Færslur: 2010 Október

08.10.2010 12:28

Laxfoss V ?

Þá eru þau bæði komin í pottana þessi skip sem einusinn trónuðu á stærðartoppi íslenskra kaupskipa Silkeborg ex Laxfoss V ? (er ekki alveg viss á röðinni) hjá Eimskip m,m kom til Alang 06-05-2010 Verður brytjaður niður þar.Og Amanda ex Brúarfoss kom þangað í vor og er sennilega niðurbrytjaður núna.

Laxfoss

Búarfoss


Lokað fyrir álit

07.10.2010 21:30

Reykjanes

Mér finnst þetta skip nokkuð merkilegt fyrir íslenska kaupskipasögu. Skipið var um tíma í eigu eins af þess tíma "útrásarvíkingi" Hann var sennilega of heiðarlegur til að kallast því nafni eða vera tengdur því á einhvern hátt. Maðurinn hét Jón Oddson sem var ættaður var úr Dýrafirði en sigldi ungur á vit ævintýra í Englandi. Varð þar togaraskipstjóri og seinna stórútgerðarmaður. En sem að margra sögn var rakkaður niður af kollegum sínum og settur í fangelsi ranglega sakaður um um að vera hliðhollur Nasistum. En sú saga verður ekki rakin hér. En flutningaskipið hans Reykjanes sem hann keypti 1947 var í flutningum til og frá Íslandi til um nokkra hríð. Ég man vel eftir þessu skipi í Borgarnesi að losa kol þegar ég var strákur.Skipið var smíðað hjá Stulcken Sohn í Steinwerder Þýskalandi 1919 sem Malmo fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 705,0 ts  981.0 dwt  Loa: 66.20.m  brd:9.90 m. Jón Oddson keypti skipið eins og fyrr sagði 1947 og skírði Reykjanes. Skipið var rifið í Rosyth hinni frægu flotaskipasmíðastöðinni í Rosyth Five  Skotlandi.1953


Lokað fyrir álit

07.10.2010 20:47

Haukur IV

Einn velunnari síðunnar minn gamli góði skólabróðir og vinur Jón Snæbjörnsson sendi mér þessa mynd af því skipi sem í dag ber nafnið Haukur,Og þakka ég Jóni kærlega fyrir sendinguna Jón lýsir skipinu svo: "MV Haukur, Þetta er kröftugt skip í þessari stærð. Sterkt byggður (í Serbíu) Vel málaðir botntankar strax i byggingu, engin stálviðgerð núna þrátt fyrir 20 ára klassa. Lestin er eitt boxað rými með finum glussa lúgum. Sem tekur bara örfáar mínútur að loka og opna. Ágætt vélarrúm miðaða við litið skip. Skipið er mjög lipurt, sterka vél, bógskrúfu og flapsa stýri. Það er handhægt fyrir áhöfnina. DWAT 3000 mton. Systurskipin eru 5 eða jafnvel 6, byggð 1990 - 1992." Við lýsingu Jóns má bæta þessu við Loa: 74.70.m  brd: 12.70.m. Byggingarstaður var Macvanska Mitrovica í Serbíu eins og Jón skýrði frá og verftið heitir Sava. Skipið hét áður Sava River Jón tók myndina  í ágúst  í slippnum í Reykjavík Eftir því sem ég kemst næst er þetta fjórða flutningaskipið sem ber þetta nafn


@ Jón Snæbjörnsson
 
Hér sem Sava River

 
@Jan Melchers

Lokað fyrir álit

06.10.2010 21:30

Katla II

Hér er eitt af þeim glæsilegu skipum sem komu ný að stríðslokum WWII Katla I Saga skipsins hefur verið sögð hér á síðunni

Hér nýleg í Vestmannaeyjum


 @Tryggvi Sig

Hér á siglingu á Humber

                                 @ Malcom Cranfield  Shipsnostalgia


Hér í erlendri höfn 1965Hér sem Delfi 1967


Lokað fyrir álit

04.10.2010 16:45

Havsund

Kærkominn gestur ver hér í höfninni í dag. Færeyiska flutningaskipið Havsund. Skipið var byggt hjá Krogerwerft í  Rendsburg 1985 sem Alko fyrir þarlenda aðila. Það mældist: 1208.0 ts 1170.0 dwt ? Loa: 63.00.m brd: 11,50 m. 1996  fær skipið nafnið Myraas  2007 Sandfelli  og  2008  Hafsund nafn sem það ber í dag undir færeyiskum fána.


Og hér eru myndir af skipinu undir Sandfelli nafninu  frá Regin Torkilsson færeyiskum ljósmyndara

Lokað fyrir álit

03.10.2010 15:11

HOS IRON HORSE

"Hos Iron Horse" var byggt hjá De Merwede SY  í Hardinxveld Hollandi 2009 fyrir þarlenda aðila. Skípið er skráð sem "Crane Ship" Það mældist: 8988.0 ts 8600.0 dwt Loa: 131.70,m brd:  22.00 m. Skipið er búið tveim krönum sá stærri lyftir 400.0 ts sen sá minni 120.0 ts. Skipið getur unnið niður á 3000 m dýpi. Það veifar fána Isle of Man


@Hannes van Rijn


@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn

Lokað fyrir álit

02.10.2010 20:12

Árs afmæli

Einhvern veginn í fjandanum datt hluti af formála síðustu færslu út . En þessi síða er eins árs í dag. Þann 2 okt 2009 var fyrsta bloggið sett inn. Það er kannske þá við hæfi að birta mynd af skipinu sem leysti af   fyrsta skipið sem birtist á því Esju II sem sagt Esju III  En myndina tók ég á Cap Verde fyrir nokkrum árum

Lokað fyrir álit

02.10.2010 18:33

Tveir Fossar

Höfundur þessar síðu er enginn ljósmyndari enda nýliði má segja. Ég hef oft átt myndavél og tekið myndir á sjó. En í flutningum fyrir nokkrum árum lenti ég í þegar átti  að "grisja safnið" að henda röngum kassa. Svo að síðan er  aðallega byggð upp á myndum annara en þó með þeirra leyfi. Ég hef byggt upp smánet af ljósmyndavinum. En ég reyni nú að sitja um skip hér í Eyjum og svo eru tveir velunnarar síðunnar Tryggvi Sig og Torfi Haralds drjúgir í að mata mig á myndum. En hér er syrpa af myndum frá einum af mínum  ljósmyndarafpóstvinum Hannes van Rijn sem býr í Hollandi
Brúarfoss


@Hannes van RijnGoðafoss


@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn


Lokað fyrir álit

01.10.2010 19:01

Fleiri furðuskip

Mighty Servant 1 var smíðað Oshima SB Oshima Japan 1983 sem Mighty Servant 1 fyrir hollenska aðila.Skipið mældist: 19954.0 ts 23760,0 dwt Loa: 160.20,m  brd: 40.40.m. 1998 var skipið lengt og breikkað Nú mældist það: 29193.0 ts 40910,0 dwt. Loa: 190,0 m brd: 50.40 m


@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn


Osa Goliath var smíðað hjá Pan United (Batam) Indónesiu 2009 Skipið fór undir Panamaflagg.Það mældist: 25812.0 ts  21011,0 dwt. Loa: 180.0 m brd: 32.0 m

Smíðastaðurinn


Skipið

@Hannes van Rijn@Hannes van Rijn
Lokað fyrir álit
Flettingar í dag: 235
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 469
Gestir í gær: 84
Samtals flettingar: 3633436
Samtals gestir: 504399
Tölur uppfærðar: 20.7.2019 03:41:49
clockhere