óskars FranzÚr safni Óskars Franz

Úr sagni Samskip


   © Sjohistorie.no

Lokað fyrir álit

31.10.2011 15:49

Litlafell m.m.

 Mikill velunnari síðunnar Óskar Franz sendi mér þessa slóð:Lokað fyrir álit

28.10.2011 19:03

Nýi Þór

Hið glæsilega og langþráða skip Þór kom til landsins. Og bara svona til að minna á nokkur atriði þar sem svona skip vantaðiÞann 5. mars 1997 strandaði flutningaskipið Víkartindur við suðurströnd landsins. Skipið strandaði á Háfsfjöru skammt austan Þjórsár í Rangárvallasýslu, um 6 km frá Þykkvabæ. Skipið var í eigu þýskra aðila, Atalanta Schiffartsgeschellschaft frá Hamborg en var í leigu Eimskips og hafði verið það frá árinu 1996. Skipið var flutningaskip og innihélt 250 gáma í lest og á þilfari. Þessir gámar innihéldu um 2700 tonn af ýmis konar vörum sem voru metnir á um 500 - 700 milljónir kr.


10 mars 2004 Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson strandaði á Skarðsfjöru suður af Kirkjubæjarklaustri í gær. Skipið er tryggt hjá Tryggingamiðstöðinni hf. Björgunaraðgerðir standa yfir og mun árangur þeirra koma í ljós á næstu dögum. Ekki er ljóst á þessari stundu hve mikið tjón er um að ræða eða hvort það hafi veruleg áhrif á afkomu félagsins á þessu ári.

í Jan 2005 FLUTNINGA-skipið Dettifoss bilaði fyrir utan Austurland fyrir viku. Stýrið skemmdist þannig að ekki var hægt að stjórna skipinu. Tvö varðskip, Týr og Ægir, komu til að hjálpa Dettifossi. Það gekk ekki vel því veðrið var mjög vont. Varðskipin ætluðu að draga Dettifoss en hann er svo stór að vírinn slitnaði þrisvar sinnum. Loksins þegar veðrið batnaði tókst að draga Dettifoss til Eskifjarðar.Nú er verið að draga Dettifoss alla leið til Hollands. Þar á að laga stýrið.

Það vita allir að umferð stórra skipa með hætulega farma er alltaf að þyngast í fring um landið. þessvegna eiga allir íslendingar með eitthvað milli eyrnana að fagna komu þessa skips. Ég veit vel að sá föfnuður er líka efablandin vegna fjársveltis þeirra stofnunar sem rekur hann. Ég ætla að birta nokkrar myndir ftrá erlendum félögum mínum sem sýna að þrátt fyrir alla nútíma tækni geta óhöppin skeð.


© Sushkov Oleg

© Sushkov Oleg

© Sushkov Oleg
©  Chris Howell© Sushkov Oleg
Lokað fyrir álit

26.10.2011 19:45

Hinn nýi Þór

Hið nýja skip Landhelgisgæslu Íslands Þór kom hingað til Eyja í dag. Ekki lagði ég í að fara um borð. En skipið er hið glæsilegasta að sjá Og ástæða til að óska Georg & co til hamingu með þetta glæsilega skip  En látum myndirnar tala
Lokað fyrir álit

25.10.2011 18:10

Fjallfoss III

Ég skrifaði um Fjallfoss III í gær Hér eru nýrri myndir af skipinu. Sú efsta eins og hann lítur út í dag. Hinar eru eldri


© Brian Crocker
©
Yvon Perchoc

Skipið sem liggur utan á gamla Fjallfossi á myndinni hér undir var einusinni Færeyist og hét þá Krosstindur og var mikið hér á "Ströndinni"


Lokað fyrir álit

25.10.2011 17:08

Kyndill II

Hver af okkur þessum eldri muna ekki eftir þessu litla snotra skipi Sem hér hét Kyndill Hann var byggður hjá  Frederikshavns Vft í  Frederikshavn Danmörk 1968 sem Gerda Brödsgaard fyrir þarlenda aðila . Skipið mældist 499.0 ts 1221.0 dwt. Loa:60,63.m brd: 10.22.m Olíufélagið Skeljungur h/f og Olíuverslun Íslands h/f kaupa skipið 1974. 1985 er nafni skipsin breitt í Kyndil II Skipið var selt til Englands 1986. Skipið er nú "bunkerbátur" á Malta og er undir þarlendu flaggi


© Photoship


© Brian Crocker© Brian Crocker© Brian Crocker© Brian Crocker

Lokað fyrir álit

24.10.2011 22:01

Hámenn

Eftir "blámennina" voru það "hámenn" Af þessari tegund skipa ( 215-3 ) frá Per Hendriksen voru keypt sjö skip. Eimskip keypti fjögur og Skipadeild SÍS tvö. Fyrstan skal telja Laxfoss II Hann var byggður hjá Frederikshavns Vft í Frederikshavn Danmörk sem Mercandian Carrier 1974 Skipið mældist 1599.0 ts 2999.0 dwt. Loa: 78.50 m brd: 13.10 m Eimskipafélagið keypti skipið 1977 og skírði sem fyrr segir Laxfoss. Skipið var selt úr landi 1983 og fékk nafnið Ursula  Það siglir í dag undir nafninu Qin Hai 108 og veifar Panamafána
 © BANGSBO MUSEUM

Næstur var Mercandia Supplier byggt 1975 Sem hér fékk nafnið Háifoss 1977 Sömu mælingar á öllum skipunum hér á eftir. Hann var seldur úr landi 1981 og fékk nafnið Nogi Skipið strandaði á 41°18´N og 019°29´ Ö 15-05-2010 og var svo rifið í Aliaga upp úr því. Síðasta nafn var Emelie
 og flaggið var Tanzania© BANGSBO MUSEUM

Næstur er Mercandia Transporter byggt 1974 Eimskip kaupir skipið 1977 og fær það nafnið Fjallfoss og var nr III með því nafni hjá félaginu. Skipið selt úr landi 1983 og fær nafnið Sandra K Skipið siglir í dag undir nafninu Tabark og fánin er Sierra Leone© BANGSBO MUSEUM


Svo er það Mercandia Importer byggt 1974 Eimskip kaupir 1977 og skírir Lagarfoss Nr þrjú með því nafni Skipið selt úr landi 1982 og fær nafnið Rio Tejo. Það varð sprenging og eldsvoði í því  út af Máritaníu 28-02-1987 og var það svo rifið upp úr því í Belgíu


© BANGSBO MUSEUM

Eins og fyrr sagði keypti Skipadeild SÍS tvö skip af Per Hendriksen Það fyrra var Mercandia Exporter. Smíðað 1974 SÍS keypti skipið 1979 og skírði Arnarfell.og var nr tvö hjá félaginu með því nafni Það var selt úr landi  1988 ig fékk nafnið Vestvik Skipið siglir undir nafninu Sea Blue í dag og er undir fána N- Kóreu


© BANGSBO MUSEUM

Svo er það síðast Mercandia Shipper byggt 1975 Skipadeildin kaupir skipið 1979 og skírir Helgafell og var það nr tvö með því nafni hjá félaginu. Sambandið seldi skipið 1984 og fékk það nafnið Speranza. Skipið heitir í dag Europe 92 og flaggið Ítalía


© BANGSBO MUSEUM

Lokað fyrir álit

24.10.2011 17:28

Blámenn eða Blápungar

Þeir voru kallaðir "Blámenn" eða jafnvel "Blápungar" Skipin sem Eimskip keypti af Per Hendriksen eða Mercandia 1974. Fyrstur í röðinni var Úðafoss Skipið var byggt hjá Frederrikshavn Vft í Frederikshavn Danmörk fyrir Mercandia Rederiene 1971. Skipið mældist 499.0 ts 1372.0 dwt. Loa: 76.60 m brd: 12.30 m.Eimskip seldi skipið 1984 og fékk það nafnið Brava Prima Skipið heitir í dag Alrabee og veifar fána Panama


 
© BANGSBO MUSEUM


Næsta skip í röðinni var Álafoss Sömu tölur eiga við skipið en skipið hét fyrst Merc America. Skipið sökk á 57°57´N og 006°12´Ö þ 27- 02- 1998 og hét þá Ulsund


© BANGSBO MUSEUMSvo var það Grundarfoss Sömu tölur eða svipaðar Fyrsta nafn Merc Australia Eimskip seldi skipið 1993 og fékk það þá nafnið Gulf Pride. Það siglir í dag undir nafninu Taisier og flaggið er Íranskt

 
 © BANGSBO MUSEUM

Svo kom Urriðafoss Fyrsta nafn Merc Europa  Sömu eða svipaðar tölur Eimskip seldi skipið 1985 og fékk það nafnið Urrida. Skipið siglir í dag undir nafninu Reem og flaggið er Panama


 © BANGSBO MUSEUM

Síðasta skipið í upptalningunni er skip sem fyst hét Merc Asia En Eimskip skírði Tungufoss. Skipinu hvolfdi undan Lands End á Englandi 19-09-1981 Mannbjörg.


© BANGSBO MUSEUM


© BANGSBO MUSEUM

Lokað fyrir álit

24.10.2011 12:04

Skjaldbreið

Hér eru svo tvær myndir frá Guðlaugi Gísla, Skipið er Skjaldbreið. En fyrri myndin er af skipshöfninni á góðri stundu. Guðlaugur á miklar þakkir skyldar fyrir lánið á myndunum

 
© Guðlaugur Gíslason


Fremri röð frá vinstri: Indriði Guðjónsson 3. vélstjóri, Ágúst Nathanaelsson 2. vélstjóri, Guðmundur Erlendsson 1. vélstjóri, Svavar Steindórsson skipstjóri, Högni Jónsson 1. stýrimaður, Guðmundur Dagfinnsson 2. stýrimaður, Páll Pálsson bryti.

Aftari röð frá vinstri: Erling Axelsson smyrjari, Guðlaugur Gíslason háseti, Þorgils Bjarnason háseti, Bjarni Jóhannesson kokkur, Ársæll Þorsteinsson kokkur, Gunnar Eyjólfsson messi/háseti, Sigurður Thorarensen bátsmaður, Jónas Guðmundsson háseti, Magnús Guðmundsson háseti, Pétur Pétursson háseti.

Á myndina vantar Tryggva Bjarnason, háseta.

Myndin var tekin haustið 1954 þegar áhöfnin kom saman, og gerði sér glaðan dag, í samkomusal á þriðju hæð í Héðinshúsinu við Mýrargötu í Reykjavík.Og hér er skipið í óvanalegum ( og þó) flutningum


Úr safni Guðlaugs Gísla

Skjaldbreið var byggð hjá George Brown & Co SY  Greenock Skotlandi 1948 fyrir Skipaútgerð Ríkisins Skipið mældist 370.0 ts 350.0 dwt.  Loa: 45.30 m brd: 7.60 m. Skipið var selt Sea Service Sg Co Ltd London 1966 og fær nafnið  Viking Blazer.  Þeir selja skipið 1969 Cia de Nav Pavan á Famagusta Kýpur og það fær nafnið Marianthi.  Sia de Nav Sifnes Panama kaupir skipið 1970 og skíra Alexandros V.  1980 fær skipið nafnið Frosini. Það var svo rifið í Grikklandi (Perama) 1984


© Sigurgeir B Halldórsson
© Sigurgeir B Halldórsson Hér sem Viking Blazer© ókunnur

Þetta  skip skrifaði sögu sína feitu letri í siglingasögu Íslands þó lítið væri


Lokað fyrir álit

24.10.2011 09:39

Súðin

Mikill velunnari síðunnar og mjög svo góður vinur Guðlaugur Gíslason fv stýrimaður hjá Skipaútgerð sendi mér nokkrar myndir og hér er sú fyrsta 

Það er Súðin En þetta  skip átti drjúgan þátt í að koma þessati þjóð á lappirnar á sínum tíma og sinnti hinum ólíklegustu verkefnum. Allt frá flutningum á sýslumönnum og öðrum stórmennum milli hafna hértlendis til fiskflutninga til Englands og þorskveiða við GrænlandÚr safni Guðlaugs Gíslaonar

Skipið var byggt hjá Neptun AG Rostock Þýskalandi 1895 sem Gotha fyrir sænska aðila (H. Sternhagen) Skipið mældist 756.0 ts 600.0 dwt.  Loa: 56.80 m brd: 1927 kaupir Rederiet A/B Svenska Lloyd skipið og skírir Cambria 1930 kaupir Ríkissjóður íslands fyrir Skipaútgerð Ríkisins skipið og skýrir Súðin.


© ókunnur

Það er svo í eigu þeirrar útgerðar til 1949 að Útvegur h/f kaupir skipið og notar það við  Grænland sem móðurskip fyrir nokrar trillur og smærri vélbáta. Skipið var þá skráð fiskiskip og fékk einkennisstafina RE 210.
1952  kaupir Kjartan Guðmundsson það og sendir það til Ceylon þar sem skipið var selt til Hong Kong En þar er það "talið" rifið 1952. En sögur gengu um að skipið hefði sigt á fljótunum í Kína mörg ár eftir það                                                                                    © ókunnur

Súðin er eitt af þessum gömlu "áburðarjálkum" sem gerðu okkur að ríkri þjóð. Um þetta skip og æfintýri þess mætti skrifa heila bók. En þessi minnimgu þessara skipa á að halda í heiðri.
Lokað fyrir álit

18.10.2011 19:01

Systur

Það má segja að frystiskipin hafi verið iðinn við kola undanfarið hér í Eyjum. Fyrir skömmu var Silver Ocean hér að lesta frosið, Skipið var byggt hjá Århus Flydedok 1997 sem Alexandra. Flaggið var Bahamas. Það mældist: 3817.0 ts 4260.0 dwt. Loa: 97.60 m brd: 15.70 m. 1999 fær skipið nafnið Frio Vladivostok 0g 2005 Silver Ocean nafn sem það ber í dag undir NIS fánaYngri systirin Silver Copenhagen var hér í dag að lesta frosið Hún var byggð hjá Århus Flydedok 1998 sem Centavr Flaggið var Bahamas. Það mældist: 3817.0 ts 4230 dwt  Loa: 97.60 m brd: 15.70 m 1999 fær skipið nafnið Frio London 2004 Silver Copenhagen nafn sem það ber í dag undir NIS fána
Lokað fyrir álit

16.10.2011 19:47

Bræla

Hann getur verið brælin við Maasmond og Waterweg eða réttara sagt innsiglinguna til Rotterdam Hér er syrpa af myndum þaðan©
Hans Esveldt


©
Hans Esveldt


©
Hans Esveldt


©
Hans Esveldt


©
Hans Esveldt


©
Hans Esveldt
Lokað fyrir álit

10.10.2011 19:20

Horfnir

Þessir tveir voru einusinni í islenskri þjónustu en eru ekki lengur á floti Sá fyrri var þekkt skip þar sem Kiddi í Björgum gerði garðinn frægan og Finnbogi Kjeld byrjaði sinn útgerðarmannsferil með Grjótey hét skipið í fyrstu hér á landi, Síðasta nafn var Royal Star II ig veifaði grískum fána  Skipið var rifið á Aliaga Tyrklandi í júni slSvo er það skip sem hét íslenska nafninu Árfell einnig þýska nafninu Jan í þjónustu Skipadeildar SÍS Hét Line og var undir NIS fána þegar hann var skipið kom til Grenå sl júni þar sem það var rifið


Lokað fyrir álit

06.10.2011 20:09

Sirrah

Sirrah heitir skip sem var hér í dag og lestaði útflutning fyrir Eimskip. Skipið mun vera að "leysa" Selfoss af en hann er víst í klössun. Sirrah er smíðað hjá Hegemann Roland SY, Berne í Þýskalandi 2002 fyrir hollenska aðila Það mældist 6386.0 ts  8446.0 dwt. Loa: 132.30. m brd: 19.40. m.

Lokað fyrir álit

05.10.2011 12:12

Árekstur

Hérna eru myndir af árekstri flutningaskips og Caland - Bridge í Eupopoort í Rotterdam 2010. Eða réttara sagt einhver misskilningur hjá brúarvörðum sem eftir að hafa hleypt stóru bílaflutningaskipi mundu ekki eftir, eða vissu ekki af finnska flutningaskipinu Najaden og voriu að lækka brúnna þegar skipið bar að.með þessum afleiðingum


© Hans Esveldt


© Hans Esveldt

Najaden var byggð hjá Sietas Neuenfelde Þýskalandi 1989 sem fyrir finnska aðila. Það mældist 3826.0 ts 4402.0 dwt. Loa: 104.80.m  2011 er skipið selt til Eistlands skírt Najland og sett undir Maltaflagg


© Arne Luetkenhorst

© Arne Luetkenhorst
Horfa á myndbandLokað fyrir álit
Flettingar í dag: 246
Gestir í dag: 90
Flettingar í gær: 342
Gestir í gær: 216
Samtals flettingar: 4221735
Samtals gestir: 579397
Tölur uppfærðar: 26.10.2021 12:38:29
clockhere